Skattalagasafn ríkisskattstjóra 28.11.2022 02:38:51

Lög nr. 3/2006, kafli 5 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=3.2006.5)
Ξ Valmynd

V. KAFLI

Skýringar.
43. gr.

[(1) Í skýringum í ársreikningi skal a.m.k. veita upplýsingar um ţau atriđi sem tilgreind eru í 44.–64. gr., auk ţeirra upplýsinga sem krafist er samkvćmt öđrum ákvćđum laga ţessara. Enn fremur skulu veittar upplýsingar um:

 1. heiti félagsins, félagsform, heimilisfesti ađalskrifstofu félagsins og ef viđ á hvort veriđ sé ađ slíta félaginu,
 2. grundvöll reikningsskilanna auk helstu reikningsskilaađferđa, ţ.m.t. matsađferđir og útskýringar á viđkomandi reikningsskilaađferđum,
 3. fjárhćđir og eđli einstakra liđa í rekstrarreikningi og efnahagsreikningi sem eru óvenjulegir miđađ viđ stćrđ eđa tíđni,
 4. ţađ gengi sem miđađ er viđ ţegar fjárhćđir í reikningsskilunum eru byggđar á erlendum gjaldmiđlum og til samanburđar ţađ gengi sem viđ var miđađ í reikningsskilum fyrra árs.

(2) Ţegar skýringar viđ einstaka liđi rekstrarreiknings og efnahagsreiknings eru settar fram skulu ţćr vera í ţeirri röđ sem viđkomandi liđir eru settir fram í í rekstrarreikningi og efnahagsreikningi.]1)

1)Sbr. 29. gr. laga nr. 73/2016.

44. gr.

[Veita skal upplýsingar um eftirfarandi ţegar varanlegir rekstrarfjármunir eru endurmetnir skv. 31. gr.:

 1. ađferđir sem beitt var viđ endurmatiđ, ásamt upplýsingum um helstu forsendur sem liggja ađ baki matsađferđum, upplýsingum um afskriftir endurmetinna varanlegra rekstrarfjármuna og hvort endurmatiđ hafi veriđ unniđ af óháđum ađila eđa ekki,
 2. fyrir hvern flokk varanlegra rekstrarfjármuna sem hefur veriđ endurmetinn skal upplýsa um hvert bókfćrt verđ viđkomandi eigna hefđi veriđ ef endurmat hefđi ekki fariđ fram og
 3. hreyfingar á endurmatsreikningi á árinu, ţ.m.t. matsbreytingar ársins og uppsafnađar matsbreytingar viđ upphaf og lok fjárhagsárs ásamt upplýsingum um skattalega međferđ viđkomandi liđa.]1)

1)Sbr. 30. gr. laga nr. 73/2016.

45. gr.

Veita skal eftirfarandi upplýsingar ţegar fjármálagerningar, [fjárfestingarfasteignir eđa eignir sem verđa til viđ eldi lifandi dýra og rćktun plantna eru metnar til gangvirđis skv. 37. eđa 39. gr.]1):

 1. helstu forsendur sem liggja ađ baki matslíkönum og matsađferđum ţegar gangvirđi er ákvarđađ skv. 3. tölul. 2. mgr. 37. gr.,
 2. breytingar á virđi fyrir hvern flokk fjármálagerninga [og annarra eigna skv. 1.–3. tölul. 2. mgr. 37. gr. ]1),
 3. umfang og eđli hvers flokks afleiđusamninga, ţ.m.t. mikilvćgi skilmála og skilyrđi sem gćtu haft áhrif á fjárhćđ, tímasetningu og áreiđanleika framtíđarfjárstreymis og
 4. hreyfingar á gangvirđisreikningi á árinu.
1) Sbr. 31. gr. laga nr. 73/2016.
 

46. gr.

[…]1)

(1) Ţegar um er ađ rćđa áhćttufjármuni, sem eru fjármálagerningar í skilningi [17. tölul. 2. gr. ]1), og niđurfćrsla í samrćmi viđ 30. gr. hefur ekki fariđ fram skal upplýsa um bókfćrt verđ og gangvirđi einstakra eigna eđa flokka eigna. Rökstyđja skal forsendur ţess álits ađ um skammvinna verđlćkkun sé ađ rćđa.

(2) Fyrir fjárfestingar í dóttur- og hlutdeildarfélögum, sbr. 40. gr., skal jafnframt upplýst um gangvirđi einstakra eignarhluta eđa eignaflokka.

1)Sbr. 32. gr. laga nr. 73/2016.

47. gr.

Ef samsetning á starfsemi félags breytist á reikningsárinu skal veita upplýsingar um ţađ. Ef ekki er hćgt ađ ađlaga fjárhćđir ársreiknings fyrra árs skal gera grein fyrir ţví á fullnćgjandi hátt í skýringum.

48. gr.

(1) Tilgreina skal nöfn, heimilisföng og félagsform dótturfélaga og hlutdeildarfélaga. Geta skal hlutdeildar í hverju ţeirra fyrir sig og eigin fjár ţeirra samtals, svo og rekstrarárangurs síđasta reikningsárs. Ekki er nauđsynlegt ađ veita ţessar upplýsingar ef ţćr hafa óverulega ţýđingu.

(2) Heimilt er ađ víkja frá ákvćđum 1. mgr. um upplýsingar um eigiđ fé og rekstrarárangur dóttur- og hlutdeildarfélaga ef:

 1. hlutdeildarfélag birtir ekki ársreikning sinn og hlutur félagsins í eigin fé ţess er minni en 50%,
 2. reikningsskil dótturfélags eru hluti af samstćđureikningi félagsins eđa
 3. félagiđ metur eignarhluta sína samkvćmt hlutdeildarađferđ, sbr. 40. gr.

49. gr.

Í skýringum skal tilgreina nöfn, heimilisföng og form félaga međ ótakmarkađri ábyrgđ sem félagiđ er ađili ađ. Ekki ţarf ađ gefa ţessar upplýsingar ef ţćr hafa óverulega ţýđingu. Ákvćđi 2. mgr. 48. gr. gilda einnig eftir ţví sem viđ á.

50. gr.

Ef eignarhlutum í félagi er skipt í flokka skal sérgreina ţá og tilgreina fjölda hluta og nafnverđ ţeirra eđa bókfćrt verđ ef nafnverđ er ekki fyrir hendi. Í hlutafélögum skal ávallt tilgreina fjölda hluta og nafnverđ ţeirra.

51. gr.

(1) Hafi félagiđ tekiđ skuldabréfalán er veitir lánardrottnum rétt til ađ breyta kröfum sínum á hendur félaginu í hluti í ţví skal tilgreina eftirstöđvar hvers láns, skiptihlutfall og frest ţann sem veittur hefur veriđ til breytingar í hluti.

(2) Hafi skuldabréfalán međ rétti til vaxta veriđ tekiđ og vaxtakjörin ráđast ađ nokkru eđa öllu leyti af rekstrarárangri félagsins skal tilgreina eftirstöđvar hvers láns og hina umsömdu ávöxtun.

(3) Sams konar upplýsingar skal veita um hlutdeildarskírteini og önnur sambćrileg réttindi eftir ţví sem viđ á, m.a. um fjölda ţeirra.

52. gr.

(1) Veita skal upplýsingar um ţann hluta skulda, sem fellur árlega til greiđslu á nćstu fimm árum frá lokum reikningsárs, annars vegar og hins vegar vegna ţess hluta sem fellur til greiđslu síđar.

(2) Hafi félag sett eignir ađ veđi skal veita upplýsingar um fjárhćđ veđsetninganna og bókfćrt verđ veđsettra eigna, sundurliđađ eftir eignum. Heildartryggingar í ţágu dótturfélaga og annarra félaga innan sömu samstćđu skulu tilgreindar sérstaklega.

(3) Veita skal upplýsingar um heildarfjárhćđir lífeyris-, ábyrgđar- og tryggingarskuldbindinga, seld viđskiptabréf og ađrar fjárskuldbindingar sem eru ekki tilfćrđar í efnahagsreikningi, ađ ţví leyti sem ţađ skiptir máli viđ mat á fjárhagsstöđu. Skuldbindingar gagnvart móđurfélagi og dótturfélögum ţess skal tilgreina sérstaklega.

(4) Hafi félagiđ gert leigusamninga til lengri tíma en eins árs, sem nema verulegum fjárhćđum og ekki koma fram í efnahagsreikningi, skulu slíkar skuldbindingar tilgreindar sérstaklega.

53. gr.

(1) Tilgreina skal fjárhćđir lána, svo og veđsetningar, ábyrgđir og tryggingar sem veittar hafa veriđ félagsađilum eđa stjórnendum félags eđa móđurfélags ţess vegna tengsla ţessara ađila viđ félögin, sundurliđađ ásamt upplýsingum um vexti, greiđslukjör og ađra helstu skilmála.

(2) Ákvćđi 1. mgr. eiga einnig viđ gagnvart einstaklingum, nátengdum ţeim sem ţar eru taldir.

54. gr.

Upplýsa skal um síđasta opinbert fasteignamat. Sama á viđ um vátryggingarverđmćti varanlegra rekstrarfjármuna.

55. gr.

Upplýsa skal um hvernig hagnađur af langtímaverkefnum er innleystur í rekstrarreikningi.

56. gr.

(1) Félög skv. [c- og d-liđ 11. tölul. 2. gr. ]1) skulu upplýsa um skiptingu rekstrartekna eftir starfsţáttum og markađssvćđum ef ţessir ţćttir og svćđi hafa veruleg áhrif í rekstri félaganna.
 
[(2) Félög skv. 9. tölul. og c- og d-liđ 11. tölul. 2. gr. skulu upplýsa um heildarfjárhćđ ţóknana til hvers endurskođanda eđa endurskođunarfyrirtćkis vegna endurskođunar á ársreikningi og samstćđureikningi. Félög skv. 1. málsl. skulu einnig upplýsa um heildarfjárhćđir ţóknana til hvers endurskođanda eđa endurskođunarfyrirtćkis vegna annarrar vinnu, ţ.m.t. vinnu viđ ađstođ vegna skattskila fyrirtćkisins og rekstrarráđgjafar.]1)

1) Sbr. 33. gr. laga nr. 73/2016.

57. gr.

(1) Upplýsa skal um heildarfjárhćđ skatta vegna rekstrar á árinu og eigna í lok ţess.

(2) Upplýsa skal um skattaleg áhrif af óreglulegum rekstrarliđum.

(3) Upplýsa skal um frestađa skattskuldbindingu eđa skattinneign vegna mismunar á gjaldfćrđum sköttum á reikningsárinu og fyrri árum annars vegar og ţeim sköttum, sem álagđir eru vegna sömu ára, hins vegar nema ţessar upplýsingar hafi óverulega ţýđingu.

(4) Upplýsingar skv. 3. mgr. skulu bera međ sér á hvađa liđum ársreiknings skattkvöđin hvílir.

58. gr.

Upplýsa skal um heildarlaunakostnađ og fjölda [ársverka]1) ađ međaltali á reikningsári. Samsvarandi upplýsingar skal veita fyrir fyrra reikningsár.

1) Sbr. 34. gr. laga nr. 73/2016.

59. gr.

Félög skv. [c- og d-liđ 11. tölul. 2. gr. ]1)  skulu veita upplýsingar um starfsmannakostnađ, ţ.m.t. launakostnađ, eftirlaun, iđgjöld til lífeyrissjóđa og annan launatengdan kostnađ. Veita skal enn fremur upplýsingar um heildarlaun, ţóknanir og ágóđahluta til núverandi og fyrrverandi stjórnenda félags vegna starfa í ţágu ţess. Greina skal frá samningum sem gerđir hafa veriđ viđ stjórn, framkvćmdastjóra eđa starfsmenn um eftirlaun og tilgreina heildarskuldbindingar. Samsvarandi upplýsingar skal veita fyrir fyrra reikningsár.
1) Sbr. 35. gr. laga nr. 73/2016

60. gr.

(1) Eftirfarandi upplýsingar skal veita um eign félags á eigin hlutum:

 1. fjölda og nafnverđ eigin hluta, svo og hlutfall ţeirra af heildarhlutum,
 2. fjölda og nafnverđ eigin hluta sem hafa veriđ keyptir eđa seldir á reikningsárinu, svo og kaup- og söluverđ ţeirra og
 3. ástćđur ţess ađ félagiđ eignađist eigin hluti á reikningsárinu.

(2) Sömu upplýsingarnar og taldar eru í 1. mgr. skal veita ef tekiđ hefur veriđ veđ í eigin hlutum.

(3) Sömu upplýsingar og getiđ er í 1. og 2. mgr. skal veita um hluti í félagi sem dótturfélag ţess hefur eignast eđa látiđ af hendi á reikningsárinu.

61. gr.

Sundurliđa skal breytingar á eigin fé félags á reikningsárinu.

62. gr.

(1) Félag, sem er hluti samstćđu, skal tilgreina nafn og ađsetur móđurfélags síns og móđurfélags heildarsamstćđunnar.

(2) Enn fremur skal upplýsa um hvar samstćđureikningar erlendra móđurfélaga skv. 1. mgr. liggja frammi.

63. gr.

[Félög skv. c- og d-liđ 11. tölul. 2. gr. skulu gera grein fyrir viđskiptum viđ tengda ađila, ţ.m.t. á hverju tengslin viđ viđkomandi ađila byggjast, fjárhćđ slíkra viđskipta og ađrar upplýsingar um viđskiptin sem nauđsynlegar eru til ađ unnt sé ađ leggja mat á fjárhagsstöđu félagsins.]1)   […]1)  

1)Sbr. 36. gr. laga nr. 73/2016

64. gr.

Félög skv. [9. tölul. og c- og d-liđ 11. tölul. 2. gr.]1) skulu upplýsa um starfsemi sem er lögđ niđur, lokađ eđa hćtt á reikningsárinu eđa samkvćmt áćtlun skal láta af hendi, loka eđa hćtta, ađ ţví tilskildu ađ hćgt sé ađ skilja hana frá annarri starfsemi. Í ţví felst m.a. ađ tilgreina, ađ svo miklu leyti sem unnt er, hagnađ eđa tap af aflagđri starfsemi ásamt skattalegum áhrifum og áhrif hennar á flokka yfirlits um sjóđstreymi.

1)Sbr. 37. gr. laga nr. 73/2016

Fara efst á síđuna ⇑