Skattalagasafn ríkisskattstjóra 25.4.2024 03:53:07

Lög nr. 113/1990, kafli 8 - álagningarár 2019 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=113.1990.8&alagningarar=2019)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

Ákvæði til bráðabirgða.

[---]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 66/1997.

Ákvæði til bráðabirgða III, sbr. 4. gr. laga nr. 177/2006.

(1) Þrátt fyrir ákvæði 4. tölul. 2. mgr. 3. gr. og 18. gr. laganna skal ráðstöfun hluta tryggingagjalds til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða, sbr. VI. kafla, vera sem hér segir á árunum 2007 og 2009:

  1. Framlag á árinu 2007 skal vera 0,15% af gjaldstofni skv. III. kafla.

  2. Framlag á árinu 2008 skal vera 0,20% af gjaldstofni skv. III. kafla.

  3. Framlag á árinu 2009 skal vera 0,25% af gjaldstofni skv. III. kafla.

(2) Þrátt fyrir ákvæði 17., 18. og 19. gr. laganna skal fjárframlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða á árunum 2007–2009 eingöngu renna til lífeyrissjóða á samningssviði Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands.

Ákvæði til bráðabirgða IV, sbr. 29. gr. laga nr. 60/2012.

[Þrátt fyrir 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. og 23. gr. a skulu starfsendurhæfingarsjóðir, sem starfræktir eru á grundvelli laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, ekki fá tekjur af almennu tryggingagjaldi á árunum 2013, [2014, [2015, 2016, [2017 og 2018.]1) 2) 4) 5) 3)

1)
Sbr. 30. gr. laga nr. 140/2013. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 125/2014. 3)31. gr. laga nr. 124/2015. 4)Sbr. Sbr. 37. gr. laga nr. 125/2015. 5)Sbr. 45. gr. laga nr. 96/2017.

Ákvæði til bráðabirgða V, sbr. 15. gr. laga nr. 139/2013.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 2. gr. skal atvinnutryggingagjald vera 1,45% í staðgreiðslu á árinu 2014 og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2015 vegna tekna ársins 2014.

Ákvæði til bráðabirgða VI, sbr. 15. gr. laga nr. 139/2013

Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 2. gr. skal almennt tryggingagjald vera 6,04% í staðgreiðslu á árunum 2014 og 2015 og við álagningu opinberra gjalda á árunum 2015 og 2016 vegna tekna áranna 2014 og 2015.

Ákvæði til bráðabirgða VII, sbr. 15. gr. laga nr. 139/2013.

Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 3. gr. skal Atvinnuleysistryggingasjóður fá til ráðstöfunar 240 millj. kr. af tekjum almenns tryggingagjalds vegna ársins 2013. Ráðstöfun skv. 1. málsl. gengur framar framlagi til Tryggingastofnunar ríkisins skv. 6. tölul. 2. mgr. 3. gr. 

Ákvæði til bráðabirgða VII, sbr. 32. gr. laga nr. 124/2015.

Þrátt fyrir 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. skulu starfsendurhæfingarsjóðir, sem starfræktir eru á grundvelli laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, fá í sinn hlut 0,10% af gjaldstofni skv. III. kafla vegna áranna 2015 og 2016.

Fara efst á síðuna ⇑