Skattalagasafn ríkisskattstjóra 23.11.2024 07:57:02

Reglugerð nr. 696/2019, kafli 2 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=696.2019.2)
Ξ Valmynd
 II. KAFLI
Efnahagsreikningur, rekstrareikningur og sjóðstreymisyfirlit.
2. gr.
Efnahagsreikningur.
(1) Efnahagsreikningur skal saminn á kerfisbundinn hátt, sbr. 3. gr., þannig að hann gefi glögga mynd af eignum, skuldum og eigin fé félagsins eða samstæðunnar í lok reikningsárs.

(2) Í undantekningartilvikum má víkja frá ákvæðum um framsetningu efnahagsreiknings ef þau leiða til þess að ársreikningur eða samstæðureikningur gefur villandi eða óskýra mynd af efnahag félags­ins eða samstæðunnar. Skal þá í skýringum greina frá því af hverju stjórnendur telji að fram­setning efnahagsreiknings skv. 3. gr. gefi villandi eða óskýra mynd af fjárhagsstöðu félagsins eða sam­stæðunnar.

Efnahagsreikning skal setja upp með eftirfarandi hætti og skulu einstakir liðir sérgreindir nema þeir eigi ekki við eða nemi óverulegum fjárhæðum, samanber ákvæði 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006. Skal þá, þess í stað, sundurliða viðkomandi liði í skýringarhluta ársreikn­ings, eða samstæðureiknings, eftir því sem við á.

 3. gr.
Framsetning efnahagsreiknings.

 

Eignir:
1. Fastafjármunir
  a) Óefnislegar eignir
    1. Þróunarkostnaður
    2. Aflaheimildir og sambærilegar eignir
    3. Sérleyfi, einkaleyfi og önnur leyfi, byggingarréttur, réttur til vörumerkja og sambærileg réttindi og aðrar sambærilegar eignir
    4. Viðskiptavild
    5. Fyrirframgreiðslur
  b) Efnislegar eignir
    1. Lóðir og húseignir
    2. Verksmiðjur og vélakostur
    3. Bifreiðar, innréttingar, tæki og áhöld
    4. Fjárfestingarfasteignir
    5. Fyrirframgreiðslur og eignir í byggingu
  c) Fjáreignir, þ.m.t. langtímakröfur
    1. Fjárfestingar í dótturfélögum
    2. Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum
    3. Eignarhlutir í öðrum félögum
    4. Lán til dótturfélaga
    5. Lán til hlutdeildarfélaga
    6. Lán til annarra tengdra aðila
    7. Lán til annarra félaga sem félagið á eignarhluti í
    8. Verðbréf önnur en veltufjáreignir
    9. Önnur lán
  d) Aðrir fastafjármunir svo sem skatteign
       
2. Veltufjármunir
  a) Birgðir
    1. Hráefni og rekstrarvörur
    2. Vörur og verk í vinnslu
    3. Fullunnar vörur og vörur til endursölu
    4. Fyrirframgreiðslur
  b) Skammtímakröfur
    1. Viðskiptakröfur
    2. Kröfur á samstæðufélög
    3. Kröfur á hlutdeildarfélög
    4. Kröfur á aðra tengda aðila
    5. Kröfur á önnur félög sem félagið á eignarhlut í
    6. Aðrar skammtímakröfur
    7. Fyrirframgreiddur kostnaður og áunnar óinnheimtar tekjur
  c) Verðbréf
  d) Handbært fé og ígildi handbærs fjár
Eigið fé og skuldir
3. Eigið fé
  a) Hlutafé eða stofnfé
  b) Yfirverðsreikningur innborgaðs hlutafjár
  c) Endurmatsreikningur
  d) Lögbundinn varasjóður
  e) Þýðingarmunur
  f) Annað bundið eigið fé (heimilt er að sýna þessa sundurliðun í skýringum)
    1. Varasjóðir, þ.m.t. óinnleystur hagnaður dóttur- og hlutdeildarfélaga, gang­virðis­reikningur vegna fjáreigna, bundinn þróunarkostnaður og varasjóðir sem kveðið er á um í samþykktum félagsins
    2. Annað eigið fé
  g) Óráðstafað eigið fé (heimilt er að sýna þessa sundurliðun í skýringum)
    1. Yfirfært frá fyrri árum
    2. Hagnaður eða tap ársins
    3. Arðgreiðslur
    4. Framlög í varasjóði og aðrar breytingar
  h) Hlutdeild minnihluta (í samstæðureikningum skal í efnahagsreikningi draga fram hlut­deild minnihluta í eigin fé samstæðunnar)
     
4. Langtímaskuldir
  a) Lífeyrisskuldbindingar og aðrar sambærilegar skuldbindingar
  b) Tekjuskattsskuldbinding
  c) Aðrar skuldbindingar
  d) Breytanleg og/eða víkjandi skuldabréfalán
  e) Skuldir við lánastofnanir
  f) Mótteknar greiðslur inn á pantanir, ef þær eru ekki sýndar sérstaklega sem frádráttur frá birgðum
  g) Viðskiptaskuldir og önnur lán
  h) Skuldir við samstæðufélög
  i) Skuldir við hlutdeildarfélög
  j) Skuldir við aðra tengda aðila
  k) Skuldir við önnur félög sem félagið á eignarhlut í
  l) Áfallin, ógreidd gjöld og fyrirframgreiddar tekjur
  m) Aðrar langtímaskuldir
     
5. Skammtímaskuldir
  a) Næsta árs afborgun breytanlegra og/eða víkjandi skuldabréfalána
  b) Næsta árs afborgun annarra langtímalána
  c) Skuldir við lánastofnanir
  d) Mótteknar greiðslur inn á pantanir, ef þær eru ekki sýndar sérstaklega sem frádráttur frá birgðum
  e) Viðskiptaskuldir
  f) Önnur skammtímalán
  g) Skuldir við samstæðufélög
  h) Skuldir við hlutdeildarfélög
  i) Skuldir við aðra tengda aðila
  j) Skuldir við önnur félög sem félagið á eignarhlut í
  k) Tekjuskattur til greiðslu
  l) Aðrar skammtímaskuldir, þ.m.t. ógreidd opinber gjöld
  m) Ógreidd áætluð gjöld
  n) Fyrirframinnheimtar tekjur

 

4. gr.
Rekstrarreikningur.
(1) Rekstrarreikningur skal settur upp með kerfisbundnum hætti og í samræmi við ákvæði 5. gr. þannig að hann gefi glögga mynd af afkomu félagsins eða samstæðunnar á reikningsárinu. Í rekstrar­reikningi samstæðu skal sýna greiningu á því hversu mikill hluti afkomu ársins tilheyrir hluthöfum móðurfélagsins annars vegar og hlutdeild minnihluta hins vegar.
 
(2) Í stað framsetningar rekstrarreiknings, sbr. 1. mgr. 5. gr., er heimilt að setja rekstrarreikning upp skv. starfsemiskostnaðarflokkun sé það talið gefa gleggri mynd.
 
(3) Í undantekningartilvikum má víkja frá ákvæðum 1. mgr. um framsetningu rekstrarreiknings í samræmi við ákvæði 5. gr. ef sú framsetning leiðir til þess að ársreikningur eða sam­stæðu­reikningur gefur villandi eða óskýra mynd af rekstri og afkomu. Skal í skýringum greina frá því af hverju stjórn­endur telji að framsetning rekstrarreiknings í samræmi við áðurnefnt ákvæði gefi villandi eða óskýra mynd af afkomu félagsins.

5. gr.
Framsetning rekstrarreiknings.
 
Rekstrarreikning skal setja fram með eftirfarandi hætti eftir tegund kostnaðar og skulu eftir­farandi liðir sérgreindir nema þeir eigi ekki við eða nemi óverulegum fjárhæðum en þá skal þess í stað sundurliða viðkomandi liði í skýringarhluta ársreiknings, eða samstæðureiknings, eftir því sem við á.
  
1. Hrein velta
2. Aðrar rekstrartekjur
3. Kostnaðarverð seldra vara (heimilt er að sýna þessar sundurliðanir í skýringum)
  a) Birgðabreyting fullunninna vara og verka í vinnslu
  b) Hráefni og rekstrarvörur
  c) Annar ytri kostnaður
4. Laun og launatengd gjöld (heimilt er að sýna þessar sundurliðanir í skýringum)
  a) Laun
  b) Launatengd gjöld
5. Önnur rekstrargjöld
6. Afskriftir og virðisrýrnun
7. Hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga
8. Fjármunatekjur (heimilt er að sýna þessar sundurliðanir í skýringum)
  a) Vaxtatekjur af lánum til tengdra aðila
  b) Aðrar vaxtatekjur
  c) Matsbreytingar verðbréfa
  d) Aðrar fjármunatekjur, þ.m.t. arðstekjur og hreinn gengismunur vegna gjaldmiðla­breyt­inga sé hann jákvæður
9. Fjármagnsgjöld (heimilt er að sýna þessar sundurliðanir í skýringum)
  a) Vaxtagjöld af lánum frá tengdum aðilum
  b) Önnur vaxtagjöld
  c) Matsbreytingar verðbréfa
  d) Annar fjármagnskostnaður, svo sem hreinn gengismunur vegna gjaldmiðlabreytinga sé hann neikvæður
10. Tekjuskattur
11. Hagnaður eða tap af aflagðri starfsemi
12. Hagnaður eða tap ársins

6. gr.
Sjóðstreymisyfirlit.
 
Sjóðstreymisyfirlit skal sett upp með skipulegum og samræmdum hætti. Skal það framsett þannig að það gefi glögga mynd af breytingu á handbæru fé á reikningsárinu og skal yfirlitið sýna breyt­inguna flokkaða eftir rekstrarhreyfingum, fjárfestingarhreyfingum og fjármögnunarhreyfingum. Sjóð­­streymis­­yfirlit skal samið annaðhvort eftir beinni aðferð eða óbeinni aðferð í samræmi við settar reikn­ingsskilareglur.

Fara efst á síðuna ⇑