Skattalagasafn ríkisskattstjóra 23.11.2024 21:04:37

Reglugerð nr. 283/2005, kafli 2 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=283.2005.2)
Ξ Valmynd

II. KAFLI
Blöndun.

4. gr.

(1) Blanda skal einni einingu af litunarefni í 10.000 einingar af gas- og dísilolíu. Ríkisskattstjóri getur veitt heimild til annars konar blöndunar.

(2) Litunarefnið skal vera samsett af eftirfarandi efnum, leystum upp í uppleysiefni við háan suðupunkt þannig að magn efna í einum lítra olíu sem blönduð hefur verið í samræmi við 1. mgr. sé:

  1. 0,0065 g N-Ethyl-N-[2-(1-isobutoxyethoxy)ethyl]-4-(phenylazo)anilin (Solvent Yellow 124) og
  2. 1,4-bis-N-dialkylaminoathraquinon blöndunarefni með alkylhópunum 2-ethylhexyl, 3-(2-ethylhexyloxy) propyl og 3-menthoxypropyl (sérstök útgáfa af C.I. Solvent Blue 79 með CAS 90170-70-0) í því magni sem gefur sama litastyrk mældan spektrofotometrískt við 640-650 nm og 0,0050 g/l 1,4-N-bis(butylamino)anthraquinon (C.I. Solvent Blue 35).
     

(3) Litunarefnið skal blandað þannig að innihald litarefna og merkiefna fari hvorki yfir né undir 10% af því sem gefið er upp að litaða olían skuli innihalda.

(4) Afhenda skal minnst 200 lítra af litaðri olíu í einu, úr blöndunarbúnaði.
 

5. gr.
Sýnatökur.

     Ríkisskattstjóra er heimilt að óska eftir því að faggilt prófunarstofa staðfesti að sýni af litunarefni uppfylli ákvæði 3. gr. og 4. gr. 
 

Fara efst á síðuna ⇑