Skattalagasafn ríkisskattstjóra 18.4.2024 03:29:59

nr. 55/2000, kafli 6 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=55.2000.6)
Ξ Valmynd

VI. KAFLI
Skýringar.
Almenn ákvæði.
36. gr.

(1) Í skýringum skal veita upplýsingar um þau atriði sem tilgreind eru í II. - V. kafla.
Í yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris:
Kafli III: Lið 2.1 í 8. gr., liði 3.5 - 3.10 í 9. gr., lið 6 í 12. gr., lið 7 í 13. gr. og lið 9 í 14. gr.
Í efnahagsreikningi:
Kafli IV: lið 1 í 16. gr., liði 2.1, 2.2, 2.3.3, 2.3.4 og 2.3.6 svo og 9.-12. mgr. í 17. gr., liði 3.1 og 3.3 í 18. gr., lið 4.3 í 19. gr., lið 5 í 20. gr., lið 6 í 21. gr., liði 7.1 og 7.4 í 22. gr. og lið 8 í 23. gr.

(2) [Í yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris: Kafli III: Lið 2.1 í 8. gr., liði 3.5-3.9 í 9. gr., lið 6 í 12. gr., lið 7 í 13. gr. og lið 9 í 14. gr.]1)

1)Sbr. 7. gr. reglna nr. 765/2002.
 

[36. gr. a

(1) Í skýringum skal tilgreina heildarfjárhæð launa og þóknana til stjórnar og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs vegna starfa í þágu sjóðsins, enda séu þessar upplýsingar ekki í skýrslu stjórnar Upplýsingarnar skulu sérgreindar á einstaka stjórnarmenn og framkvæmdastjóra. Með launum og þóknunum er auk beinna launa átt við hvers konar starfstengd hlunnindi svo sem bifreiða- og húsaleiguhlunnindi. Með störfum í þágu lífeyrissjóðs er m.a. átt við störf sem viðkomandi gegnir í krafti eignaraðildar lífeyrissjóðs að dóttur- eða hlutdeildarfélögum, sem og setu í nefndum og stjórnum sem hanner tilnefndur af hálfu lífeyrissjóðsins, þótt þóknanrir fyrir þau störf séu ekki greiddar af lífeyrissjóðnum sjálfum.

(2) Í skýringum skal veita upplýsingar um þóknun til endurskoðanda/endurskoðunarfélags, sem annast ytri endurskoðun lífeyrissjóðsins, sundurliðað í þóknun fyrir endurskoðun annars vegar og fyrir aðra þjónustu hins vegar.]1)

1)Sbr. 1. gr. reglna nr.1067/2004.
 

37. gr.

     [Gera skal grein fyrir þeim aðferðum sem beitt er við mat á hinum ýmsu liðum ársreiknings. Greint skal frá aðferðum við endurmat og afskriftir svo og við uppfærslur og niðurfærslur. Einnig skal tilgreina það gengi sem miðað er við þegar einstakir liðir eru umreiknaðir frá öðrum gjaldmiðli í íslenskar krónur.]1)

1)Sbr. 8. gr. reglna nr. 765/2002.
 

38. gr.

     Þegar fjárhæðir eru ekki samanburðarhæfar milli ára í efnahagsreikningi eða í yfirliti um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris skal í skýringum gera grein fyrir ástæðum þess og áhrifum sem það hefur á samanburðarhæfi einstakra liða.
 

39. gr.

     Gera skal grein fyrir lífeyrisskuldbindingum sjóðsins í skýringum eða sérstöku yfirliti samkvæmt niðurstöðu tryggingafræðilegrar athugunar, sbr. eftirfarandi sundurliðun:

  Áfallin skuldbinding   Framtíðar-skuldbinding   Heildar-skuldbinding
 
Eignir:          
Hrein eign til greiðslu lífeyris………………..…………          
Núvirði verðbréfa………………………….……………          
Núvirði framtíðariðgjalda……………………………….          
Eignir samtals………………………………………...…          
           
Skuldbindingar:          
Ellilífeyrir……………………………………………….          
Örorkulífeyrir………………………………………..….          
Makalífeyrir……………………………………………..          
Barnalífeyrir………………………………………….....          
Rekstrarkostnaður……………………..………………..          
Skuldbindingar samtals…………………………………          
           
Eignir umfram skuldbindingar:          
Í hlutfalli af skuldbindingum:          

 

40. gr.

(1) Tilgreina skal nöfn og félagsform dótturfélaga og hlutdeildarfélaga. Geta skal hlutdeildar í hverju þeirra, eigin fjár og rekstrarniðurstöðu samkvæmt síðasta ársreikningi. Þegar félagið er dótturfélag skal tilgreina nafn móðurfélags sem gerir samstæðureikning.

(2) Víkja má frá ákvæðum 1. mgr. um upplýsingar um eigið fé og rekstrarárangur einstakra félaga ef eignarhlutur er undir 50% af eigin fé viðkomandi félags og upplýsingarnar hafa óverulega þýðingu eða þær geta valdið viðkomandi félagi tjóni, enda sé ástæðunnar getið.
 

41. gr.

     Í skýringum skal tilgreina nöfn, heimilisföng og form félaga með ótakmarkaðri ábyrgð sem sjóðurinn er aðili að. Ekki þarf að gefa þessar upplýsingar ef þær hafa óverulega þýðingu.
 

Eignaliðir.
42. gr.

     Fyrir hvern eignaliðanna 1 Óefnislegar eignir, 2.1 Húseignir og lóðir og 4.1 Rekstrarfjármunir og aðrar efnislegar eignir skal gera grein fyrir breytingum á bókfærðu virði á árinu í samræmi við góða reikningsskilavenju.
 

43. gr.

(1) Upplýsa skal um síðasta opinbert fasteignamat og um vátryggingaverðmæti varanlegra rekstrarfjármuna.

(2) Gera skal grein fyrir bókfærðu verði húseigna og lóða sem lífeyrissjóðurinn hefur til eigin nota. Noti sjóðurinn hluta húseignar skal reikna verðið hlutfallslega.
 

44. gr.

(1) Tilgreina skal heildarfjárhæð lána og ábyrgða sem veittar hafa verið stjórn, framkvæmdastjóra og öðrum stjórnendum sjóðsins og einstaklingum nátengdum þeim.

(2) Ákvæði 1. mgr. eiga ekki við ef eingöngu er um að ræða lán sambærileg þeim sem sjóðfélagar hafa fengið hvað varðar fjárhæð og kjör.
 

Skuldaliðir.
45. gr.

     Greina skal frá samningum sem gerðir hafa verið við stjórn, framkvæmdastjóra og starfsmenn um eftirlaun og hliðstæð réttindi, og tilgreina heildarfjárhæðir. Áfallnar skuldbindingar sjóðsins vegna þessa skulu sundurliðaðar á stjórn, framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur annars vegar og aðra starfsmenn hins vegar.
 

46. gr.

     Hafi lífeyrissjóður sett eignir að veði skal veita upplýsingar um fjárhæð veðsetninganna og bókfært verð veðsettra eigna sundurliðað eftir eignum.
 

47. gr.

     Gera skal grein fyrir virkum afleiðuviðskiptum þar sem sérstaklega komi fram, fyrir hverja tegund viðskipta, fjárhæðir samninga og áhrif þeirra á ársreikninginn. Þá skal koma fram í hvaða tilgangi þeir eru gerðir svo sem til að draga úr áhrifum vaxtabreytinga, gengisbreytinga eða breytinga á markaðsverði. Tekjur og gjöld vegna þessara viðskipta eru færð undir liðum 3 Fjárfestingartekjur eða 4 Fjárfestingargjöld í yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris.
 

48. gr.

     Veita skal upplýsingar um aðrar fjárskuldbindingar sem ekki eru tilfærðar í efnahagsreikningi, að því leyti sem það skiptir máli við mat á fjárhagsstöðu. Hafi sjóðurinn gert leigusamninga sem nema verulegum fjárhæðum skulu slíkar skuldbindingar tilgreindar sérstaklega.
 

Fimm ára yfirlit.
49. gr.

(1) Ársreikningur skal hafa að geyma yfirlit með helstu niðurstöðutölum og kennitölum úr rekstri og efnahag sjóðsins í heild á reikningsárinu og samsvarandi upplýsingum fjögurra undangenginna reikningsára. Í yfirlitinu skal að lágmarki koma fram:

  1. Hrein raunávöxtun
  2. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ára
  3. Hlutfallsleg skipting annarra fjárfestinga skv. lið 2.3 í efnahagsreikningi:

Skráð verðbréf með breytilegum tekjum %
Skráð verðbréf með föstum tekjum %
Óskráð verðbréf með breytilegum tekjum %
Óskráð verðbréf með föstum tekjum %
Veðlán %
Annað %

  1. Hlutfallsleg skipting annarra fjárfestinga skv. lið 2.3 í efnahagsr. eftir gjaldmiðlum:

Eignir í íslenskum krónum %
Eignir í erlendum gjaldmiðlum samtals %

  1. Fjöldi sjóðfélaga
  2. Fjöldi lífeyrisþega
  3. Hlutfallsleg skipting lífeyris:

Ellilífeyrir %
Örorkulífeyrir %
Makalífeyrir %
Barnalífeyrir %

  1. Fjárhagsstaða skv. tryggingafræðilegri úttekt:

Hrein eign umfram heildarskuldbindingar %
Hrein eign umfram áfallnar skuldbindingar %

(2) Upplýsingar samkvæmt 1. mgr. skulu eins og frekast er unnt vera sambærilegar milli ára. Þess skal getið sérstaklega ef svo er ekki og ástæðna þess. Sé ekki unnt að birta tölur sem bera má saman milli ára er heimilt að birta yfirlit yfir skemmra tímabil en fimm ár. Í viðauka III er nánari grein gerð fyrir skilgreiningum kennitalna samkvæmt 1. mgr.
 

Fara efst á síðuna ⇑