Skattalagasafn ríkisskattstjóra 28.3.2024 16:05:28

Lög nr. 113/1990, kafli 2 - álagningarár 2019 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=113.1990.2&alagningarar=2019)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

II. KAFLI
Gjaldskyldir aðilar.

Almennt.
4. gr.

(1) Gjaldskyldur samkvæmt lögum þessum telst hver sá aðili sem innir af hendi eða reiknar greiðslur sem teljast laun skv. III. kafla.

(2) Gjaldskyldan tekur til allra launagreiðenda, svo sem einstaklinga, félaga, sjóða og stofnana, sveitarfélaga og stofnana þeirra, ríkissjóðs, ríkisstofnana, erlendra verktaka og annarra þeirra aðila sem greiða laun eða hvers konar þóknanir fyrir starf. Enn fremur til allra þeirra sem vinna við eigin atvinnurekstur eða stunda sjálfstæða starfsemi.

(3) Ef milligöngumaður annast launagreiðslur skal hann gegna skyldum gjaldskylds aðila varðandi skil og greiðslur samkvæmt lögum þessum. Sama gildir um umboðsmann sem um ræðir í [2. mgr. 2. tölul. 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt].2)

(4) [Hafi Tryggingastofnun ríkisins fallist á umsókn um almannatryggingar hér á landi skv. [1. mgr. 5. gr. laga um almannatryggingar]3), með síðari breytingum, skal heimilt að taka við greiðslu tryggingagjalds og fullnægja þannig skilyrðum almannatryggingalaga um greiðslu þess. Ríkisskattstjóra er heimilt að setja reglur um upplýsinga- og skýrslugjöf og eftir atvikum reglur um rafræn skil samkvæmt þessari málsgrein.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 134/2002. 2)Sbr. 84. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 25. gr. laga nr. 88/2015.

Aðilar undanþegnir gjaldskyldu.
5. gr.

(1) Eftirtaldir aðilar eru undanþegnir tryggingagjaldi:

  1. [---]1)

  2. Erlendir þjóðhöfðingjar.

  3. Sendiráð og sendiherrar erlendra ríkja, sendiræðismenn og erlendir starfsmenn við sendiráð.

(2) Þeir sem taldir eru í 2. og 3. tölul. eru þó ekki undanþegnir gjaldskyldu af launum sem þeir kunna að greiða vegna atvika sem mundu skapa þeim skattskyldu hér á landi til tekjuskatts [---]2).

1)Sbr. 6. gr. laga nr. 84/2000. 2)Sbr. 85. gr. laga nr. 129/2004.

Fara efst á síðuna ⇑