Skattalagasafn ríkisskattstjóra 25.4.2024 19:56:49

nr. 685/2001, kafli 2 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=685.2001.2)
Ξ Valmynd

II. KAFLI
Markmið endurskoðunar ársreiknings.
2. gr.

     Endurskoðun ársreiknings lífeyrissjóðs skal framkvæmd í samræmi við góða endurskoðunarvenju og í samræmi við ákvæði þessara reglna. Markmið endurskoðunar er að komast að raun um hvort ársreikningur gefi glögga mynd af breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris á reikningsárinu og efnahag í lok þess og að ársreikningur sé saminn í samræmi við ákvæði laga og reglna sem gilda um starfsemina, samþykktir lífeyrissjóðsins og góða reikningsskilavenju og að fylgt hafi verið ákvæðum laga og reglna varðandi upplýsingaskyldu viðkomandi lífeyrissjóðs. Í þessu felst m.a. eftirfarandi:

  1. Hvort upplýsingar í yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris og skýringum gefi glögga mynd af breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris í samræmi við lög, reglur, samþykktir og góða reikningsskilavenju.
  2. Hvort fjárfestingar, kröfur og aðrar eignir í efnahagsreikningi séu fyrir hendi, í eigu lífeyrissjóðs og séu færðar og metnar í samræmi við gildandi lög, reglur og góða reikningsskilavenju. Einnig að veðsetning og aðrar kvaðir á eignum komi fram í ársreikningi.
  3. Hvort skuldir og aðrar skuldbindingar, þ.m.t. trygginga- og ábyrgðarskuldbindingar, séu tilgreindar og metnar í efnahagsreikningi, eða utan efnahagsreiknings, í samræmi við lög, reglur og góða reikningsskilavenju.
  4. Hvort yfirlit um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris, efnahagsreikningur og sjóðstreymi séu í samræmi við bókhald viðkomandi lífeyrissjóðs.
  5. Hvort einstakir liðir í yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris, efnahagsreikningi og sjóðstreymisyfirliti séu sundurliðaðir og flokkaðir í samræmi við lög, reglur og góða reikningsskilavenju og allar nauðsynlegar upplýsingar komi fram í ársreikningi.

 

Fara efst á síðuna ⇑