Skattalagasafn ríkisskattstjóra 26.6.2022 15:01:23

Lög nr. 81/2003 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=81.2003.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 81/2003, um fjarskipti.*1)

*1)Sbr. lög nr. 78/2005, 145/2009, 162/2010 og 47/2018.

22. gr.
Jöfnunargjald.

(1) Til ađ standa straum af greiđslu fjárframlaga samkvćmt ţessum kafla skal innheimta jöfnunargjald sem rennur í [ríkissjóđ]4). [Ráđherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarđa fjárveitingu til jöfnunarsjóđs alţjónustu sem nemur ađ lágmarki áćtlun fjárlaga um tekjur af jöfnunargjaldi.]4)

(2) Skal jöfnunargjaldiđ lagt á fjarskiptafyrirtćki sem starfrćkja fjarskiptanet eđa ţjónustu í hlutfalli viđ bókfćrđa veltu ţessarar starfsemi. Međ bókfćrđri veltu er átt viđ rekstrartekjur sem fjarskiptafyrirtćki hefur af umrćddri starfsemi hér á landi.

(3) Jöfnunargjald samkvćmt lögum ţessum skal nema [0,10%]2) af bókfćrđri veltu skv. 2. mgr. Skal fjárţörf vegna alţjónustu endurskođuđ árlega af Póst- og fjarskiptastofnun og niđurstađa ţeirrar endurskođunar ásamt tillögu um breytt gjaldhlutfall, ef ţörf ţykir, lögđ fyrir [ráđherra]3). Verđi útgjöld hćrri en nemur jöfnunargjöldum á árinu skal gjaldfćra ţann mismun á skuldbindingar nćsta árs. Verđi fjárhćđ jöfnunargjalda hćrri en nemur útgjöldum á gjaldárinu skal afgangur fluttur til nćsta árs.

(4) Jöfnunargjald má draga frá tekjum greiđanda á ţví rekstrarári ţegar stofn ţess myndađist.

(5) [Um álagningu og innheimtu, ţ.m.t. fyrirframgreiđslu, jöfnunargjalds fer samkvćmt ákvćđum VIII.–XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, en varđandi viđurlög er sérstaklega vísađ til XII. kafla ţeirra laga.]1)

(6) Póst- og fjarskiptastofnun skal árlega birta upplýsingar um útreikning kostnađar vegna alţjónustukvađa, sundurliđađan lista yfir einstakar greiđslur fyrirtćkja [á jöfnunargjaldi]4) og greinargerđ um ţann ávinning sem stofnunin telur ađ fjarskiptafyrirtćki sem veita alţjónustu hafi haft.

(7) [Ráđherra]3) setur í reglugerđa) um alţjónustu nánari fyrirmćli um fjárframlög og jöfnunargjöld í fjarskiptaţjónustu, ţar á međal um útreikning á kostnađi viđ ađ reka almenn fjarskiptanet eđa veita almenna fjarskiptaţjónustu og um útreikning rekstrartaps.

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 78/2005. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 145/2009. Lćkkun jöfnunargjaldsprósentu gildir aftirvirkt frá 1. janúar 2009 skv. brtákv. s.l. 3)Sbr. 239. gr. laga nr. 162/2010. 4)Sbr. 28. gr. laga nr. 47/2018. a)Reglugerđ nr. 1356/2007.

Fara efst á síđuna ⇑