Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.9.2024 09:34:38

nr. 55/2000, kafli 7 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=55.2000.7)
Ξ Valmynd

VII. KAFLI
Skýrsla stjórnar.
50. gr.

(1) Í skýrslu stjórnar skal koma fram yfirlit um starfsemi sjóðsins á árinu, svo og upplýsingar um atriði er mikilvæg eru við mat á fjárhagslegri stöðu sjóðsins og afkomu hans á reikningsárinu er ekki koma fram annars staðar á ársreikningnum.

(2) Í skýrslu stjórnar skal ennfremur upplýst um eftirfarandi:

  1. 1. atburði eftir uppgjörsdag sem hafa verulega þýðingu,
  2. 2. væntanlega þróun sjóðsins og
  3. 3. aðgerðir sem hafa þýðingu fyrir framtíðarþróun hans.

(3) Skýrsla stjórnar skal veita upplýsingar um fjölda greiðandi sjóðfélaga á árinu, fjölda virkra sjóðfélaga, þ.e. sjóðfélaga sem að jafnaði greiða iðgjöld til sjóðsins með reglubundnum hætti í mánuði hverjum, fjölda lífeyrisþega, fjölda starfsmanna að meðaltali á reikningsárinu, heildarfjárhæð launa, þóknana eða annarra greiðslna til starfsmanna, stjórnar og annarra í þjónustu sjóðsins.
 

51. gr.

     Ársreikningur ásamt skýrslu stjórnar og áritun löggilts endurskoðanda skal liggja frammi, og til afhendingar ef óskað er, á afgreiðslustað sjóðsins eftir samþykkt hans. Senda skal Fjár¬mála¬eftirlitinu endurskoðaðan ársreikning lífeyrissjóðs ásamt skýrslu stjórnar þegar eftir undirritun hans og eigi síðar en fjórum mánuðum eftir lok reikningsárs.
 

Fara efst á síðuna ⇑