Skattalagasafn ríkisskattstjóra 27.10.2020 12:08:56

Lög nr. 90/2003, kafli 11 - álagningarár 2020 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=90.2003.11&alagningarar=2020)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

XI. KAFLI
Ýmis ákvćđi um skattyfirvöld.

Ríkisskattstjóri.
101. gr.

(1) [Ríkisskattstjóri skal hafa međ höndum álagningu opinberra gjalda samkvćmt lögum ţessum og lögum um ađra skatta og gjöld sem honum er falin framkvćmd á. Ríkisskattstjóri skal í ţví skyni setja framkvćmdar- og starfsreglur ásamt leiđbeiningum og verklagsreglum. Ríkisskattstjóri skal enn fremur birta reglur og ákvarđanir sem hann metur ađ hafi ţýđingu fyrir skattađila og eftir atvikum gefa út og hafa til sölu.

(2) [Ríkisskattstjóra er heimilt ađ taka til greina beiđni skattađila um breytingu á ákvörđun um skattstofn eđa skattálagningu, ţó lengst sex tekjuár aftur í tímann, taliđ frá ţví ári ţegar beiđni kemur fram, enda liggi verulegir hagsmunir ađ baki slíkri beiđni. Beiđni skal byggjast á nýjum gögnum og upplýsingum [---]3). Ţá skulu skilyrđi 96. gr. uppfyllt ef um hćkkun er ađ rćđa. Víkja má frá ţessum tímamörkum ef sérstakar ástćđur eru fyrir hendi. Heimilt er skattađila ađ kćra breytingar til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992.]2)

(3) [Ríkisskattstjóra er heimilt ađ eigin frumkvćđi eđa samkvćmt beiđni ađ leiđrétta álagningu á skattađila ef yfirskattanefnd eđa dómstólar hafa í hliđstćđu máli hnekkt skattframkvćmd sem skattskil eđa ákvörđun skattstjóra eđa ríkisskattstjóra var byggđ á. Sama á viđ sé beinlínis kveđiđ svo á um í lögum ađ falliđ sé frá fyrri skattframkvćmd. Breyting af ţessu tilefni getur tekiđ til skattstofns eđa skatts frá og međ ţví tekjuári sem um var fjallađ í máli ţví sem hliđstćtt er taliđ, ţó lengst sex ár aftur í tímann, taliđ frá ţví ári ţegar úrskurđur eđa dómur var kveđinn upp. Sama viđmiđun gildir frá og međ gildistöku viđkomandi lagaákvćđis. Beiđni um endurupptöku skal borin fram innan eins árs frá ţví ađ skattađila var eđa mátti vera kunnugt um tilefni hennar. Skattađila er heimilt ađ kćra breytingar til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992, svo og má bera synjun um breytingu á skattákvörđun samkvćmt ţessari málsgrein undir yfirskattanefnd.]1)]4)

1)Sbr. 26. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 16/2010. 3)Sbr. 15 .gr. laga nr. 165/2010. 4)Sbr. 6. gr. laga nr. 73/2011.

Skatteftirlit.
102. gr.

[Ríkisskattstjóri annast skatteftirlit samkvćmt lögum ţessum og lögum um ađra skatta og gjöld sem honum er falin framkvćmd á. Skatteftirlit tekur til hvers konar könnunar á réttmćti skattskila fyrir og eftir álagningu opinberra gjalda og samtímaeftirlits međ rekstrarađilum, svo og annarra ađgerđa sem ćtlađ er ađ tryggja ađ skattađilar standi skil á lögbođnum skýrslum og upplýsingum um skattstofn eđa skattskyldu manna og lögađila.]1)

1)Sbr. 27. gr. laga nr. 136/2009.

Skattrannsóknarstjóri ríkisins, skattrannsóknir.
103. gr.

(1) Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal hafa međ höndum rannsóknir samkvćmt lögum ţessum og lögum um ađra skatta og gjöld sem á eru lögđ af [ríkisskattstjóra eđa honum falin framkvćmd á].3)

(2) Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur ađ eigin frumkvćđi eđa eftir kćru hafiđ rannsókn á hverju ţví atriđi er varđar skatta lagđa á samkvćmt lögum ţessum eđa ađra skatta og gjöld, sbr. 1. mgr. ţessarar greinar. Hann skal annast rannsóknir í málum sem til hans er vísađ, sbr. 6. mgr. 96. gr. [---]3)

(3) Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal viđ rannsókn samkvćmt ţessari grein hafa ađgang ađ öllum framtölum og skýrslum í vörslu [ríkisskattstjóra]3) og getur hann krafist allra upplýsinga og gagna sem hann telur ţörf á frá [---]3) ríkisskattstjóra og ađilum sem um rćđir í 94. gr.

(4) Skattrannsóknarstjóra ríkisins er heimilt ađ fela löggiltum endurskođanda ađ vinna ađ einstökum rannsóknarverkefnum.

(5) Lögreglu er skylt ađ veita skattrannsóknarstjóra ríkisins nauđsynlega ađstođ í ţágu rannsókna ef ađili fćrist undan afhendingu bókhaldsgagna og hćtta er á sakarspjöllum vegna gruns um vćntanlegt undanskot gagna. [Sömuleiđis er lögreglu skylt ađ fćra ađila til skýrslugjafar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins ef hann hefur ađ forfallalausu ekki sinnt kvađningu ţess efnis.]1)

(6) Ţegar ađgerđir skattrannsóknarstjóra ríkisins gefa tilefni til endurákvörđunar á sköttum skal ríkisskattstjóri annast endurákvörđunina, [sbr. 96. og 97.gr.]3)

(7) Viđ rannsóknarađgerđir skattrannsóknarstjóra ríkisins skal gćtt ákvćđa laga um međferđ [sakamála]2) eftir ţví sem viđ getur átt, einkum varđandi réttarstöđu grunađra manna á rannsóknarstigi.

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 77/2004. 2)Sbr. 79. tölul. 234. gr. laga nr. 88/2008. 3)Sbr. 28. gr. laga nr. 136/2009.

Vanhćfi skattyfirvalda.
104. gr.

Eigi má mađur taka ţátt í rannsókn eđa annarri međferđ máls, hvorki skattákvörđun né kćru, ef honum hefđi boriđ ađ víkja sćti sem hérađsdómara í málinu.

105. gr.

[---]1)

1)Sbr. 29. gr. laga nr. 136/2009.

Eftirlit [ráđherra]2).
106. gr.

(1) [[Ráđherra]2) hefur eftirlit međ ţví ađ ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri rćki skyldur sínar.]1) Hann hefur rétt til ađ fá til athugunar skattframtöl og gögn varđandi ţau og krefja framangreinda ađila skýringa á öllu ţví er framkvćmd laga ţessara varđar.

(2) Ráđherra skal enn fremur fylgjast međ ţví ađ yfirskattanefnd rćki skyldur sínar og skal nefndin senda ráđherra árlega skýrslu um störf sín.

1)Sbr. 30. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011.

Áćtlanagerđ og hagrannsóknir.
107. gr.

[Ráđherra]2) getur óskađ eftir skýrslum frá [---]1) ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra, í ţví formi er hann ákveđur, um framtaldar tekjur og eignir, álagđa skatta og önnur atriđi er varđa áćtlanagerđ og hagrannsóknir [ráđuneytisins]2)

1)Sbr. 31. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011.
 

Fara efst á síđuna ⇑