Skattalagasafn ríkisskattstjóra 28.3.2024 21:45:00

Lög nr. 4/1995, kafli 6 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=4.1995.6)
Ξ Valmynd

Ákvæði til bráðabirgða.

Ákvæði til bráðabirgða I.-XIV. eru ekki birt hér

XV.

Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 180/2011.

[Á árunum 2016, 2017 og 2018 greiðir Jöfnunarsjóður sveitarfélaga kostnað sveitarfélaga vegna verkefna á grundvelli 5. gr. samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Kostnaður vegna verkefna samkvæmt þessari grein skal innheimtur af úthlutun framlaga Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda 1. janúar 2015.]1)

 1)Sbr. 4. gr. laga nr. 78/2016.

XVI.

Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 139/2013.

(1) Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 23. gr. má útsvar af tekjum manna á [árunum 2014 og 2015]1) nema allt að 14,52% af útsvarsstofni.

(2) Þrátt fyrir ákvæði 2. tölul. c-liðar 1. mgr. 8. gr. a skal hlutdeild Jöfnunarsjóðs í útsvarstekjum sveitarfélaga af álagningarstofni útsvars á [árunum 2014 og 2015]1) nema 0,99% til jöfnunar vegna málefna fatlaðra.

1)Sbr. 7. gr. laga nr. 125/2014.

XVII.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 135/2014.

Fasteignir í c-lið 3. mgr. 3. gr. sem sæta breyttri aðferðafræði fasteignamats yfir í tekjumat í endurmati fasteignamats á árinu 2014 skulu vera undanþegnar 2. mgr. 3. gr. við álagningu fasteignaskatts á árunum 2015 og 2016. Stofn til álagningar fasteignaskatts þeirra eigna á árinu 2015 skal þess í stað vera 70% af fasteignamati þeirra 30. desember 2014 og 30% af fasteignamati 31. desember 2014. Á árinu 2016 skal stofn til álagningar fasteignaskatts sömu eigna vera 30% af fasteignamati þeirra 30. desember 2015 og 70% af fasteignamati 31. desember 2015.
 
XVIII.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 43/2017.

(1) Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. skal Jöfnunarsjóður greiða sveitarfélögum á árinu 2017 sérstakt framlag að fjárhæð 650 millj. kr. sem skiptast skal hlutfallslega milli þeirra í samræmi við hlutdeild þeirra í álögðu heildarútsvari á árinu 2016.

(2) Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um fyrirkomulag greiðslna og uppgjör á hinu sérstaka framlagi samkvæmt þessu ákvæði að fenginni umsögn ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs.
 
XIX.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 25/2020.
 
(1) Þrátt fyrir 4. mgr. 4. gr. er gjaldendum fasteignaskatta skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020, með sömu skilyrðum og málsmeðferðarreglum og kveðið er á um í ákvæði til bráðabirgða VII í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestun tekur réttilega til er 15. janúar 2021.
 
(2) Verði gjaldandi sem frestað hefur greiðslum skv. 1. mgr., að uppfylltum skilyrðum, fyrir miklu tekjufalli á rekstrarárinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár getur hann óskað eftir auknum fresti og dreifingu greiðslna sem hefur verið frestað fram til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021. Ósk um aukinn frest og greiðsludreifingu skal gjaldandinn beina til sveitarfélags fyrir 15. janúar 2021.

 
XX.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 37/2020.
 
Þrátt fyrir 13. gr. b er Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heimilt að nýta allt að 1.500 millj. kr. úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til greiðslu almennra jöfnunarframlaga skv. c-lið 9. gr., jöfnunarframlaga vegna reksturs grunnskóla skv. d-lið 9. gr., jöfnunarframlaga vegna þjónustu við fatlað fólk skv. e-lið 9. gr., bundinna framlaga skv. a- og b-lið 10. gr. og fasteignaskattsframlaga skv. d-lið 11. gr. á árinu 2020. Til að jafna stöðu fasteignasjóðs skal Jöfnunarsjóður halda eftir hluta af sömu framlögum á tímabilinu 2021–2028 eða þar til staða fasteignasjóðs hefur verið jöfnuð út.
 
XIX.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 25/2020.
 
(1) Þrátt fyrir 4. mgr. 4. gr. er gjaldendum fasteignaskatta skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020, með sömu skilyrðum og málsmeðferðarreglum og kveðið er á um í ákvæði til bráðabirgða VII í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestun tekur réttilega til er 15. janúar 2021.
 
(2) Verði gjaldandi sem frestað hefur greiðslum skv. 1. mgr., að uppfylltum skilyrðum, fyrir miklu tekjufalli á rekstrarárinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár getur hann óskað eftir auknum fresti og dreifingu greiðslna sem hefur verið frestað fram til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021. Ósk um aukinn frest og greiðsludreifingu skal gjaldandinn beina til sveitarfélags fyrir 15. janúar 2021
Fara efst á síðuna ⇑