Skattalagasafn ríkisskattstjóra 23.11.2024 10:16:59

Lög nr. 96/1995, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=96.1995.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
Almenn ákvæði. 1)

 

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 149/2001.

11. gr.

(1) Úrskurður [tollyfirvalda]3) um niðurfellingu eða endurgreiðslu áfengis- og tóbaksgjalds skv. 6. gr. og 2. mgr. 10. gr. sætir kæru til [ráðherra]1) í samræmi við 102. gr. tollalaga, nr. 55/1987*1). Þá skulu ákvæði tollalaga gilda að því leyti sem lög þessi kveða ekki á um gjaldskyldu, gjaldfrelsi, úrskurð um flokkun til gjaldskyldu, álagningu, innheimtu, lögvernd, viðurlög, refsingar og aðra framkvæmd varðandi gjald af innfluttu áfengi og tóbaki.

(2) Að því leyti sem ekki eru ákvæði í lögum þessum um álagningu, innheimtu, tilhögun bókhalds, framtöl, eftirlit, stöðvun atvinnurekstrar, viðurlög, sektir, refsingar og aðra framkvæmd varðandi gjald samkvæmt lögum þessum af áfengi og tóbaki, sem er framleitt eða unnið að einhverju leyti hér á landi, skulu gilda eftir því sem við getur átt ákvæði laga um virðisaukaskatt og ákvæði reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim lögum [---]2).

1)Sbr. 213. gr. laga nr. 126/2011. 2)Sbr. 6. gr. laga nr. 124/20143)Sbr. 43. gr. laga nr. 141/2019. *1)Nú 117. og 118. gr. laga nr. 88/2005.

12. gr.

Ráðherra er heimilt að setja með reglugerða) nánari fyrirmæli um framkvæmd ákvæða laga þessara um áfengisgjald og tóbaksgjald.

a)Reglugerð nr. 505/1998.
 

13. gr.

Lög þessi öðlast gildi 1. september 1995.


Ákvæði til bráðabirgða.

Bráðabirgðaákvæði með lögum nr. 96/1995 er ekki birt hér.

Fara efst á síðuna ⇑