Skattalagasafn ríkisskattstjóra 22.1.2020 17:28:46

Lög nr. 125/1999 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=125.1999)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 125/1999, um málefni aldraðra.*1)

*1)Sbr. lög nr. 172/2000, 124/2001, 150/2002, 120/2003, 123/2004, 129/2004, 122/2005, 147/2006, 32/2007, 140/2007, 36/2009, 120/2009, 136/2009164/2010, 126/2011, 164/2011, 146/2012, 140/2013, 125/2014 , 124/2015, 125/2015, 126/2016, 96/2017, 47/2018 og 50/2018.

10. gr.

(1) [Ríkisskattstjóri skal leggja á þá sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga um tekjuskatt sérstakt gjald samhliða álagningu opinberra gjalda skv. 93. gr. sömu laga. Tekjur af gjaldinu renna í ríkissjóð.]16) Gjaldið skal nema [11.454 kr.]6)8)9)10)11)13)14)15)18) á hvern gjaldanda og kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert.

(2) Undanþegin gjaldinu eru börn innan 16 ára aldurs og þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuárs. Einnig eru undanþegnir gjaldinu einstaklingar sem hafa tekjuskattsstofn skv. 1. og 3. tölul. 61. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, samtals lægri en [[1.361.468]4) *1) kr. á því ári sem næst er á undan álagningarárinu.]3) Þegar um hjón eða samskattað fólk er að ræða skal þó skipta sameiginlegum fjármagnstekjum skv. 3. mgr. 66. gr. laga nr. 90/2003 jafnt á milli þeirra þegar tekjuviðmiðun þessi er fundin. Tekjuviðmiðun þessi skal breytast árlega í samræmi við þær breytingar sem verða á persónuafslætti skv. A-lið 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og innheimtuhlutfalli viðkomandi staðgreiðsluárs samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 9. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. [Ríkisskattstjóri]5) skal fella gjald þetta niður af öldruðum og öryrkjum, undir 70 ára aldri, sem dveljast á dvalar- og hjúkrunarheimilum.]2)

(3) Við álagningu og innheimtu gjalds þessa skulu gilda sömu reglur og um álagningu og innheimtu tekjuskatts samkvæmt [lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt]1), eftir því sem við á. Í stað tíu gjalddaga skal þó gjalddagi vera einn, [1. júní]12)17) ár hvert. Dragist framlagning álagningarskrár fram yfir [1. júní]12)17) færist gjalddagi til 1. dags næsta mánaðar eftir framlagningu álagningarskrár.

(4) [Tekjur Framkvæmdasjóðs aldraðra eru árleg fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum, frjáls framlög og aðrar tekjur er til kunna að falla. Fjárveitingin skal að lágmarki nema áætlun fjárlaga um tekjur af gjaldinu skv. 1. mgr.]16)

(5) Í miðmánuði hvers ársfjórðungs skal [það ráðuneyti er fer með fjárreiður ríkisins]7) skila Framkvæmdasjóði aldraðra fjórðungi tekna sjóðsins á því ári.

1)Sbr. 136. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 32/2007. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 36/2009. 4)Sbr. 17. gr. laga nr. 120/2009. 5)Sbr. 94. gr. laga nr. 136/2009. (Áður breytt með lögum nr. 140/2007) 6)Sbr. 23. gr. laga nr. 164/2010. 7)Sbr. 293. gr. laga nr. 126/2011. 8)Sbr. 28. gr. laga nr. 164/2011. 9)Sbr. 30. gr. laga nr. 146/201210)Sbr. 13. gr. laga nr. 140/2013. 11)Sbr. 10. gr. laga nr. 125/201412)Sbr. 23. gr. laga nr. 124/2015. 13)Sbr. 48. gr. laga nr. 125/2015. 14)Sbr. 22. gr. laga nr. 126/2016. 15)Sbr. 28. gr. laga nr. 96/2017. 16)Sbr. 15. gr. laga nr. 47/2018. 17)Sbr. 17. gr. laga nr. 50/2018. 18)Sbr. 14. gr. laga nr. 138/2018. *1)Fjárhæðin er kr. 1.718.678 vegna tekjuársins 2018.

Fara efst á síđuna ⇑