I. KAFLI
Flokkun og greining í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga.
1. gr.
Málaflokkar.
(1) Samkvæmt 60. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 skal skipta starfsemi sveitarfélaga þannig:
- Sveitarsjóður, þ.e. aðalsjóður sveitarfélags auk annarra sjóða og stofnana er sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum,
- stofnanir sveitarfélaga, fyrirtæki og aðrar rekstrareiningar sem að hálfu eða meiri hluta eru í eigu sveitarfélaga og eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.
(2) Meginreglan er sú að í a-hluta flokkist þær rekstrareiningar sveitarfélaga sem fjármagnaðar eru að hluta eða öllu leyti með skatttekjum, en í b-hluta flokkist þær rekstrareiningar (þjónustueiningar) sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld til þess að standa að fullu undir útgjöldum sínum. Í undantekningartilvikum getur verið rétt að færa rekstrareiningar milli b- og a-hluta þegar um óverulega starfsemi og litla fjárbindingu í rekstrareiningunni er að ræða. Þrátt fyrir innheimtu þjónustugjalda á móti útgjöldum við rekstur leikskóla skal þó nær undantekningalaust færa rekstrareiningar leikskóla undir aðalsjóð sveitarfélags í a-hluta.
(3) Eftirfarandi greining á verkefnum sveitarfélaga í málaflokka er sú flokkun, sem sveitarfélög skulu fylgja í reikningsskilum sínum. Sveitarfélög eru ekki bundin af þeim númeralykli sem hér er tilgreindur en félagsmálaráðuneytið og aðrir opinberir aðilar munu nota hann í úrvinnslu sinni á reikningsskilum sveitarfélaga:
A – Sveitarsjóður:
Aðalsjóður:
00 Skatttekjur
02 Félagsþjónusta
03 Heilbrigðismál
04 Fræðslu- og uppeldismál
05 Menningarmál
06 Æskulýðs- og íþróttamál
07 Brunamál og almannavarnir
08 Hreinlætismál
09 Skipulags- og byggingarmál
10 Umferðar- og samgöngumál
11 Umhverfismál
13 Atvinnumál
[20 Framlög til B-hluta fyrirtækja]1)
21 Sameiginlegur kostnaður
[22 Breyting lífeyrisskuldbindinga]2)
[27 Óvenjulegir liðir]1)
[28 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld]1)
29 Efnahagsreikningur aðalsjóðs
Aðrir sjóðir og stofnanir:
31 Eignasjóður – rekstur
32 Eignasjóður – efnahagur
33 Þjónustustöð (áhaldahús og vélamiðstöð) – rekstur
34 Þjónustustöð – efnahagur
35 Vélamiðstöð – rekstur
36 Vélamiðstöð – efnahagur
37 Trésmiðja – rekstur
38 Trésmiðja – efnahagur
39 Innkaupastofnun – rekstur
40 Innkaupastofnun – efnahagur
o.fl. þ.h.
B – Fyrirtæki sveitarfélaga:
Hafnarsjóður
Vatnsveita
Rafveita
Hitaveita
Fráveita
Sorphirða og sorpeyðing
Íbúðarhúsnæði – leiguhúsnæði
Félagslegt íbúðarhúsnæði
Annað íbúðarhúsnæði
Dvalar- og hjúkrunarheimili
Almenningssamgöngur
Bílastæðasjóður
Malbikunarstöð
o.fl. þ.h.
(4) Til b-hluta fyrirtækja eða stofnana sveitarfélags teljast einnig byggðasamlög og aðrar þær stofnanir sem viðkomandi sveitarfélag á að hálfu eða meiri hluta eða er að hálfu eða meiri hluta á ábyrgð þess.
(5) [Um samantekin reikningsskil a og b hluta sveitarfélaga vísast til laga um ársreikninga, nr. 144/1994*1), með síðari breytingum, og reglugerðar, nr. 696/1996, um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga]3).
1)Sbr. 1. gr. augl. nr. 803/2002. 2)Sbr. a lið 1. gr. augl. nr. 945/2004. 3)Sbr. b lið 1. gr. augl. nr. 945/2004. *1)Nú lög nr. 3/2006.
2. gr.
Rekstrareiningar.
Eftirfarandi greining á verkefnum sveitarfélaga í rekstrareiningar (deildir) er sú (lágmarks) flokkun sem sveitarfélög skulu hafa í bókhaldi og reikningsskilum sínum. Sveitarfélög eru ekki bundin af þeim númeralykli sem hér er tilgreindur en félagsmálaráðuneytið og aðrir opinberir aðilar munu nota hann í úrvinnslu sinni á reikningsskilum sveitarfélaga:
00 Skatttekjur
0 Skattar
01 Útsvör
06 Fasteignaskattur
1 Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
3 Aðrar tekjur með skattaígildi
33 Framleiðslugjald
35 Lóðarleiga
02 Félagsþjónusta
0 Sameiginlegir liðir
1 Félagsleg aðstoð
11 Fjárhagsaðstoð
15 Félagsleg heimaþjónusta
16 Niðurgreiðsla dvalargjalda
17 Niðurgreiðsla húsaleigu
18 Húsaleigubætur
19 Önnur félagsleg hjálp
3 Þjónusta við börn og unglinga
4 Þjónusta við aldraða
[02-41 Framlag til dvalar- og hjúkrunarheimila
02-42 Heimaþjónusta
02-43 Tómstundastarf
02-49 Annað]3)
5 Þjónusta við fatlaða
[05-51 Liðveisla
02-52 Heimaþjónusta
02-53 Ferðaþjónusta
02-59 Annað]3)
6 Ýmis félagsþjónusta
[02-61 Áfengis- og vímuvarnir
02-69 Annað]3)
7 Ýmis lögbundin framlög
73 Bjargráðasjóður
74 Orlofssjóður húsmæðra
75 Varasjóður viðbótarlána
8 Ýmsir styrkir og framlög
03 Heilbrigðismál
2 Heilsuvernd
03-21 Heilsuverndarstöðvar
03-22 Heilbrigðiseftirlit
03-29 Annað]4)
04 Fræðslu- og uppeldismál
0 Sameiginlegir liðir
01 Skólaskrifstofa
09 Aðrir sameiginlegir liðir
1 Leikskólar og dagvistun
10 Sameiginlegir liðir
11 Leikskólar
11.01 Leikskóli 1
11.02 Leikskóli 2
11.03 Leikskóli 3
11.04 Leikskóli 4 o.s.frv.
16 Framlög til rekstrar leikskóla annarra
17 Dagvistun í heimahúsum
18 Gæsluvellir
19 Annar leikskóla- og dagvistunarkostnaður
2 Grunnskólar
20 Sameiginlegir liðir
21 Grunnskólar
21.01 Grunnskóli 1
21.02 Grunnskóli 2
21.03 Grunnskóli 3
21.04 Grunnskóli 4 o.s.frv.
28 Vistun utan skólatíma
29 Annar grunnskólakostnaður
4 Framhaldsskólar
[04-58 Styrkir til kennara]5)
5 Önnur fræðslustarfsemi
51 Tónlistarskóli
51.01 Tónlistarskóli 1
51.02 Tónlistarskóli 2
51.03 Tónlistarskóli 3 o.s.frv.
52 Umferðarskólinn „Ungir vegfarendur"
59 Aðrir skólar og fræðslustarfsemi
8 Ýmsir styrkir og framlög
05 Menningarmál
0 Sameiginlegir liðir
2 Bókasöfn
3 Önnur söfn
4 Byggðasaga
5 Listir
6 Menningarhús - félagsheimili
7 Hátíðahöld
8 Ýmsir styrkir og framlög
06 Æskulýðs- og íþróttamál
0 Sameiginlegir liðir
1 Leikvellir
2 Æskulýðsmál
[06-26 Sumarnámskeið]6)
27 Vinnuskóli
29 Önnur æskulýðsmál
3 Félagsmiðstöðvar
5 Íþróttahús og sundlaugar
51 Íþróttahús
51.01 Íþróttahús 1
51.02 Íþróttahús 2
51.03 Íþróttahús 3 o.s.frv.
55 Sundlaugar
55.01 Sundlaug 1
55.02 Sundlaug 2
55.03 Sundlaug 3 o.s.frv.
59 Önnur íþróttamannvirki
6 Íþróttasvæði
8 Styrkir til æskulýðs- og íþróttamála
07 Brunamál og almannavarnir
0 Sameiginlegir liðir
2 Brunavarnir
4 Almannavarnir og öryggismál
40 Sameiginlegir liðir
42 Náttúruhamfarir
43 Snjóflóðavarnir - skriðufallavarnir
44 Sjóflóðavarnir - sjóvarnagarðar
45 Jarðskjálftavarnir
8 Ýmsir styrkir og framlög
08 Hreinlætismál
0 Sameiginlegir liðir
1 Heilbrigðiseftirlit
2 Sorphreinsun og sorpeyðing
21 Sorphreinsun og gámastöðvar
23 Sorpeyðing - urðunarstaðir
5 Meindýraeyðing og dýraeftirlit
51 Meindýraeyðing
57 Eftirlit með hunda- og kattahaldi
8 Ýmsir styrkir og framlög
09 Skipulags- og byggingarmál
0 Sameiginlegir liðir
1 Mælingar, skráning og kortagerð
2 Skipulagsmál
20 Sameiginlegir liðir
22 Aðalskipulag
23 Deiliskipulag
24 Svæðisskipulag
29 Annar skipulagskostnaður
5 Byggingareftirlit
[7 Lóðir og lendur]1)
8 Ýmsir styrkir og framlög
10 Umferðar- og samgöngumál
0 Sameiginlegir liðir
[---]1)
3 Viðhald og rekstur gatnakerfis
4 Gangbrautir, hjólreiðastígar og reiðvegir
5 Umferðaröryggismál
[10-51 Götulýsing
10-59 Annað]7)
6 Snjómokstur og hálkuvarnir
7 Samgöngumál
8 Ýmsir styrkir og framlög
[20 Framlög til B-hluta fyrirtækja
Framlög skulu sundurliðuð niður á hvert fyrirtæki sveitarfélags]1)
11 Umhverfismál
0 Sameiginlegir liðir
2 Almenningsgarðar
3 Útivistarsvæði
[11-31 Skógræktarsvæði
11-39 Annað]8)
4 Opin svæði
5 Umhverfi gatna og torg
6 Skreytingar
7 Minka- og refaeyðing
8 Ýmsir styrkir og framlög
13 Atvinnumál
0 Sameiginlegir liðir
2 Landbúnaður
4 Iðnaður
5 Fiskeldi og útgerð
6 Ferðamál
8 Ýmsir styrkir og framlög
[20 Framlög til B-hluta fyrirtækja
Framlög skulu sundurliðuð niður á hvert fyrirtæki sveitarfélags]1)
[20-41 Félagslegt íbúðarhúsnæði
20-49 Annað íbúðarhúsnæði]9)
21 Sameiginlegur kostnaður
0 Meðferð sveitarstjórnarmála
01 Sveitarstjórn
07 Endurskoðun
1 Kosningar
11 Sveitarstjórnarkosningar
15 Alþingis- og forsetakosningar
19 Aðrar atkvæðagreiðslur
2 Sameining sveitarfélaga
[3 Ónotaðar eignir]1)
4 Skrifstofur sveitarfélagsins
5 Risna, móttökur og kynningarmál
6 Starfsmannakostnaður
7 Samstarf sveitarfélaga
8 Ýmsir styrkir og framlög
[22 Breyting lífeyrisskuldbindinga]2)
27 Óvenjulegir liðir
28 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
0 Fjármunatekjur
01 Vaxta- og verðbótatekjur af veltufjármunum
02 Tekjur af eignarhlutum
03 Vaxta- og verðbótatekjur af langtímakröfum
28-04 Gengismunur
28-14 Gengismunur
28-15 Fjármagnskostnaður]10)
1 Fjármagnsgjöld
11 Vaxta- og verðbótagjöld af skammtímaskuldum
13 Vaxta- og verðbótagjöld af langtímaskuldum
[---]1)
29 Efnahagsreikningur
Sundurliðun efnahagsreiknings fer eftir ákvæðum laga um ársreikninga, nr. 144/1994*1) og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga, nr. 696/1996. Sveitarfélög skulu haga sundurliðun efnahagsreiknings með neðangreindum hætti og skal hún ná til aðalsjóðs sveitarfélaga og sjálfstæðra rekstrareininga í a-hluta:
Eignir
Fastafjármunir
Varanlegir rekstrarfjármunir
Fasteignir, lóðir og fasteignaréttindi
Vélar og tæki
Veitukerfi
Áhættufjármunir og langtímakröfur
Eignarhlutar í byggðasamlögum
Eignarhlutar í tengdum félögum
Eignarhlutar í hlutdeildarfélögum
Eignarhlutar í öðrum félögum
Verðbréf
Langtímakröfur á fyrirtæki sveitarfélagsins
Annað
Veltufjármunir
Vörubirgðir
Skammtímakröfur
Óinnheimtar tekjur
Skammtímakröfur á fyrirtæki sveitarfélagsins
Aðrar skammtímakröfur
Verðbréf
Handbært fé
Skuldir og eigið fé
Eigið fé
Skuldbindingar
Lífeyrisskuldbindingar
Aðrar skuldbindingar
Skuldir
Langtímaskuldir
Skuldabréfalán
Skuldir við lánastofnanir
Skuldir við tengd félög
Skuldir við hlutdeildarfélög
Skammtímaskuldir
Samþykktir víxlar og skuldabréfalán
Skuldir við lánastofnanir
Viðskiptaskuldir
Skuldir við tengd félög
Skuldir við hlutdeildarfélög
Næsta árs afborgun af langtímalánum
Aðrar skammtímaskuldir
Fyrirframinnborganir
31 Eignasjóður
Sú meginregla gildir að fasteignir sveitarfélags eru færðar í sjálfstæða rekstrareiningu innan a-hluta sveitarfélagsins og er þessum eignasjóði ætlað að sjá um rekstur, nýbyggingar, kaup eða sölu eigna í umboði sveitarstjórnar. Eignasjóður leigir síðan út fasteignir til rekstrareininga sveitarfélagsins samkvæmt þörfum viðkomandi rekstrareininga og innheimtir svokallaða innri leigu í samræmi við raunverulegan kostnað sem viðkomandi fjárfesting ber með sér. Markmiðið með eignasjóðum er að gera rekstrarkostnað fasteigna sýnilegri og að sérhver rekstrareining beri þann raunkostnað sem henni ber.
Gerð er krafa um eftirfarandi sundurliðun í reikningsskilum eignasjóðs:
1 Skólahúsnæði
2 Íþróttamannvirki
3 Aðrar þjónustubyggingar
4 Jarðeignir
5 Aðrar fasteignir
7 Áhöld og tæki
8 Sameiginlegir liðir
9 Fjármagnsliðir
Sundurliðun efnahagsreiknings eignasjóðs (málaflokkur 32) er eins og sundurliðun efnahagsreiknings aðalsjóðs (málaflokkur 29).
33 Þjónustustöð (áhaldahús – vélamiðstöð)
35 Vélamiðstöð
Sú meginregla gildir að áhaldahús og vélamiðstöð skal reka sem sjálfstæðar rekstrareiningar undir a-hluta sveitarfélagsins. Innri þjónustureikningar eru síðan gerðir vegna þjónustu og vinnu sem innt er af hendi fyrir aðrar rekstrareiningar sveitarfélagsins. Heimilt er að færa áhaldahús og vélamiðstöð sem sjálfstæðar, aðskildar rekstrareiningar.
Gerð er krafa um eftirfarandi sundurliðun í reikningsskilum sveitarfélaga vegna áhaldahúss og vélamiðstöðvar.
2 Rekstur áhaldahúss/vélamiðstöðvar
3 Vélar
5 Bifreiðar
6 Annar rekstrarkostnaður
8 Sameiginlegir liðir
9 Fjármagnsliðir
Sundurliðun efnahagsreiknings þjónustustöðvar (málaflokkur 34) eða áhaldahúss og vélamiðstöðvar er eins og sundurliðun efnahagsreiknings aðalsjóðs (málaflokkur 29).
Aðrar rekstrareiningar sveitarsjóðs (a-hluti)
Flokkun og greining í reikningsskilum annarra rekstrareininga í a-hluta sveitarfélaga skal vera samkvæmt ákvæðum í lögum um ársreikninga, nr. 144/1994*1), og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga, nr. 696/1996.
1)Sbr. 2. gr. augl. nr. 803/2002. 2)Sbr.a lið 2. gr. augl. nr. 945/2004. 3)Sbr. b lið 2. gr. augl. nr. 945/2004. 4)Sbr. c lið 2. gr. augl. nr.945/2004. 5)Sbr. d lið 2. gr. augl. nr. 945/2004. 6)Sbr. e lið 2. gr. augl. nr. 945/2004. 7)Sbr. f lið 2. gr. augl. nr. 945/2002. 8)Sbr. g lið 2. gr. augl. nr. 945/2004. 9)Sbr. h lið 2. gr. augl. nr. 945/2002. 10)Sbr. i lið 2. gr. augl. nr. 945/2004. *1)Nú lög 3/2006.
3. gr.
Tegundagreining í sveitarsjóði, a-hluta sveitarfélaga.
[Sú lágmarkstegund sem sveitarfélög skulu nota í bókhaldi og reikningsskilum sínum er skipt í eftirfarandi átta höfuðtegundir:
- Tekjur
- Laun og launatengd gjöld
- Breyting lífeyrisskuldbindinga
- Annar rekstrarkostnaður
- Afskriftir
- Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
- Annað
Eftirfarandi höfuðtegundum skal síðan að lágmarki skipt niður í nokkrar undirtegundir, sbr. neðangreinda liði. Auk þess skulu sveitarfélög geta leitt fram með auðveldum hætti upplýsingar um viðskipti (innri tekjur og gjöld) milli einstakra rekstrareininga innan a-hluta, sveitarsjóðs. Sveitarfélög eru ekki bundin af þeim númeralykli sem hér er tilgreindur en ráðuneytið og aðrir opinberir aðilar munu nota hann í úrvinnslu sinni á reikningsskilum sveitarfélaga:
Einstakar höfuðtegundir og undirtegundir
0 Tekjur
Á tegundagreininguna færast allar tekjur sveitarfélagsins. Lágmarkskrafa um greiningu á undirtegundir er eftirfarandi:
00 Skatttekjur
01 Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
02 Þjónustutekjur
03 Eignartekjur
04 Tekjur með skattaígildi
05 Vörur og þjónusta til eigin nota (milliviðskipti rekstrareininga)
06 Endurgreiðslur og tilfærslur
061 Endurgreiðslur annarra sveitarfélaga
062 Endurgreiðslur og tilfærslur ríkissjóðs
063 Aðrar endurgreiðslur
07 Aðrar tekjur
1 Laun og launatengd gjöld
Á tegundagreininguna færast öll laun, launatengd gjöld, launaígildi og annar starfs¬manna¬tengdur kostnaður hjá sveitrfélaginu. Lágmarkskrafa um greiningu á undir¬tegundir í fjárhagsbókhaldi er eftirfarandi:
10 Laun
11 Áfallinn launakostnaður
12 Launaígildi
13 Launatengd gjöld
14 Annar starfsmannatengdur kostnaður
2 Vörukaup
Á tegundagreininguna færast öll vörukaup sveitarfélagsins og gerð er krafa til eftirfarandi lágmarksgreiningar á undirtegundir:
20 Skrifstofuvörur
21 Matvörur
25 Orka
28 Smáverkfæri, áhöld og tæki
29 Önnur vörukaup
4 Þjónustukaup
Á tegundagreininguna færast öll þjónustukaup sveitarfélagsins og gerð er krafa til eftirfarandi lágmarksgreiningar á undirtegundir:
40 Fjarskipti
41 Akstur
42 Fargjöld og ferðakostnaður
43 Aðkeypt þjónusta
44 Leigugreiðslur
441 Leiga húsnæðis
442 Niðurgreidd leiga til starfsmanna sveitarfélags
449 Aðrar leigugreiðslur
47 Vátryggingar
49 Önnur þjónustukaup
5 Skattar og önnur opinber gjöld
Á tegundagreininguna færast allar skattgreiðslur og greiðslur á opinberum gjöldum, sem sveitarfélaginu ber að greiða, nema launatengdir skattar og gjöld. Lágmarkskrafa um greiningu á undirtegundir er eftirfarandi:
51 Fasteignaskattur
53 Fjármagnstekjuskattur
58 Skattar af bifreiðum og vélum
59 Aðrir skattar og opinber gjöld
7 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
Á tegundagreininguna færast fjármunatekjur og fjármagnsgjöld sveitarfélagsins. Lágmarkskrafa um greiningu á undirtegundir er eftirfarandi:
40 Vaxta- og verðbótatekjur
41 Vaxta- og verðbótagjöl
42 Tekjur af eignarhlutum
43 Gengismunur
44 Fjármagnstekjuskattur
45 Annað
8 Afskriftir
Á tegundagreininguna færast afskriftir.
86 Afskriftir
9 Styrkir og framlög
Á tegundagreininguna færast styrkir, framlög og hlutdeild í sameiginlegum kostnaði. Lágmarkskrafa um greiningu á undirtegundir er eftirfarandi:
91 Styrkir og framlög vegna félagsmála
95 Framlög til rekstrareininga utan aðalsjóðs
96 Hlutdeild í sameiginlegum kostnaði hjá öðrum aðila
961 Greiðslur til annarra sveitarfélaga og byggðasamlaga
962 Greiðslur til ríkissjóðs
969 Aðrar greiðslur
97 Lögbundin framlög
99 Aðrir styrkir og framlög]1)
1)Sbr. 3. gr. augl. nr. 945/2004.