Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.9.2024 00:46:19

nr. 1088/2005 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=1088.2005.0)
Ξ Valmynd

Reglur
nr. 1088/2005, um reikningsskil og ársreikning Seðlabanka Íslands.

 

1. gr.

     Um reikningsskil og ársreikning Seðlabanka Íslands gilda eftir því sem við getur átt ákvæði laga nr. 144/1994*1), um ársreikninga, laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, laga nr. 145/1994, um bókhald svo og góðar bókhalds- og reikningsskilavenjur.

*1)Nú lög nr. 3/2006.

2. gr.

     Framlag til ríkissjóðs sbr. 34. gr. laga nr. 36/2001 skal reikna af hagnaði ársins samkvæmt rekstrarreikningi að frádregnum reiknuðum tekjum og gjöldum vegna breytinga á gengi íslensku krónunnar.
 

3. gr.

     Reglur þessar, sem settar eru á grundvelli 32. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi reglur um sama efni nr. 896/2002.
 

Fara efst á síðuna ⇑