Skattalagasafn ríkisskattstjóra 8.3.2021 12:14:57

Lög nr. 81/2003 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=81.2003.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 81/2003, um fjarskipti.*1)

*1)Sbr. lög nr. 78/2005, 145/2009, 162/2010 og 47/2018.

22. gr.
Jöfnunargjald.

(1) Til að standa straum af greiðslu fjárframlaga samkvæmt þessum kafla skal innheimta jöfnunargjald sem rennur í [ríkissjóð]4). [Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til jöfnunarsjóðs alþjónustu sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um tekjur af jöfnunargjaldi.]4)

(2) Skal jöfnunargjaldið lagt á fjarskiptafyrirtæki sem starfrækja fjarskiptanet eða þjónustu í hlutfalli við bókfærða veltu þessarar starfsemi. Með bókfærðri veltu er átt við rekstrartekjur sem fjarskiptafyrirtæki hefur af umræddri starfsemi hér á landi.

(3) Jöfnunargjald samkvæmt lögum þessum skal nema [0,10%]2) af bókfærðri veltu skv. 2. mgr. Skal fjárþörf vegna alþjónustu endurskoðuð árlega af Póst- og fjarskiptastofnun og niðurstaða þeirrar endurskoðunar ásamt tillögu um breytt gjaldhlutfall, ef þörf þykir, lögð fyrir [ráðherra]3). Verði útgjöld hærri en nemur jöfnunargjöldum á árinu skal gjaldfæra þann mismun á skuldbindingar næsta árs. Verði fjárhæð jöfnunargjalda hærri en nemur útgjöldum á gjaldárinu skal afgangur fluttur til næsta árs.

(4) Jöfnunargjald má draga frá tekjum greiðanda á því rekstrarári þegar stofn þess myndaðist.

(5) [Um álagningu og innheimtu, þ.m.t. fyrirframgreiðslu, jöfnunargjalds fer samkvæmt ákvæðum VIII.–XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, en varðandi viðurlög er sérstaklega vísað til XII. kafla þeirra laga.]1)

(6) Póst- og fjarskiptastofnun skal árlega birta upplýsingar um útreikning kostnaðar vegna alþjónustukvaða, sundurliðaðan lista yfir einstakar greiðslur fyrirtækja [á jöfnunargjaldi]4) og greinargerð um þann ávinning sem stofnunin telur að fjarskiptafyrirtæki sem veita alþjónustu hafi haft.

(7) [Ráðherra]3) setur í reglugerða) um alþjónustu nánari fyrirmæli um fjárframlög og jöfnunargjöld í fjarskiptaþjónustu, þar á meðal um útreikning á kostnaði við að reka almenn fjarskiptanet eða veita almenna fjarskiptaþjónustu og um útreikning rekstrartaps.

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 78/2005. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 145/2009. Lækkun jöfnunargjaldsprósentu gildir aftirvirkt frá 1. janúar 2009 skv. brtákv. s.l. 3)Sbr. 239. gr. laga nr. 162/2010. 4)Sbr. 28. gr. laga nr. 47/2018. a)Reglugerð nr. 1356/2007.

Fara efst á síðuna ⇑