Skattalagasafn ríkisskattstjóra 22.11.2024 07:56:43

Lög nr. 129/2009, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=129.2009.3)
Ξ Valmynd

[III. KAFLI 

Skattlagning flúoraðra gróðurhúsalofttegunda.
13. gr.

(1) Skattskyldir aðilar skulu greiða í ríkissjóð sérstakan skatt á hvert kíló af flúoruðum gróðurhúsalofttegundum sem fluttar eru til landsins eftir því sem nánar er kveðið á um í þessum kafla. Með flúoruðum gróðurhúsalofttegundum er átt við vetnisflúorkolefni, perflúorkolefni, brennisteinshexaflúoríð og aðrar gróðurhúsalofttegundir sem innihalda flúor eða blöndur sem innihalda einhver þessara efna.

(2) Fjárhæð skatts á hvert kíló flúoraðrar gróðurhúsalofttegundar skal vera eftirfarandi:

Tollnr. (IS) Iðnaðarheiti Skattur
2812.9010 Brenni­steins­hexaflúoríð (SF6) 10.000 kr./kg
3824.7810 Blanda R404A 9.805 kr./kg
3824.7811 Blanda R407C 4.435 kr./kg
3824.7812 Blanda R407F 4.563 kr./kg
3824.7813 Blanda R410A 5.220 kr./kg
3824.7814 Blanda R422A 7.858 kr./kg
3824.7815 Blanda R422D 6.823 kr./kg
3824.7816 Blanda R428A 9.018 kr./kg
3824.7817 Blanda R434A 8.113 kr./kg
3824.7818 Blanda R437A 4.513 kr./kg
3824.7819 Blanda R438A 5.663 kr./kg
3824.7820 Blanda R448A 3.468 kr./kg
3824.7821 Blanda R449A 3.493 kr./kg
3824.7822 Blanda R507 9.963 kr./kg
3824.7823 Blanda R508B 10.000 kr./kg
3824.7824 Blanda R452A 5.350 kr./kg
2903.3941 HFC-125 8.750 kr./kg
2903.3942 HFC-134 2.750 kr./kg
2903.3943 HFC-134a 3.575 kr./kg
2903.3944 HFC-143 883 kr./kg
2903.3945 HFC-143a 10.000 kr./kg
2903.3946 HFC-152 133 kr./kg
2903.3947 HFC-152a 310 kr./kg
2903.3948 HFC-161 30 kr./kg
2903.3949 HFC-227ea 8.050 kr./kg
2903.3950 HFC-23 10.000 kr./kg
2903.3951 HFC-236cb 3.350 kr./kg
2903.3952 HFC-236ea 3.425 kr./kg
2903.3953 HFC-236fa 10.000 kr./kg
2903.3954 HFC-245ca 1.733 kr./kg
2903.3955 HFC-245fa 2.575 kr./kg
2903.3956 HFC-32 1.688 kr./kg
2903.3957 HFC-365 mfc 1.985 kr./kg
2903.3958 HFC-41 230 kr./kg
2903.3959 HFC-43-10 mee 4.100 kr./kg
2903.3960 PFC-116 10.000 kr./kg
2903.3961 PFC-14 10.000 kr./kg
2903.3962 PFC-218 10.000 kr./kg
2903.3963 PFC-3-1-10 (R-31-10) 10.000 kr./kg
2903.3964 PFC-4-1-12 (R-41-12) 10.000 kr./kg
2903.3965 PFC-5-1-14 (R-51-14) 10.000 kr./kg
2903.8910 PFC-c-318 10.000 kr./kg
 

(3) Sé um að ræða innflutning á flúoruðum gróðurhúsalofttegundum öðrum en þeim sem tilteknar eru í 2. mgr. skal greiða skatt miðað við eftirfarandi forsendur:

  1. Fyrir flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem ekki eru tilteknar í 2. mgr. skal greiða skatt að fjárhæð 10.000 kr./kg.
  2. Fyrir blöndur sem ekki eru tilteknar í 2. mgr. skal reikna fjárhæð skatts út frá hlutföllum þeirra efna sem blandan samanstendur af.
  3. Fyrir aðrar blöndur sem ekki eru tilteknar í 2. mgr. og ekki er hægt að beita ákvæði 2. tölul. um skal greiða skatt að fjárhæð 10.000 kr./kg.]1)

Skattskyldir aðilar.
14. gr.

(1) Skattskyldir aðilar samkvæmt lögum þessum eru allir þeir sem flytja til landsins flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem falla undir ákvæði 13. gr.

(2) Skattskyldum aðilum ber að standa skil á skattinum við tollafgreiðslu.
 

15. gr.
Álagning og innheimta.

(1) Tollyfirvöld annast álagningu samkvæmt þessum kafla.

(2) Skattur, sem lagður er á samkvæmt þessum kafla, myndar stofn til virðisaukaskatts.

(3) Ríkisskattstjóri annast innheimtu samkvæmt þessum kafla.
 

[15. gr. a
Endurgreiðsla vegna útflutnings.

(1) Þegar sannanlega er flutt úr landi flúoruð gróðurhúsalofttegund skv. 13. gr., sem skattur var sannanlega greiddur af við innflutning, getur skattskyldur aðili sótt um endurgreiðslu á þeim skatti hafi ekki liðið meira en 12 mánuðir frá tollafgreiðslu hennar, frá og með 1. janúar 2020.

 
(2) Aðili sem óskar endurgreiðslu skv. 1. mgr. skal, innan sex mánaða frá því að vara er flutt úr landi, sækja um endurgreiðslu í sérstakri skýrslu til tollyfirvalda, á því formi sem þau ákveða, þar sem m.a. eru tilgreind tollskrárnúmer flúoraðrar gróðurhúsalofttegundar, sá kílóafjöldi sem fluttur var inn undir því númeri og fjárhæð þess skatts sem sannanlega var greiddur við innflutning viðkomandi vöru. Leggja skal fram þær upplýsingar og gögn sem nauðsynleg eru til afgreiðslu umsóknar, svo sem staðfestingu tollyfirvalda á inn- og útflutningi og staðfestingu á greiðslu skattsins.
 
(3) Fjárhæð sem sótt er um endurgreiðslu á hverju sinni skal vera að lágmarki 10.000 kr. Fallist tollyfirvöld á umsóknina án frekari skýringa skal endurgreiðsla fara fram eigi síðar en 30 dögum eftir að umsókn er lögð fram, enda hafi fullnægjandi upplýsingar og gögn fylgt henni.]1)

1)
Sbr. 34. gr. laga nr. 33/2020.

16. gr.
Ýmis ákvæði.

(1) Að svo miklu leyti sem ekki er á annan veg kveðið á um í þessum kafla skulu ákvæði tollalaga, nr. 88/2005, eiga við um álagningu, innheimtu, tilhögun bókhalds, eftirlit, upplýsingaskyldu, viðurlög, kærur og aðra framkvæmd skattheimtu samkvæmt þessum kafla.

(2) Ráðherra getur með reglugerð sett nánari fyrirmæli um framkvæmd þessa kafla.]1)

1)Sbr. 37. gr. laga nr. 135/2019.

 

Fara efst á síðuna ⇑