VIÐAUKI I
Yfirlit um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris.
- Iðgjöld
1.1 Iðgjöld sjóðfélaga
1.2. Iðgjöld launagreiðenda
1.3. Réttindaflutningur og endurgreiðslur
1.4 Sérstök aukaframlög
Iðgjöld
- Lífeyrir
2.1 Lífeyrir
2.2 Umsjónarnefnd eftirlauna
2.3 Annar beinn kostnaður vegna örorkulífeyris
2.4 Tryggingakostnaður
Lífeyrir
- Fjárfestingartekjur
3.1 Tekjur frá samstæðufélögum
3.2 Tekjur frá hlutdeildarfélögum
3.3 Tekjur af eignarhlutum
3.4 Tekjur af húseignum og lóðum
3.5 Vaxtatekjur og gengismunur
3.6 Tekjur vegna matsbreytinga á fjárfestingum
3.7 Hagnaður af sölu fjárfestinga
3.8 Breytingar á niðurfærslu
3.9 Aðrar fjárfestingartekjur
[---]1)
Fjárfestingartekjur
1)Sbr. 9. gr. reglna nr. 765/2002.
- Fjárfestingargjöld
4.1 Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður
4.2 Vaxtagjöld
4.3 Gjöld vegna matsbreytinga á fjárfestingum
4.4 Tap af sölu fjárfestinga
4.5 Önnur fjárfestingargjöld
Fjárfestingargjöld
- Rekstrarkostnaður
5.1 Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður
5.2 Annar rekstrarkostnaður
Rekstrarkostnaður
- Aðrar tekjur
- Önnur gjöld
- Hækkun á hreinni eign fyrir óreglulega liði og matsbreytingar
- Óreglulegar tekjur og gjöld
9.1 Óreglulegar tekjur
9.2 Óregluleg gjöld
Óreglulegar tekjur - gjöld
- Matsbreytingar
- Hækkun á hreinni eign á árinu
- Hrein eign frá fyrra ári
- Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris
EFNAHAGSREIKNINGUR
EIGNIR
- Óefnislegar eignir
- Fjárfestingar
2.1 Húseignir og lóðir
2.2 Samstæðu- og hlutdeildarfélög
2.2.1 Hlutir í samstæðufélögum
2.2.2 Lán til samstæðufélaga
2.2.3 Hlutir í hlutdeildarfélögum
2.2.4 Lán til hlutdeildarfélaga
2.3 Aðrar fjárfestingar
2.3.1 Verðbréf með breytilegum tekjum
2.3.2 Verðbréf með föstum tekjum
2.3.3 Veðlán
2.3.4 Önnur útlán
2.3.5 Bankainnistæður
2.3.6 Aðrar fjárfestingar
- Kröfur
3.1 Kröfur á samstæðu- og hlutdeildarfélög
3.2 Kröfur á launagreiðendur
3.3 Aðrar kröfur
- Aðrar eignir
4.1 Rekstrarfjármunir og aðrar efnislegar eignir
4.2 Sjóður og veltiinnlán
4.3 Aðrar eignir
- Fyrirframgreiddur kostnaður og áfallnar tekjur
Eignir samtals
SKULDIR
- Skuldbindingar
- Viðskiptaskuldir
7.1 Skuldir við samstæðu- og hlutdeildarfélög
7.2 Skuldir við lánastofnanir
7.3 Skuldabréfalán
7.4 Aðrar skuldir
- Áfallinn kostnaður og fyrirfram innheimtar tekjur
Skuldir samtals
HREIN EIGN TIL GREIÐSLU LÍFEYRIS
SJÓÐSTREYMI
- Inngreiðslur
1.1 Iðgjöld
1.2 Fjárfestingartekjur
1.3 Aðrar tekjur
1.4 Afborganir verðbréfa
1.5 Seld verðbréf með breytilegum tekjum
1.6 Seld verðbréf með föstum tekjum
1.7 Lækkun á bankainnstæðum
1.8 Seldar aðrar fjárfestingar
1.9 Aðrar inngreiðslur
- Útgreiðslur
2.1 Lífeyrir
2.2 Fjárfestingargjöld
2.3 Rekstrarkostnaður án afskrifta
2.4 Önnur gjöld
2.5 Aðrar útgreiðslur
- Ráðstöfunarfé til kaupa á verðbréfum og annarri fjárfestingu ( 1. - 2. )
- Kaup á verðbréfum og önnur fjárfesting
4.1 Kaup á verðbréfum með breytilegum tekjum
4.2 Kaup á verðbréfum með föstum tekjum
4.3 Ný veðlán og útlán
4.4 Hækkun á bankainnstæðum
4.5 Aðrar fjárfestingar, sbr. þó lið 4.6
4.6 Húseignir og lóðir
4.7 Samstæðu- og hlutdeildarfélög
- Hækkun á sjóði og veltiinnlánum ( 3. – 4. )
- Sjóður og veltiinnlán í ársbyrjun
- Sjóður og veltiinnlán í árslok
VIÐAUKI II
Skilgreining á hugtökum í sjóðstreymisyfirliti sbr. 4. gr. reglnanna
Eftirfarandi skilgreiningar eru til leiðbeiningar við samningu sjóðstreymis samkvæmt 4. mgr. 4. gr. reglnanna, sbr. ennfremur sjóðstreymisyfirlit í viðauka I. Tilvísun til einstakra sjóðstreymisliða miðast við þá liði sem fram koma á yfirliti um sjóðstreymi, sbr. viðauka I.
1. Sjóður og veltiinnlán.
Sjóður og veltiinnlán, sbr. liði 6 og 7, er samheiti fyrir seðla og mynt og veltiinnlán í bönkum og sparisjóðum. Með veltiinnlánum í bönkum og sparisjóðum er átt við innstæður á tékkareikningum og aðrar innstæður hjá fjármálastofnunum, sem ekki eru háðar takmörkunum á notkun, svo og bankainnstæður, sem bundnar eru til þriggja mánaða eða skemmri tíma.
2. Inngreiðslur.
Liðir 1.1 - 1.3 sýna innborganir í sjóð og veltiinnlán, sem stafa frá einstökum liðum á yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris.
Liðir 1.4 - 1.9 sýna innborganir í sjóð og veltiinnlán, sem stafa frá einstökum liðum efnahagsreiknings. Liður 1.7 sýnir þó eingöngu nettó lækkun. Miða skal við að afborganir í íslenskum krónum með verðbótum og afborganir í erlendum gjaldmiðli á gengi greiðsludags teljist með efnahagsliðum en verðbætur og gengisbreytingar að öðru leyti teljist með tekju- og gjaldaliðum.
3. Útgreiðslur.
Liðir 2.1 - 2.4 sýna útborganir úr sjóði og veltiinnlánum, sem ráðstafað er vegna einstakra liða á yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris.
Liður 2.5 sýnir útborganir úr sjóði og veltiinnlánum, sem ráðstafað er vegna einstakra liða efnahagsreiknings, annarra en fjárfestinga sbr. 2. tölulið efnahagsreiknings.
4. Kaup á verðbréfum og önnur fjárfesting.
Liðir 4.1 – 4.6 sýna útborganir úr sjóði og veltiinnlánum, sem ráðstafað er til kaupa á verðbréfum og til annarrar fjárfestingar sem tilfærð er undir tölulið 2 í efnahagsreikningi. Liður 4.4 sýnir þó eingöngu nettó hækkun.
VIÐAUKI III
Skilgreiningar á kennitölum sbr. 49. gr. reglnanna.
Eftirfarandi skilgreiningar eru til leiðbeiningar við gerð kennitalna samkvæmt 49. gr. reglnanna. Tilvísun til einstakra tekju- og gjaldaliða miðast við þá liði sem fram koma á yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris sbr. viðauka I.
1. Hrein raunávöxtun.
[Hjá lífeyrissjóðum sem reikna daglegt gengi eigna er raunávöxtun reiknuð samkvæmt eftirfarandi formúlu:
r = | ( 1 + i ) | - 1 |
( 1 + j ) |
þar sem r táknar hreina raunávöxtun; i táknar breytingu á gengi sjóðsins á árinu og j táknar hækkun vísitölu á árinu.
Hjá lífeyrissjóðum sem reikna ekki daglegt gengi eigna er hrein raunávöxtun reiknuð samkvæmt eftirfarandi formúlu:
r = | ( 1 + i ) | - 1 |
( 1 + j ) |
þar sem r táknar hreina raunávöxtun; i táknar ávöxtun eigna sbr. sérstaka formúlu hér á eftir og j táknar hækkun vísitölu á árinu. Formúla fyrir ávöxtun eigna er eftirfarandi:
i = | __2 ( F - K )__ |
( A + B - (F - K)) |
þar sem F táknar fjárfestingartekjur, sbr. lið 3 að frádregnum fjárfestingargjöldum, sbr. lið 4; K táknar rekstrarkostnað, sbr. lið 5, að viðbættum gjöldum, sbr. lið 7, en að frádregnum tekjum, sbr. lið 6; A táknar hreina eign til greiðslu lífeyris í ársbyrjun, sbr. lið 12, og B táknar hreina eign til greiðslu lífeyris í árslok, sbr. lið 13 á yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris.]1)
1)Sbr. 10. gr. reglna nr. 765/2002.
2. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ára.
Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ára (r5) sbr. eftirfarandi:
3. Hlutfallsleg skipting annarra fjárfestinga.
Heildarfjárhæð annarra fjárfestinga, sbr. lið 2.3 í efnahagsreikningi, skipt hlutfallslega niður á skráð og óskráð verðbréf með breytilegum tekjum, skráð og óskráð verðbréf með föstum tekjum, veðlán og annað.
4. Hlutfallsleg skipting annarra fjárfestinga eftir gjaldmiðlum.
Heildarfjárhæð annarra fjárfestinga, sbr. lið 2.3 í efnahagsreikningi, skipt hlutfallslega niður á eignir í íslenskum krónum annars vegar og eignir í erlendum gjaldmiðlum samtals hins vegar.
5. Fjöldi sjóðfélaga.
Meðaltal fjölda sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á reikningsárinu.
6. Fjöldi lífeyrisþega.
Meðaltal fjölda lífeyrisþega sem fékk greiddan lífeyri á reikningsárinu.
7. Hlutfallsleg skipting lífeyris.
Heildarfjárhæð lífeyris, sbr. lið 2 á yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris, skipt hlutfallslega niður á eftirlaun, örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri.
8. Eignir umfram heildarskuldbindingar %.
Endurmetin hrein eign til greiðslu lífeyris ásamt núvirði framtíðariðgjalda, sbr. 39. gr. umfram heildarskuldbindingar í hlutfalli af heildarskuldbindingum.
9. Eignir umfram áfallnar skuldbindingar %.
Endurmetin hrein eign til greiðslu lífeyris ásamt núvirði framtíðariðgjalda, sbr. 39. gr. umfram áfallnar skuldbindingar í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum.