Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 18:08:49

nr. 55/2000, kafli 9 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=55.2000.9)
Ξ Valmynd

VIÐAUKI I

Yfirlit um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris.

  1. Iðgjöld

1.1 Iðgjöld sjóðfélaga
1.2. Iðgjöld launagreiðenda
1.3. Réttindaflutningur og endurgreiðslur
1.4 Sérstök aukaframlög
Iðgjöld
 

  1. Lífeyrir

2.1 Lífeyrir
2.2 Umsjónarnefnd eftirlauna
2.3 Annar beinn kostnaður vegna örorkulífeyris
2.4 Tryggingakostnaður
Lífeyrir

  1. Fjárfestingartekjur

3.1 Tekjur frá samstæðufélögum
3.2 Tekjur frá hlutdeildarfélögum
3.3 Tekjur af eignarhlutum
3.4 Tekjur af húseignum og lóðum
3.5 Vaxtatekjur og gengismunur
3.6 Tekjur vegna matsbreytinga á fjárfestingum
3.7 Hagnaður af sölu fjárfestinga
3.8 Breytingar á niðurfærslu
3.9 Aðrar fjárfestingartekjur
[---]1)
Fjárfestingartekjur

             1)Sbr. 9. gr. reglna nr. 765/2002.

  1. Fjárfestingargjöld

4.1 Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður
4.2 Vaxtagjöld
4.3 Gjöld vegna matsbreytinga á fjárfestingum
4.4 Tap af sölu fjárfestinga
4.5 Önnur fjárfestingargjöld
Fjárfestingargjöld

  1. Rekstrarkostnaður

5.1 Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður
5.2 Annar rekstrarkostnaður
Rekstrarkostnaður

  1. Aðrar tekjur
     
  2. Önnur gjöld
  3. Hækkun á hreinni eign fyrir óreglulega liði og matsbreytingar
  4. Óreglulegar tekjur og gjöld

9.1 Óreglulegar tekjur
9.2 Óregluleg gjöld
Óreglulegar tekjur - gjöld

  1. Matsbreytingar
  2. Hækkun á hreinni eign á árinu
  3. Hrein eign frá fyrra ári
  4. Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris


EFNAHAGSREIKNINGUR

EIGNIR

  1. Óefnislegar eignir
  2. Fjárfestingar

2.1 Húseignir og lóðir
2.2 Samstæðu- og hlutdeildarfélög
2.2.1 Hlutir í samstæðufélögum
2.2.2 Lán til samstæðufélaga
2.2.3 Hlutir í hlutdeildarfélögum
2.2.4 Lán til hlutdeildarfélaga


2.3 Aðrar fjárfestingar
2.3.1 Verðbréf með breytilegum tekjum
2.3.2 Verðbréf með föstum tekjum
2.3.3 Veðlán
2.3.4 Önnur útlán
2.3.5 Bankainnistæður
2.3.6 Aðrar fjárfestingar

  1. Kröfur

3.1 Kröfur á samstæðu- og hlutdeildarfélög
3.2 Kröfur á launagreiðendur
3.3 Aðrar kröfur
 

  1. Aðrar eignir

4.1 Rekstrarfjármunir og aðrar efnislegar eignir
4.2 Sjóður og veltiinnlán
4.3 Aðrar eignir
 

  1. Fyrirframgreiddur kostnaður og áfallnar tekjur

                                                                      Eignir samtals


SKULDIR

  1. Skuldbindingar
     
  2. Viðskiptaskuldir

7.1 Skuldir við samstæðu- og hlutdeildarfélög
7.2 Skuldir við lánastofnanir
7.3 Skuldabréfalán
7.4 Aðrar skuldir
 

  1. Áfallinn kostnaður og fyrirfram innheimtar tekjur

                                                                      Skuldir samtals

HREIN EIGN TIL GREIÐSLU LÍFEYRIS


SJÓÐSTREYMI

  1. Inngreiðslur

1.1 Iðgjöld
1.2 Fjárfestingartekjur
1.3 Aðrar tekjur
1.4 Afborganir verðbréfa
1.5 Seld verðbréf með breytilegum tekjum
1.6 Seld verðbréf með föstum tekjum
1.7 Lækkun á bankainnstæðum
1.8 Seldar aðrar fjárfestingar
1.9 Aðrar inngreiðslur
 

  1. Útgreiðslur

2.1 Lífeyrir
2.2 Fjárfestingargjöld
2.3 Rekstrarkostnaður án afskrifta
2.4 Önnur gjöld
2.5 Aðrar útgreiðslur

  1. Ráðstöfunarfé til kaupa á verðbréfum og annarri fjárfestingu ( 1. - 2. )
  1. Kaup á verðbréfum og önnur fjárfesting

4.1 Kaup á verðbréfum með breytilegum tekjum
4.2 Kaup á verðbréfum með föstum tekjum
4.3 Ný veðlán og útlán
4.4 Hækkun á bankainnstæðum
4.5 Aðrar fjárfestingar, sbr. þó lið 4.6
4.6 Húseignir og lóðir
4.7 Samstæðu- og hlutdeildarfélög
 

  1. Hækkun á sjóði og veltiinnlánum ( 3. – 4. )
  2. Sjóður og veltiinnlán í ársbyrjun
  3. Sjóður og veltiinnlán í árslok


VIÐAUKI II

Skilgreining á hugtökum í sjóðstreymisyfirliti sbr. 4. gr. reglnanna

     Eftirfarandi skilgreiningar eru til leiðbeiningar við samningu sjóðstreymis samkvæmt 4. mgr. 4. gr. reglnanna, sbr. ennfremur sjóðstreymisyfirlit í viðauka I. Tilvísun til einstakra sjóðstreymisliða miðast við þá liði sem fram koma á yfirliti um sjóðstreymi, sbr. viðauka I.
1. Sjóður og veltiinnlán.
     Sjóður og veltiinnlán, sbr. liði 6 og 7, er samheiti fyrir seðla og mynt og veltiinnlán í bönkum og sparisjóðum. Með veltiinnlánum í bönkum og sparisjóðum er átt við innstæður á tékkareikningum og aðrar innstæður hjá fjármálastofnunum, sem ekki eru háðar takmörkunum á notkun, svo og bankainnstæður, sem bundnar eru til þriggja mánaða eða skemmri tíma.
2. Inngreiðslur.
     Liðir 1.1 - 1.3 sýna innborganir í sjóð og veltiinnlán, sem stafa frá einstökum liðum á yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris.
     Liðir 1.4 - 1.9 sýna innborganir í sjóð og veltiinnlán, sem stafa frá einstökum liðum efnahagsreiknings. Liður 1.7 sýnir þó eingöngu nettó lækkun. Miða skal við að afborganir í íslenskum krónum með verðbótum og afborganir í erlendum gjaldmiðli á gengi greiðsludags teljist með efnahagsliðum en verðbætur og gengisbreytingar að öðru leyti teljist með tekju- og gjaldaliðum.
3. Útgreiðslur.
     Liðir 2.1 - 2.4 sýna útborganir úr sjóði og veltiinnlánum, sem ráðstafað er vegna einstakra liða á yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris.
     Liður 2.5 sýnir útborganir úr sjóði og veltiinnlánum, sem ráðstafað er vegna einstakra liða efnahagsreiknings, annarra en fjárfestinga sbr. 2. tölulið efnahagsreiknings.
4. Kaup á verðbréfum og önnur fjárfesting.
     Liðir 4.1 – 4.6 sýna útborganir úr sjóði og veltiinnlánum, sem ráðstafað er til kaupa á verðbréfum og til annarrar fjárfestingar sem tilfærð er undir tölulið 2 í efnahagsreikningi. Liður 4.4 sýnir þó eingöngu nettó hækkun.
 

VIÐAUKI III

Skilgreiningar á kennitölum sbr. 49. gr. reglnanna.

     Eftirfarandi skilgreiningar eru til leiðbeiningar við gerð kennitalna samkvæmt 49. gr. reglnanna. Tilvísun til einstakra tekju- og gjaldaliða miðast við þá liði sem fram koma á yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris sbr. viðauka I.


1. Hrein raunávöxtun.

[Hjá lífeyrissjóðum sem reikna daglegt gengi eigna er raunávöxtun reiknuð samkvæmt eftirfarandi formúlu:

r = ( 1 + i ) - 1
( 1 + j )

þar sem r táknar hreina raunávöxtun; i táknar breytingu á gengi sjóðsins á árinu og j táknar hækkun vísitölu á árinu.

Hjá lífeyrissjóðum sem reikna ekki daglegt gengi eigna er hrein raunávöxtun reiknuð samkvæmt eftirfarandi formúlu:

 

r = ( 1 + i ) - 1
( 1 + j )

þar sem r táknar hreina raunávöxtun; i táknar ávöxtun eigna sbr. sérstaka formúlu hér á eftir og j táknar hækkun vísitölu á árinu. Formúla fyrir ávöxtun eigna er eftirfarandi:

 

i = __2 ( F - K )__
( A + B - (F - K))


þar sem F táknar fjárfestingartekjur, sbr. lið 3 að frádregnum fjárfestingargjöldum, sbr. lið 4; K táknar rekstrarkostnað, sbr. lið 5, að viðbættum gjöldum, sbr. lið 7, en að frádregnum tekjum, sbr. lið 6; A táknar hreina eign til greiðslu lífeyris í ársbyrjun, sbr. lið 12, og B táknar hreina eign til greiðslu lífeyris í árslok, sbr. lið 13 á yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris.]1)
1)Sbr. 10. gr. reglna nr. 765/2002.


     2. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ára.
     Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ára (r5) sbr. eftirfarandi:

     3. Hlutfallsleg skipting annarra fjárfestinga.
     Heildarfjárhæð annarra fjárfestinga, sbr. lið 2.3 í efnahagsreikningi, skipt hlutfallslega niður á skráð og óskráð verðbréf með breytilegum tekjum, skráð og óskráð verðbréf með föstum tekjum, veðlán og annað.

     4. Hlutfallsleg skipting annarra fjárfestinga eftir gjaldmiðlum.
     Heildarfjárhæð annarra fjárfestinga, sbr. lið 2.3 í efnahagsreikningi, skipt hlutfallslega niður á eignir í íslenskum krónum annars vegar og eignir í erlendum gjaldmiðlum samtals hins vegar.

     5. Fjöldi sjóðfélaga.
     Meðaltal fjölda sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á reikningsárinu.

     6. Fjöldi lífeyrisþega.
     Meðaltal fjölda lífeyrisþega sem fékk greiddan lífeyri á reikningsárinu.

     7. Hlutfallsleg skipting lífeyris.
     Heildarfjárhæð lífeyris, sbr. lið 2 á yfirliti um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris, skipt hlutfallslega niður á eftirlaun, örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri.

     8. Eignir umfram heildarskuldbindingar %.
     Endurmetin hrein eign til greiðslu lífeyris ásamt núvirði framtíðariðgjalda, sbr. 39. gr. umfram heildarskuldbindingar í hlutfalli af heildarskuldbindingum.

     9. Eignir umfram áfallnar skuldbindingar %.
     Endurmetin hrein eign til greiðslu lífeyris ásamt núvirði framtíðariðgjalda, sbr. 39. gr. umfram áfallnar skuldbindingar í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum.
 

Fara efst á síðuna ⇑