Skattalagasafn ríkisskattstjóra 3.12.2024 17:49:35

nr. 834/2003, kafli 12 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=834.2003.12)
Ξ Valmynd

 

VIÐAUKI I
Nánari ákvæði um mat á afskriftaþörf útlána og annarra skuldbindinga og framsetningu afskriftareiknings útlána, sbr. 57. gr. reglnanna.

Með hliðsjón af gildandi reglum og góðri reikningsskilavenju skal fyrirtæki í tengslum við ársuppgjör og árshlutauppgjör meta afskriftaþörf vegna útlána og skuldbindinga og bókfæra nauðsynleg framlög í afskriftareikning útlána o.fl. til að mæta líklegu tapi fyrirtækisins miðað við aðstæður á uppgjörsdegi. Framlög í afskriftareikning útlána skulu samanstanda af sérstökum og almennum framlögum í afskriftareikning útlána og skulu færast til frádráttar viðeigandi lið í efnahagsreikningi. Sérhvert fyrirtæki skal setja sér innri starfsreglur til að fara eftir við mat á sérstökum og almennum framlögum og mat á fullnustueignum svo og innri starfsreglur um hvernig staðið skuli að færslu á endanlegum afskriftum útlána.

1) Sérstök afskriftaframlög.

(1) Sérstök framlög eru afskriftaframlög færð til að mæta áætluðu tapi vegna skuldbindinga lánþega sem á uppgjörsdegi eru metnar í sérstakri tapshættu. Lánþegar sem koma skulu til skoðunar í því sambandi eru þeir sem eftirfarandi atriði eiga við um: Vanskil í 3 mánuði eða lengur, greiðslustöðvun, gjaldþrot eða aðrar aðstæður sem skerða gjaldþol eða greiðslugetu og gera það líklegt að ekki verði staðið að fullu við lánssamninga.

Þegar skuldbindingar lánþega teljast vera í sérstakri tapshættu skal meta þörfina á að:

- hætta að tekjufæra vexti og þóknanir,
- bakfæra tekjufærða vexti og þóknanir innan reikningstímabilsins, og
- færa sérstök framlög í afskriftareikning útlána.

(2) Með skuldbindingum lánþega er átt við:

- útlán og endurlán, þar með talda áfallna vexti og þóknanir,
- ábyrgðir utan efnahags,
- ábyrgðarskuldbindingar vegna annarra lánþega lánastofnunar, og
- aðrar hugsanlegar skuldbindingar gagnvart lánastofnuninni.

(3) Við mat á sérstakri afskriftaþörf vegna skuldbindinga í tapshættu skal miða við núvirt vænt greiðsluflæði, eða markaðsvirði ef við á, að teknu tilliti til áætlaðs verðmætis tryggingaandlaga. Við núvirðingu samkvæmt 1. málslið skal nota upphaflega ávöxtunarkröfu ef um fastvaxtalán er að ræða en gildandi ávöxtunarkröfu ef lán er með breytilegum vöxtum. Tryggingaandlög skulu metin með hliðsjón af því verðmæti sem ætla má að fáist fyrir viðkomandi eign við sölu, að teknu tilliti til sölukostnaðar. Sé erfiðleikum bundið að meta eign til söluvirðis, t.d. vegna þess að kaupendur eru ekki fyrir hendi, skal leitast við að meta verðmæti tryggingaandlags á annan hátt, t.d. miðað við tekjuvirði eignar eða áætlað framtíðar markaðsvirði. Í þessu samhengi skal taka tillit til reiknaðs vaxtataps (fórnarvaxtataps).

2) Almenn afskriftaframlög.

(1) Almenn framlög eru afskriftaframlög til að mæta tapi sem talið er líklegt miðað við aðstæður á uppgjörsdegi vegna annarra skuldbindinga en þeirra sem sérstök framlög eru færð hjá sbr. 1. tölulið hér á undan.

(2) Almenn framlög skal meta eftir flokkun skuldbindinga á einstaklinga og einstakar atvinnugreinar. Við matið skal höfð hliðsjón af vanskilum og tapreynslu útlána til einstaklinga og einstakra atvinnugreina, efnahagsástandi o.fl.

3) Breytingar á lánskjörum útlána.

Við breytingar á lánskjörum, sem hafa í för með sér að virði viðkomandi láns er verulega lægra en virði láns með venjulegum vaxtakjörum, skal færa mismuninn sem töpuð útlán og/eða eftir atvikum til lækkunar á áður bókfærðum tekjum innan reikningsársins. Lánþegar sem samið hafa um breytingar á lánskjörum vegna vanskila, t.d. framlengingar á lánum með skuldbreytingum, skulu metnir sérstaklega með tilliti til tapshættu, sbr. jafnframt tölulið 1 í þessum viðauka.

4) Fullnustueignir.

(1) Eignir sem færast á eignalið 4.3 „Fullnustueignir“ skulu færast þar á áætluðu raunvirði og mismunur útláns og áætlaðs virðis yfirtekinnar eignar endanlega afskrifað. Raunvirði skal miðað við þá fjárhæð sem búast má við að fáist fyrir viðkomandi eign við sölu miðað við staðgreiðslu og að teknu tilliti til áætlaðs sölukostnaðar og viðhalds- og endurbótakostnaðar.

(2) Sé talið að umtalsverður tími muni líða þar til eign kemst í söluhæft ástand, eða að kaupendur að eign finnist, ber einnig að taka tillit til kostnaðar og tekna af eign fram til áætlaðs söludags að teknu tilliti til áætlaðs vaxtataps stofnunar.

5) Endanlegar afskriftir útlána.

Skuldbindingar lánþega skulu í ársreikningi stofnunar færast sem endanlega töpuð útlán og afskriftareikningur útlána lækkaður tilsvarandi þegar eitthvert af eftirtöldum skilyrðum er uppfyllt:
- við lok gjaldþrotaskipta,
- við skuldaeftirgjöf eða niðurfærslu skulda,
- þegar lánastofnun hefur tekið ákvörðun um lok innheimtuaðgerða, og
- þegar ljóst má vera að útlán er endanlega tapað.

6) Innri starfsreglur.

(1) Sérhvert fyrirtæki skal setja sér innri starfsreglur til að fara eftir við könnun á útlánastofni, mati á afskriftaþörf útlána, vaxtafrystingu útlána og endanlega afskrift útlána.

(2) Í innri starfsreglum skal koma fram hvernig staðið skuli að:

- skoðun á einstökum útlánum og útlánaflokkum með tilliti til hvaða útlán eru í sérstakri tapshættu,
- mati á almennu framlagi í afskriftareikning útlána,
- vaxtafrystingu útlána og bakfærslu vaxta,
- skuldbreytingum útlána,
- mati á tryggingaandlögum og fullnustueignum, og
- endanlegum afskriftum útlána. 

 VIÐAUKI II
Nánari ákvæði um lífeyrisskuldbindingar, sbr. 60. gr. reglnanna.

(1) Framsetning lífeyrisskuldbindinga skal vera með þeim hætti sem greinir í eftirfarandi töluliðum 1 til 4:

  1. Fyrirtæki sem tekið hafa á sig lífeyrisskuldbindingar skulu láta fara fram tryggingafræðilegan útreikning á stöðu áfallinna en ógreiddra lífeyrisskuldbindinga sinna og færa í ársreikning, eins og nánar er ákveðið í þessum viðauka. Miða skal við áunnin lífeyrisréttindi vegna liðins starfstíma. Við útreikning samkvæmt framansögðu skal miða við að hámarki 3% ávöxtunarkröfu, þ.e. ávöxtun umfram breytingu kaupgjalds. Í skýringum í ársreikningi skal koma fram við hvaða ávöxtunarkröfu er miðað.

  2. Tryggingafræðilegur útreikningur, sbr. 1. tölulið þessarar málsgreinar, skal að jafnaði fara fram árlega en þó eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti. Fari ekki fram árlegur útreikningur skal ákvarða stöðu áfallinna skuldbindinga með tryggingafræðilegri áætlun.

  3. Lífeyrisgreiðslur, sem fyrirtæki innir af hendi vegna starfsmanna sem látið hafa af starfi, skulu færast til lækkunar á áföllnum lífeyrisskuldbindingum í efnahagsreikningi.

  4. Sá mismunur sem fram kemur á reiknaðri stöðu áfallinna lífeyrisskuldbindinga í lok reikningsárs og byrjun reikningsárs skal, að teknu tilliti til 3. töluliðar þessarar málsgreinar, færður í efnahagsreikning og rekstrarreikning eins og hér segir:

    1. Reikna skal verðbætur og vexti á áfallnar lífeyrisskuldbindingar eins og þær voru í byrjun reikningsárs og breytingu þeirra á árinu og færist hin reiknaða fjárhæð til gjalda í rekstrarreikningi á lið 2.5, „Önnur vaxtagjöld o.fl.“. Miða skal við breytingu á lánskjaravísitölu á tímabilinu og meðalvexti af verðtryggðum útlánum innlánsstofnana á hverjum tíma.

    2. Áhrif breyttra reiknireglna og forsendna sem skipta máli skal sérgreina og færa meðal óreglulegra liða í rekstrarreikningi.

    3. Önnur breyting á áföllnum lífeyrisskuldbindingum, hækkun eða lækkun, skal færast í rekstrarreikning á rekstrarlið 8.1.2, „Lífeyriskostnaður“.

(2) Gera skal grein fyrir heildarskuldbindingum í skýringum í ársreikningi hvers árs og skulu þær reiknaðar eins og nánar er tilgreint í 1. mgr. þessa viðauka.

VIÐAUKI III
Upplýsingar og sundurliðanir í skýringum í ársreikningi, sbr. 61. gr. reglnanna.

Eignaliður 1. „Sjóður og óbundnar innstæður í seðlabanka o.fl.

Sundurliðun á sjóði og óbundnum innstæðum í seðlabanka o.fl.

Kr.

1. Sjóður

 

2. Óbundnar innstæður í seðlabanka

 

3. Óbundnar innstæður í póstgíró

 

                                                             Samtals

 

Eignaliður 3. „Kröfur á lánastofnanir“.

Sundurliðun eftir skuldurum, enda komi hún ekki fram í efnahags-
reikningi:

Kr.

1. Bundnar kröfur á seðlabanka:

 

    1.1. Bundnar kröfur skv. Bindiskyldureglum

 

    1.2. Aðrar bundnar kröfur á seðlabanka

 

2. Kröfur á lánastofnanir:

 

    2.1. Hlutdeildarfyrirtæki

 

    2.2. Tengd fyrirtæki

 

    2.3. Aðrar lánastofnanir

 

                                                              Samtals

 

Sundurliðun skv. eftirstöðvatíma: *

Kr.

1. Gjaldkræfar kröfur

 

2. Allt að 3 mán.

 

3. Yfir 3 mán. og allt að ári

 

4. Yfir 1 ár og allt að 5 árum

 

5. Yfir 5 ár

 

                                                                Samtals

 

*) Bundnar kröfur á seðlabanka samkvæmt bindiskyldureglum eru undanskildar en í skýr­ingar­texta komi fram hvers eðlis þær eru.

Eignaliður 4. „Útlán o.fl.“.
Eignaliður 4.1. „Útlán til viðskiptavina“.

Sundurliðun eftir útlánsformum: *

Kr.

1. Yfirdráttarlán

 

2. Afurða- og rekstrarlán

 

3. Víxlar

 

4. Skuldabréf

 

5. Innleystar ábyrgðir

 

6. Annað

 

                                                                   Samtals

 

*) Að frádregnum afskriftareikningi útlána. Almennur afskriftareikningur dragist frá hlut­falls­lega miðað við vægi viðkomandi eignaliða.

Eignaliður 4. „Útlán o.fl.“, framh.
Eignaliðir 4.1. „Útlán til viðskiptavina“ og 4.2. „Eignarleigusamningar“.

Sundurliðun eftir lántakendum: *

%

1. Ríkissjóður og ríkisstofnanir

 

2. Bæjar- og sveitarfélög.

 

3. Fyrirtæki:

 

    (sundurliðist á helstu atvinnugreinar)

 

4. Einstaklingar

 

                                                         Samtals

 

*) Að frádregnum afskriftareikningi útlána. Almennur afskriftareikningur dragist frá hlutfalls­lega miðað við vægi viðkomandi eignaliða.

Eignaliðir 4.1. „Útlán til viðskiptavina“ og 4.2. „Eignarleigusamningar“.

Sundurliðun skv. eftirstöðvatíma: *

Kr.

1. Gjaldkræfar

 

2. Allt að 3 mán.

 

3. Yfir 3 mán. og allt að 1 ári

 

4. Yfir 1 ár og allt að 5 árum

 

5. Yfir 5 ár

 

                                                                 Samtals

 

*) Að frádregnum afskriftareikningi útlána. Almennur afskriftareikningur dragist frá hlut­fallslega miðað við vægi viðkomandi eignaliða.

Eignaliður 4.2. „Eignarleigusamningar“.

Sundurliðun eftir tegundum eigna: *

Kr.

1. Samningar um fasteignir

 

2. Samningar um vélar og tæki

 

3. Annað

 

                                                                     Samtals

 

*) Að frádregnum afskriftareikningi útlána. Almennur afskriftareikningur dragist frá hlutfalls­lega miðað við vægi viðkomandi eignaliða.

Eignaliður 4.3. „Fullnustueignir“.

Sundurliðun fullnustueigna:

Kr.

1. Fasteignir

 

2. Lausafjármunir

 

3. Eignarhlutir í fullnustu- og rekstrarfélögum

 

4. Útlán til fullnustu- og rekstrarfélaga *

 

5. Aðrir eignarhlutir.

 

                                                                           Samtals

 

*) Útlán til fullnustu- og rekstrarfélaga enda sé slíkt félag komið í meirihlutaeign stofnunar­innar og/eða annarra lánastofnana og útlánin ekki talin að fullu tryggð.

Óvaxtaberandi útlán.*

 

Kr.

1. Útlán sem sérstakar afskriftir hafa verið færðar fyrir

 

2. - Sérstakur afskriftareikningur

 

3. Önnur vaxtafryst útlán

 

                                           Óvaxtaberandi útlán samtals (1-2+3)

 

*) Við flokkun óvaxtaberandi útlána er heimilt að undanskilja þau lán viðkomandi lánþega sem talin eru að fullu tryggð.    

Eignaliður 4. „Útlán o.fl.“, framh.
Afskriftareikningur útlána.

 

 

Hreyfingar á árinu:

Sérstakur
afskriftareikn.Kr.

Almennur
afskriftareikn.Kr.

 

Samtals

Kr.

Staðan 1.1.

 

 

 

Framlög á árinu

 

 

 

 - Endanlega töpuð útlán

 

 

 

Innkomið áður afskrifað

 

 

 

Staðan 31.12.

 

 

 

Eignaliður 5. „Markaðsskuldabréf og önnur verðbréf með föstum tekjum“.

 

Kr.

Fjárhæð sem koma á til greiðslu innan árs frá uppgjörsdegi

 

 

Markaðsverð

Kr.

Bókfært verð

Kr.

Eignaliðir 5.1. og 5.2. „Veltuskuldabréf“:

 

 

1. Skráð á Verðbréfaþingi Íslands

 

 

2. Önnur skráð skuldabréf

 

 

3. Óskráð skuldabréf

 

 

                                                   Samtals

 

 

Eignaliðir 5.3. og 5.4. „Fjárfestingarskuldabréf“:

 

 

1. Skráð á Verðbréfaþingi Íslands

 

 

2. Önnur skráð skuldabréf

 

 

3. Óskráð skuldabréf

 

 

                                                   Samtals

 

 

 

 

Kr.

Ríkisskuldabréf og önnur sambærileg skuldaskjöl, sem hægt er að endurselja í seðlabanka

 

Eignaliður 6. „Hlutabréf og önnur verðbréf með breytilegum tekjum“.
Eignaliður 6. „Hlutabréf og önnur verðbréf með breytilegum tekjum“.

 

Markaðsverð

Kr.

Bókfært verð

Kr.

Eignaliður 6.1. „Veltuhlutabréf“:

 

 

1. Skráð á Verðbréfaþingi Íslands

 

 

2. Önnur skráð hlutabréf o.fl.

 

 

3. Óskráð hlutabréf o.fl.

 

 

                                                      Samtals

 

 

Eignaliður 6.2. „Fjárfestingarhlutabréf“:

 

 

1. Skráð á Verðbréfaþingi Íslands

 

 

2. Önnur skráð hlutabréf o.fl.

 

 

3. Óskráð hlutabréf o.fl.

 

 

                                                       Samtals

 

 

Eignaliður 6.1. „Veltuhlutabréf“, óskráð hlutabréf

 

 

Sundurliðun eftir fyrirtækjum *

Eignar-

hlutur

%

Nafn-verð

Kr.

Fjöldi

fyrir-

tækja

Bókfært

verð

Kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samtals ofangreind fyrirtæki

 

 

 

 

Önnur óskráð veltuhlutabréf

 

 

 

 

                                  Samtals

 

 

 

 

*) Undanskilja má eignarhluti sem tengjast eignarhaldsbreytingum eða undirbúningi að hlutafjárútboði. Ennfremur má undanskilja eignarhluti sem uppfylla bæði eftirfarandi skilyrði: Eignarhlutur í viðkomandi félagi nemur minna en 20% af hlutafé félagsins og bókfært verð nemur minna en 2% af bókfærðu eigin fé lánastofnunarinnar.

Eignaliður 6.2. „Fjárfestingarhlutabréf“. *

Hreyfingar á árinu:

Kr.

Bókfært verð 1.1.

 

Keypt á árinu

 

Selt á árinu

 

Gjaldmiðilsbreytingar

 

Bókfært verð 31.12.

 

*) Enda komi þessar upplýsingar ekki fram í sjóðstreymisyfirliti.

Eignaliður 6.2. „Fjárfestingarhlutabréf“.

 

Sundurliðun eftir fyrirtækjum *

Eignar

hlutur

%

Hagnaðar-

hlutdeild

Kr.

 

Nafnverð

Kr.

Markaðs-

verð

Kr.

Bókfært

verð

Kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samtals

 

 

 

 

 

*) Hlutir í fyrirtækjum skráðum á verðbréfamarkaði skulu auðkenndir.

 Eignaliður 7. „Hlutir í hlutdeildarfyrirtækjum“.

 

Sundurliðun eftir fyrirtækjum *

Eignar

hlutur

%

Hagnaðar-

hlutdeild

Kr.

 

Nafnverð

Kr.

Markaðs-

verð

Kr.

Bókfært

verð

Kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samtals

 

 

 

 

 

*) Hlutir í fyrirtækjum skráðum á verðbréfamarkaði skulu auðkenndir.

Eignaliður 8. „Hlutir í tengdum fyrirtækjum“.

 

Sundurliðun eftir fyrirtækjum *

Eignar

hlutur

%

Hagnaðar-

hlutdeild

Kr.

 

Nafnverð

Kr.

Markaðs-

verð

Kr.

Bókfært

verð

Kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                Samtals

 

 

 

 

 

*) Hlutir í fyrirtækjum skráðum á verðbréfamarkaði skulu auðkenndir.

Eignaliður 9. „Óefnislegar eignir“.

 

 

 

Hreyfingar á árinu:

 

Viðskipta-

vild

Kr.

Aðrar óefnislegar eignir

Kr.

Bókfært verð 1.1.

 

 

Keypt á árinu

 

 

Selt á árinu

 

 

Endurmat og gjaldmiðilsbreytingar

 

 

Afskrifað á árinu

 

 

Bókfært verð 31.12.

 

 

Eignaliður 10. „Rekstrarfjármunir“.

 

 

Hreyfingar á árinu:

Húseignir og lóðir *

Kr.

Húsbúnaður,

tæki o.fl

Kr.

 

Samtals

Kr.

Heildarverð 1.1.

 

 

 

Viðbót á árinu

 

 

 

Endurmat á árinu

 

 

 

Selt á árinu

 

 

 

Heildarverð 31.12.

 

 

 

Afskrifað áður

 

 

 

Afskrifað á árinu

 

 

 

Endurmat ársins

 

 

 

Selt á árinu

 

 

 

Afskrifað samtals

 

 

 

Bókfært verð 31.12.

 

 

 

*) Tilgreina skal fasteignamat húseigna og lóða og brunabótamat húseigna.

Eignaliður 11. „Rekstrarleigueignir“.

Sambærileg sundurliðun og fyrir rekstrarfjármuni sbr. hér á undan.

Yfirlit yfir kröfur á og skuldir við hlutdeildarfyrirtæki og tengd fyrirtæki.

 

Hlutdeildar-

fyrirtæki

Kr.

Tengd fyrirtæki.

Kr.

Eignaliðir:

 

 

E.2. Ríkisvíxlar og aðrir víxlar endurseljanl. í seðlab.

 

 

E.3.2. Kröfur á lánastofnanir

 

 

E.4.1. Útlán til viðskiptavina

 

 

E.5. Markaðsskuldabréf o.fl.

 

 

                                                  Eignaliðir samtals

 

 

Skuldaliðir:

 

 

 S.1. Skuldir við lánastofnanir o.fl.

 

 

 S.2. Innlán

 

 

 S.3 Lántaka

 

 

 S.7. Víkjandi skuldir

 

 

                                                 Skuldaliðir samtals

 

 

Yfirlit yfir víkjandi kröfur.

 

 

Eignaliðir:

Hlutdeildar-

fyrirtæki

Kr.

Tengd fyrirtæki

Kr.

Önnur fyrirtæki.

Kr.

 E.3.2. Kröfur á lánastofnanir

 

 

 

 E.4.1. Útlán til viðskiptavina

 

 

 

 E.5. Markaðsskuldabréf o.fl.

 

 

 

        Víkjandi kröfur samtals

 

 

 

Eignir og skuldir tengdar erlendum gjaldmiðlum.

 

Kr.

Gengisbundnar eignir

 

Gengisbundnar skuldir

 

                                                                              Mismunur

 

Eignir og skuldir tengdar verðtryggingu.

 

Kr.

Verðtryggðar eignir

 

Verðtryggðar skuldir

 

                                                                               Mismunur

 

Skuldaliður 1. „Skuldir við lánastofnanir o.fl.“.
Skuldaliðir 1.1. og 1.2.

Sundurliðun eftir lánardrottnum:

Kr.

1.1. Gjaldkræfar skuldir:

 

        Skuldir við seðlabanka

 

        Skuldir við aðrar lánastofnanir

 

                                                                           Samtals

 

1.2. Aðrar skuldir við lánastofnanir:

 

        Skuldir við seðlabanka

 

        Skuldir við aðrar lánastofnanir

 

                                                                            Samtals

 

Skuldaliður 1. „Skuldir við lánastofnanir o.fl.“, framh.
Skuldaliður 1.2. „Aðrar skuldir við lánastofnanir“.

Sundurliðun skv. eftirstöðvatíma:

Kr.

1. Allt að 3 mán.

 

2. Yfir 3 mán. og allt að 1 ári

 

3. Yfir 1 ár og allt að 5 árum

 

4. Yfir 5 ár.

 

Samtals

 

Skuldaliður 2. „Innlán“.
Skuldaliðir 2.2., 2.3., og 2.4.

Sundurliðun skv. eftirstöðvatíma:

Kr.

1. Allt að 3 mán.

 

2. Yfir 3 mán. og allt að 1 ári

 

3. Yfir 1 ár og allt að 5 árum

 

4. Yfir 5 ár.

 

Samtals

 

Skuldaliður 3. „Lántaka“.

 

Kr.

Fjárhæð sem koma á til greiðslu innan árs frá uppgjörsdegi

 

Skuldaliður 6. „Reiknaðar skuldbindingar“.
Skuldaliður 6.1. „Lífeyrisskuldbindingar“.

 

Kr.

Lífeyrisskuldbindingar samtals *

 

 Þ.a. vegna fyrrverandi stjórnarmanna

 

 Þ.a. vegna fyrrverandi stjórnenda **

 

*) Greint skal frá ávöxtunarkröfu sem miðað er við.  
**) Sbr. skilgreiningu í 5. mgr. 42. gr. reglnanna.

Skuldbindingar vegna stjórnar og stjórnenda aðrar en lífeyrisskuldbindingar.

Heildarfjárhæð lána til og ábyrgða vegna:

Kr.

1. Stjórnar

 

2. Stjórnenda *

 

                                                                 Samtals

 

*) Sbr. skilgreiningu í 5. mgr. 42. gr. reglnanna.

Þóknanir til stjórnar og stjórnenda.

Þóknanir til stjórnarmanna og stjórnenda:

Kr.

1. Stjórnarmenn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2. Stjórnendur**

 

 

 

 

 

 

 

                                                                 Samtals

 

*) Enda komi þessar upplýsingar ekki fram í skýrslu stjórnar. 
**) Sbr. skilgreiningu í 5. mgr. 42. gr. reglnanna.

Þóknanir til endurskoðanda/endurskoðunarfélags *)

 

Kr.

1. Þóknun fyrir endurskoðun

 

2. Þóknun fyrir aðra þjónustu

 

                                                                 Samtals

 

*) Sbr. Ákvæði 7. mgr. 42. gr. reglnanna.

Starfsmannafjöldi.

 

Fjöldi

Meðalfjöldi starfsmanna á árinu umreiknaður í heilsársstörf

 

Stöðugildi í árslok

 

   þ.a. bankastörf

 

Eigið fé og eiginfjárhlutfall.

Eigið fé og eiginfjárhlutfall samkvæmt eiginfjárákvæðum laga:

Kr.

Eigið fé:

 

 Eiginfjárþáttur A

 

 Eiginfjárþáttur B

 

 Eiginfjárþáttur C

 

   - frádr.liðir sbr. 85 gr. 1.mgr nr.161/2002

 

Eigið fé samtals

 

Áhættugrunnur samtals

 

Eiginfjárhlutfall

             %

 

 

 

Upplýsingar um hlutafé/stofnfé:

 

 

Fjöldi

hluta

Nafn-verð hlutar

Kr.

Heildar-

fjárhæð hluta

Kr.

 

1. Útgefnir hlutar/stofnfjárhlutar

 

 

 

2. þ.a. eigin hlutar

 

 

 

Eiginfjárhreyfingar.

 

Kr.

8.1. Hlutafé/stofnfé 1.1.200x

 

    a. Hlutafjáraukning

 

    b. Útgefin jöfnunarhlutabréf

 

    c. Lækkun hlutafjár

 

    d. Annað

 

               Hlutafé/stofnfé 31.12.200x

 

8.2. Varasjóðir 1.1.200x

 

    a. Millifært frá óráðstöfuðu eigin fé

 

    b. Framlag í lögbundinn varasjóð vegna yfirverðs hlutafjár

 

    c. Önnur framlög í lögbundinn varasjóð

 

    d. Annað

 

               Varasjóðir 31.12.200x

 

8.3. Endurmatsreikningur 1.1.200x

 

    a. Endurmat á árinu

 

    b. Annað

 

              Endurmatsreikningur 31.12.200x

 

8.4. Óráðstafað eigið fé 1.1.200x

 

    a. Hagnaður/tap ársins

 

    b. Millifært af yfirverðsreikningi

 

    c. Framlag í lögbundinn varasjóð

 

    d. Önnur framlög í varasjóði

 

    e. Greiddur arður

 

    f. Annað

 

               Óráðstafað eigið fé 31.12.200x

 

Liðir utan efnahagsreiknings.
Sundurliðun á lið 2.3., Óafturkallanleg lánsloforð, sbr. 3. mgr. 33 gr.

Sundurliðun skv. eftirstöðvatíma:

Kr.

 Allt að 1 ári

 

 Yfir 1 ár

 

                                                                           Samtals

 

Framvirkir samningar og gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningar.

 

Kr.

Framvirkir samningar:

 

 Eignir í íslenskum krónum

 

 Eignir í erlendum gjaldmiðlum

 

 Skuldir í íslenskum krónum

 

 Skuldir í erlendum gjaldmiðlum

 

Gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningar:

 

 Eignir í íslenskum krónum

 

 Eignir í erlendum gjaldmiðlum

 

 Skuldir í íslenskum krónum

 

 Skuldir í erlendum gjaldmiðlum

 

 

Kr.

Útlánaígildi afleiðusamninga samkvæmt reglum um mat á áhættugrunni *

 

*) Með útlánaígildi er átt við niðurstöðu útreiknings áður en margfaldað er með áhættuvog vegna mótaðilaáhættu.

 Eignir viðskiptamanna í fjárvörslu.*

 

Kr.

Eignir viðskiptamanna í fjárvörslu

 

*) Með fjárvörslu er átt við þjónustu, sem veitt er samkvæmt sérstökum samningi gegn endurgjaldi sem felur í sér að taka við fjármunum til fjárfestingar í verðbréfum eða öðrum verðmætum fyrir eigin reikning viðskiptamanns, sbr. skilgreiningu í 2. gr. laga nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti, með síðari breytingum.

VIÐAUKI IV
Nánari ákvæði um sjóðstreymi, sbr. 6. gr. reglnanna.

Í sjóðstreymi skal m.a. gerð grein fyrir rekstrarhreyfingum, fjárfestingar­hreyfingum, fjár­mögnunarhreyfingum og annarri breytingu á handbæru fé á árinu, sbr. ennfremur eftirfarandi framsetningu. Heimilt er að draga saman liði eða auka við liðum ef það er til þess fallið að gefa skýrari mynd af sjóðstreyminu. Við útreikning á áhrifum rekstrarliða á handbært fé skal leiðrétta fyrir áhrifum gengismunar og verðbreytinga en ekki fyrir vöxtum þar eð sú forsenda er gefin að vextir ársins séu greiddir. Með tekjuskatti samkvæmt “Rekstrar­hreyfingum” er átt við breytingu á skattskuldbindingu en breyting á ógreiddum tekjuskatti skal sýnd undir liðnum “Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum”. Með “öðrum liðum” undir “Rekstrarhreyfingum” er átt við rekstrarliði eins og afskriftir, söluhagnað og breytingu á lífeyrisskuldbindingum. Með handbæru fé er átt við sjóð og óbundnar innstæður í seðlabanka, ríkisvíxla og aðra víxla endurseljanlega í seðlabanka og gjaldkræfar kröfur á lánastofnanir.

SJÓÐSTREYMI

Rekstrarhreyfingar:
Hagnaður ársins
Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif
   á handbært fé:
   Verðbætur og gengismunur
   Framlag í afskriftareikning útlána
   Tekjuskattur, breyting á skattskuldbindingu
   Aðrir liðir

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum
                                   Handbært fé frá rekstri

Fjárfestingarhreyfingar:

Bundið fé í Seðlabanka Íslands, breyting
Aðrar bundnar kröfur á lánastofnanir
Útlán, breyting
Veltuskuldabréf, breyting
Veltuhlutabréf, breyting
Fjárfestingarskuldabréf, breyting
Fjárfestingarhlutabréf, breyting
Hlutir í hlutdeildar- og tengdum félögum, breyting.    
Keyptir varanlegir rekstrarfjármunir
Seldir varanlegir rekstrarfjármunir
Ýmsar eignir, breyting
                                    Fjárfestingarhreyfingar

Fjármögnunarhreyfingar:
   Skuldir við lánastofnanir
   Innlán, breyting
   Lántökur, breyting
   Ýmsar skuldir
   Víkjandi lán
   Greiddur arður
   Keypt og seld eigin hlutabréf
                                  Fjármögnunarhreyfingar

Hækkun(-lækkun) á handbæru fé
Handbært fé í ársbyrjun
Handbært fé í árslok

Aðrar upplýsingar:
Greiddur tekjuskattur
Arður frá hlutdeildar- og tengdum félögum.

 

Fara efst á síðuna ⇑