I. KAFLI
[Kolefnisgjald á kolefni af jarðefnauppruna.
1. gr.
(1) Greiða skal í ríkissjóð kolefnisgjald af eldsneyti sem inniheldur kolefni af jarðefnauppruna og notað er á fljótandi eða loftkenndu formi eða í iðnaðarferlum þannig að sú notkun leiði til losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. Með eldsneyti sem inniheldur kolefni af jarðefnauppruna á fljótandi eða loftkenndu formi er átt við gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarðolíugas og annað loftkennt kolvatnsefni.
(2) Fjárhæð kolefnisgjalds skal vera [11,75 kr.]1) 2) 3) 4) 5) 6) 7) 8) á hvern lítra af gas- og dísilolíu, [10,25 kr.]1) 2) 3) 4) 5) 6) 7) 8) á hvern lítra af bensíni, [14,45 kr.]1) 2) 3) 4) 5) 6) 7) 8) á hvert kílógramm af brennsluolíu og [12,85 kr.]1) 2) 3) 4) 5) 6) 7) 8) á hvert kílógramm af jarðolíugasi og öðru loftkenndu kolvatnsefni.
1)Sbr. 15. gr. laga nr. 146/2012. 2)Sbr. 6. gr. laga nr. 140/2013. 3)Sbr. 6. gr. laga nr. 46/2014. 4)Sbr. 35. gr. laga nr. 125/2015. 5)Sbr. 16. gr. laga nr. 126/2016. 6)Sbr. 43. gr. laga nr. 96/2017. 7)Sbr. 1. gr. laga nr. 138/2018. 8)Sbr. 1. gr. laga nr. 133/2020.
(1) Gjaldskyldir aðilar samkvæmt lögum þessum eru:
- Allir þeir sem flytja til landsins vöru sem gjaldskyld er samkvæmt lögum þessum, hvort sem er til endursölu eða eigin nota.
- Allir þeir sem framleiða hér á landi vöru sem gjaldskyld er samkvæmt lögum þessum, vinna að framleiðslu hennar eða setja saman, hvort sem er til endursölu eða eigin nota.
[(2) Aðilar sem eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. 10. mgr. 42. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, eru undanþegnir gjaldskyldu í samræmi við sérlög eða ákvæði alþjóðasamninga eða tvíhliða samninga.]1)
(3) Gjaldskyldum aðilum ber að standa skil á kolefnisgjaldi við tollafgreiðslu ef um innflutning er að ræða en við afhendingu í tilviki innlendrar framleiðslu eða aðvinnslu.*1)
1)Sbr. 23. gr. laga nr. 59/2017. *1)Var áður 2. mgr. en var breytt með 23. gr. laga nr. 59/2017.
Álagning, innheimta, eftirlit o.fl.
3. gr.
(1) [Tollyfirvöld]1) annast álagningu og innheimtu kolefnisgjalds samkvæmt lögum þessum og [hafa]1) með höndum eftirlit.
(2) Gjöld, sem lögð eru á samkvæmt lögum þessum, mynda gjaldstofn til virðisaukaskatts.
1)Sbr. 64. gr. laga nr. 141/2019.
(1) Að því leyti sem eigi er kveðið á um gjaldskyldu, álagningu, úrskurð um flokkun til gjaldskyldu, eftirlit, innheimtu, vörslusviptingu, uppboð, sektir, viðurlög, refsingar og aðra framkvæmd varðandi kolefnisgjald, skv. I. kafla laga þessara, skulu gilda ákvæði tollalaga, nr. 88/2005, [um innfluttar vörur, og ákvæði laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, um innlendar framleiðsluvörur]1), eftir því sem við getur átt, svo og reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim.
(2) Ráðherra getur með reglugerð sett nánari fyrirmæli um framkvæmd laga þessara.
1)Sbr. 4. gr. laga nr. 124/2014.