Skattalagasafn ríkisskattstjóra 29.3.2024 09:34:15

Reglugerð nr. 373/2001, kafli 7 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=373.2001.7)
Ξ Valmynd

VII. KAFLI
Ýmis ákvæði, gildistaka.

Skráning í gerðabækur.
40. gr.

Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal skrá öll mál í gerðabók sem tekin eru til rannsóknar hjá embættinu. Hann skal einnig skrá í gerðabók öll mál sem til hans er vísað frá skattstjórum og ríkisskattstjóra og um allar skýrslugjafir hjá embættinu, og ákvarðanir ásamt rökstuðningi fyrir því hvort máli skuli vísað til opinberrar rannsóknar eða sent til sektarmeðferðar fyrir yfirskattanefnd. Heimilt er að hafa gerðabækur í tölvutæku formi. 

Lok málsmeðferðar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins.
41. gr.

Tilkynna skal skattaðila lok málsmeðferðar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins og standa honum skil á gögnum í samræmi við ákvæði 1. mgr. 19. gr. 

Gildistaka.
42. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 119. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt*1), með áorðnum breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur frá sama tíma úr gildi reglugerð nr. 361/1995 um skattrannsóknir og málsmeðferð hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins, með áorðnum breytingum, sbr. reglugerð nr. 486/1996.

*1)Nú 121. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.   

Fara efst á síðuna ⇑