Skattalagasafn ríkisskattstjóra 16.4.2024 20:03:21

nr. 834/2003, kafli 11 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=834.2003.11)
Ξ Valmynd

XI. KAFLI
Ákvæði um birtingu ársreiknings og árshlutareiknings og gildistökuákvæði.

89. gr.

(1) Endurskoðaður og undirritaður ársreikningur þeirra fyrirtækja sem þessar reglur taka til, sbr. 1. mgr. 1. gr., ásamt skýrslu stjórnar skal sendur Fjármálaeftirlitinu innan 10 daga frá undirritun, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir lok reikningsárs.

(2) Árshlutareikningur skal liggja fyrir eigi síðar en tveimur mánuðum eftir uppgjörsdag, áritaður af stjórn og framkvæmdastjóra. Hafi árhlutareikningurinn verið endurskoðaður eða kannaður skal hann jafnframt áritaður af endurskoðanda fyrirtækisins. Áritaður árshlutareikningur skal sendur Fjármálaeftirlitinu jafnskjótt og hann liggur fyrir.

90. gr.

     Innan sömu tímamarka og um getur í næstu gr. á undan skulu sömu fyrirtæki senda Fjármálaeftirlitinu sundurliðaðan ársreikning á sérstökum eyðublöðum sem Fjármálaeftirlitið lætur í té.


91. gr.

     Ársreikningur ásamt skýrslu stjórnar skal liggja frammi á afgreiðslustað hlutaðeigandi fyrirtækis og afhentur hverjum viðskiptaaðila sem þess óskar innan tveggja vikna frá samþykkt aðalfundar. Árshlutareikningur skal liggja frammi á starfsstöð fyrirtækisins og afhentur viðskiptaaðilum sem þess óska.

92. gr.

     Reglur þessar eru settar með tilvísun til 2. mgr. 88. gr., 96. gr. og 9. mgr. 97. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Reglurnar öðlast gildi þegar í stað. Jafnframt falla þá úr gildi reglur nr. 692/2001, um ársreikninga lánastofnana, með síðari breytingum, sbr. reglur nr. 51/2002 og nr. 755/2002, og reglur nr. 691/2001, um árshlutauppgjör lánastofnana.
 

Fara efst á síðuna ⇑