Skattalagasafn ríkisskattstjóra 25.4.2024 14:35:48

Lög nr. 90/2003, kafli 6 - álagningarár 2020 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=90.2003.6&alagningarar=2020)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

VI. KAFLI
Tekjuskattsútreikningur, afslættir og barnabætur.
Skattstigi manna.
66. gr.
 
(1) Tekjuskattur þeirra manna, sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga þessara og hafa verið heimilisfastir hér á landi allt tekjuárið, skal reiknast af tekjuskattsstofni þeirra skv. 1. og 3. tölul. 61. gr. sem hér segir:
  1. [Af tekjuskattsstofni að [8.400.000 kr.]10)13)14) *1) reiknast [22,5%]7)14) tekjuskattur.
  2. [---]14)

  3. Af því sem umfram er [8.400.000 kr.]10)14) *1) reiknast [31,8%]7) tekjuskattur.

  4. [Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 8.400.000 kr. *1) skal það sem umfram er skattlagt með 22,5% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 8.400.000 kr. *1), þó reiknast 22,5% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 4.200.000 kr. við þessar aðstæður.]14)

  5. Fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns skv. 1.-4. tölul. skulu taka breytingum í upphafi hvers árs í réttu hlutfalli við hækkun á launavísitölu frá upphafi til loka næstliðins tólf mánaða tímabils. Breytingarnar á framangreindum viðmiðunarmörkum skal birta með auglýsingu [ráðherra]9) fyrir upphaf staðgreiðsluárs í fyrsta sinn í árslok 2010.]5) 

  6. Frá reiknaðri fjárhæð skv. [1. - 3. tölul.]7) [og 5. mgr.]8) dregst persónuafsláttur skv. A-lið 67. gr.

  7. [---]16)

Sú fjárhæð, sem þannig fæst, telst tekjuskattur ársins.

(2) Tekjuskattur af þeim tekjum barna, sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr., skal vera 4% af tekjum umfram [180.000]1)11) kr. og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.
 
(3) [Tekjuskattur af fjármagnstekjum einstaklinga utan rekstrar skal vera [22%]6)17) af þeim tekjum. Til fjármagnstekna teljast í þessu sambandi tekjur skv. 1.-8. tölul. C-liðar 7. gr., þ.e. vextir, arður, leigutekjur, söluhagnaður og aðrar eignatekjur. [---]3)]2) [Þó skal ekki reikna tekjuskatt skv. 1. málsl. af heildarvaxtatekjum að fjárhæð [150.000 kr.]11)17) á ári hjá manni og [50%]14) af tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis [sem nýtt er til búsetu leigjanda og fellur undir húsaleigulög]14)18).]5)
 
(4) Sú fjárhæð, sem reiknast skv. 3. mgr., skal vera endanleg álagning á fjármagnstekjur. Skulu engin önnur opinber gjöld, sem reiknuð eru á tekjuskattsstofn, leggjast á þessar tekjur. Sömuleiðis skulu tekjurnar ekki taldar til tekjuskattsstofns til viðmiðunar við útreikning bóta eða annarra greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar, lögum um [húsnæðisbætur]15) eða öðrum lögum nema sérstaklega sé kveðið á um það í þeim lögum. Um afdrátt skatts af vaxtatekjum og arði samkvæmt þessari málsgrein skulu á tekjuárinu gilda lög um staðgreiðslu skatts af slíkum tekjum samkvæmt því sem nánar er kveðið á um í þeim lögum.
 
(5) [---]8)12) 
 
1)Sbr. 8. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 6. gr. laga nr. 76/2007. 3)Sbr. 5. gr. laga nr. 166/2007. 4)Sbr. 8. gr. laga nr. 173/2008. 5)Sbr. 13. gr. laga nr. 128/20096)Sbr. 1. gr. laga nr. 164/2010. 7)Sbr. 10. gr. laga nr. 165/2010. 8)Sbr. 4. gr. laga nr. 73/2011. 9)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011. 10)Sbr. 4. gr. laga nr. 164/2011. 11)Sbr. 1. gr. laga nr. 139/201312)Sbr. 10. gr. laga nr. 142/2013. 13)Sbr. 1. gr. laga nr. 146/2013. 14)Sbr. 1. gr. laga nr. 125/2015. 15)Sbr. 32. gr. laga nr. 75/02016. 16)Sbr. 5. gr. laga nr. 59/2017. 17)Sbr. 2. gr. laga nr. 96/2017. 18)Sbr. 3. gr. laga nr. 50/2018.*1)Vegna tekjuársins 2018 er fjárhæðin 10.724.553 kr. (893.713 kr. á mánuði), sbr. frétt fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
 
67. gr.
 
A
Persónuafsláttur manna, sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., skal vera [530.466 kr.]2)4) *1) [Persónuafsláttur skal í upphafi hvers árs taka breytingu í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok næstliðins tólf mánaða tímabils.]5) [[---]4) Fjárhæð persónuafsláttar skal birta með auglýsingu [ráðherra]6) fyrir upphaf staðgreiðsluárs.]2)  (1)

Nemi persónuafsláttur skv. 1. mgr. hærri fjárhæð en reiknaður tekjuskattur af tekjuskatts­stofni skv. 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. skal ríkissjóður leggja fram fé sem nemur allt að þeim mun, og skal því ráðstafað fyrir hvern mann til að greiða útsvar hans á álagningarárinu [---]1) [og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu auðlegðarskatts hans á álagningarárinu]7). Sá persónu­af­sláttur, sem þá er enn óráðstafað, fellur niður nema um sé að ræða óráðstafaðan persónuafslátt annars hjóna, sem skattlagt er samkvæmt ákvæðum 62. gr., og skal þá óráð­stöfuðum persónuafslætti annars makans bætt við persónuafslátt hins. Nemi þannig ákvarðaður persónuafsláttur síðarnefnda makans í heild hærri fjárhæð en reiknaður skattur af tekjuskattsstofni hans skv. 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. skal ríkissjóður leggja fram fé sem nemur allt að þeim mun til að greiða útsvar hans á álagn­ingarárinu [---]1) [og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu auðlegðarskatts hans á álagningarárinu]7). Af þeim persónuafslætti sem þá er óráðstafað skal [22/37]3)4)7)8) hlutum ráðstafað til að greiða tekjuskatt sem lagður er á fjár­magnstekjur, sbr. 3. mgr. 66. gr. Sá hluti persónuafsláttar, sem þá verður enn óráðstafað, fellur niður. (2)

Ráðherra skal í reglugerða) setja ákvæði um ráðstöfun persónuafsláttar launamanna á móti staðgreiðslu á tekjuári samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Í reglugerð­inni skal og kveðið á um hlutfallslega skiptingu persónuafsláttar sem draga skal frá stað­­greiðslu á hverju greiðslutímabili. Persónuafsláttur er ekki millifæranlegur milli mánaða en í reglu­gerðinni má heimila að ónotaður persónuafsláttur, sem safnast hefur upp á meðan launa­greiðandi hefur haft skattkort launamanns undir höndum, nýtist við síðari launa­greiðslur, enda séu uppfyllt þau skilyrði um launabókhald og skilagreinar sem nánar verði ákveðin í henni. (3)
1)Sbr. 9. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 6. gr. laga nr. 174/2006. 3)Sbr. 5. gr. laga nr. 61/2008. 4)Sbr. 14. gr. laga nr. 128/2009. 5)Sbr. 5. gr. laga nr. 73/2011. 6)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011. 7)Sbr. 5. gr. laga nr. 164/2011. 8)Sbr. 3. gr. laga nr. 96/2017. *1)Á árinu 2018 er persónuafsláttur 646.739 kr. fyrir allt árið og 53.895 kr. á mánuði. a)Reglugerð nr. 535/2016
B
 
[---]1)
1)Ákvæði til bráðabirgða nr. XXX, sbr. 24. gr. laga nr. 128/2009. Fellt niður frá og með 1. janúar 2014.
 
68. gr.
 
A
Barnabætur.
Með hverju barni innan [18]3) ára aldurs á tekjuárinu, sem heimilisfast er hér á landi og er á framfæri þeirra sem skattskyldir eru skv. 1. gr., skal ríkissjóður greiða barnabætur til framfæranda barnsins. Framfærandi telst sá aðili sem hefur barnið hjá sér og annast fram­færslu þess í lok tekjuársins. Sá er greiðir meðlag með barni telst ekki framfærandi í þessu sambandi. Hjón, sem skattlögð eru skv. 62. gr., teljast bæði framfærendur og skiptast barna­bætur milli þeirra til helminga. Hið sama gildir um sambúðarfólk sem uppfyllir í lok tekju­ársins skilyrði 3. mgr. 62. gr. enda þótt það óski ekki að vera skattlagt samkvæmt þeirri grein. [Að sama skapi teljast þeir sem halda heimili saman ásamt barni sínu framfærendur í skilningi ákvæðisins þótt skilyrði til skráningar á sambúð séu ekki uppfyllt. Við slíkar aðstæður skal ákvarða barnabætur eins og um hjón sé að ræða.]7) Sé svo ástatt að einungis annað hjóna er skattskylt hér á landi skv. 1. gr. skal reikna því fullar barnabætur vegna þeirra barna hjónanna sem eru heimilisföst hér á landi eftir þeim reglum sem gilda um hjón, enda liggi fyrir upplýsingar um tekjur beggja ásamt upplýsingum um barnabætur eða hliðstæðar greiðslur vegna sömu barna sem greiddar hafa verið erlendis. (1)
 
Fyrir barn sem öðlast heimilisfesti hér á landi á tekjuárinu skal einungis greiða barna­bætur í hlutfalli við dvalartíma þess hér á landi á því ári. [Þannig skal fjárhæð barnabóta og skerðingarmörk vegna tekna, sbr. 4. mgr., ákvarðast í hlutfalli við dvalartímann.]9) (2)
 
[---]9)  (3)
 
[Greiða skal]9) tekjutengdar barnabætur með hverju barni innan [18]3) ára aldurs á tekjuárinu sem árlega skulu nema [234.500kr.]6)11)12)13)14)15)16) með fyrsta barni en [279.200 kr.]6)11)12)13)14)15)16) með hverju barni umfram eitt. Tekjutengdar barnabætur með börnum einstæðra foreldra skulu vera [390.700 kr.]6)11)12)13)14)15)16) með fyrsta barni en [400.800 kr.]6)11)12)13)14)15)16) með hverju barni umfram eitt. [Barnabætur samkvæmt þessari málsgrein skerðast í jöfnu hlutfalli við tekjuskattsstofn sem hér segir:
  1. Af tekjuskattsstofni umfram 7.200.000 kr. að 11.000.000 kr. hjá hjónum og umfram 3.600.000 kr. að 5.500.000 kr. hjá einstæðu foreldri skal skerðingarhlutfallið vera 4% með einu barni, 6% með tveimur börnum og 8% með þremur börnum eða fleiri.
  2. Af tekjuskattsstofni umfram 11.000.000 kr. hjá hjónum og 5.500.000 kr. hjá einstæðu foreldri skal skerðingarhlutfallið vera 5,5% með einu barni, 7,5% með tveimur börnum og 9,5% með þremur börnum eða fleiri.
Með tekjuskattsstofni í þessu sambandi er átt við tekjur skv. II. kafla að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr.]16) [Til viðbótar barnabótum samkvæmt þessari málsgrein skal greiða tekjutengdar barnabætur með öllum börnum yngri en sjö ára á tekjuárinu. Skulu þær árlega nema [140.300 kr.]11)12)13)14)15)16) og skal skerðingarhlutfall þeirra vera [4%]12) með hverju barni [af tekjuskattsstofni umfram 7.200.000 kr. hjá hjónum og umfram 3.600.000 kr. hjá einstæðu foreldri]16).]9) (4)
 
Fjárhæð barnabóta skal skerða um þær barnabætur eða hliðstæðar bætur sem framfærandi hefur fengið erlendis frá á sama tekjuári vegna barnsins. (5)
 
Komi í ljós að maður hefur fengið greiddar barnabætur án þess að eiga rétt á þeim skal honum gert að endurgreiða þær að viðbættu 15% álagi. Álag samkvæmt þessari málsgrein skal þó fellt niður ef maður færir rök fyrir því að honum verði eigi kennt um þá annmarka á framtali er leiddu til ákvörðunar [ríkisskattstjóra]8). (6)
 
[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. þessa stafliðar má ákvarða barnabætur með börnum sem ekki eru heimilisföst hér á landi en eru á framfæri ríkisborgara hins Evrópska efnahagssvæðis, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, enda sé framfærandi skattskyldur hér á landi skv. 1. gr. þessara laga eða tryggður á grundvelli 12., 13. eða 14. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.]4) Skilyrði fyrir ákvörðun barnabóta samkvæmt þessari málsgrein eru þau að börnin séu heimilisföst í einhverju ríkja hins Evrópska efnahags­svæðis, [í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum]2) og að fram séu lögð fullnægjandi gögn frá bæru stjórnvaldi í því landi þar sem börnin eru heimilis­föst. [Sá sem rétt kann að eiga til barnabóta með börnum sem ekki hafa heimilisfesti á Íslandi skal sækja um bætur til [ríkisskattstjóra]8) og leggja fram upplýsingar um tekjur framfærenda ásamt upplýsingum um barnabætur eða hliðstæðar greiðslur vegna sömu barna sem greiddar hafa verið erlendis, sbr. 1. mgr.]4) Heimilt er að setja nánari reglur um framkvæmd þessarar máls­greinar í reglugerð.a) (7)
 
Barnabætur skulu ákveðnar [á grundvelli skattframtals]5) við álagningu, sbr. X. kafla. [Barnabætur sem eru ákvarðaðar lægri en [5.000 kr.]12) á hvern framfæranda á grundvelli skattframtals falla niður.]10) [Nánari reglur, m.a. um fyrirframgreiðslu og útborgun barnabóta og innheimtu ofgreiddra barnabóta, þ.m.t. ofgreiddar barnabætur erlendis, skulu settar í reglugerð.b) Barnabótum verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga.]13) [Úrskurður ríkisskattstjóra um fyrirframgreiðslu barnabóta skal vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.]8) (8)
 
 
 
Maður sem skattskyldur er skv. 1. gr. og ber vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, þar með talin kaup á [búseturétti samkvæmt lögum nr. 66/2003 og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum]3), á rétt á sérstökum bótum, vaxtabótum, enda geri hann grein fyrir lánum og vaxtagjöldum af þeim í sérstakri greinargerð með skatt­framtali [skv. 1. mgr. 90. gr.]8) í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. (1)
 
Vaxtagjöld, sem mynda rétt til vaxtabóta, eru vaxtagjöld vegna fasteignaveðlána til a.m.k. tveggja ára eða lána við lánastofnanir með sjálfskuldarábyrgð til a.m.k. tveggja ára, enda séu lánin sannanlega til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Sama á við þegar um er að ræða lán frá Íbúðalánasjóði sem tekin eru vegna verulegra endurbóta á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Vaxtagjöld vegna lána, sem tekin eru til skemmri tíma en tveggja ára, er einungis heimilt að telja með á næstu fjórum árum talið frá og með kaupári ef um er að ræða kaup á íbúð til eigin nota. Sé um nýbyggingu að ræða er heimilt að telja þau með á næstu sjö árum talið frá og með því ári þegar bygging hefst, eða til og með því ári sem húsnæði er tekið til íbúðar ef það er síðar. Vaxtagjöld teljast í þessu sambandi:
  1. [Greiddir]7) vextir og [greiddar]7) verðbætur á afborganir og vexti.

  2. Afföll af verðbréfum, víxlum og sérhverjum öðrum skuldaviðurkenningum sem fram­teljandi hefur gefið út sjálfur og selt þriðja aðila og notað andvirðið til fjármögnunar íbúðar til eigin nota, enda sé kaupandi bréfanna nafngreindur. Afföllin reiknast hlut­fallslega miðað við afborganir á lánstímanum.

  3. Lántökukostnaður, árlegur eða tímabundinn fastakostnaður, þóknanir, stimpilgjöld og þing­lýsingarkostnaður af lánum.

Til vaxtagjalda teljast ekki uppsafnaðar áfallnar verðbætur af lánum sem kaupandi yfir­tekur við sölu íbúðar né heldur uppsafnaðar áfallnar verðbætur á lán skuldara sem hann greiðir á lánstíma umfram ákvæði viðkomandi skuldabréfs. (2)
 
Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta skv. 4. mgr. miðast við fjárhæð vaxtagjalda, sbr. 2. mgr., hjá hverjum framteljanda en geta þó ekki orðið hærri en sem nemur [5%]1) af skuldum sem stofnað hefur verið til vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota eins og þær eru í árs­lok. Hjá þeim sem skattskyldir eru hluta úr ári vegna brottflutnings á tekjuárinu skal miða við skuldastöðu eins og hún var fyrir brottflutning. Vaxtagjöld samkvæmt þessari málsgrein geta þó ekki verið hærri en [554.364]4) kr. hjá einstaklingi, [727.762]4) kr. hjá einstæðu foreldri og [901.158]4) kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki. Hámark vaxtagjalda hjá mönnum, sem skatt­skyldir eru skv. 1. gr. hluta úr ári, ákvarðast í hlutfalli við dvalartíma á árinu. (3)
 
Vaxtabætur skal ákvarða þannig að frá vaxtagjöldum, eins og þau eru skilgreind í 3. mgr., skal draga fjárhæð sem svarar til 6% af tekjuskattsstofni. Framangreint hlutfall skal þó lækkað um 0,5 á hverju ári sem maður á rétt á vaxtabótum samfellt vegna sama íbúðarhúsnæðis umfram 25 ár. Hafi maður fengið vaxtabætur samfellt vegna sama íbúðarhúsnæðis í 36 ár skal frádráttur á grundvelli tekjuskattsstofns falla niður. Með tekjuskattsstofni í þessu sambandi er átt við tekjur skv. II. kafla laganna, að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr. Hjá hjónum eða sambýlisfólki, sem uppfyllir skilyrði 3. mgr. 62. gr. í lok tekjuárs, skal við útreikning miðað við samanlagðar tekjur beggja að teknu tilliti til frádráttar samkvæmt framansögðu. [Hið sama á við um fólk sem sannanlega er í sambúð og heldur heimili saman þótt skilyrði til skráningar á sambúð séu ekki uppfyllt.]5) Þannig ákvarðaðar vaxta­bætur skerðast hlutfallslega fari eignir skv. 72. gr., að frádregnum skuldum skv. 1. mgr. 75. gr., fram úr [7.119.124]2) kr. hjá einstaklingi og [11.390.599]2) kr. hjá hjónum eða sambýlis­fólki uns þær falla niður við 60% hærri fjárhæð. Vaxtabætur greiðast út að lokinni álagningu opinberra gjalda og miðast við vaxtagjöld viðkomandi tekjuárs og eignir í lok þess sama árs. Við ákvörðun vaxtabóta á því ári þegar maður aflar sér íbúðarhúsnæðis, en hefur ekki fengið vaxtabætur árið áður, skal þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. þessarar málsgreinar reikna vaxtabætur frá og með þeim ársfjórðungi sem fyrsta fasteignaveðlán vegna kaupanna er tekið. Skal há­mark vaxtagjalda, tekjuskattsstofn og hámark vaxtabóta þá ákveðið hlutfallslega miðað við það. Vaxtabætur geta aldrei verið hærri en [189.957]4) kr. fyrir hvern mann, [244.299]4) kr. fyrir einstætt foreldri og [314.134]4) kr. fyrir hjón eða sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun, sbr. 3. mgr. 62. gr., í lok tekjuárs. Hámark vaxtabóta hjá þeim sem skattskyldir eru skv. 1. gr. hluta úr ári ákvarðast í hlutfalli við dvalartíma á tekjuárinu. Vaxtabætur, sem eru lægri en [692]4) kr. á mann, falla niður. (4)
 
Réttur til vaxtabóta er bundinn við eignarhald á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Rétturinn stofnast þegar íbúðarhúsnæði til eigin nota er keypt eða bygging þess hefst. Jafnframt getur stofnast réttur til vaxtabóta vegna lána frá Íbúðalánasjóði sem tekin eru vegna verulegra endurbóta á íbúðarhúsnæði til eigin nota. (5)
 
Réttur til vaxtabóta fellur niður þegar íbúðarhúsnæði telst ekki lengur til eigin nota. Sé íbúðarhúsnæði selt án þess að hafin sé bygging eða fest kaup á íbúðarhúsnæði til eigin nota á sama ári fellur réttur til vaxtabóta niður frá þeim tíma sem sala átti sér stað. Við útreikning vaxtabóta skal þá miða við skuldastöðu eins og hún var við sölu. (6)
 
Skipta skal vaxtabótum til helminga milli hjóna. Sama gildir um sambýlisfólk sem upp­fyllir skilyrði fyrir samsköttun, sbr. 3. mgr. 62. gr., í lok tekjuárs, enda þótt það óski ekki eftir að vera skattlagt samkvæmt þeirri grein. [Sé svo ástatt að einungis annað hjóna er skattskylt hér á landi skv. 1. gr. skal ákvarða því vaxtabætur hér á landi eftir þeim reglum sem gilda um hjón, enda liggi fyrir upplýsingar um tekjur beggja.]9) (7)
 
Ef annað hjóna, sem á rétt á vaxtabótum, fellur frá skal ákvarða eftirlifandi maka, sem situr í óskiptu búi, vaxtabætur eins og um hjón sé að ræða næstu fimm ár eftir lát maka. (8)
 
Heimilt er að greiða fyrir fram ársfjórðungslega áætlaðar vaxtabætur til þeirra sem festa kaup á íbúðarhúsnæði til eigin nota á árinu 1999 og síðar. Skulu áætlaðar vaxtabætur greiddar út fjórum mánuðum eftir lok hvers ársfjórðungs. (9)
 
Áætlaðar vaxtabætur skal miða við gjaldfallna og greidda vexti hvers ársfjórðungs af þeim veðlánum sem tekin eru til öflunar íbúðarhúsnæðis, þó ekki meira en fjórðung af há­marki vaxtagjalda, sbr. 3. mgr. (10)
 
Frádrátt frá vaxtagjöldum hvers ársfjórðungs, sbr. 4. mgr., skal miða við fjórðung af stað­greiðsluskyldum tekjum síðustu 12 mánaða á undan honum að viðbættum þeim tekjum utan staðgreiðslu sem fram koma á skattframtali fyrra árs. Fyrirframgreiddar vaxtabætur fyrir hvern ársfjórðung skulu eigi vera hærri en fjórðungur af hámarki vaxtabóta, sbr. 4. mgr. (11)  
 
Sá sem rétt kann að eiga til fyrirframgreiðslu vaxtabóta á því ári sem hann aflar sér íbúðar­húsnæðis skal sækja um fyrirframgreiðsluna til [ríkisskattstjóra]6) og leggja skal fram tilskildar upplýsingar. Lánastofnanir, lífeyrissjóðir og aðrir aðilar sem veita lán til íbúðarkaupa gegn veði í fasteign skulu veita skattyfirvöldum nauðsynlegar upplýsingar til að ákvarða fyrirfram­greiðslu vaxtabóta. Ráðherra skal með reglugerða) setja nánari reglur um ákvörðun og fyrir­framgreiðslu vaxtabóta. [Úrskurður ríkisskattstjóra um fyrirframgreiðslu vaxtabóta skal vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.]6) (12)
 
Komi í ljós að maður hefur fengið greiddar vaxtabætur án þess að eiga rétt á þeim skal honum gert að endurgreiða þær að viðbættu 15% álagi. Fella skal niður álagið samkvæmt þessari málsgrein ef maður færir rök fyrir því að honum verði eigi kennt um þá annmarka á framtali er leiddu til ákvörðunar [ríkisskattstjóra]6). (13)  
 
Reglur um skuldajöfnun vaxtabóta á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga, [---]4), þar á meðal um forgangs­röð, skulu settar í reglugerða). (14)
 
 
 
(1) Hjá manni sem hefur tekjur sem um ræðir í 2. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. skal við álagningu tekjuskatts á aðrar tekjur hans nota það skattþrep sem beita skyldi ef hann hefði ekki notið frádráttar sem þar um ræðir.
 
(2) Í tekjuskattsstofn manna, sem skattskyldir eru skv. 1. gr. en hafa einungis verið heimilis­fastir hér á landi hluta tekjuársins, skal deila með fjölda dvalardaga þeirra hér á landi á árinu og margfalda síðan þá útkomu með 365. Tekjuskattur skal síðan reiknast skv. 66. gr. af þannig reiknuðum tekjuskattsstofni, að teknu tilliti til 67. gr., eins og um væri að ræða menn heimilisfasta hér á landi allt árið. Í þá fjárhæð skal deila með 365 og margfalda þá útkomu með fjölda dvalardaga þeirra hér á landi á árinu. Sú fjárhæð sem þannig fæst skal vera endan­lega ákvarðaður og álagður tekjuskattur eða ákvarðaður ónýttur persónu­afsláttur.

(3) Þeir menn, sem dveljast erlendis við nám eða vegna veikinda, geta þrátt fyrir ákvæði 1. gr. haldið öllum réttindum sem heimilisfesti hér á landi veitir samkvæmt lögum þessum og öðrum lögum um opinber gjöld. [Ráðherra]1) skal setja nánari reglur um framkvæmd þessarar málsgreinar með reglugerð,a) m.a. um hvaða nám falli hér undir, rétt maka, framtals­skil o.fl.
 
 
Tekjuskatt aðila, sem skattskyldir eru skv. 3. gr., skal ákvarða sem hér segir:
  1. Tekjuskatt manna sem um ræðir í 1. tölul. 3. gr., skal ákvarða á sama hátt og um er rætt í 2. mgr. 69. gr. Sama gildir ef um ónýttan persónuafslátt er að ræða.

  2. [Tekjuskattur manns, sem um ræðir í 2. tölul. 3. gr. skal nema [20%]2)6) af tekju­skattsstofni hans.]1) (1)

    Sá aðili, sem kemur fram í atvinnuskyni til skemmtunar eða keppni, sbr. 1. mgr. þessa töluliðar, án ákveðinna launa eða þóknunar en nýtur í þess stað afraksturs af slíkri starfsemi, skal greiða [15%]2) tekjuskatt af heildartekjum af slíku starfi án nokkurs frá­dráttar. (2)

    [Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal tekjuskattur eftirlaunaþega og lífeyrisþega sem um ræðir í 2. tölul. 3. gr. reiknast af tekjuskattsstofni skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 66. gr. að teknu tilliti til persónuafsláttar skv. A-lið 67. gr.]1) Persónuafsláttur skal í þessum tilvikum einungis dreginn frá tekjuskatti af eftirlaunum og lífeyri viðkomandi aðila og skal ónýttum hluta hans einungis ráðstafað til greiðslu á útsvari af sömu tekjum. Sá hluti persónuafsláttar sem þá er enn óráðstafað fellur niður og er hann ekki millifæranlegur milli hjóna nema þau séu bæði eftirlauna­þegar eða lífeyrisþegar og falli að öðru leyti bæði undir ákvæði þessarar málsgreinar. (3)

  3. [Tekjuskatt aðila sem fá greiðslur fyrir þjónustu eða starfsemi sem innt er af hendi hér á landi, sbr. 3. tölul. 3. gr., skal reikna sem hér segir:

    a. [20%]2)6) af greiðslunni ef um menn er að ræða. Þessi hundraðshluti reiknast m.a. af launum eða þóknunum til listamanna og annarra sem fram koma í atvinnuskyni til skemmtunar eða í hvers konar keppni, en með launum og þóknunum teljast hvers konar hlunnindi, [þó ekki gisting og]7) flutningur að og frá landinu hafi móttakandi ekki greitt hann sjálfur. Eigi skiptir máli hvort maður kemur fram á eigin vegum eða í nafni annars aðila eða hvort greiðsla er frá innlendum eða erlendum aðila.

    b. [20%]2) af greiðslunni ef um lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. er að ræða.

    c. [37,6%]2)8) af greiðslunni ef um aðra lögaðila er að ræða.]1)

  4. [Tekjuskatt aðila sem um ræðir í 4. tölul. 3. gr. skal reikna sem hér segir:

    a. af tekjuskattsstofni með skatthlutfalli skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 66. gr. án persónuafsláttar skv. A-lið 67. gr. ef um mann er að ræða,

    b. [20%]2) af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. er að ræða,

    c. [37,6%]2)8) af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um aðra lögaðila er að ræða. (1)

    Tekjuskattsstofn erlendra vátryggingafélaga, sem starfa hér á landi, telst sá hluti heildarágóðans sem svarar til hlutfallsins milli iðgjaldatekna hér á landi og iðgjaldatekna af allri starfsemi þeirra.]1) (2)

  5. [Tekjuskatt aðila sem um ræðir í 5. tölul. 3. gr. skal reikna sem hér segir:

    a. [22%]2)8) af tekjum ef um menn er að ræða. [Þegar um er að ræða tekjur manns af útleigu íbúðarhúsnæðis sem fellur undir húsaleigulög er heimilt að taka tillit til frádráttar skv. a-lið 1. mgr. 58. gr. a. Þó skal ekki leggja tekjuskatt á 50% af tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis sem fellur undir húsaleigulög]9),

    b. [20%]2) af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr., ef um lögaðila er að ræða.

  6. Tekjuskattur aðila sem um ræðir í 6. tölul. 3. gr. skal vera [22%]2)8) af tekjum.

  7. Tekjuskatt aðila sem um ræðir í 7. tölul. 3. gr. skal reikna sem hér segir:

    a. [22%]2)8) af tekjum ef um mann er að ræða,

    b. [20%]2)8) af tekjum ef um lögaðila er að ræða.

  8. Tekjuskatt aðila sem um ræðir í 8. tölul. 3. gr. skal reikna sem hér segir:

    a. [12%]2)3)8) af tekjum ef um mann er að ræða. Þó skal ekki reikna tekjuskatt af vaxtatekjum að [150.000 kr.]5)8) á ári.

    b. [12%]2)3)8) af tekjum lögaðila.

  9. Tekjuskatt aðila sem um ræðir í 9. tölul. 3. gr. skal reikna á sama hátt og greinir í 4.–8. tölul. þessarar greinar.]1)
  1. [Tekjuskatt aðila sem um ræðir í 10. tölul. 1. mgr. 3. gr. skal reikna sem hér segir:
  1. [22%]8) af tekjum ef um mann er að ræða.

  2. [20%]8) af tekjum lögaðila.]5)

1)Sbr. 16. gr. laga nr. 128/2009. 2)Sbr. 4. gr. laga nr. 164/2010. 3)Sbr. 7. gr. laga nr. 164/2011. 4)Sbr. 2. gr. laga nr. 139/2013. 5)Sbr. 11. gr. laga nr. 142/2013. 6)Sbr. 4. gr. laga nr. 33/2015. 7)Sbr. 9. gr. laga nr. 124/2015. 8)Sbr. 5. gr. laga nr. 96/2017. 9)Sbr. 6. gr. laga nr. 59/2017.

 
(1) Þeir menn sem búsettir eru í aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og bera takmarkaða skattskyldu hér á landi skv. 3. gr., en fá sem nemur eigi minna en 75% heildartekna sinna á tekjuárinu frá Íslandi, eiga rétt á að vera skattlagðir líkt og þeir hefðu verið skattskyldir skv. 1. gr. allt tekjuárið, með þeim réttindum sem heimilisfesti hér á landi veitir samkvæmt lögum þessum og öðrum lögum um opinber gjöld.
 
(2) Sama rétt eiga þeir menn sem skattskyldir eru skv. 1. gr., en hafa einungis verið heimilisfastir hér á landi hluta tekjuársins, hafi þeir dvalið í aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, enda nemi tekjur þeirra frá Íslandi eigi minna en 75% heildartekna þeirra á tekjuárinu.
 
(3) Heimilt er hjónum og einstaklingum í staðfestri samvist og óvígðri sambúð sem búsett eru í aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum að telja fram í samræmi við ákvæði 62. gr. ef annað þeirra eða bæði eiga rétt til skattlagningar skv. 1. eða 2. mgr. þessarar greinar, enda nemi tekjur frá Íslandi eigi minna en 90% samanlagðra tekna þeirra á tekjuárinu og þau séu skráð saman til heimilis við lok tekjuárs.
 
(4) [Ráðherra]2) skal setja nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar með reglugerða), m.a. um rétt maka, framtalsskil o.fl.]1)
 
 
 
(1) [Tekjuskattur lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. skal vera [20%]9) af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr.]1) [---]2)

(2) [Tekjuskattur annarra lögaðila, sbr. 3., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr., skal vera [37,6%]9)14) af tekju­skatts­stofni, sbr. 2. tölul. 61.gr.]­1)

(3) Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skal tekjuskattur þeirra lögaðila er greinir í 3., [4.]6) og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. af fengnum arði skv. 4. tölul. C-liðar 7. gr. vera [22%]9)14) af þessum tekjum. [Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. og 1. málsl. þessarar málsgreinar skal einnig leggja sérstakan fjársýsluskatt á aðila sem skattskyldir eru skv. 2. gr. laga um fjársýsluskatt. Sérstaki fjársýsluskatturinn skal vera 6% af tekjuskattsstofni yfir 1.000.000.000 kr., sbr. 2. tölul. 61. gr.]11) [Við álagningu sérstaks fjársýsluskatts skal ekki tekið tillit til samsköttunar og yfirfæranlegs taps.]12)
 
(4) Lögaðilar þeir, er undanþegnir eru skattskyldu skv. 1., 2., 4., 5., [6., [7. og 8. tölul.]13)]3) 4. gr., skulu þrátt fyrir það greiða tekjuskatt af fjármagnstekjum, sbr. 3., 4. og 5. tölul. C-liðar 7. gr., svo og skv. 8. tölul. sama stafliðar 7. gr., að því er varðar söluhagnað af hlutabréfum. Skal hann vera [22%]9)14) af þeim stofni. Afdráttur skatts og innborgun hans samkvæmt lögum um stað­greiðslu skatts á fjármagnstekjur skal vera fullnaðargreiðsla og koma í stað álagningar sam­kvæmt lögum þessum. Þó skulu þeir aðilar, sem þessi málsgrein tekur til og sjálfir annast um innheimtu vaxta í eigin lánaumsýslu eða fá vaxtatekjur sem ekki er dregin af staðgreiðsla, skila greinargerð um vaxtatekjur til skattyfirvalda og standa skil á [22%]9)14) tekjuskatti af slíkum vöxtum að tekjuári loknu. Þeir aðilar, sem þessi málsgrein tekur til og hafa aðrar fjármagns­tekjur, skulu sömuleiðis standa skil á [22%]9)14) tekjuskatti af slíkum tekjum að tekjuári loknu. Við ákvörðun á stofnverði eigna sem félög, sbr. 4. tölul. 4. gr., eignast við gjöf skal við sölu miðað við að stofnverðið sé markaðsverð á yfirtökudegi félagsins á eigninni. Ríkisskattstjóri setur nánari reglur um skilagreinar og skil vegna þessarar málsgreinar.
 
(5) Eftirtaldir aðilar eru undanþegnir ákvæðum 4. mgr.:
  1. Lánasjóður íslenskra námsmanna, Byggðastofnun, Íbúðalánasjóður, Framkvæmdasjóður fatlaðra, Framkvæmdasjóður aldraðra, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Lánasjóður sveitarfélaga [ohf.]4), Lánasjóður Vestur-Norðurlanda, Seðlabanki Íslands, Nýsköpunar­sjóður atvinnulífsins, [Fiskræktarsjóður]10), [lífeyrissjóðir, sbr. lög um skyldu­tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða*1) og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem heimild hafa til að taka á móti iðgjöldum til myndunar eftirlaunaréttar.]5)

  2. Lánastofnanir sem skattskyldar eru samkvæmt lögum nr. 65/1982, um skattskyldu lána­stofnana, með síðari breytingum, en fjármagnstekjur þeirra falla undir almenna skatt­skyldu samkvæmt þeim lögum.

Fara efst á síðuna ⇑