Skattalagasafn ríkisskattstjóra 18.4.2024 20:41:20

Lög nr. 113/1990, kafli 3 - álagningarár 2019 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=113.1990.3&alagningarar=2019)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

III. KAFLI
Gjaldstofn.

Almennt.
6. gr.

(1) Stofn til tryggingagjalds er allar tegundir launa eða þóknana fyrir starf, hverju nafni sem nefnist, sem skattskyld eru skv. [1. tölul. A liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]4) Ekki skiptir máli í hvaða gjaldmiðli goldið er, hvort sem það er í reiðufé, fríðu, hlunnindum, vöruúttekt eða vinnuskiptum. [Til stofns telst enn fremur endurgjald sem ber að reikna manni sem vinnur við atvinnurekstur lögaðila þar sem hann er ráðandi aðili vegna eignar- eða stjórnunaraðildar]3).

(2) Gjaldstofn manns [vegna staðgreiðslu tryggingagjalds]1) sem vinnur við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal vera jafn fjárhæð reiknaðs endurgjalds sem hann telur sér til tekna eða bar að telja sér til tekna skv. 6. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Sama á við um reiknað endurgjald maka hans og barna innan 16 ára aldurs á tekjuárinu.

(3) [Gjaldstofn manns vegna vinnu hans við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal vera jafnhár fjárhæð skv. [2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. 58. gr. þeirra laga.]4) Gjaldstofn þessi skal þó eigi vera lægri en [748.224]2) kr. miðað við heilt ár. [---]2)]1).

1)Sbr. 36. gr. laga nr. 122/1993. 2)Sbr. 4. gr. laga nr. 141/1995. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 65/2002. 4)Sbr. 86. gr. laga nr. 129/2004.

Laun o.þ.h.
7. gr.

Til gjaldstofns skv. 6. gr. teljast meðal annars:

  1. [Hvers konar laun og þóknanir, þar með talið ákvæðislaun, biðlaun, nefndarlaun, stjórnarlaun, launauppbætur, staðaruppbætur, orlofsfé og greiðslur fyrir ónotað orlof og framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð [---]2)]1).

  2. Verkfærapeningar, flutningspeningar, fæðispeningar og þess háttar greiðslur.

  3. Ökutækjastyrkir og dagpeningar. [Þó skal ekki telja til gjaldstofns greiðslur dagpeninga sem heimilt er að halda utan staðgreiðslu samkvæmt lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, og reglugerðum og starfsreglum sem settar eru með stoð í þeim lögum.]1)

  4. Gjafir og risnufé sem teljast kaupuppbót og eftirgjöf lána sem telja má að komi í launa stað.

  5. Laun eða þóknanir fyrir störf unnin erlendis, greidd af íslenskum aðilum til manna sem eru heimilisfastir hér á landi.

1)Sbr. 44. gr. laga nr. 111/1992. 2)Sbr. 3. gr. laga nr. 156/1996.

Hlunnindi.
8. gr.

Til tryggingagjaldsskyldra hlunninda telst meðal annars fæði, húsnæði, fatnaður, bifreiðaafnot o.þ.h. Hlunnindi þessi skal reikna til gjaldstofns á sama verði og þau eru metin til tekna samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra. Önnur hlunnindi skulu metin til peninga eftir gangverði á hverjum stað og tíma.

Undanþágur frá gjaldstofni.
9. gr.

Undanþegnar tryggingagjaldi eru eftirtaldar greiðslur:

  1. Eftirlaun og lífeyrir sem Tryggingastofnun ríkisins eða lífeyrissjóður greiðir, enda starfi lífeyrissjóðurinn eftir reglum sem [ráðherra]3) samþykkir og sjóðurinn sé háður eftirliti [ráðuneytisins]3).

  2. Aðrar bætur greiddar af Tryggingastofnun ríkisins, [---]4) svo og [sjúkradagpeningar samkvæmt lögum um sjúkratryggingar, [slysabætur samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga]4) og]2) slysa og sjúkradagpeningar úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga.

  3. Bætur tryggingafélaga vegna atvinnutjóns af völdum slysa.

  4. Atvinnuleysisbætur.

  5. Greiðslur úr ríkissjóði vegna ríkisábyrgðar á launum.

  6. [Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði vegna fæðingarorlofs, svo og greiðslur launagreiðanda vegna fæðingarorlofs, þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur þeim hluta slíkra greiðslna sem launagreiðandinn fær endurgreiddan úr Fæðingarorlofssjóði.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 156/2000. 2)Sbr. 70. gr. laga nr. 112/2008. 3)Sbr. 148. gr. laga nr. 126/2011. 4)Sbr. 25. gr. laga nr. 88/2015.

Fara efst á síðuna ⇑