Skattalagasafn ríkisskattstjóra 25.4.2024 14:11:53

Lög nr. 113/1990, kafli 1 - álagningarár 2019 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=113.1990.1&alagningarar=2019)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

I. KAFLI
Almenn ákvæði.

Upphafsákvæði.
1. gr.

(1) Launagreiðendur [samkvæmt lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda],3) skulu inna af hendi sérstakt gjald, tryggingagjald, af greiddum vinnulaunum, þóknunum, reiknuðu endurgjaldi og öðrum tegundum greiðslna og launa eftir því sem nánar segir í lögum þessum.

(2) [Tryggingagjald samkvæmt lögum þessum er samsett af tveimur gjöldum, almennu tryggingagjaldi og atvinnutryggingagjaldi.]1)

(3) Tryggingagjald skal innheimt samkvæmt lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, og lagt á með opinberum gjöldum samkvæmt [lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt],2) nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum.

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 141/1995. 2)Sbr. 83. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 2. gr. laga nr. 169/2007.

Hundraðshluti tryggingagjalds.
2. gr.

(1) [Atvinnutryggingagjald skal vera [1,35%]5)7)8)10)11)12) *1) af gjaldstofni skv. III. kafla.

(2) Fyrir lok október ár hvert skal Atvinnuleysistryggingasjóður gefa [ráðherra]9) skýrslu um fjárhagslega stöðu sjóðsins þar sem gerð verði grein fyrir fyrirsjáanlegum útgjöldum á næsta fjárhagsári með hliðsjón af [horfum]2) um atvinnuleysi og öðrum atriðum sem áhrif hafa á fjárhagslega stöðu sjóðsins. Ef niðurstaða skýrslunnar gefur tilefni til að breyta hundraðshluta atvinnutryggingagjalds skal [ráðherra]9) flytja frumvarp þar að lútandi á Alþingi.]1)

(3) [Almennt tryggingagjald skal vera [5,40%]6) 10)11)12)13) *2)  af gjaldstofni skv. III. kafla]3).

[---]4)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 141/1995. 2)Sbr. f-lið 2. gr. laga nr. 51/2002. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 134/2002. 4)Sbr. 1. gr. laga nr. 121/2003. 5)Sbr. 11. gr. laga nr. 90/2004. 6)Sbr. 1. gr. laga nr. 177/2006. 7)Sbr. 1. gr. laga nr. 70/2009. 8)Sbr. 38. gr. laga nr. 128/2009. 9)Sbr. 148. gr. laga nr. 126/2011. 10)Sbr. 1. gr. laga nr. 164/2011. 11)Sbr. 4. gr. laga nr. 146/2012. 12)Sbr. 13. gr. laga nr. 139/2013. 13)Sbr. 1. gr. laga nr. 54/2016*1)Atvinnutryggingagjald skal vera 1,45% í staðgreiðslu á árinu 2014 og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2015 vegna tekna ársins 2014, sbr. ákv. til brb. með lögum nr. 139/2013. *2)Almennt tryggingagjald skal vera 6,04% í staðgreiðslu á árunum 2014 og 2015 og við álagningu opinberra gjalda á árunum 2015 og 2016 vegna tekna áranna 2014 og 2015, sbr. ákv. til brg. með lögum nr. 139/2013.

Ráðstöfun tryggingagjalds.
3. gr.

(1) [Tekjur af atvinnutryggingagjaldi skulu renna til Atvinnuleysistryggingasjóðs. [Þó skulu tekjur af atvinnutryggingagjaldi vegna reiknaðs endurgjalds þeirra sem falla undir gildissvið laga um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga renna í hlutaðeigandi deild þess sjóðs.]2)

(2) Tekjum af almennu tryggingagjaldi skal ráðstafað sem hér segir:

  1. [---]12)

  2. [---]8)

  3. [---]6)

  4. [[0,325%]10) *1) af gjaldstofni skv. III. kafla renni til jöfnunar og lækkunar örorkubyrði lífeyrissjóða, sbr. VI. kafla.]5)

  5. [  ]5) Fæðingarorlofssjóður fái í sinn hlut sem nemi allt að [0,65%]4)8)9) af gjaldstofni skv. III. kafla.

  6. [  ]5) Tekjur af almennu tryggingagjaldi umfram það sem ákveðið er í [1.–5. tölul.]11) renni til Tryggingastofnunar ríkisins til að fjármagna lífeyris- og slysatryggingar almannatrygginga eftir reglum sem [ráðherra]7) setur með reglugerð.]3)

(3) Um hlutdeild opinberra byggingarsjóða í almennu tryggingagjaldi fer eftir ákvæðum laga um Húsnæðisstofnun ríkisins*2), svo og ákvæðum lánsfjárlaga og fjárlaga hverju sinni.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 141/1995. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 66/1997. 3)Sbr. 37. gr. laga nr. 95/2000. 4)Sbr. 12. gr. laga nr. 90/2004. 5)Sbr. 2. gr. laga nr. 177/2006. Ákvæðið kemur til framkvæmda 1. janúar 2010, sbr. 5. gr. s.l. Um ráðstöfun hluta tryggingagjalds til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða á árunum 2007-2009, sjá brbákv. III.  6)Sbr. 1. gr. laga nr. 158/2008. 7)Sbr. 148. gr. laga nr. 126/2011. 8)Sbr. 2. gr. laga nr. 164/2011. 9)Sbr. 14. gr. laga nr. 139/2013. 10)Sbr. 21. gr. laga nr. 33/201511)Sbr. 7. gr. laga nr. 59/2017. 12)Sbr. 45. gr. laga nr. 47/2018. *1)Með 1. gr. laga nr. 125/2014 lækkaði hlutfallið í 0,260% og ráðgert væri að breytingin kæmi til framkvæmda við staðgreiðslu tryggingagjalds frá 1. júlí 2015 og álagningu ársins 2016. Fallið var frá því með 21. gr. laga nr. 33/2015. *2)Húsnæðisstofnun ríkisins hefur verið lögð niður, sbr. 52. gr. laga nr. 44/1998.

 

Fara efst á síðuna ⇑