VI. KAFLI
Kæruheimildir, eftirlit og refsiábyrgð.
(1) Eiganda og/eða umráðamanni ökutækis er heimilt að kæra til ríkisskattstjóra álagningu kílómetragjalds skv. 13 gr. innan þrjátíu daga frá því að skatturinn var ákvarðaður.
(2) Endurákvörðun skv. 14. og 15. gr. og úrskurði ríkisskattstjóra um kæru skv. 1. mgr. má skjóta til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.
(3) Ákvörðun tollstjóra skv. 2. mgr. 4. gr. er kæranleg til hans innan 30 daga frá gjalddaga. Að öðru leyti skulu ákvæði 18. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl. gilda um ákvarðanir skv. 2. mgr. 4. gr. eftir því sem við á, þ.m.t. kærur til yfirskattanefndar.
(1) Vegagerðin annast eftirlit með því að gjaldskyld ökutæki, skráning þeirra og búnaður, svo og skráning ökumanna á akstri, sé í samræmi við fyrirmæli laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., reglur um ökumæla og skráningu ökutækisins í ökutækjaskrá.
(2) Eftirlitsmönnum er heimilt að stöðva ökutæki og gera þær athuganir á því sem taldar eru nauðsynlegar til að staðreyna að ökutæki, mælabúnaður þess og skráning ökumanns á akstri sé í samræmi við skráningu ökutækisins í álestrarskrá ökumæla. Þá er eftirlitsmönnum heimilt að leggja hald á skráningarblöð ökurita, afriti úr ökuritakorti og akstursbók.
Um dráttarvexti, refsingu o.fl. fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 23. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., og öðlast gildi 1. júlí 2005.