II. KAFLI
Efnahagsreikningur, rekstrareikningur og sjóðstreymisyfirlit.
2. gr.
Efnahagsreikningur.
(1) Efnahagsreikningur skal saminn á kerfisbundinn hátt, sbr. 3. gr., þannig að hann gefi glögga mynd af eignum, skuldum og eigin fé félagsins eða samstæðunnar í lok reikningsárs.Efnahagsreikningur, rekstrareikningur og sjóðstreymisyfirlit.
2. gr.
Efnahagsreikningur.
(2) Í undantekningartilvikum má víkja frá ákvæðum um framsetningu efnahagsreiknings ef þau leiða til þess að ársreikningur eða samstæðureikningur gefur villandi eða óskýra mynd af efnahag félagsins eða samstæðunnar. Skal þá í skýringum greina frá því af hverju stjórnendur telji að framsetning efnahagsreiknings skv. 3. gr. gefi villandi eða óskýra mynd af fjárhagsstöðu félagsins eða samstæðunnar.
Efnahagsreikning skal setja upp með eftirfarandi hætti og skulu einstakir liðir sérgreindir nema þeir eigi ekki við eða nemi óverulegum fjárhæðum, samanber ákvæði 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006. Skal þá, þess í stað, sundurliða viðkomandi liði í skýringarhluta ársreiknings, eða samstæðureiknings, eftir því sem við á.
3. gr.
Framsetning efnahagsreiknings.
Framsetning efnahagsreiknings.
Eignir:
|
4. gr.
Rekstrarreikningur.
(2) Í stað framsetningar rekstrarreiknings, sbr. 1. mgr. 5. gr., er heimilt að setja rekstrarreikning upp skv. starfsemiskostnaðarflokkun sé það talið gefa gleggri mynd.
(3) Í undantekningartilvikum má víkja frá ákvæðum 1. mgr. um framsetningu rekstrarreiknings í samræmi við ákvæði 5. gr. ef sú framsetning leiðir til þess að ársreikningur eða samstæðureikningur gefur villandi eða óskýra mynd af rekstri og afkomu. Skal í skýringum greina frá því af hverju stjórnendur telji að framsetning rekstrarreiknings í samræmi við áðurnefnt ákvæði gefi villandi eða óskýra mynd af afkomu félagsins.
5. gr.
Framsetning rekstrarreiknings.
Rekstrarreikning skal setja fram með eftirfarandi hætti eftir tegund kostnaðar og skulu eftirfarandi liðir sérgreindir nema þeir eigi ekki við eða nemi óverulegum fjárhæðum en þá skal þess í stað sundurliða viðkomandi liði í skýringarhluta ársreiknings, eða samstæðureiknings, eftir því sem við á.
1. | Hrein velta | |
2. | Aðrar rekstrartekjur | |
3. | Kostnaðarverð seldra vara (heimilt er að sýna þessar sundurliðanir í skýringum) | |
a) | Birgðabreyting fullunninna vara og verka í vinnslu | |
b) | Hráefni og rekstrarvörur | |
c) | Annar ytri kostnaður | |
4. | Laun og launatengd gjöld (heimilt er að sýna þessar sundurliðanir í skýringum) | |
a) | Laun | |
b) | Launatengd gjöld | |
5. | Önnur rekstrargjöld | |
6. | Afskriftir og virðisrýrnun | |
7. | Hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga | |
8. | Fjármunatekjur (heimilt er að sýna þessar sundurliðanir í skýringum) | |
a) | Vaxtatekjur af lánum til tengdra aðila | |
b) | Aðrar vaxtatekjur | |
c) | Matsbreytingar verðbréfa | |
d) | Aðrar fjármunatekjur, þ.m.t. arðstekjur og hreinn gengismunur vegna gjaldmiðlabreytinga sé hann jákvæður | |
9. | Fjármagnsgjöld (heimilt er að sýna þessar sundurliðanir í skýringum) | |
a) | Vaxtagjöld af lánum frá tengdum aðilum | |
b) | Önnur vaxtagjöld | |
c) | Matsbreytingar verðbréfa | |
d) | Annar fjármagnskostnaður, svo sem hreinn gengismunur vegna gjaldmiðlabreytinga sé hann neikvæður | |
10. | Tekjuskattur | |
11. | Hagnaður eða tap af aflagðri starfsemi | |
12. | Hagnaður eða tap ársins |
6. gr.
Sjóðstreymisyfirlit.