Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.9.2024 00:05:26

Reglugerð nr. 192/1993, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?reg=192.1993.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI

Sala rekstrarfjármuna.
11. gr.

(1) Sala eða afhending véla, tækja og annarra rekstrarfjármuna telst að fullu til skattskyldrar veltu aðila þótt hann hafi aðeins fengið virðisaukaskatt vegna öflunar þeirra frádreginn sem innskatt að hluta.

(2) Hafi ekki mátt telja virðisaukaskatt vegna kaupa ökutækis til innskatts, sbr. 6. tölul. 2. gr. og 9. gr., telst sala ökutækisins ekki til skattskyldrar veltu.
 

Fara efst á síðuna ⇑