Skattalagasafn ríkisskattstjóra 12.12.2019 23:43:50

Lög nr. 79/2008, kafli 6 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=79.2008.6)
Ξ Valmynd

VI. KAFLI

Óhćđi endurskođenda.
19. gr.

(1) Í endurskođunarverkefnum skal endurskođandi og endurskođunarfyrirtćki vera óháđ viđskiptavini sínum, bćđi í reynd og ásýnd. Endurskođandi skal eigi framkvćma endurskođun ef einhver ţau tengsl eru á milli endurskođandans og viđskiptavinar hans sem eru til ţess fallin ađ vekja efa um óhćđi hans hjá vel upplýstum ţriđja ađila, svo sem atvinnutengsl, bein eđa óbein fjárhagsleg tengsl eđa viđskiptatengsl önnur en leiđir af endurskođuninni.

(2) Endurskođanda er óheimilt ađ taka ţátt í ákvörđunum stjórnar eđa stjórnenda ţess ađila sem hann endurskođar.

(3) Viđ mat á óhćđi skal endurskođandi fylgja ákvćđum siđareglna sem Félag löggiltra endurskođenda hefur sett, sbr. 1. tölul. 13. gr. Skjalfesta skal í vinnuskjölum viđ endurskođunina allar alvarlegar ógnanir gagnvart óhćđi og tilgreina viđeigandi verndarráđstafanir.

(4) Endurskođandi einingar tengdrar almannahagsmunum skal á hverju ári:

  1. stađfesta skriflega viđ endurskođunarnefnd viđkomandi einingar ađ hann sé óháđur hinni endurskođuđu einingu,
  2. greina endurskođunarnefndinni frá ţeirri ţjónustu sem einingunni er veitt auk endurskođunar,
  3. rćđa viđ endurskođunarnefndina um hugsanlega ógnun viđ óhćđi sitt og ţćr verndarráđstafanir sem gerđar eru til ađ draga úr slíkri ógnun.
     

20. gr.
Starfstími endurskođenda.

(1) Ef ekki er annađ áskiliđ í lögum eđa í samţykktum fyrirtćkis eđa samiđ er um annađ helst starf endurskođanda samkvćmt lögum ţessum ţangađ til annar endurskođandi tekur viđ. Endurskođandi getur ţó látiđ af starfi áđur en ráđningartíma hans lýkur en ţá ber honum og eftir atvikum stjórn ţess ađila sem í hlut á ađ tilkynna starfslok endurskođandans og ástćđur ţeirra til endurskođendaráđs. Ekki er hćgt ađ segja upp samningi um endurskođun vegna ágreinings um reikningsskilareglur eđa endurskođunarađferđir.

(2) Ţegar skipt er um endurskođanda skal endurskođandinn sem tekur viđ snúa sér til fráfarandi endurskođanda sem ber skylda til ađ upplýsa um ástćđurnar fyrir starfslokum sínum. Jafnframt skal fyrri endurskođandinn veita hinum nýja endurskođanda ađgang ađ öllum upplýsingum sem máli skipta um fyrirtćkiđ sem endurskođađ er.

(3) Endurskođandi sem ber ábyrgđ á endurskođun einingar tengdrar almannahagsmunum skal taka sér hlé frá endurskođun ţeirrar einingar í a.m.k. tvö ár samfellt eigi síđar en sjö árum eftir ađ honum var faliđ verkiđ. Sama gildir um endurskođendur ţeirra dótturfélaga sem hafa verulega ţýđingu innan samstćđunnar.

(4) Endurskođanda sem áritar endurskođuđ reikningsskil einingar tengdrar almannahagsmunum er ekki heimilt ađ taka viđ lykilstjórnunarstöđu hjá viđkomandi einingu fyrr en a.m.k. tvö ár eru liđin frá ţví ađ hann tók ţátt í endurskođun einingarinnar.
 

21. gr.
Ţóknun.

(1) Ţóknun fyrir endurskođun skal viđ ţađ miđuđ ađ hún geri endurskođanda kleift ađ komast ađ rökstuddri niđurstöđu í samrćmi viđ ţćr faglegu kröfur sem settar eru fram í lögum ţessum og gilda almennt um störf endurskođenda.

(2) Greiđsla eđa fjárhćđ ţóknunar fyrir endurskođun má ekki međ nokkrum hćtti skilyrđa eđa tengja öđru en endurskođuninni.
 

Fara efst á síđuna ⇑