Skattalagasafn ríkisskattstjóra 12.12.2019 23:38:42

Lög nr. 79/2008, kafli 2 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=79.2008.2)
Ξ Valmynd

II. KAFLI

Réttindi endurskođenda.
2. gr.

(1) Ráđherra veitir réttindi međ löggildingu til endurskođunarstarfa. Til ţess ađ öđlast löggildingu ţarf viđkomandi ađ fullnćgja eftirtöldum skilyrđum:

 1. eiga lögheimili hér á landi, eđa vera ríkisborgari ađildarríkis ađ Evrópska efnahagssvćđinu, ađildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eđa Fćreyja,
 2. vera lögráđa og hafa haft forrćđi á búi sínu síđastliđin ţrjú ár,
 3. [hafa ekki hlotiđ dóm fyrir refsiverđan verknađ ţar sem refsing var fjögurra mánađa óskilorđsbundiđ fangelsi hiđ minnsta eđa öryggisgćsla ef hann var fullra 18 ára ţegar brotiđ var framiđ nema fimm ár hafi liđiđ frá ţví ađ afplánun var ađ fullu lokiđ.]1)
 4. hafa lokiđ meistaranámi í endurskođun og reikningsskilum sem viđurkennt er af endurskođendaráđi,
 5. hafa stađist sérstakt próf, sbr. 5. gr.,
 6. hafa starfađ ađ lágmarki í ţrjú ár undir handleiđslu endurskođanda viđ endurskođun ársreikninga og annarra reikningsskila hjá endurskođunarfyrirtćki,
 7. hafa starfsábyrgđartryggingu, sbr. 6. gr.

(2) Óski endurskođandi sem hefur réttindi til endurskođunarstarfa í ríki innan Evrópska efnahagssvćđisins, í ađildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eđa í Fćreyjum eftir löggildingu til endurskođunarstarfa hér á landi skal hann standast sérstakt hćfnispróf í lögum og reglum um skatta- og félagarétt.

(3) Ráđherra getur, ađ fengnum tillögum endurskođendaráđs, veitt ţeim einstaklingum löggildingu til endurskođunarstarfa sem sanna ađ ţeir hafi lokiđ námi og stađist próf erlendis, sem telst samsvara kröfum sem gerđar eru í 4., 5. og 6. tölul. 1. mgr. enda uppfylli ţeir ákvćđi 2., 3., og 7. tölul. sömu málsgreinar. Slíkir ađilar skulu standast sérstakt hćfnispróf í lögum og reglum um skatta- og félagarétt.

(4) Endurskođendaráđ getur veitt einstaklingum sem lokiđ hafa öđru háskólanámi međ endurskođun sem kjörsviđ undanţágu frá ákvćđi 4. tölul. 1. mgr. enda telji endurskođendaráđ sýnt ađ umsćkjandi hafi nćga ţekkingu á ţeim málefnum sem varđa endurskođendur og störf ţeirra.

(5) Áđur en löggilding er veitt skal umsćkjandi vinna drengskaparheit um ađ hann muni af kostgćfni og samviskusemi í hvívetna rćkja ţađ starf sem löggildingin veitir honum rétt til ađ stunda og hlíta lögum og öđrum reglum sem starfiđ varđa.

1)Sbr. 25. gr. laga nr. 141/2018.

3. gr.
Endurskođunarfyrirtćki.

(1) Endurskođendum er heimilt ađ stofna félag um rekstur endurskođunarfyrirtćkis í ţví formi sem ţeir sjálfir kjósa, ţar á međal međ takmarkađri ábyrgđ.

(2) Meiri hluti atkvćđisréttar í endurskođunarfyrirtćki skal vera í höndum endurskođenda eđa endurskođunarfyrirtćkja sem hlotiđ hafa viđurkenningu á Evrópska efnahagssvćđinu eđa í ađildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eđa í Fćreyjum.

(3) Í endurskođunarfyrirtćki skal meiri hluti stjórnarmanna vera endurskođendur eđa fulltrúar endurskođunarfyrirtćkja. Ef stjórnarmenn eru tveir skal annar ţeirra vera endurskođandi eđa fulltrúi endurskođunarfyrirtćkis.

(4) Endurskođunarfyrirtćki skal hafa formlegt gćđakerfi.

(5) Endurskođunarfyrirtćki skal tryggja ađ nöfn og heimilisföng eigenda fyrirtćkisins séu ađgengileg almenningi.

(6) Endurskođunarfyrirtćki skal ađ uppfylltum ákvćđum ţessarar greinar sćkja um réttindi til endurskođunarstarfa til [efnahags- og viđskiptaráđuneytisins.]1) Jafnframt ber fyrirtćkinu ađ tilkynna ráđuneytinu án tafar ef ţađ uppfyllir ekki lengur eitthvert ţessara ákvćđa.

1)Sbr. a-liđ 51. gr. laga nr. 98/2009.

4. gr.

(1) Ráđuneytiđ birtir opinbera skrá yfir endurskođendur og endurskođunarfyrirtćki sem fengiđ hafa réttindi til endurskođunarstarfa enda séu ákvćđi 2. og 3. gr. uppfyllt.

(2) Ráđuneytiđ setur nánari reglur um skráninguna og hvađa upplýsingar skulu koma ţar fram.

(3) Endurskođendur og endurskođunarfyrirtćki skulu auđkennd međ sérstöku númeri í opinberu skránni.

(4) Endurskođunarfyrirtćki sem hlýtur skráningu skv. 1. mgr. má ekki hafa veriđ tekiđ til gjaldţrotaskipta eđa beđiđ verulegan álitshnekki svo draga megi í efa hćfi ţess til ađ uppfylla ţćr kröfur sem gerđar eru um endurskođun í lögum ţessum. Endurskođunarfyrirtćki sem hlotiđ hefur skráningu skal án tafar tilkynna [ráđuneytinu]1) ef skilyrđi ţessarar málsgreinar eru ekki uppfyllt.

(5) Endurskođendur og endurskođunarfyrirtćki skv. 1. mgr. skulu, án ástćđulauss dráttar, tilkynna fjármálaráđuneytinu ef breytingar verđa á ţeim upplýsingum sem fram koma í skránni.

(6) Öđrum en endurskođendum og endurskođunarfyrirtćkjum skv. 1. mgr. er eigi heimilt ađ nota orđin endurskođandi eđa endurskođun í starfs- eđa firmaheiti sínu. Ţá er óheimilt ađ vekja ţá trú ađ ađili sé endurskođandi ef hann er ţađ ekki, sbr. 1. mgr., međ notkun starfsheitis, firmanafns eđa međ öđrum misvísandi hćtti. Ákvćđi ţetta nćr ţó ekki til starfsheitis innri endurskođenda í fyrirtćkjum enda séu störf ţeirra hluti af innra stjórnendaeftirliti viđkomandi fyrirtćkis.

(7) Ráđherra skal auglýsa löggildingu endurskođenda og skráningu endurskođunarfyrirtćkja í Lögbirtingablađi og tilkynna endurskođendaráđi og Félagi löggiltra endurskođenda. Sama á viđ ef skráning fellur niđur, sbr. 10. mgr.

(8) Ráđherra gefur út löggildingarskírteini til handa endurskođanda.

(9) Fyrir löggildingu skal endurskođandi greiđa gjald í ríkissjóđ samkvćmt lögum nr. 88/ 1991, um aukatekjur ríkissjóđs.

(10) Hafi endurskođandi lagt inn réttindi sín eđa ţau veriđ felld niđur skal nafn hans fellt út af skrá, sbr. 1. mgr. Sama á viđ um endurskođunarfyrirtćki sem uppfyllir ekki lengur skilyrđi 4. mgr. ţessarar greinar og/eđa skilyrđi 3. gr.

1)Sbr. b-liđ 51. gr. laga nr. 98/2009.

5. gr.
Próf og prófnefnd.

(1) Endurskođendaráđ skv. 14. gr. skipar ţriggja manna prófnefnd endurskođenda sem heldur próf fyrir ţá sem sćkja um löggildingu til endurskođunarstarfa. Prófnefndin skal skipuđ til fjögurra ára í senn.

(2) Próf til öflunar endurskođendaréttinda skal ná til ţeirra greina bóknáms og verkmenntunar sem helst varđa endurskođendur og störf ţeirra.

(3) Í reglugerđ, sem ráđherra setur ađ fengnum tillögum endurskođendaráđs, skal m.a. kveđiđ nánar á um skilyrđi til próftöku, prófgreinar, framkvćmd prófa og lágmarksárangur til ađ standast ţau.a)

(4) Próf skulu ađ jafnađi haldin einu sinni ár hvert.

(5) Kostnađur vegna prófa, ţ.m.t. ţóknun til prófnefndarmanna, greiđist međ próftökugjaldi sem ráđherra ákveđur ađ fengnum tillögum endurskođendaráđs.

a)Sbr. reglugerđ nr. 589/2009.

6. gr.
Starfsábyrgđartrygging.

(1) Endurskođanda er skylt ađ hafa í gildi starfsábyrgđartryggingu hjá vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi vegna fjárhagstjóns sem leitt getur af [---]1) gáleysi í störfum hans eđa starfsmanna hans samkvćmt lögum ţessum. Tryggingarskyldan fellur niđur ef endurskođandi leggur inn réttindi sín, sbr. 1. mgr. 24. gr.

(2) Ráđherra skal, ađ fengnum tillögum endurskođendaráđs, ákveđa lágmark á fjárhćđ tryggingar skv. 1. mgr. og hámark eigin áhćttu vátryggingartaka.a)

(3) Endurskođandi skal fyrir 15. janúar ár hvert senda Félagi löggiltra endurskođenda stađfestingu um ađ hann hafi í gildi starfsábyrgđartryggingu.

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 20/2010.  a)Sbr. reglugerđ nr. 673/1997.

7. gr.
Endurmenntun.

(1) Endurskođanda er skylt ađ sćkja endurmenntun sem tryggir ađ hann viđhaldi reglulega frćđilegri ţekkingu, faglegri hćfni og faglegum gildum.

(2) Endurmenntunin skal ađ lágmarki svara til 20 klukkustunda á ári og samtals 120 klukkustunda á hverju ţriggja ára tímabili. Endurmenntunartímabil endurskođanda sem fćr löggildingu í fyrsta sinn hefst 1. janúar áriđ eftir ađ löggilding er veitt.

(3) Endurmenntun skv. 1. mgr. skal á hverju ţriggja ára tímabili ná a.m.k. til eftirtalinna sviđa og skal lágmark endurmenntunar á hverju sviđi vera:

 1. endurskođun 30 klukkustundir,
 2. reikningsskil og fjármál 20 klukkustundir,
 3. skatta- og félagaréttur 15 klukkustundir,
 4. siđareglur og fagleg gildi 10 klukkustundir.

(4) Endurskođandi skal halda skrá um endurmenntun sína og skulu a.m.k. 60 klukkustundir vera stađfestanlegar á hverju ţriggja ára tímabili.

(5) Ráđherra getur sett nánari ákvćđi um endurmenntun endurskođenda međ reglugerđ.a)

a)Sbr. reglugerđ nr. 30/2011.

Fara efst á síđuna ⇑