Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.10.2024 20:07:50

nr. 97/2004 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=97.2004.0)
Ξ Valmynd

Reglur
nr. 97/2004, um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða.*1)

  *1)Sbr. reglur nr. 1065/2009.
 
Almenn ákvæði.
1. gr.
     Reglur þessar gilda um rekstrarfélög verðbréfasjóða, sbr. 7. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, sbr. kafla II og III.A í lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði
 
2. gr.
(1) Stjórn og framkvæmdastjóri fyrirtækis samkvæmt 1. gr. skulu semja ársreikning fyrir hvert reikningsár. Sé ekki annað tekið fram í reglum þessum gilda ákvæði laga nr. 144/1994*1), um ársreikninga og reglugerðar nr. 696/1996, um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga.
 
(2) Semja skal árshlutauppgjör miðað við 30. júní. [Árshlutauppgjör skal a.m.k. innihalda þær upplýsingar sem koma fram í fylgiskjali 4]1)
 
(3) Eigi rekstrarfélag verðbréfasjóða dótturfélög skal semja samstæðureikningsskil fyrir rekstrarfélagið og dótturfélög þess.
 
1)Sbr. 1. gr. reglna nr. 1065/2009. *1)Nú lög nr. 3/2006.
 
3. gr.
(1) Ársreikningur og ársskýrsla skulu undirrituð af stjórn og framkvæmdastjóra. Telji stjórnar­maður eða framkvæmdastjóri að ekki skuli samþykkja ársreikning eða hafi mótbárur fram að færa gegn ársreikningi skal hann undirrita með fyrirvara þar sem mótbárurnar eru tilgreindar.
 
(2) Framsetning ársreiknings skal vera með skýrum hætti og í samræmi við ákvæði laga og góða reikningsskilavenju.
 
4. gr.
     Ársreikningur rekstrarfélags verðbréfasjóðs skal skiptast í tvo hluta. A-hluta sem nær til rekstrarfélagsins og B-hluta sem nær til þeirra verðbréfasjóða eða fjárfestingarsjóða (hlut­deildarskírteinasjóðir), sem reknir eru af rekstrarfélagi, sbr. kafla II. og III.A í lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.
 
A-hluti
Ársreikningur rekstrarfélags.
5. gr.
     Rekstrarreikningur rekstrarfélags skal gerður þannig að hann gefi glögga mynd af því hvernig hagnaður eða tap á reikningsárinu hefur myndast. Uppsetning og sundurliðun rekstrar­­reikn­ings skal vera með þeim hætti sem fram kemur í fylgiskjali 1 með reglum þessum. Viðkomandi rekstrarliðir skulu sérgreindir nema þeir eigi ekki við eða nemi óveru­legum fjárhæðum.
 
6. gr.
     Efnahagsreikningur rekstrarfélags skal gerður þannig að hann gefi glögga mynd af eignum, skuldum og eigin fé í lok reikningsárs. Uppsetning og sundurliðun efnahags­reiknings skal vera með þeim hætti sem fram kemur í fylgiskjali 1 með reglum þessum. Viðkomandi efnahagsliðir skulu sérgreindir nema þeir eigi ekki við eða nemi óverulegum fjárhæðum. 
 
7. gr.
     Fjárstreymisyfirlit rekstrarfélags skal samið sem sjóðstreymi. Sjóðstreymi skal gert þannig að það greini breytingar á handbæru fé á árinu í samræmi við góða reiknings­skila­venju.
 
Einstakir liðir í rekstrarreikningi rekstrarfélags.
8. gr.
     Varðandi rekstrarliði 1.3, Fjármunatekjur, og 1.5, Fjármagnsgjöld, skal sýna í skýr­ingum nánari sundurliðun eftir því sem við á sbr. ennfremur 12. gr. reglugerðar nr. 696/1996.
 
 
Einstakir liðir í efnahagsreikningi rekstrarfélags.
9. gr.
(1) Undir efnahagslið 2, Verðbréf, skal færa verðbréf sem er ekki aflað í þeim tilgangi að halda því til varanlegrar eignar í rekstri.
 
(2) Verðbréf með föstum tekjum annars vegar, sbr. efnahagslið 2.1, og verðbréf með breytilegum tekjum hins vegar, sbr. efnahagslið 2.2, skal sundurliða í skýringum í: 1) Skráð á Kauphöll Íslands, 2) Önnur skráð verðbréf og 3) Óskráð verðbréf.
 
10. gr.
(1) Varðandi efnahagslið 2.1, Verðbréf með föstum tekjum, skal greina í skýringum frá heildarfjárhæð verðbréfa útgefnum af opinberum aðilum annars vegar og öðrum aðilum hins vegar.
 
(2) Varðandi efnahagslið 2.2, Verðbréf með breytilegum tekjum, skal greina í skýringum frá heildarfjárhæð hlutabréfa annars vegar og hlutdeildarskírteina í verðbréfa­sjóðum hins vegar.
 
11. gr.
(1) Varðandi efnahagsliði 4.2, Hlutir í hlutdeildarfélögum, og 4.3, Hlutir í tengdum félögum, skal sýna sundurliðun í skýringum eftir fyrirtækjum, eignarhlutdeild, hagnaðar­hlutdeild, nafnverði, markaðsverði og bókfærðu verði.
 
(2) Varðandi efnahagslið 4.4, Aðrar eignir, skal sýna nánari sundurliðun í skýringum þegar um er að ræða verulegar fjárhæðir. Sé um að ræða hlutabréfaeign samkvæmt þessum efnahagslið skal sýna sambærilega sundurliðun og lýst er í næstu málsgrein á undan.
 
12. gr.
     Varðandi efnahagslið 6., Eigið fé, skal sýna í skýringum nánari sundurliðun einstakra eigin­fjárliða eftir því sem við á sbr. ennfremur 3. gr. reglugerðar nr. 696/1996.
 
Skýringar í ársreikningi rekstrarfélags.
13. gr.
     Auk upplýsinga samkvæmt 7.-11. gr. skal í skýringum gefa upplýsingar um reiknings­skila­aðferðir og annað sem máli skiptir við mat á rekstrarafkomu og fjárhagsstöðu sbr. ennfremur ákvæði IV. kafla laga nr. 144/1994*1) og reglurgerðar nr. 696/1996.
*1)Nú V. kafli laga nr. 3/2006.
 
14. gr.
     Greint skal frá heildarfjárhæð eigna viðskiptamanna í eignastýringu og vörslu, á upp­gjörsdegi.
 
15. gr.
     Gerð skal grein fyrir eiginfjárútreikningi samkvæmt gildandi reglum um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja í samræmi við eftirfarandi sundurliðun:
                    Áhættugrunnur
                    Eigið fé
                    Eiginfjárhlutfall (%)
 
 
B-hluti
Ársreikningur verðbréfasjóða eða fjárfestingarsjóða.
16. gr.
     Rekstrarreikningur verðbréfasjóðs eða fjárfestingarsjóðs skal gerður þannig að hann gefi glögga mynd af því hvernig hagnaður eða tap reikningsársins hefur myndast. Uppsetning og sundurliðun rekstrarreiknings skal vera með þeim hætti sem fram kemur í fylgiskjali 2 með reglum þessum. Rekstrarreikningur skal vera sérgreindur fyrir hvern verðbréfasjóð, fjár­festingar­sjóð eða sjóðsdeild.
 
 
17. gr.
(1) Efnahagsreikningur verðbréfasjóða eða fjárfestingarsjóðs skal gerður þannig að hann gefi glögga mynd af eignum og skuldum í lok reikningsárs. Uppsetning og sundur­liðun efnahags­reiknings skal vera með þeim hætti sem fram kemur í fylgiskjali 2 með reglum þessum. Efnahagsreikningur skal vera sérgreindur fyrir hvern verðbréfasjóð, fjárfestingarsjóð eða sjóðsdeild.
 
(2) Mat á eignum verðbréfasjóðs, fjárfestingarsjóðs eða sjóðsdeildar skal endur­spegla raun­verulegt virði þeirra að teknu tilliti til markaðsaðstæðna, sbr. ennfremur eftirfarandi ákvæði:
  1. Fjármálagerningar sem skráðir eru á skipulegum verðbréfamarkaði skulu metnir samkvæmt dagslokagengi viðkomandi verðbréfamarkaðar í árslok.
  2. Virði annarra fjármálagerninga en um ræðir í 1. tl. skal háð mati rekstrarfélags að teknu tilliti til markaðsaðstæðna hverju sinni.
 
18. gr.
(1) Í skýringum með ársreikningi skal gefa upplýsingar um reikningsskilaaðferðir og annað sem máli skiptir við mat á rekstrarafkomu og fjárhagsstöðu. Jafnframt skal gefa upplýsingar um eftirfarandi atriði með vísan til viðeigandi liða í ársreikningi.
 
(2) Upplýsingarnar skulu sérgreindar fyrir hvern verðbréfasjóð, fjárfestingarsjóð eða sjóðsdeild:
  1. Sundurliðun fjárfestinga svo og hlutfallsleg skipting samkvæmt þeim viðmiðum sem helst eiga við í ljósi fjárfestingarstefnu verðbréfasjóðs, fjárfestingarsjóðs eða sjóðs­deildar sbr. ennfremur leiðbeinandi sýnishorn á fskj. 3 með reglum þessum. Að lágmarki skal sundurliða fjárfestingar eins og sýnt er í töluliðum 1.-9. í fskj. 3.
  2. Heildarnafnverð eða fjöldi eininga útgefinna skírteina.
  3. Gengi hlutdeildarskírteina í lok reikningsárs og ávöxtun síðustu 3, 6 og 12 mánaða.
  4. Hlutfall skammtímalána af eignum verðbréfasjóðs, fjárfestingarsjóðs eða sjóðsdeildar, sbr. 2. mgr. 40. gr. laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði.
  5. Greinargerð um breytingar á samsetningu verðbréfasjóðs, fjárfestingarsjóðs eða sjóðs­deildar á uppgjörstímabilinu.
  6. Samanburðartölur fyrir þrjú næstliðin reikningsár, sem meðal annars hafa að geyma fyrir hvert reikningsár miðað við lok þess:
    1. Bókfært verðmæti hlutdeildarskírteina.
    2. Gengi hlutdeildarskírteina.
 
Ýmis ákvæði
19. gr.
     Endurskoðaður ársreikningur rekstrarfélags verðbréfasjóða ásamt ársskýrslu skal sendur Fjármálaeftirlitinu innan tíu daga frá undirritun og eigi síðar en þremur mánuðum eftir lok reikningsárs. Sömu gögn skulu vera aðgengileg viðskiptamönnum verðbréfasjóðs.
 
 
20. gr.
     Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 2. mgr. 88. gr. og 9. tl. 1. mgr. 97 gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og 46. gr. laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjár­festingarsjóði, sbr. 19. gr. reglugerðar nr. 792/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, og öðlast gildi frá og með reikningsárinu 2003. Jafnframt falla úr gildi reglur nr. 695/2001, um ársreikninga verðbréfasjóða.
 
 
Fylgiskjal 1.
Rekstrarreikningur rekstrarfélags
1. Rekstrartekjur:
     1.1 Umsýsluóknun
     1.2 Söluþóknun
     1.3 Fjármunatekjur
     1.4 Aðrar rekstrartekjur
                         Heildartekjur                                    
     1.5 Fjármagnsgjöld
                         Hreinar rekstrartekjur                                                      
 
2. Rekstrargjöld:
     2.1 Laun og launatengd gjöld
     2.2 Annar rekstrarkostnaður
     2.3 Afskriftir rekstrarfjármuna
                         Rekstrargjöld        
 
3. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta                            
4. Skattar:
     4.1 Tekjuskattur
     4.2 Eignaskattur
                         Samtals                                                                          
 
5. Óreglulegir liðir
                                                                                    
6. Hagnaður
 
Efnahagsreikningur rekstrarfélags
Eignir            
1. Óefnislegar eignir
 
2. Verðbréf:
     2.1 Verðbréf með föstum tekjum 
     2.2 Verðbréf með breytilegum tekjum
 
3. Kröfur:
     3.1 Kröfur á tengd félög
     3.2 Kröfur á hlutdeildarfélög
     3.3 Aðrar kröfur
 
4. Aðrar eignir:
     4.1 Rekstrarfjármunir
     4.2 Hlutir í hlutdeildarfélögum
     4.3 Hlutir í tengdum félögum
     4.4 Sjóður og bankainnstæður
     4.5 Aðrar eignir
 
5. Fyrirframgreiddur kostnaður og áfallnar tekjur
                         Eignir samtals
                        
Skuldir og eigið fé 
 
6. Eigið fé:
     6.1 Hlutafé
     6.2 Yfirverðsreikningur innborgaðs hlutafjár
     6.3 Endurmatsreikningur
     6.4 Lögbundinn varasjóður
     6.5 Óráðstafað eigið fé
                       Eigið fé samtals                                                         
 
7. Skuldbindingar og víkjandi lán:
     7.1 Lífeyrisskuldbindingar
     7.2 Skattaskuldbindingar
     7.3 Víkjandi lán
     7.4 Aðrar skuldbindingar
8. Aðrar skuldir
     8.1 Lántökur
     8.2 Skuldir við tengd félög
     8.3 Skuldir við hlutdeildarfélög
     8.4 Reiknaðir skattar
     8.5 Skuldir við lánastofnanir
     8.6 Aðrar skuldir
 
9. Áfallinn kostnaður og fyrirfram innheimtar tekjur
                              Skuldir samtals
                              Skuldir og eigið fé samtals  
                         
 
 
Fylgiskjal 2
 
Rekstrarreikningur verðbréfasjóðs eða fjárfestingarsjóðs
 
Fjármunatekjur:
    Vextir, verðbætur, gengismunur og arður
 
Fjármagnsgjöld:
     Vextir og verðbætur á hlutdeildarskírteini
     Önnur vaxtagjöld
 
Hreinar fjármunatekjur
 
Önnur rekstrargjöld:
      Umsýsluþóknun
       Annar rekstrarkostnaður
Hagnaður
Efnahagsreikningur verðbréfasjóðs eða fjárfestingarsjóðs
Eignir
Fjárfestingar:
      Fjármálagerningar með föstum tekjum
      Hlutabréf
      Hlutdeildarskírteini
      Innlán hjá fjármálafyrirtækjum
      Afleiður
      Aðrir fjármálagerningar
 
Aðrar eignir:
      Bankainnstæður
      Innleystar eignir
      Aðrar eignir
Eignir samtals
 
Skuldir
Hlutdeildarskírteini
 
Aðrar skuldir:
      Bankalán
      Aðrar skuldir
Skuldir samtals
 
 
  
Fylgiskjal 3
 
Sundurliðun fjárfestinga verðbréfasjóðs, fjárfestingarsjóðs eða sjóðsdeildar
 
Sundurliðun fjármálagerninga og innlána
Tilvísanir eru í lög nr. 90/2003

Ríki, sveitarfélög eða alþjóðlegar stofnanir útg. eða í ábyrgð
m.kr.

Hlutdeildarskírteini
m. kr.

Hlutabréf
m.kr.
Annað
m. kr.
Samtals
m. kr.
1. Verðbréf, önnur en peningamarkaðsskjöl, skráð á skipulegum verðbréfamarkaði sbr. 1. tl. 30. gr.          
2. Peningamarkaðsskjöl skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, sbr. 1. tl. 30. gr.          
3. Nýútgefin verðbréf sbr. 2. tl. 30. gr.          
4. Hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða sbr. 3. tl. 30. gr.          
5. Innlán hjá fjármálafyrirt., sbr. 4. tl. 30. gr.          
6. Afleiður skráðar á skipulegum verðbréfamarkaði, sbr. 5. tl. 30. gr.          
7. Afleiður utan skipulegra verðbréfamarkaða, sbr. 6. tl. 30. gr.          
8. Peningamarkaðsskjöl utan skipulegra verðbréfamarkaða, sbr.  7. tl. 30. gr.          
9. Aðrir fjármálagerningar sbr. 1. mgr. 31. gr.          
Samtals          

 

 

Hlutfallsleg skipting fjármálagerninga og innlána
Tilvísanir eru í lög nr. 90/2003 Ríki, sveitarfélög eða alþjóðlegar stofnanir útg. eða í ábyrgð
%
Hlutdeildarskírteini
%
Hlutabréf
%
Annað
%
Samtals
%
1. Verðbréf, önnur en peningamarkaðsskjöl, skráð á skipulegum verðbréfamarkaði sbr. 1. tl. 30. gr.          
2. Peningamarkaðsskjöl skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, sbr. 1. tl. 30. gr.          
3. Nýútgefin verðbréf sbr. 2. tl. 30. gr.          
4. Hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða sbr. 3. tl. 30. gr.          
5. Innlán hjá fjármálafyrirt., sbr. 4. tl. 30. gr.          
6. Afleiður skráðar á skipulegum verðbréfamarkaði, sbr. 5. tl. 30. gr.          
7. Afleiður utan skipulegra verðbréfamarkaða, sbr. 6. tl. 30. gr.          
8. Peningamarkaðsskjöl utan skipulegra verðbréfamarkaða, sbr. 7. tl. 30. gr.          
9. Aðrir fjármálagerningar sbr. 1. mgr. 31. gr.          
Samtals 100% 100% 100% 100% 100%

 [Fylgiskjal 4

     Eftirfarandi upplýsingar skulu að lágmarki koma fram í hálfsársuppgjöri

     Hafi verðbréfa- eða fjárfestingarsjóður á tímabilinu greitt eða hyggst greiða arð, skulu tölu sýna niðurstöðu tímabilsins eftir skatta og þann arð sem greiddur hefur verið eða til stendur að greiða.

I. Efnahagsreikningur.
Framseljanleg verðbréf
Óskráð verðbréf og peningamarkaðsskjöl
Bankainnistæður
Aðrar eignir
Heildareignir
Skuldir
Hrein eign

II. Fjöldi hlutdeildarskírteina.

III. Gengi hlutdeildarskírteinis.

IV. Eignasafn þar sem fjárfestingar eru sundurliðaðar á eftirfarandi hátt:

  1. framseljanleg verðbréf sem hafa verið skráð eða tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði samkvæmt skilgreiningu laga um kauphallir;
  2. framseljanleg verðbréf sem ganga kaupum og sölum á öðrum merkaði innan Evrópska efnahagssvæðisins sem er opinn almenningi, starfar reglulega, lýtur opinberu eftirliti og er viðurkenndur með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið metur gildan og/eða hafa verið skráð eða tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins eða ganga kaupum og sölum á öðrum markaði í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins sem er opinn almenningi, starfar reglulega, lýtur opinberu eftirliti og er viðurkenndur með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið metur gildan;
  3. nýútgefnum verðbréfum, enda sé í skilmálum vegna útgáfu þeirra skuldbinding um að sótt verði um skráningu verðbréfanna á skipulegum verðbréfamarkaði samkvæmt skilgreiningu laga um kauphallir. Skráning verðbréfa samkvæmt þessu ákvæði skal fara fram eigi síðar en einu ári frá útgáfu þeirra;
  4. óskráð verðbréf og peningamarkaðsskjöl.

     Við sundurliðun framangreindra upplýsinga ber að taka tillit til ákvæða í fjárfestingastefnu verðbréfa- eða fjárfestingasjóðs er varða t.d. fjárfestingar í erlendum verðbréfum eða erlendri mynt. Þá skal tekið fram hvert hlutfall hverrar tegundar fjárfestingar er að heildareignum sjóðsins.

     Hafi orðið breytingar á eignasamsetningu sjóðsins á tímabilinu skal tilgreina hvaða breytingar hafa verið gerðar.]1)

1)Sbr. 2. gr. reglna nr. 1065/2009.

Fara efst á síðuna ⇑