Skattalagasafn ríkisskattstjóra 23.9.2019 17:47:28

Lög nr. 113/1990, kafli 6 - álagningarár 2019 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=113.1990.6&alagningarar=2019)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

[VI. KAFLI
Jöfnun örorkubyrđi lífeyrissjóđa.

Markmiđ.
17. gr.

Stuđla skal ađ ţví ađ mismunandi örorkubyrđi lífeyrissjóđa verđi jöfnuđ eins og nánar greinir í kafla ţessum. Til ađ ná ţví markmiđi skal ríkissjóđur veita fjárframlag til lífeyrissjóđa samkvćmt ákvćđum ţessa kafla.

Fjárframlag til jöfnunar örorkubyrđi lífeyrissjóđa.
18. gr.

[Árlegt framlag til jöfnunar örorkubyrđi lífeyrissjóđa skal ákvarđađ á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum. Framlagiđ skal ađ lágmarki nema 0,325% af fjárhćđ gjaldstofns tryggingagjalds skv. III. kafla.]1) Framlagiđ skal greitt í október ár hvert og byggjast á upplýsingum ríkisreiknings um fjárhćđ gjaldstofns tryggingagjalds nćstliđins árs.

1)Sbr. 46. gr. laga nr. 47/2018.

Móttakendur framlags til jöfnunar örorkubyrđi lífeyrissjóđa.
19. gr.

Lífeyrissjóđir, sem taka viđ framlagi til ađ jafna örorkubyrđi lífeyrissjóđa, skulu hafa starfsleyfi frá [ráđherra]1), sbr. ákvćđi laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa.

1)Sbr. 148. gr. laga nr. 126/2011.

Stjórnsýsla.
20. gr.

[Ráđuneytiđ]1) annast úthlutun og greiđslu framlaga til lífeyrissjóđa samkvćmt kafla ţessum.

1)Sbr. 148. gr. laga nr. 126/2011.

Skipting framlagsins milli lífeyrissjóđa.
21. gr.

Framlagi til jöfnunar örorkubyrđi lífeyrissjóđa skal skipt milli lífeyrissjóđa međ eftirfarandi hćtti:

  1. Fundin er hlutdeild hvers lífeyrissjóđs í heildarörorkulífeyrisgreiđslum allra lífeyrissjóđa á nćstliđnu ári.

  2. Fundin er hlutdeild hvers lífeyrissjóđs í skuldbindingum lífeyrissjóđa til greiđslu örorkulífeyris umfram 10% af heildarskuldbindingum sjóđanna í framtíđinni miđađ viđ tryggingafrćđilega stöđu lífeyrissjóđa viđ lok nćstliđins árs. Nú hefur lífeyrissjóđur nýtt heimild samkvćmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa, nr. 129/1997, til ţess ađ ákveđa lágmark tryggingaverndar ţannig ađ iđgjaldi sé variđ ađ hluta til öflunar lífeyrisréttinda í séreign og skal ţá verđmćti iđgjaldsgreiđslna vegna réttinda sem aflađ er í séreign taliđ til skuldbindinga sjóđsins í framtíđinni ţegar fundin er hlutdeild sjóđsins skv. 1. málsl.

  3. Međaltalshlutfall skv. 1. og 2. tölul. myndar hlutdeild hvers lífeyrissjóđs í framlagi til jöfnunar örorkubyrđi lífeyrissjóđa.

Reglugerđarheimild.
22. gr.

[Ráđherra]3) skal setja reglugerđa) međ nánari ákvćđum um skiptingu og úthlutun fjárframlags til jöfnunar örorkubyrđi lífeyrissjóđa [og međferđ framlagsins í uppgjöri sjóđanna.]2)]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 177/2006. 2)Sbr. 40. gr. laga nr. 128/2009. 3)Sbr. 148. gr. laga nr. 126/2011. a)Sbr. reglugerđir nr. 391/1998 og 1120/2016.
 

[VI. KAFLI A
Erlendir launagreiđendur.

Greiđsla tryggingagjalds. 
22. gr. a

 

(1) Erlendum launagreiđanda er heimilt ađ greiđa tryggingagjald vegna starfsmanna sinna sem eru heimilisfastir hér á landi, enda skrái hann sig á launagreiđendaskrá, sbr. 19. gr. laga um stađgreiđslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, vegna tryggingagjaldsins.

(2) Stofn til tryggingagjalds samkvćmt ţessari grein er allar tegundir launa eđa ţóknana fyrir starf, hverju nafni sem nefnist, skv. 6. gr.

(3) Greiđsla tryggingagjalds samkvćmt ákvćđi ţessu skal vera endanleg greiđsla á stađgreiđsluári.

(4) Um greiđslutímabil, upplýsingar, eftirlit og viđurlög fer ađ öđru leyti samkvćmt ákvćđum laga ţessara.]1)

1)Sbr. 20. gr. laga nr. 124/2015.

Fara efst á síđuna ⇑