Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.4.2024 02:51:40

Reglugerð nr. 449/1990, kafli 4 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=449.1990.4)
Ξ Valmynd

IV. KAFLI
[Framkvæmd endurgreiðslu.]1)

1)Sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 561/2002.

13. gr.

(1) [Sækja skal um endurgreiðslu á sérstökum eyðublöðum í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

(2) Hvert endurgreiðslutímabil er tveir mánuðir (janúar og febrúar, mars og apríl, o.s.frv.). Endurgreiðslutímabil fyrir byggingaraðila skv. reglugerð nr. 576/1989 og seljendur verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa, sem gera upp virðisaukaskatt skv. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti, skal þó vera almanaksárið. Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. málsl. skal endurgreiðsla vegna aðkeyptrar vinnu verktaka við viðhald og endurbætur fara fram eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en [30 dögum eftir að [Skattinum]3)]2) barst endurgreiðslubeiðnin.

(3) Skilafrestur vegna hvers endurgreiðslutímabils, skv. 1. og 2. málsl. 2. mgr., er til 15. dags næsta mánaðar eftir lok tímabilsins. Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endurgreiðsla fara fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag. Beri daga þessa upp á helgidag eða almennan frídag færist fresturinn til næsta virka dags á eftir. Endurgreiðslubeiðnir sem berast eftir lok skilafrests skulu afgreiddar með greinargerðum næsta endurgreiðslutímabils.]1)

1)Sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 561/2002. 2)Sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 1183/20143)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

14. gr.

(1) [[Til að sannreyna fjárhæðir á endurgreiðslubeiðni getur ríkisskattstjóri krafið aðila um framlagningu reikninga, greiðslukvittana og annarra gagna, svo sem kaupsamning, lóðasamning og teikningar.]2)4) [Ríkisskattstjóri]3) skal tilkynna innheimtumanni ríkissjóðs um samþykki sitt til endurgreiðslu. Innheimtumaður annast endurgreiðslu.

(2) Afgreiðslufrestir skv. 13. gr. framlengjast ef [ríkisskattstjóri]3) getur vegna aðstæðna aðila ekki gert nauðsynlegar athuganir á gögnum þeim sem beiðnin byggist á, þ.m.t. vegna þeirra atvika sem lýst er í 4. mgr. 25. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.]1)

1)Sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 561/2002. 2)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 439/2009. 3)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1183/20144)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

15. gr.

     [Réttur til endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari fellur niður ef umsókn um endurgreiðslu berst [Skattinum]2) eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.]1)

1)Sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 561/20022)Sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1010/2022.

16. gr.

(1) Komi í ljós að endurgreiðsla samkvæmt reglugerð þessari hafi verið of há skal [ríkisskattstjóri]1) þegar í stað tilkynna aðila og innheimtumanni ríkissjóðs þar um og ber móttakanda endurgreiðslu eigi síðar en sjö dögum eftir dagsetningu tilkynningar [ríkisskattstjóra]1) að endurgreiða innheimtumanni það sem ofgreitt var. Sama gildir ef móttakandi endurgreiðslu sinnir ekki skyldu skv. 3. mgr. 8. gr. til að senda launamiða eða húsbyggingarskýrslu. Innheimtumaður skal í þessum tilvikum endurkrefja aðila um þá fjárhæð sem hann hefur fengið greidda.

(2) Um dráttarvexti vegna of hárrar endurgreiðslu og annarra atvika sem um ræðir í 1. mgr. fer skv. 28. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og reiknast frá þeim tíma er ofgreiðsla átti sér stað. 

1)Sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 1183/2014.

17. gr.

     Röng skýrslugjöf eða framlagning rangra eða villandi gagna, svo og röng upplýsingagjöf látin í té í því skyni að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar, varðar við 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt

18. gr.

     Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 641/1989, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til byggjenda íbúðarhúsnæðis. 

Fara efst á síðuna ⇑