Skattalagasafn ríkisskattstjóra 25.11.2024 00:13:35

Lög nr. 162/2002, kafli 5 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=162.2002.5)
Ξ Valmynd

V. KAFLI
Ýmis ákvæði.

20. gr.
Viðurlög.

Um viðurlög skulu gilda, eftir því sem við getur átt, ákvæði [tollalaga, nr. 88/2005]1), um innfluttar vörur og laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, um innlendar framleiðsluvörur.

1)Sbr. 8. gr. laga nr. 106/2006.

21. gr.
Reglugerðarheimildir.

(1) [Ráðherra]2) setur reglugerð um framkvæmd laga þessara.a)

(2) Ráðherra skal að fengnum tillögum Úrvinnslusjóðs setja reglugerð um nauðsynlegan frágang úrgangs í hverjum uppgjörsflokki við móttöku í móttökustöð.

[(3) Ráðherra skal að fengnum tillögum Úrvinnslusjóðs og að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga setja reglugerð um nánari útfærslu á greiðslu kostnaðar við meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöð, sbr. 2. mgr. 3. gr.

(4) Ráðherra skal að fengnum tillögum Úrvinnslusjóðs setja reglugerð um hvernig standa skuli að greiðslum til að ná þeim tölulegu markmiðum sem sett eru um endurnýtingu og endurvinnslu þess úrgangs sem fellur til vegna pappa-, pappírs- og plastumbúða, sbr. 3. mgr. 3. gr.]1)

[(5) Ráðherra er heimilt að fengnum tillögum Úrvinnslusjóðs að setja reglugerð um hvernig standa skuli að greiðslum til að ná þeim tölulegu markmiðum sem sett eru um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs, endurgreiðslur vegna útflutnings raf- og rafeindatækja og endurgreiðslur til framleiðanda eða innflytjanda sem, einn sér eða í samvinnu með öðrum framleiðendum og innflytjendum, hefur ákveðið að setja upp kerfi til að safna raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafa honum með viðeigandi hætti.]3)

1)Sbr. 9. gr. laga nr. 106/2006. 2)Sbr. 356. gr. laga nr. 126/2011. 3)Sbr. 38. gr. laga nr. 63/2014a)Reglugerð nr. 1124/2005.

22. gr.
Gildistaka.

(1) Lög þessi skulu öðlast gildi 1. janúar 2003. Frá sama tíma falla úr gildi lög nr. 56/1996, um spilliefnagjald, með síðari breytingum.

(2) Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal móttaka á flokkuðum úrgangi, sem til er kominn vegna vara sem bera úrvinnslugjald, hefjast 1. apríl 2003 vegna vöru sem fellur undir viðauka II, X og XVI, 1. júlí 2003 vegna ökutækja, sbr. 5. gr., og eigi síðar en 1. júlí 2004 vegna vöru sem fellur undir viðauka I. Greiðsla skilagjalds á ökutæki, sbr. 6. gr., skal hefjast 1. júlí 2003.
 

Fara efst á síðuna ⇑