Skattalagasafn ríkisskattstjóra 4.12.2024 19:48:30

Reglugerð nr. 505/1998, kafli 5 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=505.1998.5)
Ξ Valmynd

V. KAFLI
Ýmis ákvæði.

Stofn til virðisaukaskatts.
[15. gr.]1)

     Áfengisgjald myndar stofn til virðisaukaskatts hvort sem vara er flutt inn eða keypt innanlands til eigin nota, framleiðslu eða endursölu.

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 437/2005.

Gildissvið gagnvart tollalögum og lögum um virðisaukaskatt.
[16. gr.]1)

(1) Að því leyti sem ekki er ákveðið í reglugerð þessari um gjaldskyldu, gjaldfrelsi, álagningu, innheimtu, stöðvun tollafgreiðslu, upplýsingaskyldu, eftirlit, veð, sektir, viðurlög, refsingar og aðra framkvæmd varðandi áfengisgjald af innfluttu gjaldskyldu áfengi skulu gilda, eftir því sem við geta átt, ákvæði tollalaga, svo og reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim.

(2) Að því leyti sem ekki eru ákvæði í reglugerð þessari um álagningu, kærur og úrskurði um ákvörðun á áfengisgjaldi, innheimtu, tilhögun bókhalds, framtöl, eftirlit, upplýsingaskyldu, stöðvun atvinnurekstrar, viðurlög, sektir, refsingar og aðra framkvæmd varðandi áfengisgjald af innlendri framleiðsluvöru skulu gilda, eftir því sem við geta átt, ákvæði laga um virðisaukaskatt, svo og reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim.

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 437/2005.

Gildistaka.
[17. gr.]1)

(1) Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 477/1995, um áfengisgjald, með síðari breytingum.
 

Fara efst á síðuna ⇑