Skattalagasafn ríkisskattstjóra 28.3.2024 19:42:45

nr. 55/2000, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=55.2000.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
Einstakir liðir í yfirliti um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris.
Iðgjöld.
7. gr.

(1) Undir lið 1 Iðgjöld skal færa heildarfjárhæð iðgjalda og annarra framlaga, greiddra eða ógreiddra, sem skapað hafa réttindakröfur á lífeyrissjóðinn fyrir lok reikningsárs. Iðgjöldin skulu færð að frádregnum endurgreiddum og niðurfelldum iðgjöldum sem ekki skapa réttindi.

(2) Undir lið 1.1 Iðgjöld sjóðfélaga skal færa iðgjöld frá sjóðfélögum.

(3) Undir lið 1.2 Iðgjöld launagreiðenda skal færa regluleg iðgjöld frá launagreiðendum.

(4) Undir lið 1.3 Réttindaflutningur og endurgreiðslur skal færa samtölu fjárhæða sem greiddar hafa verið eða mótteknar vegna réttindaflutnings eða endurgreiðslu á iðgjöldum.
Verðbótatekjur/gjöld af réttindaflutningi færast einnig undir þennan lið.

(5) Undir lið 1.4 Sérstök aukaframlög skal færa sérstök viðbótariðgjöld launagreiðenda eða ábyrgðaraðila eða sérstök framlög frá öðrum aðilum, sem líta má á sem viðbótariðgjöld. Þegar um séreignadeildir er að ræða skal þó færa viðbótariðgjöld undir tekjuliði 1.1 og 1.2.
 

Lífeyrir.
8. gr.

(1) Undir lið 2.1 Lífeyrir skal færa heildarfjárhæð ellilífeyris, örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris á reikningsárinu til lífeyrisþega. Í skýringum skal koma fram sundurliðun lífeyristegunda með samanburði við árið áður.

(2) Undir lið 2.2 Umsjónarnefnd eftirlauna skal færa greiðslur frá Umsjónarnefnd eftirlauna.

(3) Undir lið 2.3 Annar beinn kostnaður vegna örorkulífeyris skal færa annan beinan kostnað svo sem vegna örorkumats og endurhæfingar.

(4) Undir lið 2.4 Tryggingakostnaður skal færa kostnað við kaup á tryggingu vegna áhættudreifingar á lífeyrisskuldbindingum sjóðsins.
 

Fjárfestingartekjur.
9. gr.

(1) Undir lið 3 Fjárfestingartekjur skal færa allar fjárfestingartekjur sjóðsins.

(2) Undir lið 3.1 Tekjur frá samstæðufélögum skal færa hlut félagsins í afkomu félaga í félagasamstæðu á reikningsárinu.

(3) Undir lið 3.2 Tekjur frá hlutdeildarfélögum skal færa hlut sjóðsins í afkomu hlutdeildarfélaga á reikningsárinu.

(4) Undir lið 3.3 Tekjur af eignarhlutum skal færa arð af hlutabréfaeign. Ennfremur skal færa breytingu á gengi hlutabréfa, þ.m.t. gjaldmiðlabreytingu, sem færð eru á markaðsverði og hagnað eða tap af sölu skráðra hlutabréfa.

(5) Undir lið 3.4 Tekjur af húseignum og lóðum skal færa hagnað eða tap af rekstri húseigna og lóða sjóðsins, þar með taldar reiknaðar leigutekjur af húseignum og lóðum sem lífeyrissjóðurinn á og notar fyrir eigin rekstur, þar sem það á við. Draga skal frá allan kostnað við reksturinn nema vexti sem skulu færðir meðal vaxtagjalda undir lið 4.2.

(6) Undir lið 3.5 Vaxtatekjur og gengismunur skal færa vaxtatekjur, verðbætur og aðrar hliðstæðar tekjur af fjárfestingum sjóðsins, ásamt verðbótum af skuldabréfum og öðrum peningalegum eignum. Afföllum og gengisauka af skuldabréfum sem ekki eru færð við markaðsverði skal dreifa miðað við upphaflega ávöxtunarkröfu. Hér skal einnig færa gengismun vegna umreiknings erlendra gjaldmiðla í íslenskar krónur, sbr. þó lið 3.3 hér á undan. Undir þennan tekjulið skal færa innheimtar lántökuþóknanir af skuldabréfum sem eignfærð eru undir eignalið 2.3. Hreinan hagnað eða tap af sölu skuldabréfa skal ennfremur færa hér. Þá skulu færast hér vaxtatekjur af iðgjöldum og iðgjaldakröfum.

(7) Undir lið 3.6 Tekjur vegna matsbreytinga á fjárfestingum skal færa hreina hækkun á bókfærðu verði þessara eigna í lok reikningsársins, sbr. ákvæði 28. gr., frá bókfærðu verði þeirra í upphafi reikningsársins, sem ekki ber að færa undir aðra liði. Hafi verið fjárfest á reikningsárinu skal miða við kostnaðarverð fjárfestingar.

(8) Undir lið 3.7 Hagnaður af sölu fjárfestinga skal færa hreinan hagnað af sölu fjárfestinga samkvæmt eignaliðum 2.1 Húseignir og lóðir, 2.2 Samstæðu- og hlutdeildarfélög og 2.3.6 Aðrar fjárfestingar, svo og óskráðra hlutabréfa samkvæmt eignalið 2.3.1. Verðbréf með breytilegum tekjum. Hagnaðurinn er mismunur söluverðs og bókfærðs verðs á söludegi.

(9) Undir lið 3.8 Breytingar á niðurfærslu skal færa niðurfærslur á eignalið 2.3 Aðrar fjárfestingar og eignalið 3 Kröfur sbr. ennfremur 28. og 33. gr. og skal gera grein fyrir þeim í skýringum.

(10) Undir lið 3.9 Aðrar fjárfestingartekjur skal færa tekjur af eignalið 2.3.6 Aðrar fjárfestingar. Undir þennan tekjulið skal færa aðrar tekjur af skuldabréfaeign en færðar eru undir lið 3.5 Vaxtatekjur og gengismunur.

(11) [---]1)

(12) Fjárfestingartekjur frá samstæðufélögum og hlutdeildarfélögum, sem falla undir liði 3.4 –3.9 skulu sérgreindar í skýringum.

1)Sbr. 1. gr. reglna nr. 765/2002.
 

Fjárfestingargjöld.
10. gr.

(1) Undir lið 4 Fjárfestingargjöld skal færa öll fjárfestingargjöld sjóðsins.

(2) Undir lið 4.1 Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður skal færa kostnað á reikningsárinu við umsýslu og stjórnun vegna fjárfestinga sjóðsins.

(3) Undir lið 4.2 Vaxtagjöld skal færa vaxtagjöld, verðbætur og gengismun af skuldum. Hér færist einnig innlausn affalla eða gengisauka af skuldum, sem ekki eru færðar til markaðsvirðis, og skal dreifa innlausninni miðað við upphaflega ávöxtunarkröfu.

(4) Undir lið 4.3 Gjöld vegna matsbreytinga á fjárfestingum skal færa hreina lækkun á bókfærðu verði þessara eigna í lok reikningsársins, sbr. ákvæði 28. gr., frá bókfærðu verði þeirra í upphafi reikningsársins sem ekki ber að færa undir aðra liði. Hafi verið fjárfest á reikningsárinu skal miða við kostnaðarverð fjárfestingar.

(5) Undir lið 4.4 Tap af sölu fjárfestinga skal færa hreint tap af sölu fjárfestinga samkvæmt eignaliðum 2.1 Húseignir og lóðir, 2.2 Samstæðu- og hlutdeildarfélög og 2.3.6 Aðrar fjárfestingar, svo og óskráðra hlutabréfa samkvæmt eignalið 2.3.1. Verðbréf með breytilegum tekjum. Tapið er mismunur söluverðs og bókfærðs verðs á söludegi.

(6) Undir lið 4.5 Önnur fjárfestingargjöld skal færa gjöld af eignalið 2.3.6 Aðrar fjárfestingar og gjöld sem tengjast lánveitingum sjóðsins. Þá skal færa hér þóknanir verðbréfafyrirtækja vegna umsýslu og stjórnunar á fjárfestingum samkvæmt 17. gr.
 

Rekstrarkostnaður.
11. gr.

(1) Undir lið 5 Rekstrarkostnaður skal færa rekstrarkostnað sjóðsins, annan en skrifstofu- og stjórnunarkostnað samkvæmt lið 4.1 og beinan kostnað vegna örorkulífeyris samkvæmt lið 2.3. Með hugtakinu skrifstofu- og stjórnunarkostnaður er fyrst og fremst átt við starfsmannakostnað, leigukostnað, þ.m.t. reiknaðan leigukostnað af eigin húsnæði, kostnað við skrifstofubúnað og afskriftir á eignum, sem færðar eru undir eignalið 4.1 í efnahagsreikningi og annan almennan skrifstofukostnað.

(2) Undir lið 5.1 Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður skal færa skrifstofu- og stjórnunarkostnað annan en samkvæmt lið 4.1.

(3) Undir lið 5.2 Annar rekstrarkostnaður skal færa annan rekstrarkostnað en samkvæmt liðum 2.3, 2.4, 4.1 og 5.1.
 

Aðrar tekjur.
12. gr.

     Undir lið 6 Aðrar tekjur skal færa reglulegar tekjur sem ekki eru taldar annars staðar. Í skýringum skal gerð grein fyrir þessum lið.
 

Önnur gjöld.
13. gr.

     Undir lið 7 Önnur gjöld skal færa áður ótalin regluleg gjöld og skal nánari grein gerð fyrir honum í skýringum.
 

Óreglulegar tekjur og gjöld.
14. gr.

(1) Undir lið 9 Óreglulegar tekjur og gjöld skal færa óreglulegar tekjur undir lið 9.1 og óregluleg gjöld undir lið 9.2. Þessir liðir taka til atvika og viðskipta sem eru óvenjuleg og óvænt og varða ekki meginstarfsemi sjóðsins, enda sé um verulegar fjárhæðir að ræða.

(2) Gerð skal nánari grein fyrir þessum liðum í skýringum.
 

Matsbreytingar.
15. gr.

     [Undir lið 10 Matsbreytingar skal færa endurmat óefnislegra eigna samkvæmt lið1, húseigna og lóða samkvæmt lið 2.1 og varanlegra rekstrarfjármuna samkvæmt lið 4.1.]1)

1)Sbr. 2. gr. reglna nr. 765/2002
 

Fara efst á síðuna ⇑