Skattalagasafn ríkisskattstjóra 23.11.2024 12:11:41

Reglugerð nr. 562/1989, kafli 2 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=562.1989.2)
Ξ Valmynd

II. KAFLI
Bókhald.

5. gr.

(1) Bókhaldi aðila skv. 1. gr. skal haga þannig að bókhaldsreikningar séu auðkenndir eða aðgreindir í eftirfarandi meginflokka:

  1. Skattskyld starfsemi eða þjónustudeildir sem fyrst og fremst framleiða vörur eða inna af hendi þjónustu til eigin nota, sbr. 1. tölul. 3. gr.
  2. Skattskyld starfsemi sem ekki fer fram í sérstakri þjónustudeild, sbr. 2. tölul. 3. gr.
  3. Starfsemi sem ekki er skattskyld.

(2) Bókhaldinu skal haga þannig að auðvelt sé á hverjum tíma að kanna þann grundvöll sem útreikningur á virðisaukaskatti er byggður á.

6. gr.

     Þjónustudeildir, sbr. 1. tölul. 3. gr., skulu haga skráningu á framleiðslu og afhendingu vara og veittri þjónustu með fyrirfram skipulögðum hætti, svo sem með skráningu á vöruúttekt, vinnustundum og öðrum upplýsingum sem geta verið grundvöllur að uppgjöri á virðisaukaskatti.

7. gr.

     Aðilar skulu í bókhaldi sínu aðgreina bókhaldsreikninga vegna starfsemi skv. 2. tölul. 3. gr. annars vegar í reikninga yfir aðföng með virðisaukaskatti og hins vegar reikninga yfir aðföng án virðisaukaskatts.

8. gr.

     Aðilar skulu að öðru leyti en fyrir er mælt í reglugerð þessari haga bókhaldi sínu og skráningu viðskipta eftir ákvæðum reglugerðar nr. [50/1993]1), um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

Fara efst á síðuna ⇑