Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.4.2024 10:05:28

nr. 834/2003, kafli 10 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=834.2003.10)
Ξ Valmynd

X. KAFLI
Ákvæði um árshlutareikning.

88. gr.

(1) Árshlutareikningur skal hafa að geyma rekstrar- og efnahagsreikning, fjárstreymisyfirlit og skýringar. Ákvæði kafla 2 – 9 í þessum reglum gilda um árshlutareikning eftir því sem við getur átt varðandi innihald, framsetningu og skýringar og mat á efnahagsliðum. Í skýringum skal sérstaklega veita upplýsingar um einstaka gjalda- og tekjuliði sem kynnu að gefa villandi mynd af afkomu viðkomandi tímabils. Afskriftaþörf útlána skal byggð á sjálfstæðu mati með sambærilegum hætti og gert er við ársuppgjör.

(2) Í árshlutauppgjöri skal sýna samanburðartölur miðað við sama tímabil fyrra árs.
 

Fara efst á síðuna ⇑