Skattalagasafn ríkisskattstjóra 20.4.2024 07:12:53

Reglugerð nr. 696/2019, kafli 5 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=696.2019.5)
Ξ Valmynd
 V. KAFLI
Samstæðureikningur.
11. gr.
Gerð samstæðureiknings.

(1) Þegar félag fer með yfirráð yfir öðru félagi telst hið fyrra vera móðurfélag en hið síðara dóttur­félag og skal þá móðurfélagið, auk ársreiknings, semja samstæðureikning, sbr. þó 68.-70. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006.

(2) Undanþágur skv. 68.-70. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006, gilda ekki þegar eitt félaganna, sem fella á undir samstæðuna, er félag með verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.

(3) Samstæðureikning skal semja samkvæmt ákvæðum VII. kafla laga um ársreikninga, nr. 3/2006, og skal hann hafa að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit, skýringar og skýrslu stjórnar ásamt áritun endurskoðanda. Samstæðureikningur skal gefa glögga mynd af afkomu, efnahag og breytingu á handbæru fé samstæðunnar.

(4) Ef félag, sem ekki þarf að semja samstæðureikning skv. 68.-70. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006, semur slíkan reikning skal það gert samkvæmt ákvæðum VII. kafla laganna. Ekki er skylt að skila slíkum reikningi til ársreikningaskrár til opinberrar birtingar.

Fara efst á síðuna ⇑