Skattalagasafn ríkisskattstjóra 25.4.2024 14:49:40

Reglugerð nr. 248/1990, kafli 2 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=248.1990.2)
Ξ Valmynd

II. KAFLI
Bókhald.

8. gr.

(1) Bókhaldi opinberra aðila skal haga þannig að bókhaldsreikningar séu auðkenndir eða aðgreindir í eftirfarandi meginflokka:

  1. Skattskyld þjónustufyrirtæki, sbr. 2. gr.
  2. Skattskyld starfsemi eða þjónustudeildir sem fyrst og fremst er ætlað að framleiða vörur eða inna af hendi þjónustu til eigin nota, sbr. 3. gr.
  3. Skattskyld starfsemi sem ekki fer fram í sérstöku fyrirtæki eða þjónustudeild, sbr. 4. gr.
  4. Starfsemi sem ekki er skattskyld.

(2) Bókhaldinu skal haga þannig að auðvelt sé á hverjum tíma að kanna þann grundvöll sem útreikningur á virðisaukaskatti er byggður á.

9. gr.

     Fyrirtæki ríkis og sveitarfélaga, stofnanir þeirra eða þjónustudeildir, sem hafa það að meginmarkmiði að framleiða vörur eða inna af hendi þjónustu til eigin nota, sbr. 3. gr., skulu haga skráningu á framleiðslu og afhendingu vara og veittri þjónustu með fyrirfram skipulögðum hætti, svo sem með skráningu á vöruúttekt, vinnustundum og öðrum upplýsingum sem geta verið grundvöllur að uppgjöri á virðisaukaskatti.

10. gr.

     Ríkisstofnanir og sveitarfélög skulu í bókhaldi sínu aðgreina bókhaldsreikninga vegna starfsemi, sbr. 4. gr., annars vegar í reikninga yfir aðföng með virðisaukaskatti og hins vegar reikninga yfir aðföng án virðisaukaskatts.

11. gr.

     Opinberir aðilar skulu að öðru leyti en fyrir er mælt í reglugerð þessari haga bókhaldi sínu og skráningu viðskipta eftir ákvæðum reglugerðar nr. [50/1993]1), um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.

1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 601/1995.
 

Fara efst á síðuna ⇑