Skattalagasafn ríkisskattstjóra 23.11.2017 02:03:16

Lög nr. 12/1999 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=12.1999.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 12/1999, um Lífeyrissjóđ bćnda.*1)

*1)Sbr. lög nr. 78/2006, 167/2006, og 126/2011.

[4. gr.
Iđgjaldsstofn, iđgjald og réttindi.

(1) Iđgjaldsstofn bćnda og maka ţeirra, sem starfa ađ búrekstri, skal vera reiknuđ laun ţeirra í landbúnađi samkvćmt ákvćđum laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Međ búrekstri í ţessu sambandi er átt viđ búrekstur samkvćmt atvinnugreinanúmerum 01, jarđrćkt og garđyrkju, ţ.m.t. ylrćkt og búfjárrćkt, og 02, skógrćkt, í atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands, sbr. ÍSAT 95, ţó ekki starfsemi í undirflokkum 01.4, 01.5 og 02.02. Iđgjald ţeirra bćnda og maka ţeirra sem reikna sér ekki laun en ţiggja laun frá einkahlutafélagi eđa öđrum lögađila sem rekur bú, sbr. 1. mgr. 3. gr., skal reiknađ af heildarfjárhćđ greiddra launa til ţeirra vegna búrekstrar, sbr. 3. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa.

(2) Iđgjald sjóđfélaga skv. 1. og 4. mgr. 3. gr. skal ađ lágmarki vera 4% af iđgjaldsstofni skv. 1. mgr. ţessarar greinar. Á móti iđgjaldi sjóđfélaga skal greitt mótframlag sem skal ađ lágmarki vera [8%]2) af iđgjaldsstofni skv. 1. mgr. ţessarar greinar. Mótframlag skal greitt af sjóđfélaga sé ekki samiđ um greiđslu ţess úr ríkissjóđi í búvörusamningi eđa međ öđrum sambćrilegum hćtti.

(3) Iđgjald sjóđfélaga skv. 3. og 5. mgr. 3. gr. skal ađ lágmarki vera [12%]2) af heildarlaunum, ţ.e. ađ lágmarki 4% iđgjald sjóđfélaga og ađ lágmarki [8%]2) mótframlag vinnuveitanda.

(4) Iđgjald skv. 2. og 3. mgr. ţessarar greinar skal hvert almanaksár umreiknađ til lífeyrisréttinda međ jafnri og/eđa aldurstengdri réttindaávinnslu samkvćmt nánari ákvćđum í samţykktum fyrir sjóđinn.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 78/2006. 2)Sbr. 12. gr. laga nr. 167/2006.

[5. gr.
Innheimta.

(1) Greiđsla iđgjalds og mótframlags skv. 2. mgr. 4. gr. skal fara fram mánađarlega. Stofn til innheimtu á mánađarlegu iđgjaldi bćnda og maka ţeirra, sem starfa ađ búrekstri og reikna sér laun, skal miđa viđ reiknađ endurgjald í hverjum mánuđi eins og ţađ er ákveđiđ skv. 6. gr. laga nr. 45/1987, um stađgreiđslu opinberra gjalda, sbr. 1. málsl. 3. mgr. ţessarar greinar. Einkahlutafélög og ađrir lögađilar sem reka bú, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 4. gr., skulu standa skil á iđgjaldi fyrir alla menn sem ađ búrekstrinum starfa, sbr. 1. mgr. 4. gr. Greiđandi skal sundurliđa iđgjöld eftir sjóđfélögum.

(2) Sjóđurinn annast innheimtu iđgjalda. Á greiđsludögum beingreiđslna samkvćmt búvörulögum skal halda eftir af ţeim iđgjaldi ţeirra sjóđfélaga sem beingreiđslna njóta fyrir nćstliđinn mánuđ og skila ţví til sjóđsins eigi síđar en 30 dögum eftir ađ ţađ er greitt og skal ţađ sundurliđađ eftir sjóđfélögum og tímabilum.

(3) Leiđi eftirlit ríkisskattstjóra skv. 6. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa, í ljós ađ iđgjald bónda hefur veriđ vangreitt eđa ofgreitt skal sjóđstjórn innheimta vangreidd iđgjöld eđa úrskurđa um bakfćrslu og endurgreiđslu ofgreiddra iđgjalda. Iđgjald sem flutt hefur veriđ í annan lífeyrissjóđ, lán veriđ veitt út á eđa lífeyrir veriđ úrskurđađur og greiddur út á skal hvorki endurgreitt né réttindi sem af ţví leiđir bakfćrđ. Sjóđfélagi getur enn fremur óskađ eftir ţví ađ iđgjaldsstofn hans sé reiknađ endurgjald í stađgreiđslu sé ţađ hćrra en reiknuđ laun hans, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 4. gr., samkvćmt álagningu ađ liđnu tekjuári. Vextir skulu reiknađir á endurgreiđslu iđgjalda samkvćmt lögum nr. 38/2001, um vexti og verđtryggingu.

(4) Um innheimtu iđgjalda og framlaga fer ađ öđru leyti samkvćmt ákvćđum í lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa, og nánari ákvćđum í samţykktum fyrir sjóđinn.

(5) [Ráđherra]2) er heimilt ađ setja í reglugerđ nánari reglur um iđgjaldagreiđslur, innheimtu, innheimtuţóknun, dráttarvexti og annađ er varđar framkvćmd ţessarar greinar.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 78/2006. 2)Sbr. 283. gr. laga nr. 126/2011.

Fara efst á síđuna ⇑