Skattalagasafn ríkisskattstjóra 20.4.2024 09:39:39

Lög nr. 90/2003, kafli 15 - álagningarár 2020 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=90.2003.15&alagningarar=2020)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:


Ákvæði til bráðabirgða.

I.

Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 2. mgr. A-liðar 67. gr. laganna skal óráðstöfuðum persónuafslætti annars hjóna, sem skattlagt er skv. ákvæðum 62. gr., bætt við persónuafslátt hins með eftirfarandi hætti:

  1. Við álagningu tekjuskatts á árinu 2001 vegna tekna á árinu 2000 skal bæta 85% af óráðstöfuðum hluta persónuafsláttar annars makans við persónuafslátt hins.

  2. Við álagningu tekjuskatts á árinu 2002 vegna tekna á árinu 2001 skal bæta 90% af óráðstöfuðum hluta persónuafsláttar annars makans við persónuafslátt hins.

  3. Við álagningu tekjuskatts á árinu 2003 vegna tekna á árinu 2002 skal bæta 95% af óráðstöfuðum hluta persónuafsláttar annars makans við persónuafslátt hins.

II.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna skal:

  1. persónuafsláttur við staðgreiðslu opinberra gjalda á launatímabilinu frá og með 1. apríl til 31. desember árið 2000 vera 9/12 hlutar af 294.120 kr.; við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 2001 vegna tekna og eigna árið 2000 skal persónuafsláttur vera 292.326 kr.;

  2. persónuafsláttur við staðgreiðslu opinberra gjalda árið 2001 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 2002 vegna tekna og eigna árið 2001 vera 302.940 kr.;

  3. persónuafsláttur við staðgreiðslu opinberra gjalda árið 2002 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts árið 2003 vegna tekna og eigna árið 2002 vera 312.024 kr.

III.

Til þess að sértækt endurmat stofnsjóðs A-deildar samvinnufélags samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um samvinnufélög*1) njóti skattalegs hagræðis skv. 2. málsl. 1. mgr. 11. gr., 4. málsl. 2. mgr. 18. gr. og 3. mgr. 51. gr. laganna skal endurmatið lagt fyrir skattstjóra til staðfestingar ásamt upplýsingum um skiptihlutfallið milli félagsaðila fyrir árslok 2004.

*1)Sjá lög nr. 22/1991.

IV.

(1) Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna árið 2002 skal árið 2003 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.

(2) Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 3.980.000 kr. eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 7.960.000 kr. skal reikna sérstakan 7% tekjuskatt.

(3) Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 3.980.000 kr. reiknast þeim sinn hlutinn hvoru hins sérstaka tekjuskatts. Sé tekjuskattsstofn annars hjóna lægri en 3.980.000 kr. reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.

(4) Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.

(5) Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 2003 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst 2002 til desember 2002. Fyrirframgreiðslan skal vera 7% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 2002 vegna tekna á árinu 2001 umfram 3.980.000 kr. hjá einstaklingi og umfram 7.960.000 kr. hjá hjónum.

(6) Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 5. mgr. skulu vera fyrstu dagar mánaðanna ágúst 2002 til og með desember 2002. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar.

(7) Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 5. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra sem úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar. Ákvörðun skattstjóra er kæranleg til ríkisskattstjóra innan 30 daga frá dagsetningu úrskurðar skattstjóra. Ríkisskattstjóri skal kveða upp úrskurð sinn innan 15 daga frá því kæra barst honum og skal úrskurður hans vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.

(8) Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóra er heimilt að setja nánari reglur um þetta atriði.

(9) Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt þessu ákvæði hefur verið of há og skal bæta 2,5% álagi við mismuninn.

(10) Um sérstakan tekjuskatt samkvæmt ákvæði til bráðabirgða skulu ákvæði VIII.–XIII. kafla laganna gilda eftir því sem við á.

V.

Við framtalsgerð á árinu 2003 skal leysa upp endurmatsreikning sem myndaður var skv. 37. gr. laga nr. 75/1981 fyrir breytingu með lögum nr. 133/2001 og færa með öðru eigin fé.

VI.

(1) Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna árið 2003 skal árið 2004 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.

(2) Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 4.089.450 kr. eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 8.178.900 kr. skal reikna sérstakan 5% tekjuskatt.

(3) Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 4.089.450 kr. reiknast þeim sinn hlutinn hvoru hins sérstaka tekjuskatts. Sé tekjuskattsstofn annars hjóna lægri en 4.089.450 kr. reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.

(4) Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.

(5) Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 2004 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember 2003. Fyrirframgreiðslan skal vera 5% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 2003 vegna tekna á árinu 2002 umfram 4.089.450 kr. hjá einstaklingi og umfram 8.178.900 kr. hjá hjónum.

(6) Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 5. mgr. skulu vera fyrstu dagar mánaðanna ágúst til og með desember 2003. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar.

(7) Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 5. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra sem úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar. Ákvörðun skattstjóra er kæranleg til ríkisskattstjóra innan 30 daga frá dagsetningu úrskurðar skattstjóra. Ríkisskattstjóri skal kveða upp úrskurð sinn innan 15 daga frá því að kæra barst honum og skal úrskurður hans vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.

(8) Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóra er heimilt að setja nánari reglur um þetta atriði.

(9) Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt þessu ákvæði hefur verið of há og skal bæta 2,5% álagi við mismuninn.

(10) Um sérstakan tekjuskatt samkvæmt ákvæði til bráðabirgða skulu ákvæði VIII.–XIII. kafla laganna gilda eftir því sem við á.

VII.

Þrátt fyrir ákvæði 8. tölul. 31. gr. laganna er einungis heimilt að draga eftirstöðvar rekstrartapa sem mynduðust í rekstri á árinu 1994 og síðar og yfirfæranleg eru samkvæmt lögum frá skattskyldum tekjum við ákvörðun tekjuskattsstofns vegna rekstrarársins 2003.

VIII.

(1) Ákvæði þetta tekur til manna sem eiga hlutabréf í hlutafélagi um sameiginlega fjárfestingu sem fullnægir skilyrðum 5. mgr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna og fá við slit þess á árunum 2003-2007 í stað hlutabréfs í hlutafélaginu afhent hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóði eða fjárfestingarsjóði, sem hefur verið stofnaður samkvæmt lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði og tekur við verðbréfaeign félagsins, eftir því sem nánar er kveðið á um í ákvæði þessu.

(2) Við slit skv. 1. mgr. telst afhending hlutdeildarskírteinanna ekki til skattskylds arðs skv. 4. mgr. 9. gr. laganna. Stofnverð hlutdeildarskírteinis sem afhent er skv. 1. mgr. skal vera jafnt upphaflegu kaupverði bréfanna, að teknu tilliti til 4. mgr. 17. gr. laganna, sbr. þó 3. mgr. ákvæðis þessa.

(3) Tekjur við sölu eða innlausn hlutdeildarskírteinis sem afhent var skv. 1. mgr. í stað hlutabréfs sem keypt var á árunum 1990-1996 skulu ekki skattlagðar nema að því marki sem þær eru umfram fjárhæð er getur í 6. mgr. 17. gr. laganna, enda hafi hlutdeildarskírteini vegna þessara hlutabréfa verið sérgreind. Um ákvörðun stofnverðs að öðru leyti fer eftir 2. mgr.

(4) Afhending hlutabréfa skv. 1. mgr. telst ekki hafa í för með sér rof á eignarhaldi, sbr. 4. mgr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna. Verði hlutdeildarskírteinið selt eða það innleyst áður en eignarhaldstími þess eða þeirra bréfa sem það kom í staðinn fyrir er liðinn gilda ákvæði um kaup í nýjum bréfum eða eftir atvikum tekjufærslu nýtts frádráttar, sbr. 3.-5. málsl. 4. mgr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna.

[IX.

(1) Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna á árunum 2004 og 2005 skal á árunum 2005 og 2006 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.

(2) Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 4.191.686 kr. eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 8.383.372 kr. skal reikna sérstakan tekjuskatt. Sérstakur tekjuskattur vegna tekna ársins 2004 skal vera 4% en vegna tekna ársins 2005 skal sérstakur tekjuskattur vera 2%.

(3) Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 4.191.686 kr. reiknast þeim sinn hlutinn hvoru hins sérstaka tekjuskatts. Sé tekjuskattsstofn annars hjóna lægri en 4.191.686 kr. reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.

(4) Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.

(5) Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts árin 2005 og 2006 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember árin 2004 og 2005. Fyrirframgreiðslan árið 2004 skal vera 4% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 2004 vegna tekna á árinu 2003 umfram 4.191.686 kr. hjá einstaklingi og umfram 8.383.372 kr. hjá hjónum. Fyrirframgreiðslan árið 2005 skal vera 2% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 2005 vegna tekna árinu 2004 umfram 4.191.686 kr. hjá einstaklingi og umfram 8.383.372 kr. hjá hjónum.

(6) Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 5. mgr. skulu vera fyrstu dagar mánaðanna ágúst til og með desember hvert ár. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar.

(7) Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 5. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra sem úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar. Ákvörðun skattstjóra er kæranleg til ríkisskattstjóra innan 30 daga frá dagsetningu úrskurðar skattstjóra. Ríkisskattstjóri skal kveða upp úrskurð sinn innan 15 daga frá því að kæra barst honum og skal úrskurður hans vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.

(8) Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóra er heimilt að setja nánari reglur um þetta atriði.

(9) Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt þessu ákvæði hefur verið of há og skal þá bæta 2,5% álagi við mismuninn.

(10) Um sérstakan tekjuskatt samkvæmt ákvæði til bráðabirgða skulu ákvæði VIII.-XIII. kafla laganna gilda eftir því sem við á.

X.

Vaxtabætur vegna vaxtagjalda á árinu 2003 skulu vera 90% af vaxtabótum útreiknuðum skv. b-lið 68. gr. laganna.]1)

1)Sbr. 12. gr. laga nr. 143/2003.

[XI.

Fjárhæðir í ákvæðum A- og B-liðar 68. gr., 77. gr., 82. gr. og 83. gr. laganna, sem breytt var með lögum nr. 143/2003, um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2004 vegna tekna og eigna á árinu 2003 og við ákvörðun bóta á árinu 2004. Enn fremur kemur ákvæði c-liðar 5. gr. laga nr. 143/2003, um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2004 vegna tekna og eigna á árinu 2003.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 77/2004.

[XII.

(1) Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. laganna skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árunum 2004, 2005 og 2006 og álagningu tekjuskatts á árunum 2005, 2006 og 2007 vegna áranna 2004, 2005 og 2006:

  1. Við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2005 vegna tekna ársins 2004 skal tekjuskattur reiknast 25,75% af tekjuskattsstofni.

  2. Við staðgreiðslu á árinu 2005 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 skal tekjuskattur reiknast 24,75% af tekjuskattsstofni.

  3. Við staðgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006 skal tekjuskattur reiknast 23,75% af tekjuskattsstofni.

(2) Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 66. gr. laganna skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árunum 2004, 2005 og 2006 og við álagningu tekjuskatts á árunum 2005, 2006 og 2007 vegna áranna 2004, 2005 og 2006:

  1. Við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2005 vegna tekna ársins 2004 skal tekjuskattur af þeim tekjum barna sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr. vera 4% af tekjum umfram 93.325 kr. og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.

  2. Við staðgreiðslu á árinu 2005 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 skal tekjuskattur af þeim tekjum barna sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr. vera 4% af tekjum umfram 96.125kr. og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.

  3. Við staðgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006 skal tekjuskattur af þeim tekjum barna sem um ræðir í 2. mgr. 64. gr. vera 4% af tekjum umfram 98.528 kr. og skal barn ekki njóta persónuafsláttar.]1)

1)Sbr. 32. gr. laga nr. 129/2004.

[XIII.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna skal persónuafsláttur manna, sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., vera með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árunum 2004, 2005 og 2006 og álagningu tekjuskatts á árunum 2005, 2006 og 2007 vegna tekna áranna 2004, 2005 og 2006:

  1. Við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2005 vegna tekna ársins 2004 skal persónuafsláttur manna vera 329.948 kr.

  2. Við staðgreiðslu á árinu 2005 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2006 vegna tekna ársins 2005 skal persónuafsláttur manna vera 339.846 kr.

  3. Við staðgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna ársins 2006 skal persónuafsláttur manna vera 348.343 kr.]1)

1)Sbr. 32. gr. laga nr. 129/2004.

[XIV.

  1. Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skal viðmiðunarfjárhæð, sem þar er tilgreind, vera 37.397 við ákvörðun barnabóta á árinu 2005 og 46.747 við ákvörðun barnabóta á árinu 2006.

  2. Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir, sem þar eru tilgreindar, vera: 126.952, 151.114, 211.447, 216.902, 1.487.463 og 743.732 við ákvörðun barnabóta á árinu 2005 og 139.647, 166.226, 232.591, 238.592, 1.859.329 og 929.665 við ákvörðun barnabóta á árinu 2006.]1)

1)Sbr. 32. gr. laga nr. 129/2004.

[XV.

Vaxtabætur við álagningu á árinu 2005 vegna vaxtagjalda á árinu 2004 skulu vera 95% af vaxtabótum útreiknuðum skv. B-lið 68. gr. laganna.]1)

1)Sbr. 32. gr. laga nr. 129/2004.

[XVI.

Ákvæði 82. og 83. gr. laganna falla brott 31. desember 2005.]1)

1)Sbr. 32. gr. laga nr. 129/2004.

[XVII.

Vegna félaga sem hafa annað reikningsár en almanaksárið skal álagningu hagað samkvæmt eftirfarandi reglum vegna reikningsárs sem lýkur á árinu 2005. Álagningu skal haga samkvæmt þeim eignarskattsstofni sem ákvarðast í lok reikningsárs á grundvelli ákvæða laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, eins og þau lög voru 30. desember 2005. Hafi félag fengið samþykki skattstjóra fyrir öðru reikningsári en almanaksári og við þá breytingu haft skert reikningsár fyrir tímabilið frá lokum fyrra tímabils til upphafs næsta reikningsárs og jafnframt greitt eignarskatt við lok hins skerta reikningstímabils skal félagið undanþegið álagningu eignarskatts vegna reikningsárs sem lýkur á árinu 2005.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 116/2005.

[XVIII.

(1) Frá tekjuskattsstofni skv. 2. tölul. og b-lið 3. tölul. 61. gr. vegna rekstrarársins 2005 er heimilt að draga fjárhæð gengishagnaðar umfram gengistap af hvers konar eignum og skuldum í erlendum verðmæli, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 49. gr., sem nemur allt að þeirri fjárhæð sem tekjuskattur hefði reiknast af á árinu 2006 vegna rekstrarársins 2005 og dreifa þeirri fjárhæð jafnt til skattlagningar á rekstrarárin 2006, 2007 og 2008.

(2) Frestun tekjufærslu skv. 1. mgr. kemur því aðeins til greina að yfirfæranlegt tap hafi verið jafnað að fullu og að eigi hafi verið nýttar hlutfallslega lægri fyrningar skv. 37. gr. og niðurfærslur skv. 3. og 4. tölul. 31. gr. á rekstrarárinu 2005 en rekstrarárið 2004.

(3) Félag sem tekur þátt í samsköttun skv. 55. gr. getur því aðeins frestað tekjufærslu skv. 1. mgr. að samnýtanlegt rekstrartap samsköttunarfélaganna hafi verið jafnað.

(4) Heimild til frestunar tekjufærslu skv. 1. mgr. tekur ekki til fjármálafyrirtækja sem stunda starfsemi sem fellur undir 2. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 48/2006.

[XIX.

(1) Þar sem í 31., 66., 71. og 83. gr. er kveðið á um alþjóðleg viðskiptafélög skulu þau ákvæði ekki eiga við að því marki sem mismunur á skattgreiðslum alþjóðlegs viðskiptafélags, annars vegar eftir þeim sérákvæðum sem um slík félög gilda samkvæmt lögum nr. 29/1999, um breyting á lögum um álagningu skatta og gjalda vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga, og hins vegar samkvæmt almennum skattalögum, fer yfir fjárhæð sem samsvarar 100.000 evrum á hverju þriggja ára tímabili að teknu tilliti til hvers konar annarrar ríkisaðstoðar. Fari mismunur á heildarskattgreiðslum yfir þau mörk gilda ákvæði almennra skattalaga um skattskyldu viðkomandi félags, frá því að farið er yfir mörkin.

(2) Ákvæði 1. mgr. á ekki við þegar starfsemi alþjóðlegs viðskiptafélags er alfarið utan gildissviðs EES-samningsins eins og það er skilgreint í bókun 3 við EES-samninginn.

(3) Skattstjóri skal hafa umsjón með því að ákvæði þessu sé framfylgt. [Ráðherra]2) er heimilt að setja reglugerð sem kveður nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 79/2006. 2)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011.

[XX.

(1) Endurákvarða skal vaxtabætur samkvæmt skattframtali ársins 2006 vegna vaxtagjalda á árinu 2005 í samræmi við B-lið 68. gr. Endurákvörðun vaxtabóta skal lokið eigi síðar en 31. desember 2006 og tilkynnt með auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu. Senda skal hverjum skattaðila sem öðlast við endurákvörðun vaxtabóta rétt til vaxtabóta, sbr. B-lið 68. gr., tilkynningu um endurákvörðunina.

(2) Endurákvörðun vaxtabóta samkvæmt grein þessari er kæranleg til skattstjóra innan 30 daga frá dagsetningu auglýsingar um að endurákvörðun vaxtabóta sé lokið.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 135/2006.

[XXI.

Þrátt fyrir að lög nr. 31/1999, um alþjóðleg viðskiptafélög, falli úr gildi 1. janúar 2008 skal fara fram álagning tekjuskatts á árinu 2008 vegna tekna alþjóðlegra viðskiptafélaga á árinu 2007.]1)

1)Sbr. 12. gr. laga nr. 166/2007.

[XXII.

Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna skulu breytingar á persónuafslætti manna, sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., ákvarðaðar með eftirfarandi hætti:

  1. Persónuafsláttur manna sem tekur gildi í upphafi ársins 2009 skal ákvarðaður þannig að við fjárhæð persónuafsláttar sem fundinn er samkvæmt ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. skal bætt 24.000 kr.

    [...]2)]1)

1)Sbr. 9. gr. laga nr. 61/2008. 2)Sbr. 23. gr. laga nr. 128/2009.

[XXIII.

Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir sem þar eru tilgreindar sem skerðingarmörk barnabóta vera 2.880.000 kr. og 1.440.000 kr. við ákvörðun barnabóta á árinu 2008 vegna tekna á árinu 2007.]1)

1)Sbr. 9. gr. laga nr. 61/2008.

[XXIV.

(1) Frá tekjuskattsstofni skv. 2. tölul. og b-lið 3. tölul. 61. gr. vegna rekstrarársins 2007 er heimilt að draga fjárhæð gengishagnaðar umfram gengistap af hvers konar eignum og skuldum í erlendum verðmæli, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 49. gr., sem nemur allt að þeirri fjárhæð sem tekjuskattur hefði reiknast af á árinu 2008 vegna rekstrarársins 2007 og dreifa þeirri fjárhæð jafnt á rekstrarárin 2007, 2008 og 2009 til skattlagningar á álagningarárunum 2008, 2009 og 2010. Frestun tekjufærslu samkvæmt þessari málsgrein kemur því aðeins til greina að yfirfæranlegt tap hafi verið jafnað að fullu og eigi hafi verið nýttar hlutfallslega lægri fyrningar skv. 37. gr. og niðurfærslur skv. 3. og 4. tölul. 31. gr. á rekstrarárinu 2007 en rekstrarárið 2006.

(2) Frá tekjuskattsstofni skv. 2. tölul. og b-lið 3. tölul. 61. gr. vegna rekstrarársins 2008 er heimilt að draga fjárhæð gengishagnaðar umfram gengistap af hvers konar eignum og skuldum í erlendum verðmæli, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 49. gr., sem nemur allt að þeirri fjárhæð sem tekjuskattur hefði reiknast af á árinu 2009 vegna rekstrarársins 2008 og dreifa þeirri fjárhæð jafnt á rekstrarárin 2008, 2009 og 2010 til skattlagningar á álagningarárunum 2009, 2010 og 2011. Frestun tekjufærslu samkvæmt þessari málsgrein kemur því aðeins til greina að yfirfæranlegt tap hafi verið jafnað að fullu og að eigi hafi verið nýttar hlutfallslega lægri fyrningar skv. 37. gr. og niðurfærslur skv. 3. og 4. tölul. 31. gr. á rekstrarárinu 2008 en rekstrarárið 2007.

(3) Félag sem tekur þátt í samsköttun skv. 55. gr. getur því aðeins frestað tekjufærslu skv. 1. og 2. mgr. að samnýtanlegt rekstrartap samsköttunarfélaganna hafi verið jafnað.

(4) Heimild til frestunar tekjufærslu skv. 1. og 2. mgr. tekur ekki til fjármálafyrirtækja sem stunda starfsemi sem fellur undir 2. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.]1)

1)Sbr. 9. gr. laga nr. 61/2008.

[XXV.

Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 8. mgr. A-liðar 68. gr., sbr. reglugerð nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta, verður barnabótum ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga á árinu 2009.]1)

1)Sbr. 12. gr. laga nr. 173/2008.

[XXVI.

Þrátt fyrir 4. og 5. tölul. A-liðar 30. gr. laganna er heimilt að draga allt að 6% frá af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, til aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eða til starfstengdra eftirlaunasjóða samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010.]1)

1)Sbr. 5. gr. laga nr. 13/2009.

[XXVII.

  1. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 3. mgr. B-liðar 68. gr. laganna skal viðmiðunarhlutfall hámarksvaxtagjalda af skuldum, sem þar er tilgreint, vera 7% við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2009 vegna tekna, eigna og skulda á árinu 2008.

  2. Þrátt fyrir ákvæði 10. og 12. málsl. 4. mgr. B-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir, sem þar eru tilgreindar, vera 246.944, 317.589, 408.374 og 900 við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2009 vegna tekna, eigna og skulda á árinu 2008.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 45/2009.

[XXVIII.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 8. gr. laga nr. 164/2008, um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, þá kemur ákvæði 1. gr. laganna til framkvæmdar við álagningu tekjuskatts á árinu 2010.]1)  

1)Sbr. 5. gr. laga nr. 46/2009.

[XXIX.

(1) Við álagningu gjalda árið 2010 skal leggja sérstakan 8% tekjuskatt á tekjuskattsstofn einstaklings umfram 4.200.000 kr. á tímabilinu frá og með 1. júlí til 31. desember 2009.   

(2) Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 3. mgr. 66. gr. skal tekjuskattur af fjármagnstekjum einstaklinga utan rekstrar sem falla til á tímabilinu 1. júlí til 31. desember 2009 vera 15% af því sem þær tekjur eru umfram 250.000 kr. Þó skal tekjuskattur reiknast af 70% leigutekna. Þegar um hjón eða samskattað fólk er að ræða skal þrátt fyrir 2. tölul. 1. mgr. 62. gr. taka tillit til frítekjumarks beggja hjóna, þ.e. tekna yfir 250.000 kr. hjá hvoru hjóna, við ákvörðun fjármagnstekjuskattsstofns.

(3) Tekjuskattur lögaðila, skv. 3. og 4. mgr. 71. gr., skal frá sama tímamarki vera 15% af arðstekjum og öðrum fjármagnstekjum eftir því sem við á.]1)

1)Sbr. bráðabirgðaákvæði I í lögum nr. 70/2009.

 [XXX.

(1) Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 4. mgr. B-liðar 67. gr. skal fjárhæð sjómannaafsláttar á hvern dag vera með eftirfarandi hætti:

  1. 740 kr. við álagningu 2012 vegna tekjuársins 2011.

  2. 493 kr. við álagningu 2013 vegna tekjuársins 2012.

  3. 246 kr. við álagningu 2014 vegna tekjuársins 2013.

(2) Ákvæði B-liðar 67. gr. fellur brott frá og með 1. janúar 2014.]1)

1)Sbr. 24. gr. laga nr. 128/2009.

[XXXI.

Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 8. mgr.  A-liðar 68. gr., sbr. reglugerð nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta, verður barnabótum ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga á árinu 2010.]1)

1)Sbr. 24. gr. laga nr. 128/2009.

[XXXII.

(1) Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 3. mgr. B-liðar 68. gr. skal viðmiðunarhlutfall hámarksvaxtagjalda af skuldum, sem þar er tilgreint, vera 7% við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2010 vegna tekna, eigna og skulda á árinu 2009.   

(2) Þrátt fyrir ákvæði 10. og 12. málsl. 4. mgr. B-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir sem þar eru tilgreindar vera 246.944 kr., 317.589 kr., 408.374 kr. og 900 kr. við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2010 vegna tekna, eigna og skulda á árinu 2009.]1)

1)
Sbr. 24. gr. laga nr. 128/2009.

[XXXIII.

Á framtalsskyldar eignir skv. 72. gr. í lok áranna 2009, 2010 og 2011 skal við álagningu 2010, 2011, 2012 og 2013 leggja auðlegðarskatt sem hér segir á menn sem skattskyldir eru skv. 1. gr. og 4.–9. tölul. 3. gr.:

  1. Frá eignum, sbr. 73. gr., skal draga skuldir skattaðila. Með skuldum í þessu sambandi teljast áfallnar verðbætur á höfuðstól þeirra sem miðast við vísitölu í janúar á næsta ári eftir lok reikningsárs. Skuldir í erlendum verðmæli skal telja á sölugengi í árslok. Til skulda teljast öll opinber gjöld er varða viðkomandi reikningsár, þó ekki þau gjöld sem lögð eru á tekjur eða hreina eign á næsta ári eftir lok reikningsárs. Frá eignum aðila sem um ræðir í 4. tölul. 3. gr. má einungis draga skuldir sem beint eru tengdar starfsemi þeirra hér á landi. Frá eignum aðila sem um ræðir í 5.–9. tölul. 3. gr. má einungis draga skuldir sem á eignum þessum hvíla.

  2. Þrátt fyrir ákvæði 5. tölul. 73. gr. skulu lögaðilar telja fram hlutdeild sína í öðrum félögum á markaðsverði ef um er að ræða félög sem skráð eru í kauphöll eða á skipulögðum tilboðsmarkaði en annars hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi félags í stað nafnverðs. Þá skulu lögaðilar telja fram eignarhlutdeild sína í félögum skv. 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. á sama hátt.(1)

    Við ákvörðun auðlegðarskattsstofns skal telja hlutabréf í félögum sem skráð eru í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði fram á markaðsvirði í árslok. Sá sem á hlut í félagi sem ekki er skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði skal telja fram til auðlegðarskattsstofns hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé félagsins eins og það er talið fram í skattframtali félagsins skv. 1. mgr. þessa stafliðar. Þann hluta virðis eignarhluta í félagi sem reiknað er á framangreindan hátt sem umfram er nafnverð eða stofnverð skal telja fram í skattframtali 2011, 2012 og 2013.(2)

  3. Auðlegðarskattsstofn er þær eignir sem eftir verða þegar frá verðmæti eigna skv. 73. gr., sbr. a- og b-lið, hafa verið dregnar fjárhæðir skulda svo sem þær hafa verið ákvarðaðar í samræmi við fyrrnefnt ákvæði a-liðar. Auðlegðarskattsstofn skal ákvarða í heilum tugum króna og sleppa því sem umfram er.

  4. Auðlegðarskatt skal miða við auðlegðarskattsstofn skattaðila í árslok.

  5. Hjón sem samvistum eru, sbr. 5. gr., skulu telja saman allar eignir sínar og skuldir og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða séreign eða skuldir tengdar henni. Auðlegðarskattsstofni skal skipta að jöfnu milli þeirra og reikna auðlegðarskatt af hvorum helmingi fyrir sig skv. h-lið. Sama gildir um sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr. Auðlegðarskattsálagningu eftirlifandi maka eða sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr., sem situr í óskiptu búi skal hagað á sama hátt og um hjón væri að ræða í mest fimm ár frá andlátsári hins látna, þó ekki fram yfir gildistíma þessa ákvæðis, enda hafi viðkomandi ekki hafið sambúð að nýju.

  6. Heimilt er ríkisskattstjóra að taka til greina umsókn manns um lækkun auðlegðarskattsstofns hans þegar svo stendur á sem í 1. tölul. 1. mgr. 65. gr. greinir, enda hafi gjaldþol mannsins skerst verulega af þeim ástæðum.

  7. Eignir barns, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 6. gr., teljast með eignum foreldra eða hjá þeim manni sem nýtur barnabóta vegna barnsins, sbr. A-lið 68. gr. Gilda ákvæði 78. gr. einnig um þar greindar eignir barns. Ríkisskattstjóri má taka til greina umsókn framfæranda barns um að eignir barns, sem misst hefur annað foreldri sitt eða bæði og hefur ekki verið ættleitt, skuli skattlagðar hjá barninu sjálfu í samræmi við ákvæði h-liðar.

  8. Auðlegðarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 90.000.000 kr. af auðlegðarskattsstofni einstaklings og fyrstu 120.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðist enginn skattur. Af auðlegðarskattsstofni yfir þeim mörkum greiðast 1,25%. Auðlegðarskattsstofn vegna áranna 2009, 2010 og 2011 skal endurreikna við álagningu opinberra gjalda 2011, 2012 og 2013 með tilliti til viðbótareignar skv. b-lið. Sá mismunur sem myndast við þann endurreikning og er umfram viðmiðunarmörk 1. málsl. skal skattlagður við álagningu opinberra gjalda 2011, 2012 og 2013.

  9. Allir þeir sem hafa auðlegðarskattsstofn sem er umfram þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í h-lið skulu gera grein fyrir honum í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.]1)

 1)Sbr. 24. gr. laga nr. 128/2009.

[XXXIV.

Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 41. gr. laga nr. 128/2009, um tekjuöflun ríkisins, koma ákvæði 17. og 37. gr. þeirra laga til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2011 hjá þeim lögaðilum sem hafa almanaksárið sem reikningsár og hjá þeim sem hafa upphaf reikningsárs 1. febrúar 2010 eða síðar á því ári.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 16/2010.

[XXXV.

(1) Við álagningu opinberra gjalda árin 2011 og 2012 heimilast til frádráttar tekjuskattsstofni skv. 1. tölul. og a-lið 3. tölul. 61. gr. 50% af þeirri fjárhæð sem greidd er vegna vinnu án virðisaukaskatts sem unnin er á árunum 2010 og 2011, að hámarki 200.000 kr. hjá einstaklingi og 300.000 kr. hjá hjónum og samsköttuðum, vegna viðhalds og endurbóta á íbúðar- og frístundahúsnæði til eigin nota. Heimild þessi tekur einnig til viðhalds og endurbóta á útleigðu íbúðarhúsnæði utan atvinnurekstrar að teknu tilliti til þeirrar frádráttarheimildar sem gildir samtals um þá vinnu sem greitt er fyrir innan ársins vegna framangreindra framkvæmda. Frádráttur hjóna og samskattaðra einstaklinga skal koma til lækkunar hjá þeim sem hærri hefur tejkuskattsstofninn.

(2) Frádráttur skv. 1. mgr. er háður því skilyrði að staðin hafi verið skil á fullgildum reikningum vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts af sama tilefni [---]2), sbr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum. Þá skal skila launamiðum eða öðrum gögnum á þann hátt sem ríkisskattstjóri ákveður. Sækja þarf um frádráttinn samhliða umsókn um endurgreiðslu á virðisaukaskatti á þar til gerðu eyðublaði ríkisskattstjóra innan hvers árs fyrir sig og í síðasta lagi fyrir 1. febrúar árið 2011 vegna tekjuársins 2010 og 1. febrúar árið 2012 vegna tekjuársins 2011. Frádrátturinn ákvarðast og afmarkast við álagningu opinberra gjalda 2011 vegna tekjuársins 2010 og álagningu 2012 vegna tekjuársins 2011, sbr. 98. gr., sbr. og 99. gr. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um skilyrði og framkvæmd frádráttar samkvæmt þessu ákvæði, m.a. um sundurliðun frádráttar vegna vinnu sem greidd er af húsfélögum vegna sameiginlegs viðhalds eigenda á íbúðarhúsnæði í fjöleignarhúsum og um frádrátt eigenda íbúðarhúsnæðis sem leigt er út utan atvinnurekstrar.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 92/2010. 2)Sbr. 17 .gr. laga nr. 165/2010.

[XXXVI.
 
(1) Í stað þess að telja að fullu til tekna eftirgjöf skulda umfram rekstrartöp er lögaðilum og þeim mönnum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi heimilt að tekjufæra einungis 50% af fengnum eftirstöðvum eftirgjafar skulda vegna rekstrar- og greiðsluerfiðleika á tekjuárunum 2009, 2010, [2011, [2012, [2013 og 2014]5)]4)]3) allt að samtals 50 millj. kr., og 75% af eftirgjöf umfram samtals 50 millj. kr. á framangreindu tímabili. Skilyrði er að til skuldanna hafi verið stofnað í beinum tengslum við atvinnureksturinn.

(2) Lögaðilum og þeim mönnum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er heimilt að fyrna eignir, sem eru fyrnanlegar skv. 33. gr., um fjárhæð sem nemur eftirstöðvum eftirgjafarinnar, sbr. 1. mgr., að teknu tilliti til ákvæða 42. gr., á því ári sem eftirgjöf er færð til tekna í skattframtali.

(3) Eigi lögaðilar eða menn sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi ekki eignir sem eru fyrnanlegar skal heimilt að færa eftirgjöf skulda til tekna með jöfnum fjárhæðum í skattframtölum næstu þriggja ára frá og með því tekjuári sem skuld var gefin eftir.

(4) Skilyrði fyrir takmörkun á tekjufærslu skv. 1. mgr., fyrningu skv. 2. mgr. eða frestun á tekjufærslu skv. 3. mgr. er að rekstrartap ársins og yfirfæranlegt rekstrartap hafi verið jafnað.

(5) Ákvæðið gildir ekki um eftirgjöf skulda milli móður- og dótturfélaga að því undanskildu þegar fjármálafyrirtæki yfirtaka félög til að tryggja fullnustu kröfu, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

(6) [Þegar kröfu er breytt í hlutafé í hinu skuldsetta félagi í stað eftirgjafar skal það talið fullnaðargreiðsla hennar. Aðilar geta samið um niðurfellingu á hluta kröfunnar áður en slík greiðsla með hlutafé er innt af hendi. Sé skipt á kröfu og hlutafé skal fara fram mat á verðmæti hlutafjárins og skal matsverðið miðast við þann dag þegar skiptin eiga sér stað. Skuldara ber að tekjufæra mismun á verðmæti hlutafjárins og bókfærðu verði skuldarinnar. Kröfuhafa ber eftir atvikum að tekjufæra eða gjaldfæra mismun á bókfærðu verði kröfunnar og matsverði hlutafjárins. Mat á verðmæti hlutafjár skal unnið af óháðum matsaðila þegar skipti á kröfu og hlutafé fara fram á milli eignatengdra aðila.]2)

(7) Við eftirgjöf skulda skal kröfuhafa skylt að varðveita öll gögn sem forsendur eftirgjafarinnar eru byggðar á þannig að unnt verði að sinna upplýsingaskyldu skv. 92. gr. Upplýsingar skulu veittar í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

(8) Sé skilmálum í samningi um lán sem tengjast rekstri lögaðila og sjálfstætt starfandi manna breytt með þeim hætti að endurgreiðsla miðist við íslenskar krónur í stað erlends gjaldmiðils telst það vera skilmálabreyting láns en ekki eftirgjöf skuldar í skilningi laganna, þótt uppreiknaður höfuðstóll sé leiðréttur til lækkunar, enda sé breytingin gerð á málefnalegum forsendum og lánskjörum breytt í kjör sem eru almennt í boði við sambærilegar aðstæður. Sama á við ef breyting er gerð á viðmiðunarvísitölu verðtryggðra lána, eða hluti af uppreikningi höfuðstóls verðtryggðra lána er felldur niður. Séu gerðar breytingar á uppreiknuðum eftirstöðvum lána, sbr. 1. og 2. málsl., ber rekstraraðila að leiðrétta áður gjaldfærðan fjármagnskostnað til samræmis.]1)
 
1)Sbr. a-lið 1. gr. laga nr. 104/2010. 2)Sbr. 18 .gr. laga nr. 165/2010. 3)Sbr. 8. gr. laga nr. 164/2011. 4)Sbr. 8. gr. laga nr. 146/2012. 5)Sbr. 3. gr. laga nr. 139/2013.

[XXXVII.

(1) Í stað fullrar tekjufærslu á eftirgjöf veðskulda utan atvinnurekstrar og skulda vegna bílasamninga utan atvinnurekstrar er heimilt að telja ekki til tekna allt að samtals 15 millj. kr. hjá einstaklingi og samtals 30 millj. kr. hjá hjónum eða samsköttuðum vegna greiðsluerfiðleika á tekjuárunum 2009, 2010, [2011, [2012, [2013 og 2014]5)]4)]3). Fari eftirgjöf fram úr tilgreindum fjárhæðum, sbr. 1. málsl., má falla frá tekjufærslu sem nemur 50% af eftirgjöfinni að hámarki samtals 30 millj. kr. hjá einstaklingi og samtals 60 millj. kr. hjá hjónum eða samsköttuðum, og 25% af eftirgjöf umfram samtals 30 millj. kr. hjá einstaklingi og samtals 60 millj. kr. hjá hjónum eða samsköttuðum á framangreindu tímabili. Ákvæði 1. og 2. málsl. eiga ekki við um eftirgjöf á upprunalegum höfuðstól að teknu tilliti til afborgana. Skilyrði er að um sé að ræða skuld sem ekki tengist atvinnurekstri. [Ráðherra]2) er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd tekjufærslunnar á grundvelli þessa ákvæðis.

(2) Heimilt skal að fresta tekjufærslu á eftirgjöf skulda manna, sbr. 1. mgr., í tvö ár frá og með því tekjuári sem skuld er gefin eftir. Heimilt skal að færa eftirgjöf skulda til tekna með jöfnum fjárhæðum í skattframtölum næstu fimm ára frá og með því tekjuári þegar skuld var sannanlega gefin eftir eða frá og með því ári þegar tveggja ára frestunartímabili lauk.

(3) Ákvæðið á ekki við gildi 3. tölul. 28. gr. um eftirgjöf skulda.

(4) Við eftirgjöf skulda skal kröfuhafa skylt að varðveita öll gögn sem forsendur eftirgjafarinnar eru byggðar á þannig að unnt verði að sinna upplýsingaskyldu skv. 92. gr. Upplýsingar skulu veittar í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

(5) Þeir sem ekki hafa þegar fengið úrlausn sinna mála skv. 3. tölul. 28. gr. eða óskað eftir því geta sótt um til ríkisskattstjóra sem skal á grundvelli umsóknar lækka eða fella niður tekjuskattsstofn manns sem myndast hefur vegna eftirgjafar skulda, sbr. 1. mgr., að loknu tveggja ára frestunartímabili skv. 2. mgr. þegar fyrir liggur samkvæmt hlutlægu mati á fjárhagsstöðu skuldara, og eftir atvikum maka hans, að eignaaukning hafi orðið lítil eða engin vegna skuldaniðurfærslna, eða eignir séu litlar sem engar eða aflahæfi sé verulega skert. [Ráðherra]2) skal setja reglugerð um hvernig meta skuli fjárhagsstöðu manns og um nánari skilyrði fyrir lækkun tekjuskattsstofns á grundvelli þessa ákvæðis.

(6) Sé skilmálum í lánasamningi milli lánastofnunar og manns breytt með þeim hætti að endurgreiðsla miðist við íslenskar krónur í stað erlends gjaldmiðils telst það vera skilmálabreyting láns en ekki eftirgjöf skuldar í skilningi laganna, þótt uppreiknaður höfuðstóll sé leiðréttur til lækkunar, enda sé breytingin gerð á málefnalegum forsendum og lánskjörum breytt í kjör sem eru almennt í boði við sambærilegar aðstæður. Sama á við ef breyting er gerð á viðmiðunarvísitölu verðtryggðra lána, eða hluti af uppreikningi höfuðstóls verðtryggðra lána er felldur niður. Leiðréttingar á skuldum sem gerðar eru í tengslum við sértæka skuldaaðlögun og sjálfvirka greiðslujöfnun, sbr. lög nr. 107/2009, um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, teljast til skilmálabreytinga en ekki eftirgjafar skulda, enda sé framkvæmdin í samræmi við verklagsreglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra laga. Sama á við um leiðréttingu samkvæmt tímabundinni greiðsluaðlögun samkvæmt lögum nr. 50/2009, um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.]1)
 
1)Sbr. b-lið 1. gr. laga nr. 104/2010. 2)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011. 3)Sbr. 9. gr. laga nr. 164/2011. 4)Sbr. 9. gr. laga nr. 146/2012. 5)Sbr. 4. gr. laga nr. 139/2013.

[XXXVIII.

Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 8. mgr. A-liðar 68. gr. um greiðslu barnabóta verður barnabótum ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga á [árunum 2011, 2012, 2013 og 2014]2)3)4)].1)

1)Sbr. a-lið 6. gr. laga nr. 164/2010. 2)Sbr. 10. gr. laga nr. 164/2011. 3)Sbr. 10. gr. laga nr. 146/2012. 4)Sbr. 5. gr. laga nr. 139/2013.

[XXXIX.

Þrátt fyrir h-lið ákvæðis til bráðabirgða XXXIII skal á framtalsskyldar eignir skv. 72. gr. í lok [ársins 2010 við álagningu 2011]2) reikna auðlegðarskatt manna þannig: Af fyrstu 75.000.000 kr. af auðlegðarskattsstofni einstaklings og fyrstu 100.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðist enginn skattur. Af auðlegðarskattsstofni yfir þeim mörkum greiðast 1,50%. Auðlegðarskattsstofn vegna [ársins 2010 skal endurreikna við álagningu opinberra gjalda 2012]2) með tilliti til viðbótareigna skv. b-lið ákvæðis til bráðabirgða XXXIII. Sá mismunur sem myndast við þann endurreikning og er umfram viðmiðunarmörk 1. málsl. skal skattlagður við álagningu opinberra gjalda 2012 [---]2).]1)

1)Sbr. b-lið 6. gr. laga nr. 164/2010. 2)Sbr. 11. gr. laga nr. 164/2011

[XL.

(1) Við endurreikning á gengistryggðum húsnæðis- og bílalánum einstaklinga utan atvinnurekstrar í lán í íslenskum krónum, sbr. dóm Hæstaréttar frá 16. júní 2010 þar sem gengistryggðir bílasamningar voru dæmdir ólögmætir, skulu inneignarvextir skuldara sem ákvarðaðir eru af þessum sökum á árunum 2010 og 2011 ekki teljast til fjármagnstekna. Endurútreikningur afborgana og vaxta af þessum sökum skal ekki hafa áhrif á áður ákvarðaðar vaxtabætur eða barnabætur hvort sem er til hækkunar eða lækkunar, nema skattaðili fari fram á endurákvörðun þeirra og skal ríkisskattstjóri þá taka til greina beiðni skattaðila um breytingu á ákvörðun um skattstofn eða skattálagningu, þó lengst sex tekjuár aftur í tímann, talið frá því ári þegar beiðni kemur fram, enda liggi verulegir hagsmunir að baki slíkri beiðni. Beiðni skal byggjast á nýjum gögnum og upplýsingum sem ekki var unnt að koma að innan tímamarka 99. gr. Þá skulu skilyrði 96. gr. uppfyllt ef um hækkun er að ræða. Víkja má frá þessum tímamörkum ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Heimilt er skattaðila að kæra breytingar til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992

(2) Endurútreikningur afborgana og vaxta, sbr. 1. mgr., hefur ekki áhrif á bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar*2) og lögum um félagslega aðstoð*1). Þá hefur endurútreikningurinn ekki áhrif á greiðslu húsaleigubóta skv. 9. gr. laga um húsaleigubætur, greiðslu barnabóta eða vaxtabóta skv. 68. gr., atvinnuleysisbóta skv. 36. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, sbr. 22. gr. laga nr. 22/2006, og námslán Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sbr. 1. gr. laga nr. 21/1992.]1)  
 

[XLI.

(1) Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 3. mgr. B-liðar 68. gr. skal viðmiðunarhlutfall hámarksvaxtagjalda af skuldum, sem þar er tilgreint, vera 7% við ákvörðun vaxtabóta á árunum 2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018 og 2019]8)]7)]6)]5)]4]3)]2) vegna tekna, eigna og skulda á árunum 2010, [2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017 og 2018]8)]7)]6)]5)]4]3)]2)
 
(2) Þrátt fyrir ákvæði 3. málsl. 3. mgr. B-liðar 68. gr. skulu hámarksfjárhæðir vaxtagjalda til útreiknings vaxtabóta, sem þar eru tilgreindar, vera [840.000 kr.]8), [1.050.000 kr.]8), og [1.260.000 kr.]8), við ákvörðun vaxtabóta á árunum 2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018 og 2019]8)]7)]6)]5)]4]3)]2) vegna tekna, eigna og skulda á árunum 2010, [2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017 og 2018]8)]7)]6)]5)]4]3)]2)
 
(3) Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 4. mgr. B-liðar 68. gr. skal viðmiðunarhlutfall, sem þar er tilgreint, vera [8,5%]3) við ákvörðun vaxtabóta á árunum 2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018 og 2019]8)]7)]6)]5)]4]3)]2) vegna tekna, eigna og skulda á árunum 2010, [2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017 og 2018]8)]7)]6)]5)]4]3)]2)
 
(4) Þrátt fyrir ákvæði 7. málsl. 4. mgr. B-liðar 68. gr. skulu skerðingarfjárhæðir eigna að frádregnum skuldum, sem þar eru tilgreindar, vera [5.000.000 kr.]6)8) og [8.000.000 kr.]6)8) við ákvörðun vaxtabóta á árunum 2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018 og 2019]8)]7)]6)]5)]4]3)]2) vegna tekna, eigna og skulda á árunum 2010, [2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017 og 2018]8)]7)]6)]5)]4]3)]2)
 
(5) Þrátt fyrir ákvæði 11. og 13. málsl. 4. mgr. B-liðar 68. gr. skulu viðmiðunarfjárhæðir, sem þar eru tilgreindar, vera [420.000 kr.]8), [525.000 kr.]8), [630.000 kr.]8) og 5.000 kr. við ákvörðun vaxtabóta á árunum 2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017, [2018 og 2019]8)]7)]6)]5)]4]3)]2) vegna tekna, eigna og skulda á árunum 2010, [2011, [2012, [2013, [2014, [2015, [2016, [2017 og 2018]8)]7)]6)]5)]4]3)]2).]1)

1)Sbr. d-lið 6. gr. laga nr. 164/2010. 2)Sbr. 11. gr. laga nr. 146/2012. 3)Sbr. 6. gr. laga nr. 139/2013. 4)Sbr. 3. gr. laga nr. 125/2014. 5)Sbr. 4. gr. laga nr. 125/2015. 6)Sbr. 2. gr. laga nr. 126/2016. 7)Sbr. 8. gr. laga nr. 96/2017. 8)Sbr. 2. gr. laga nr. 137/2018.

[XLII.

Við álagningu opinberra gjalda á árunum 2011 og 2012 skal ákvarða mönnum sérstaka vaxtaniðurgreiðslu með eftirfarandi hætti: 
  1. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla skal vera 0,6% af skuldum vegna lána sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, þar með talin eru kaup á búseturétti samkvæmt lögum nr. 66/2003 og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum, eins og þær eru í árslok 2010 og 2011. Hjá þeim sem skattskyldir eru hluta úr ári vegna brottflutnings á tekjuárinu skal miða við skuldastðu eins og hún var fyrir brottflutning.

  2. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla getur aldrei verið hærri en 200.000 kr. á ári fyrir hvern mann og 300.000 kr. á ári fyrir einstætt foreldri og hjón eða sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun, sbr. 3. mgr. 62. gr., í lok tekjuárs. Hámark sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu hjá þeim sem skattskyldir eru skv. 1. gr. hluta úr ári ákvarðast í hlutfalli við dvalartíma á árinu.

  3. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla skerðist hlutfallslega fari eignir skv. 72. gr., að frádregnum skuldum skv. 1. mgr. 75. gr., fram úr 10.000.000 kr. hjá einstaklingi og 15.000.000 kr. hjá einstæðu foreldri og hjónum eða sambýlisfólki uns hún fellur niður við tvöfalda þá fjárhæð.

  4. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla að viðbættum vaxtabótum skv. B-lið 68. gr. má ekki vera hærri en vaxtagjöld ársins vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, þar með talin eru kaup á búseturétti samkvæmt lögum nr. 66/2003 og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum.

  5. Sérstaka vaxtaniðurgreiðslu skal greiða með jöfnum hætti og í tvennu lagi hvort gjaldárið fyrir sig 2011 og 2012. Skal fyrri greiðsla ársins fara fram 1. maí og hin síðari 1. ágúst að lokinni álagningu opinberra gjalda.

  6. Um rétt til sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu gilda að öðru leyti ákvæði B-liðar 68. gr. um vaxtabætur eftir því sem við á.

  7. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla samkvæmt ákvæði þessu telst ekki til skattskyldra tekna.]1)
Þrátt fyrir ákvæði 11. gr. laga nr. 128/2009, sem breytti 60. gr. laganna, er þeim aðilum sem atvinnurekstur stunda eða sjálfstæða starfsemi og selja þjónustu og fengið höfðu heimild ríkisskattstjóra til að miða tekjuuppgjör rekstrarins við innborganir vegna seldrar þjónustu, í stað þess að miða við unna og bókfærða þjónustu, í þeim tilvikum sem vinnuþáttur hinnar seldu þjónustu var almennt yfir 70%, heimilt að færa til tekna með jöfnum hætti á þremur árum uppsafnaða fjárhæð sem áður hafði verið frestað að færa til tekna, þ.e. á tekjuárunum 2010, 2011 og 2012.]1)
 
1)Sbr. a-lið 19. gr. laga nr. 165/2010.
 

[XLIV.

(1) Þrátt fyrir 1.–4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVI í lögunum skal þeim rekstraraðilum sem fá eftirgefnar skuldir vegna greiðsluerfiðleika á árunum 2010, [2011, [2012, [2013 og 2014]4)]3)]2) vera heimilt í skattskilum sínum að færa á milli tekjuáranna 2010 til og með 2014 þann hluta eftirgjafarinnar sem er umfram yfirfæranlegt rekstrartap og rekstrartap ársins, fyrningar og niðurfærslu. Skilyrði fyrir yfirfærslu skv. 1. málsl. er að skattaðili hafi fyrnt að fullu að teknu tilliti til 42. gr. allar fyrnanlegar eignir sínar og nýtt mögulegar hámarksniðurfærslur á viðskiptakröfum og vörubirgðum. Þá er skilyrði að arði sé ekki úthlutað vegna tekjuáranna 2010 til og með 2014. Ríkisskattstjóri getur heimilað skattaðila að taka þátt í samsköttun og sameiningu við aðra skattaðila eða skiptingu upp í fleiri félög að uppfylltum skilyrðum þessa ákvæðis.
 
(2) Standi eftir í árslok 2014 eftirgjöf skulda sem hærri er en 500 millj. kr. er skattaðila heimilt að færa það sem umfram er til tekna með jöfnum fjárhæðum á tekjuárunum 2015 til og með 2019. Sé eftirgjöf lægri en 500 millj. kr. í lok árs 2014 færist hún ekki til tekna.

(3) Eftirgefnar skuldir sem á einhvern hátt tengjast refsiverðri háttsemi skattaðila skal tekjufæra án nokkurs frádráttar.
 
(4) Að öðru leyti gildir 5.–8. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVI.]1)
 
 

[XLV.

Þrátt fyrir brottfall 1. mgr. og 3. málsl. 3. mgr. 32. gr. skal þeim aðilum sem keypt hafa framleiðslurétt í landbúnaði fyrir 1. janúar 2011, til hagnýtingar á framleiðsluárinu 2011, heimilt að færa þann stofnkostnað niður með jöfnum fjárhæðum á fimm árum, að frádreginni þeirri niðurfærslu og árafjölda sem þegar hefur átt sér stað.]1)
 
 

 [XLVI.

---]1)2)
 
1)Sbr. 7. gr. laga nr. 73/2011. 2)Sbr. 13. gr. laga nr. 164/2011.
 

[XLVII.

Þrátt fyrir ákvæði til bráðabirgða XXXIII og XXXIX skal haga álagningu auðlegðarskatts við álagningu opinberra gjalda á árunum 2012, 2013 og 2014 með eftirfarandi hætti: Á framtalsskyldar eignir skv. 72. gr. í lok áranna 2011, 2012 og 2013 skal við álagningu 2012, 2013 og 2014 leggja auðlegðarskatt sem hér segir á menn sem eru skattskyldir skv. 1. gr. og 4.–9. tölul. 1. mgr. 3. gr.:
  1. Frá eignum, sbr. 73. gr., skal draga skuldir skattaðila. Með skuldum í þessu sambandi teljast áfallnar verðbætur á höfuðstól þeirra sem miðast við vísitölu í janúar á næsta ári eftir lok reikningsárs. Skuldir í erlendum verðmæli skal telja á sölugengi í árslok. Til skulda teljast öll opinber gjöld er varða viðkomandi reikningsár, þó ekki þau gjöld sem eru lögð á tekjur eða hreina eign á næsta ári eftir lok reikningsárs. Frá eignum aðila sem um ræðir í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. má einungis draga skuldir sem beint eru tengdar starfsemi þeirra hér á landi. Frá eignum aðila sem um ræðir í 5.–9. tölul. 1. mgr. 3. gr. má einungis draga skuldir sem á eignum þessum hvíla.

  2. Þrátt fyrir ákvæði 5. tölul. 73. gr. skulu lögaðilar telja fram hlutdeild sína í öðrum félögum á markaðsverði ef um er að ræða félög sem eru skráð í kauphöll eða á skipulögðum tilboðsmarkaði en annars hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi lögaðila í stað nafnverðs, svo sem eignarhlutdeild sína í félögum skv. 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. á sama hátt.(1)

    Við ákvörðun auðlegðarskattsstofns skal telja hlutabréf í félögum sem eru skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði fram á markaðsvirði í árslok. Sá sem á hlut í lögaðila sem ekki er skráður í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði skal telja fram til auðlegðarskattsstofns hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé félagsins eins og það er talið fram í skattframtali félagsins fyrir rekstrarárin 2011 og 2012. Þann hluta virðis eignarhluta í lögaðila sem reiknað er á framangreindan hátt sem umfram er nafnverð eða stofnverð í árslok 2011 og 2012 skal telja fram í skattframtali 2013 og 2014 vegna þessarar viðbótareignar.(2)

  3. Auðlegðarskattsstofn eru þær eignir sem eftir verða þegar frá verðmæti eigna skv. 73. gr., sbr. a- og b-lið, hafa verið dregnar fjárhæðir skulda svo sem þær hafa verið ákvarðaðar í samræmi við fyrrnefnt ákvæði a-liðar. Auðlegðarskattsstofn skal ákvarða í heilum tugum króna og sleppa því sem umfram er.

  4. Auðlegðarskatt skal miða við auðlegðarskattsstofn skattaðila í árslok.

  5. Hjón sem samvistum eru, sbr. 5. gr., skulu telja saman allar eignir sínar og skuldir og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða séreign eða skuldir tengdar henni. Auðlegðarskattsstofni skal skipta að jöfnu milli þeirra og reikna auðlegðarskatt af hvorum helmingi fyrir sig skv. h-lið. Sama gildir um sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr. Auðlegðarskattsálagningu eftirlifandi maka eða sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr., sem situr í óskiptu búi skal hagað á sama hátt og um hjón væri að ræða í mest fimm ár frá andlátsári hins látna, þó ekki fram yfir gildistíma þessa ákvæðis, enda hafi viðkomandi ekki hafið sambúð að nýju.

  6. Heimilt er ríkisskattstjóra að taka til greina umsókn manns um lækkun auðlegðarskattsstofns hans þegar svo stendur á sem í 1. tölul. 1. mgr. 65. gr. greinir, enda hafi gjaldþol mannsins skerst verulega af þeim ástæðum.

  7. Eignir barns, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 6. gr., teljast með eignum foreldra eða hjá þeim manni sem nýtur barnabóta vegna barnsins, sbr. A-lið 68. gr. Gilda ákvæði 78. gr. einnig um þar greindar eignir barns. Ríkisskattstjóri má taka til greina umsókn framfæranda barns um að eignir barns, sem misst hefur annað foreldri sitt eða bæði og hefur ekki verið ættleitt, skuli skattlagðar hjá barninu sjálfu í samræmi við ákvæði h-liðar.

  8. Auðlegðarskattur manna reiknast þannig:
    1. Af auðlegðarskattsstofni einstaklings að 75.000.000 kr. og samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna að 100.000.000 kr. greiðist enginn skattur.

    2. Af auðlegðarskattsstofni yfir 75.000.000 kr. að 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og yfir 100.000.000 kr. að 200.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðast 1,5%.

    3. Af því sem umfram er 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðast 2%. (1)

      Auðlegðarskattsstofn vegna stöðu eigna í árslok 2011 og 2012 skal endurreikna við álagningu opinberra gjalda 2013 og 2014 með tilliti til viðbótareignar skv. b-lið. Sá mismunur sem myndast við þann endurreikning og er umfram viðmiðunarmörk 1.–3. tölul. skal skattlagður við álagningu opinberra gjalda framangreindra ára. Álagning vegna endurreiknings á eignir lögaðila í árslok 2010 skal fara fram við álagningu 2012 í samræmi við ákvæði til bráðabirgða XXXIX. (2)
       
  9. Allir þeir sem hafa auðlegðarskattsstofn sem er umfram þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í h-lið skulu gera grein fyrir honum í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.]1)
1)Sbr. 14. gr. laga nr. 164/2011.
 
[XLVIII.
   
 Þrátt fyrir 5. tölul. 1. mgr. 66. gr. skulu fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns skv. 1.–4. tölul. ekki taka breytingum í upphafi ársins 2012, í réttu hlutfalli við hækkun á launavísitölu frá upphafi til loka næstliðins tólf mánaða tímabils, eins og þar er kveðið á um.]1)

1)Sbr. 14. gr. laga nr. 164/2011.

[XLIX.

Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 4. og 5. tölul. A-liðar 30. gr. skal heimilaður frádráttur frá tekjum manna, [á tímabilinu 2012 - 1. júlí 2014]2), vera allt að 2% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, til aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eða til starfstengdra eftirlaunasjóða samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði. Þeir sem annast iðgjaldaskil samkvæmt samningum um viðbótartryggingavernd og séreignarsparnað á tímabilinu [2012 - 1. júlí 2014]2) skulu þrátt fyrir ákvæði umræddra samninga draga að hámarki 2% af iðgjaldsstofni rétthafa nema hann óski sérstaklega eftir því að hlutfall iðgjalds verði hærra.]1)

1)Sbr. 14. gr. laga nr. 164/2011. Ákvæðið kom til framkvæmda í staðgreiðslu tekjuáranna 2012-2014 og við álagningu 2013-2015 skv. 40. gr. s.l. 2)Sbr. 7. gr. laga nr. 139/2013.

[L.

Greiða skal fyrir fram upp í álagðan sérstakan fjársýsluskatt skv. 2. [og 3.]2) málsl. 3. mgr. 71. gr. 1. apríl 2012 vegna janúar, febrúar og mars 2012 en eftir það mánaðarlega á árinu 2012 og miðast sú greiðsla við skattstofn af reglulegri starfsemi eins og hann var í árslok 2010, miðað við skatthlutfall skv. 2. [og 3.]2) málsl. 3. mgr. 71. gr., án tillits til samsköttunar og yfirfæranlegs taps.]1)

1)Sbr. 18. gr. laga nr. 165/2011. 2)Sbr. 3. gr. laga nr. 145/2012.
 

[LI.
(1) Við álagningu opinberra gjalda 2014, 2015 og 2016 vegna tekjuáranna 2013, 2014 og 2015 er heimilt að lækka tekjuskatt manns sem ber fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér á landi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. að því gefnu að hann hafi aflað tekna vegna vinnu erlendis samfellt í sex mánuði eða lengur. Lækkunin skal nema þeim tekjuskatti sem reiknaður er hér á landi af hinum erlendu tekjum. Heimilt er að taka tillit til hinna erlendu tekna þegar tekjuskattur er reiknaður á aðrar tekjur. Lækkun tekjuskatts skv. 1. málsl. er þó eigi heimil ef tvísköttunarsamningur milli Íslands og vinnuríkisins kveður á um að Ísland eigi skattlagningarréttinn á tekjunum.

(2) Maður telst afla tekna með vinnu erlendis skv. 1. mgr. hafi hann verið sendur af vinnuveitanda sínum til starfa á erlendri grundu og svo fremi sem hann dvelur ekki hér á landi í meira en 6 daga í hverjum mánuði allan ráðningartímann eða samtals lengur en 36 daga miðað við hálft ár eða 72 daga miðað við heilt ár.

(3) Heimild til lækkunar skv. 1. mgr. á hvorki við um starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem fara til starfa erlendis á vegum launagreiðenda sinna né þá menn sem starfa á íslenskum skipum eða loftförum.

(4) Kjósi maður sem á rétt á lækkun skv. 1. mgr. að ákvæðum tvísköttunarsamnings milli Íslands og vinnuríkisins verði frekar beitt þarf slíkt að koma fram í umsókn um lækkun.

(5) Ráðherra skal setja nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis með reglugerð þar sem fram kemur hvaða gögn skuli fylgja umsókn um lækkun og hvernig lækkun skuli reiknuð.]1)
 
 1)Sbr. 13. gr. laga nr. 146/2012.

 
[LII.
(1) Ríkisskattstjóri skal ákvarða sérstakar vaxtabætur, lánsveðsvaxtabætur, til handa manni sem hefur tekið fasteignaveðlán til kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, sem tryggt er með veði í fasteign í eigu annars einstaklings. Skilyrði er að íbúðarhúsnæðið hafi verið í eigu hans á tímabilinu frá og með 1. janúar 2009 til og með 31. desember 2010, um lengri eða skemmri tíma, að eftirstöðvar allra fasteignaveðlána vegna sama húsnæðis hafi þá verið umfram 110% af fasteignamati og einnig að hann hafi ekki fengið höfuðstól þeirra lána lækkaðan við sölu eða á annan hátt fyrir gildistöku laga þessara.

(2) Ákvæðið gildir einungis um fasteignaveðlán sem stofnað var til vegna fasteignakaupa sem fóru fram á tímabilinu 1. janúar 2004 til og með 31. desember 2008.

(3) Lánsveðsvaxtabætur skulu nema 2% af mismun á eftirstöðvum allra fasteignaveðlána 31. desember 2010 og 110% af fasteignamati þeirrar fasteignar sem lánið var tekið til kaupa eða byggingar á miðað við sömu dagsetningu. Hafi íbúðarhúsnæðið verið selt á árunum 2009 eða 2010 skal reikna lánsveðsvaxtabætur hlutfallslega í samræmi við samanlagðan eignarhalds­tíma á þeim árum og eftirstöðvar fasteignaveðlána og fasteignamat eins og það var við sölu.

(4) Lánsveðsvaxtabætur mega ekki vera hærri en 160 þús. kr. hjá einstaklingi og 280 þús. kr. hjá hjónum og sambúðarfólki samkvæmt hjúskaparstöðu 31. desember 2010.

(5) Lánsveðsvaxtabætur samkvæmt ákvæði þessu skerða ekki rétt til annarra vaxtabóta og geta komið til viðbótar þeim.

(6) Sá sem rétt kann að eiga til lánsveðsvaxtabóta skal sækja um þær til ríkisskattstjóra eigi síðar en 15. september 2013 og leggja fram þau gögn sem ríkisskattstjóri telur nauðsynleg til ákvörðunar bótanna. Ríkisskattstjóra er heimilt að taka til greina beiðni um lánsveðsvaxtabætur sem berst eftir þetta tímamark í allt að tvö ár.

(7) Lánveitendur lána samkvæmt ákvæði þessu skulu að beiðni lántakenda afla og afhenda ríkisskattstjóra þau gögn sem hann telur nauðsynleg vegna ákvörðunar lánsveðsvaxtabóta. Gögnin skulu afhent á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

(8) Ákvörðun lánsveðsvaxtabóta samkvæmt ákvæði þessu skal fara fram eigi síðar en 17. mars 2014. Heimilt er að kæra ákvörðun bóta samkvæmt ákvæði þessu til yfirskattanefndar.

(9) Ákvörðun lánsveðsvaxtabóta fer að öðru leyti eftir B-lið 68. gr., sbr. og ákvæði til bráðabirgða XLI, eftir því sem við á.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 43/2013.
 
[LIII.

Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. reiknast 22,86% tekjuskattur af tekjuskattsstofni við álagningu 2015 [og 2016.]2)]1)

1)Sbr. 8. gr. laga nr. 139/2013. 2)Sbr. 4. gr. laga nr. 125/2014.
 
[LIV.

Þrátt fyrir 5. tölul. 1. mgr. 66. gr. skal fjárhæð skv. 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. vera 3.480.000 kr. og fjárhæð skv. 2. tölul. 1. mgr. 66. gr. vera 5.935.428 kr. vegna ársins 2014.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 146/2013.
 
[LV.
(1) Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. A-liðar 7. gr. telst útgreiðsla viðbótariðgjalda af iðgjaldsstofni skv. II. kafla laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, á tímabilinu 1. júlí 2014 til [30. júní 2019]2), ekki til tekna hjá mönnum ef öll skilyrði ákvæðis til bráðabirgða XVI í sömu lögum eru uppfyllt.

(2) Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. A-liðar 7. gr. telst útgreiðsla viðbótariðgjalda af iðgjaldsstofni skv. II. kafla laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2019, vegna iðgjalda á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, ekki til tekna enda séu öll skilyrði ákvæðis til bráðabirgða XVII í sömu lögum uppfyllt.

(3) Samanlögð hámarksfjárhæð einstaklings skv. 1. og 2. mgr. er [2,5 millj. kr.]2) og samanlögð hámarksfjárhæð hjá hjónum og einstaklingum, sem uppfylla skilyrði til sam­sköttunar skv. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003, skv. 1. og 2. mgr. er [3.750.000 kr.]2) Ef útgreiðsla séreignarsparnaðar fer fram úr því hámarki sem gildir skv. 1. og 2. mgr. telst það sem er umfram til skattskyldra tekna á greiðsluári.

(4) Ráðherra er heimilt með reglugerða) að kveða nánar á um framkvæmd ákvæðisins.]1)

1)
Sbr. 2. gr. laga nr. 40/2014. 2)Sbr. 9. gr. laga nr. 111/2016. a)Sbr. reglugerð nr. 991/2014.
 
[Við álagningu opinberra gjalda á árunum 2016 og 2017 vegna tekna áranna 2015 og 2016 skal]2):
  1. [eftirgjöf skulda við gerð nauðasamninga aðila, sbr. 103. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, teljast til skattskyldra tekna skuldara þar til jafnað hefur verið rekstrartap ársins og yfirfæranlegt rekstrartap frá fyrri árum, en eftirgjöf umfram tap skal falla niður. Á það jafnt við hvort sem skuldari gefur út hlutafé til greiðslu upp í skuldir eða ekki. Afkoma ársins skal leidd fram með hefðbundnum hætti í skattskilum áður en til tekjufærslu eftirgjafar skulda kemur. Eftir atvikum skal jafna rekstrarhagnað með yfirfæranlegu rekstrartapi fyrri ára áður en slíkt tap er jafnað með tekjufærslu eftirgjafar skulda. Inni skuldari af hendi greiðslu upp í skuld með útgáfu nýs hlutafjár til kröfuhafa telst við þær aðstæður til eftirgjafar í hendi skuldarans mismunur nafnverðs þess hluta skuldar sem gengur til greiðslu hlutafjárins og raunvirði þess útgefna hlutafjár sem á móti kemur, miðað við stöðu bókfærðs eigin fjár skuldara að virtri eftirgjöf skulda og útgáfu hins nýja hlutafjár. Kröfuhafa er heimilt, sbr. 3. tölul. 31. gr., að færa eftirgjöf skulda að fullu eða að hluta til frádráttar tekjum af rekstri á því ári sem skuldir eru eftirgefnar. Að því leyti sem kröfuhafi færir eftirgjöf ekki til frádráttar tekjum af rekstri, eða getur ekki notið slíks frádráttar, telst fjárhæð eftirgefinna skulda til stofnverðs hinna nýju hluta í hans hendi]2),

  2. ekki telja til skattstofns skv. 3. mgr. 71. gr. tekjur vegna eftirgjafar skulda í tengslum við slitameðferð skattaðila skv. 103. gr. a laga um fjármálafyrirtæki.]1)
1) Sbr. 2. tölul. 5. gr. laga nr. 59/2015. 2) Sbr. 2. gr. laga nr. 107/2015.
 
Þrátt fyrir ákvæði 1.–4. tölul. 1. mgr. 66. gr. laganna skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árinu 2016 og álagningu tekjuskatts á árinu 2017 vegna tekna ársins 2016:
  1. Af tekjuskattsstofni að 3.709.680 kr. reiknast 22,68% tekjuskattur.

  2. Af næstu 5.530.320 kr. reiknast 23,9% tekjuskattur.

  3. Af því sem umfram er 9.240.000 kr. reiknast 31,8% tekjuskattur.

  4. Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 9.240.000 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 23,9% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 9.240.000 kr., þó reiknast 23,9% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 2.765.160 kr. við þessar aðstæður.]1)
1)Sbr. 5. gr. laga nr. 125/2015.
 
Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. skal fjárhæð persónuafsláttar manna sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., og fundinn er samkvæmt ákvæðinu, hækka um 1% til viðbótar vísitölu­hækkuninni við staðgreiðslu á árinu 2019 og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2020.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 137/2018.
 
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 5. tölul. 1. mgr. 66. gr. skulu fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns skv. 1.–4. tölul. greinarinnar í upphafi ársins 2019 taka breytingum í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok ársins 2018.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 137/2018.
Fara efst á síðuna ⇑