Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.4.2024 05:18:13

Lög nr. 113/1990, kafli 6 - álagningarár 2019 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=113.1990.6&alagningarar=2019)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

[VI. KAFLI
Jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða.

Markmið.
17. gr.

Stuðla skal að því að mismunandi örorkubyrði lífeyrissjóða verði jöfnuð eins og nánar greinir í kafla þessum. Til að ná því markmiði skal ríkissjóður veita fjárframlag til lífeyrissjóða samkvæmt ákvæðum þessa kafla.

Fjárframlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða.
18. gr.

[Árlegt framlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða skal ákvarðað á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum. Framlagið skal að lágmarki nema 0,325% af fjárhæð gjaldstofns tryggingagjalds skv. III. kafla.]1) Framlagið skal greitt í október ár hvert og byggjast á upplýsingum ríkisreiknings um fjárhæð gjaldstofns tryggingagjalds næstliðins árs.

1)Sbr. 46. gr. laga nr. 47/2018.

Móttakendur framlags til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða.
19. gr.

Lífeyrissjóðir, sem taka við framlagi til að jafna örorkubyrði lífeyrissjóða, skulu hafa starfsleyfi frá [ráðherra]1), sbr. ákvæði laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

1)Sbr. 148. gr. laga nr. 126/2011.

Stjórnsýsla.
20. gr.

[Ráðuneytið]1) annast úthlutun og greiðslu framlaga til lífeyrissjóða samkvæmt kafla þessum.

1)Sbr. 148. gr. laga nr. 126/2011.

Skipting framlagsins milli lífeyrissjóða.
21. gr.

Framlagi til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða skal skipt milli lífeyrissjóða með eftirfarandi hætti:

  1. Fundin er hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í heildarörorkulífeyrisgreiðslum allra lífeyrissjóða á næstliðnu ári.

  2. Fundin er hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í skuldbindingum lífeyrissjóða til greiðslu örorkulífeyris umfram 10% af heildarskuldbindingum sjóðanna í framtíðinni miðað við tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða við lok næstliðins árs. Nú hefur lífeyrissjóður nýtt heimild samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, til þess að ákveða lágmark tryggingaverndar þannig að iðgjaldi sé varið að hluta til öflunar lífeyrisréttinda í séreign og skal þá verðmæti iðgjaldsgreiðslna vegna réttinda sem aflað er í séreign talið til skuldbindinga sjóðsins í framtíðinni þegar fundin er hlutdeild sjóðsins skv. 1. málsl.

  3. Meðaltalshlutfall skv. 1. og 2. tölul. myndar hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í framlagi til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða.

Reglugerðarheimild.
22. gr.

[Ráðherra]3) skal setja reglugerða) með nánari ákvæðum um skiptingu og úthlutun fjárframlags til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða [og meðferð framlagsins í uppgjöri sjóðanna.]2)]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 177/2006. 2)Sbr. 40. gr. laga nr. 128/2009. 3)Sbr. 148. gr. laga nr. 126/2011. a)Sbr. reglugerðir nr. 391/1998 og 1120/2016.
 

[VI. KAFLI A
Erlendir launagreiðendur.

Greiðsla tryggingagjalds. 
22. gr. a

 

(1) Erlendum launagreiðanda er heimilt að greiða tryggingagjald vegna starfsmanna sinna sem eru heimilisfastir hér á landi, enda skrái hann sig á launagreiðendaskrá, sbr. 19. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, vegna tryggingagjaldsins.

(2) Stofn til tryggingagjalds samkvæmt þessari grein er allar tegundir launa eða þóknana fyrir starf, hverju nafni sem nefnist, skv. 6. gr.

(3) Greiðsla tryggingagjalds samkvæmt ákvæði þessu skal vera endanleg greiðsla á staðgreiðsluári.

(4) Um greiðslutímabil, upplýsingar, eftirlit og viðurlög fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum laga þessara.]1)

1)Sbr. 20. gr. laga nr. 124/2015.

Fara efst á síðuna ⇑