Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.9.2024 00:53:29

Lög nr. 162/2002, kafli 2 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=162.2002.2)
Ξ Valmynd

II. KAFLI
Úrvinnslugjald og ráðstöfun þess.

3. gr.
Almennt um gjaldtöku.

(1) Til að stuðla að úrvinnslu úrgangs skal leggja úrvinnslugjald á vörur, eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum. Leggja skal úrvinnslugjald á vörur hvort sem þær eru fluttar inn til landsins eða framleiddar hér á landi.

(2) Úrvinnslugjald skal standa undir kostnaði við meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöð, flutning hans frá söfnunarstöð til móttökustöðvar eða endurnýtingarstöðvar, enda hafi verið greitt úrvinnslugjald af vörunum. Þá skal gjaldið standa undir endurnýtingu úrgangsins og förgun hans eftir því sem við á. Jafnframt skal gjaldið standa undir kostnaði við förgun þess úrgangs sem blandast hefur vöru sem greitt hefur verið úrvinnslugjald af, enda sé blöndunin hluti af eðlilegri notkun vörunnar. Úrvinnslugjald skal standa undir kostnaði vegna greiðslu skilagjalda og vegna starfsemi Úrvinnslusjóðs.

[(3) Úrvinnslugjald sem lagt er á pappa-, pappírs- og plastumbúðir skal standa undir greiðslum við að ná tölulegum markmiðum, sbr. 3. mgr. 15. gr., um endurnýtingu og endurvinnslu þess úrgangs sem fellur til vegna framangreindra umbúða.]1)

[(4) Úrvinnslugjald sem lagt er á raf- og rafeindatæki skal standa undir greiðslum við að ná tölulegum markmiðum, sbr. 3. mgr. 15. gr., um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun úrgangsins.]2)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 106/2006. 2)Sbr. 38. gr. laga nr. 63/2014.

4. gr.
Fjárhæð úrvinnslugjalds.

(1) Fjárhæð úrvinnslugjalds skal taka mið af áætlun um kostnað við úrvinnslu úrgangs, sbr. 2. mgr. 3. gr. Vöruflokkum skal skipt í uppgjörsflokka með reglugerð sem ráðherra setur að fenginni tillögu stjórnar Úrvinnslusjóðs og skal tekjum hvers uppgjörsflokks eingöngu varið til að mæta gjöldum þess flokks. Hver uppgjörsflokkur er fjárhagslega sjálfstæður.

[(2) Fjárhæð úrvinnslugjalds vegna pappa-, pappírs- og plastumbúða skal taka mið af áætlun Úrvinnslusjóðs um þær greiðslur sem bjóða þarf til að ná tölulegum markmiðum um endurnýtingu og endurvinnslu, sbr. 3. mgr. 3. gr., svo og greiðslur vegna flutninga umbúðaúrgangs innan land.]1)

[(3) Fjárhæð úrvinnslugjalds vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs skal taka mið af áætlun Úrvinnslusjóðs um þær greiðslur sem bjóða þarf til að ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun úrgangsins, sbr. 4. mgr. 3. gr., svo og greiðslur vegna flutnings raf- og rafeindatækjaúrgangs innan lands.]3)

(4) [Ráðherra]2) leggur að fenginni tillögu stjórnar Úrvinnslusjóðs fram tillögu til [ráðherra er fer með tekjuöflun ríkisins]2) um breytingar á fjárhæðum úrvinnslugjalds, álagningu skilagjalds og nýjar gjaldskyldar vörur eftir því sem við á. [Ráðherra er fer með tekjuöflun ríkisins]2) flytur frumvarp á Alþingi um fjárhæðir úrvinnslugjalds og skilagjalds.*1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 106/2006. 2)Sbr. 356. gr. laga nr. 126/2011. 3)Sbr. 38. gr. laga nr. 63/2014. *1)Var áður 3. mgr., sbr. breyting með 38. gr. laga nr. 63/2014.

5. gr.
Úrvinnslugjald á ökutæki.

(1) Skráður eigandi gjaldskylds ökutækis skal á hverju gjaldtímabili greiða úrvinnslugjald að fjárhæð [900 kr.]2)3) fyrir hvert gjaldskylt ökutæki sitt skv. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 39/1988, um bifreiðagjald. Gjalddagar úrvinnslugjalds á ökutæki eru 1. janúar ár hvert vegna gjaldtímabilsins 1. janúar – 30. júní og 1. júlí ár hvert vegna gjaldtímabilsins 1. júlí – 31. desember. Gjaldið skal innheimt með bifreiðagjaldi og fer um greiðsluskyldu, gjalddaga, eindaga, álagningu, innheimtu gjaldsins og kæruheimild samkvæmt lögum um bifreiðagjald.

(2) Bifreiðar sem eru undanþegnar bifreiðagjaldi skv. 4. gr. laga um bifreiðagjald eru gjaldskyldar samkvæmt lögum þessum.*1) [Gjaldtímabil vegna bifreiða samkvæmt málsgrein þessari er 1. janúar – 31. desember og skal skráður eigandi gjaldskylds ökutækis á gjaldtímabilinu greiða úrvinnslugjald að fjárhæð [1.800 kr.]2)3) fyrir hvert gjaldskylt ökutæki sitt. Gjalddagi úrvinnslugjalds á bifreiðar samkvæmt málsgrein þessari er 1. júlí ár hvert. Um innheimtu gjaldsins að öðru leyti gildir 1. mgr.]1)

[(3) Gjaldskylda fellur niður frá og með upphafi fyrsta gjaldtímabils eftir að greitt hefur verið úrvinnslugjald af ökutækinu í full 15 ár og fyrir bifreiðar sem eru eldri en 25 ára í upphafi gjaldárs.]1) 2)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 144/2003. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 128/2004. 3)Sbr. 27. gr. laga nr. 135/2019. *1)Þessi málsliður kom fyrst til framkvæmda þann 1. júlí 2003, sbr. ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 8/2003.

6. gr.
Skilagjald á ökutæki.

(1) Greiða skal skilagjald, [20.000 kr.]1) 3), hverjum þeim sem afhendir gjaldskylt ökutæki til móttökustöðvar til endurnýtingar eða endanlegrar förgunar, enda hafi ökutækið verið afskráð og úrvinnslugjald greitt a.m.k. einu sinni af viðkomandi ökutæki.

(2) [Ráðherra]2) setur í reglugerð ákvæði um fyrirkomulag greiðslu til móttökustöðvar.

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 128/2004. 2)Sbr. 356. gr. laga nr. 126/2011. 3)Sbr. 40. gr. laga nr. 140/2013.

[---]1)

1)Sbr. 24. gr. laga nr. 58/2011.

[7. gr. a.
Úrvinnslugjald á pappa-, pappírs- og plastumbúðir.

(1) [Úrvinnslugjald skal leggja á umbúðir gerðar úr pappa og pappír, [22 kr./kg]6) 7) 14), og umbúðir gerðar úr plasti, [28 kr./kg.]6) 7) 9)12) ]4) Úrvinnslugjald skal leggja á hvort sem er umbúðir eru einar sér eða utan um vörur sem fluttar eru inn til landsins. Úrvinnslugjald skal lagt á samkvæmt upplýsingum gjaldskylds aðila um þyngd, tegund og samsetningu umbúða, sbr. þó [4. mgr.]3) Þetta á einnig við um samsettar umbúðir.

[(2) Úrvinnslusjóður ákveður, í samræmi við áætlun sína um að ná tölulegum markmiðum um endurnýtingu og endurvinnslu, fyrir hvaða tegundir umbúðaúrgangs sem úrvinnslugjald er lagt á, sbr. 3. mgr. 3. gr., hann greiðir.

(3) Margnota flutnings- og safnumbúðir sem fluttar eru úr landi til endurnotkunar hjá birgjum eru undanþegnar úrvinnslugjaldi. Undanþágan er bundin því skilyrði að innflytjandi lýsi því yfir í aðflutningsskýrslu, með þeim hætti sem [tollyfirvöld ákveða]13), að umbúðirnar verði sannanlega fluttar úr landi til endurnotkunar hjá birgjum og komi ekki til úrvinnslu hér á landi.]3)

(4) Gjaldskyldur aðili skal við tollafgreiðslu gefa upp þyngd umbúða í vörusendingu til tollafgreiðslu samkvæmt staðfestum upplýsingum þar um. [Ef staðfestar upplýsingar um þyngd umbúða vöru fást ekki er gjaldskyldum aðila heimilt að greiða úrvinnslugjald í samræmi við reiknireglur í viðauka XVIII.]2) [---]3)

(5) Um álagningu úrvinnslugjalds á heyrúlluplast [---]10 fer skv. 8. gr.]1)

[(6) [Pappa-, pappírs- og plastumbúðir í eftirtöldum tollskrárnúmerum eru undanþegnar úrvinnslugjaldi að því skilyrði uppfylltu að innflytjandi gefi yfirlýsingu í aðflutningsskýrslu, sbr. 3. mgr., um að viðkomandi vara verði sannanlega flutt úr landi og komi ekki til úrvinnslu hér á landi:]3)
 

 [3919.1000]3)  3923.2109  3923.9002  4819.2099  4819.5009
 [3920.1009]3)  3923.2901  3923.9009]2)  4819.3001  4819.6000
 3923.1001  3923.2909  4819.1001  4819.3009  4822.1000
[3923.2102  3923.3000  4819.1009  4819.4001  4822.9000
3923.2102]11)  3923.4000  4819.2011  4819.4009  4823.9004
 3923.1009  3923.5000  4819.2019  4819.5001  4823.9006
 3923.2101  3923.9001  4819.2091  4819.5002  


[(7) Innlendir framleiðendur greiða ekki úrvinnslugjald vegna gjaldskyldra umbúða sem notaðar eru utan um vörur sem sannanlega eru fluttar úr landi, sbr. 6. mgr.

(8) Framleiðendur og innflytjendur skulu við útgáfu sölureiknings tilgreina með skýrum hætti ef umbúðir eru undanþegnar úrvinnslugjaldi. Kaupandi skal staðfesta með móttökukvittun á viðkomandi reikningi að keyptar umbúðir fari til útflutnings. Endanleg yfirlýsing kaupanda er staðfest við greiðslu reiknings. Kaupandi er ábyrgur, gagnvart innheimtumönnum ríkissjóðs, fyrir því að umbúðir keyptar án úrvinnslugjalds fari til útflutnings.

(9) [Ríkisskattstjóra]5) er heimilt að gefa út úrvinnslugjaldsskírteini til framleiðanda, innflytjanda og seljanda umbúða úr pappír, pappa eða plasti, sbr. 6. mgr. Forsenda heimildar er að umbúðirnar séu utan um vörur til útflutnings eða til nota utan um vörur er fara á innanlandsmarkað og að umsækjandi hafi atvinnu af innflutningi, framleiðslu eða sölu úrvinnslugjaldsskyldra umbúða. Skírteinið veitir handhafa þess heimild til að flytja inn eða kaupa innan lands umbúðir án úrvinnslugjalds. Sækja þarf um úrvinnslugjaldsskírteini á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.*1)

(10) Ef handhafi úrvinnslugjaldsskírteinis tekur til eigin nota vörur sem úrvinnslugjald hefur verið fellt niður af á grundvelli skírteinisins skal hann á næsta gjalddaga almenns uppgjörstímabils standa skil á úrvinnslugjaldi vegna þeirra nota.]3) *1)

[(11) [Ráðherra]8) setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd niðurfellingar úrvinnslugjalds.]2)

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 128/2004. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 114/2005. 3)Sbr. 3. gr. laga nr. 106/2006. 4)Sbr. 1. gr. laga nr. 15/20075)Sbr. 95. gr. laga nr. 136/2009. 6)Sbr. 1. gr. laga nr. 69/2010. 7)Sbr. 1. gr. laga nr. 158/2010. 8)Sbr. 356. gr. laga nr. 126/20119)Sbr. 41. gr. laga nr. 140/201310)Sbr. 38. gr. laga nr. 63/2014. 11)Sbr. 31. gr. laga nr. 126/201612)Sbr. 28. gr. laga nr. 135/2019. 13)Sbr. 65. gr. laga nr. 141/201914)Sbr. 32. gr. laga nr. 133/2020. *1)Ákvæðin um úrvinnslugjaldsskírteini tóku gildi 1. ágúst 2006.

8. gr.
[Úrvinnslugjald á aðrar vörur.

(1) Úrvinnslugjald skal leggja á eftirtalda vöruflokka, eins og nánar er kveðið á um í viðaukum með lögum þessum:

1.     Aðrar umbúðir: heyrúlluplast, sbr. viðauka I[---]4)
2.     Olíuvörur: sbr. viðauka IV.
3.     Lífræn leysiefni og klórbundin efnasambönd: lífræn leysiefni, sbr. viðauka V, halógeneruð efnasambönd, sbr. viðauka VI, ísócýanöt og pólyúretön, sbr. viðauka VII.
4.     Málning og litarefni: málning, sbr. viðauka VIII, prentlitir, sbr. viðauka IX.
5.     Rafhlöður og rafgeymar: rafhlöður og rafgeymar aðrir en blýsýrurafgeymar, sbr. viðauka X, blýsýrurafgeymar, sbr. viðauka XI.
6.     Vörur í ljósmyndaiðnaði: sbr. viðauka XII.
7.     Kvikasilfursvörur: sbr. viðauka XIII.
8.     Varnarefni: sbr. viðauka XIV.
9.     Kælimiðlar: sbr. viðauka XV.
10.  Hjólbarðar: sbr. viðauka XVI.
11.  Veiðarfæri úr gerviefnum: sbr. viðauka XVII.
[12. Raf- og rafeindatæki: sbr. viðauka XIX.]7)

(2) Við flokkun til gjaldskyldu samkvæmt lögum þessum skal fylgt flokkunarreglum tollalaga.

(3) Fyrirtækjum og atvinnugreinum er heimilt að semja [við Úrvinnslusjóð]3) um ráðstafanir til að tryggja úrvinnslu úrgangs vegna svartolíu og veiðarfæra úr gerviefnum, enda þjóni það markmiðum laganna. Svartolía og veiðarfæri úr gerviefnum eru þá undanþegin gjaldtöku samkvæmt lögum þessum, enda hafi stjórn Úrvinnslusjóðs staðfest samninginn, sbr. 3. mgr. 17. gr., og tilkynnt það [tollyfirvöldum]9). [Jafnframt skal [ráðherra]5) staðfesta samninginn.]3) Hvorum samningsaðila er heimilt að segja upp samningi samkvæmt þessari grein. Úrvinnslusjóði er þó einungis heimilt að segja upp samningi vegna brota á honum og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar. Úrvinnslusjóður skal tilkynna [tollyfirvöldum]9) sé samningi sagt upp.

(4) Í samningi skv. 3. mgr. skal koma fram verklýsing þar sem m.a. eru upplýsingar um söfnun, flutninga, meðhöndlun úrgangs, ráðstöfun hans, umsjón og stjórnun, upplýsingasöfnun og skýrslugjöf. Þá skulu, áður en gengið er frá samningi, liggja fyrir upplýsingar um magn úrgangs, hvernig kerfið mun vera fjármagnað, aðgang handhafa úrgangs að kerfinu og greiðslu umsýslugjalds til Úrvinnslusjóðs.]1) 2)

[(5) Framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma bera ábyrgð á þeim rafhlöðum og rafgeymum sem framleidd eru hér á landi eða flutt inn og falla undir viðauka X [, XIog XIX]7). Í ábyrgð framleiðenda og innflytjenda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun á rafhlöðum og rafgeymum að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva sveitarfélaga og verslana [og fjármagna upplýsingagjöf og rekstur skráningarkerfis og eftirlits samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs]6). [---]6)]4)

[(6) Framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja bera ábyrgð á þeim raf- og rafeindatækjum sem eru framleidd hér á landi eða flutt inn. Í ábyrgð framleiðenda og innflytjenda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun á raf- og rafeindatækjaúrgangi, að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva sveitarfélaga, og fjármagna upplýsingagjöf, skráningarkerfi og eftirlit samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs.

(7) Framleiðanda og innflytjanda raf- og rafeindatækja er heimilt, einum sér eða í samvinnu við aðra framleiðendur og innflytjendur, að setja upp kerfi til að safna raf- og rafeindatækjaúrgangi um allt land og ráðstafa honum í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs og geta viðkomandi framleiðendur og innflytjendur þá fengið álagt úrvinnslugjald endurgreitt skv. 10. gr. b, að frátöldu gjaldi vegna skráningarkerfis og eftirlits Umhverfisstofnunar, í hlutfalli við ráðstafað magn af raf- og rafeindatækjaúrgangi, enda hafi þeir sýnt fram á að þeir hafi safnað úrgangi um allt land og ráðstafað honum í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs og reglugerðir settar samkvæmt þeim.]6)

[(8) Hjólbarðar í tollskrárnúmerum 8704.9012 og 8704.9015 eru undanþegnir úrvinnslugjaldi.]8)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 144/2003. 2)Sbr. 5. gr. laga nr. 128/2004. 3)Sbr. 4. gr. laga nr. 106/2006. 4)Sbr. 24. gr. laga nr. 58/2011. 5)Sbr. 356. gr. laga nr. 126/2011. 6)Sbr. 38. gr. laga nr. 63/2014. 7)Sbr. 23. gr. laga nr. 125/2014. 8)Sbr. 32. gr. laga nr. 126/20169)Sbr. 66. gr. laga nr. 141/2019.

Fara efst á síðuna ⇑