Skattalagasafn ríkisskattstjóra 23.9.2019 17:34:06

Lög nr. 113/1990, kafli 4 - álagningarár 2019 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=113.1990.4&alagningarar=2019)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

IV. KAFLI
Stađgreiđsla tryggingagjalds.

Greiđslutímabil o.fl.
10. gr.

(1) Greiđslutímabil tryggingagjalds er almanaksmánuđur nema annađ sé tekiđ fram í lögum ţessum. Gjalddagi tryggingagjalds er 1. hvers mánađar vegna launa nćstliđins mánađar og eindagi 14 dögum síđar. Hafi gjaldandi eigi greitt á eindaga skal hann greiđa dráttarvexti frá og međ gjalddaga. Álag skv. 1. tölul. 2. mgr. 28. gr. laga nr. 45/1987, um stađgreiđslu opinberra gjalda, reiknast ekki.

(2) Gjaldskyldur ađili skal ótilkvaddur greiđa tryggingagjald til innheimtumanns ríkissjóđs, í Reykjavík tollstjóra.

(3) Ríkisskattstjóri ákveđur hvađ skuli koma fram í skilagreinum og greiđsluskjölum og ákveđur gerđ ţeirra. Um skilagreinar, svo og um yfirferđ, áćtlun og tilkynningar [ríkisskattstjóra]1) á stađgreiđsluári, gilda ađ öđru leyti ákvćđi laga nr. 45/1987, um stađgreiđslu opinberra gjalda, međ síđari breytingum.

1)Sbr. 62. gr. laga nr. 136/2009.

Upplýsingar, eftirlit, viđurlög o.fl.
11. gr.

Ákvćđi laga nr. 45/1987, um stađgreiđslu opinberra gjalda, međ síđari breytingum, skulu gilda um upplýsingar og eftirlit, viđurlög og málsmeđferđ tryggingagjalds ađ ţví er varđar skil ţess á stađgreiđsluári. Skulu ákvćđi ţeirra laga m.a. taka til dráttarvaxta, áćtlunar gjaldstofns og innheimtu vanskilafjár, ţar međ taliđ lögtaksréttar, stöđvunar atvinnurekstrar, refsinga, [---]1) rannsóknar og fyrningar gjaldkröfu.

1)Sbr. 233. gr. laga nr. 88/2008.
 

Fara efst á síđuna ⇑