Reglur
nr. 834/2003, um reikningsskil lánastofnana.
I. KAFLI
Gildissvið og skilgreiningar.
1. gr.
(1) Reglur þessar gilda fyrir eftirtalda aðila:
-
lánastofnanir, þ.e. viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki og rafeyrisfyrirtæki, sbr. 1. – 4. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki,
-
útibú lánastofnana með aðalstöðvar sínar í ríki utan hins evrópska efnahagssvæðis, og
-
dótturfyrirtæki, sbr. 2. mgr. 82. gr. þessara reglna.
(2) Þeir aðilar, sem taldir eru upp í 1. mgr. þessarar greinar, nefnast fyrirtæki í eftirfarandi greinum.
(3) Reglurnar gilda ennfremur um eftirtalda aðila:
-
samstæður þar sem móðurfyrirtæki er eitthvert þeirra fyrirtækja sem nefnt er í 1. tölul. 1. mgr. þessarar greinar, og
-
samstæður þar sem móðurfyrirtæki er annaðhvort alfarið eða að stærstum hluta eigandi að hlutum í dótturfyrirtækjum sem eru lánastofnanir eða fyrirtæki tengd fjármálasviði.
2. gr.
Í þessum reglum er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
Dótturfyrirtæki: Fyrirtæki sem hefur þau tengsl við móðurfyrirtæki sem kveðið er á um í 1. mgr. 97. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr.161/2002. Sjá einnig Hlutdeildarfyrirtæki; Samstæða, samstæðufyrirtæki; Tengt fyrirtæki; Rekstrarfélag; Fullnustufélag.
Eftirstöðvatími: Tímabil frá uppgjörsdegi til gjalddaga. Þegar um útlán eða skuldir með afborgunarskilmálum er að ræða skal eftirstöðvatími reiknaður frá uppgjörsdegi til gjalddaga hverrar afborgunar. Þegar um er að ræða sérstök innlán og önnur bundin innlán telst eftirstöðvatími sá tími sem er frá uppgjörsdegi reikningsskilanna til fyrsta mögulega útborgunardags innstæðunnar. Þegar um er að ræða yfirdráttarlán, afurðalán eða rekstrarlán telst eftirstöðvatími sá tími sem er á milli uppgjörsdags reikningsskilanna til þess dags þegar næst verður samið um framlengingu yfirdráttar/lánveitingar.
Fjárfestingarverðbréf: Markaðsskuldabréf svo og hlutabréf sem fyrirtæki hefur með formlegum hætti tekið ákvörðun um að eiga til lengri tíma, skemmst eitt ár. Til slíkra bréfa teljast ekki hlutir í hlutdeildarfyrirtækjum eða tengdum fyrirtækjum. Sjá einnig Veltuverðbréf.
Fyrirtæki tengt fjármálasviði: Fyrirtæki sem ekki er lánastofnun og starfar einkum að öflun eignarhluta eða stundar einhverja eða alla þá starfsemi sem um getur í 2.-12. tölul. 1. mgr. 20 gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
Framvirk viðskipti (e. Future transactions): Viðskipti sem gerð eru upp þremur dögum eftir upphafsdag þeirra eða síðar. Sjá einnig Núviðskipti.
Fullnustufélag: Félag sem fyrirtæki hefur eignast hlut í vegna endurskipulagningar félagsins eða til fullnustu kröfu, sbr. ákvæði 22. gr. laga nr. 161/2002. Sjá einnig Rekstrarfélag.
Gjaldkræf krafa: Krafa sem fyrirtæki getur krafist endurgreiðslu á án fyrirvara. Sjá einnig Víkjandi krafa/skuld.
Gjaldkræf skuld: Skuld sem lánardrottinn getur krafist greiðslu á án fyrirvara. Sjá einnig Víkjandi krafa/skuld.
Hlutdeild: Hlutur í hlutdeildarfyrirtækjum eða tengdum fyrirtækjum sem ætlaður er til varanlegrar eignar.
Hlutdeildarfyrirtæki: Fyrirtæki, þó ekki dótturfyrirtæki, sem annað félag og dótturfyrirtæki þess eiga eignarhluta í og hafa veruleg áhrif á eða beinn og óbeinn eignarhlutur nemur 20% eða meira af eigin fé eða atkvæðisrétti.
Hlutur: Hlutabréf í hlutafélagi eða eignarhlutdeild í eigin fé annarra félaga.
Lánastofnun: Fjármálafyrirtæki sem fengið hefur starfsleyfi skv. 1.-4. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki . Sjá einnig Fyrirtæki tengt fjármálasviði.
Markaðsverðbréf: Framseljanlegt verðbréf (skuldabréf, hlutabréf eða hlutdeildarskírteini) sem boðið er einstaklingum og/eða lögaðilum til kaups með útboði þar sem öll helstu einkenni bréfa í hverjum flokki eru hin sömu, þar á meðal nafn útgefanda (skuldara), fyrsti vaxtadagur og endurgreiðslu-, vaxta- og uppsagnarákvæði eftir því sem við á. Sjá einnig Fjárfestingarverðbréf; Veltuverðbréf.
Móðurfyrirtæki: Fyrirtæki skilgreint í 1. mgr. 97. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og 2. tölulið 3. mgr. 1. gr. þessara reglna. Sjá einnig Dótturfyrirtæki; Samstæða, samstæðufyrirtæki; Tengt fyrirtæki.
Núviðskipti (e. Spot transactions): Viðskipti sem gerð eru upp eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir upphafsdag þeirra. Sjá einnig Framvirk viðskipti.
Opinber aðili: Ríki eða sveitarfélag á Íslandi eða samsvarandi aðili í öðrum löndum.
Óvaxtaberandi útlán: Til slíkra eigna teljast öll útlán sem sérstakar afskriftir hafa verið færðar fyrir og önnur vaxtafryst útlán, sbr. ennfremur viðauka I með reglum þessum. Við flokkun óvaxtaberandi útlána er heimilt að undanskilja þau lán viðkomandi lánþega sem talin eru að fullu tryggð.
Raunveruleg sölu- og endurkaupaviðskipti: Sölu- og endurkaupaviðskipti þar sem afsalshafi hefur skuldbundið sig til að skila eignunum aftur. Sjá einnig Sala með endurkauparétti.
Rekstrarfélag: Félag sem hefur það hlutverk að sjá um eignarhald og rekstur fullnustueigna.fyrirtækis. Sjá einnig Fullnustufélag.
Sala með endurkauparétti: Sölu- og endurkaupaviðskipti þar sem afsalshafi á rétt á, en hefur ekki skuldbundið sig til, að skila eignunum aftur. Sjá einnig Raunveruleg sölu- og endurkaupaviðskipti.
Samstæða, samstæðufyrirtæki: Móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki þess.
Skráð verðbréf: Verðbréf sem hefur verið skráð á skipulegum verðbréfamarkaði.
Sölu- og endurkaupaviðskipti: Viðskipti sem fela í sér framsal fyrirtækis eða viðskiptavinar (framseljanda) til annars fyrirtækis eða viðskiptavinar (afsalshafa) á eignum, t.d. víxlum, skuldabréfum eða framseljanlegum verðbréfum, með samningi um að sömu eignir verði síðar framseldar aftur til framseljanda á tilteknu verði. Sjá einnig Raunveruleg sölu- og endurkaupaviðskipti; Sala með endurkauparétti.
Tengt fyrirtæki: Dótturfyrirtæki fyrirtækis, móðurfyrirtæki þess eða systurfyrirtæki (þ.e. fyrirtæki undir sama móðurfyrirtæki).
Veltuverðbréf: Markaðsverðbréf sem er ekki aflað í þeim tilgangi að halda því til varanlegrar eignar í rekstri. Sjá einnig Fjárfestingarverðbréf.
Víkjandi krafa/skuld: Krafa sem við slit eða gjaldþrot lántakanda er endurgreidd í samræmi við lánsskilmála á eftir öllum öðrum kröfum á hendur lántakanda. Sjá einnig Gjaldkræf krafa; Gjaldkræf skuld.
3. gr.
(1) Fyrirtæki samkvæmt 1. mgr. 1. gr. skulu semja ársreikning, sbr. kafla 2-8 í þessum reglum og skýrslu stjórnar. Fyrirtæki samkvæmt 1. mgr. 1. gr. með heildareignir yfir 2.000 m.kr. skulu ennfremur semja árshlutareikning miðað við 30. júní ár hvert, sbr. kafla 10 í þessum reglum.
(2) Samstæður samkvæmt 3. mgr. 1. gr. skulu semja ársreikning á samstæðugrundvelli, sbr. kafla 2-9 í þessum reglum og skýrslu stjórnar. Samstæður samkvæmt 3. mgr. 1. gr. með heildareignir yfir 2.000 m.kr. skulu ennfremur semja árshlutareikning miðað við 30. júní ár hvert, sbr. kafla 10 í þessum reglum.
II. KAFLI
Yfirlit yfir efnahagsliði og liði utan efnahagsreiknings.
4. gr.
EIGNIR
- Sjóður og óbundnar innstæður í seðlabanka o.fl.
- Ríkisvíxlar og aðrir víxlar endurseljanlegir í seðlabanka.
- Kröfur á lánastofnanir o.fl.
3.1. Bundnar kröfur á seðlabanka.*
3.2. Kröfur á lánastofnanir.*
- Útlán o.fl.
4.1. Útlán til viðskiptavina.*
4.2. Eignarleigusamningar.*
4.3. Fullnustueignir.*
- Markaðsskuldabréf og önnur verðbréf með föstum tekjum.
5.1. Veltuskuldabréf o.fl. útgefið af opinberum aðilum.*
5.2. Veltuskuldabréf o.fl. útgefið af öðrum aðilum.*
5.3. Fjárfestingarskuldabréf o.fl. útgefið af opinberum aðilum.*
5.4. Fjárfestingarskuldabréf o.fl. útgefið af öðrum aðilum.*
- Hlutabréf og önnur verðbréf með breytilegum tekjum.
6.1. Veltuhlutabréf o.fl.*
6.2. Fjárfestingarhlutabréf o.fl.*
- Hlutir í hlutdeildarfyrirtækjum.
7.1. Hlutir í lánastofnunum.*
7.2. Hlutir í öðrum fyrirtækjum.*
- Hlutir í tengdum fyrirtækjum.
8.1. Hlutir í lánastofnunum.*
8.2. Hlutir í öðrum fyrirtækjum.*
- Óefnislegar eignir.
9.1. Viðskiptavild.*
9.2. Aðrar óefnislegar eignir.*
- Rekstrarfjármunir.
10.1. Húseignir og lóðir.*
10.2. Húsbúnaður, tæki o.fl.*
- Rekstrarleigueignir.
- Aðrar eignir.
- Fyrirframgreidd gjöld og áfallnar óinnheimtar tekjur.
Eignir samtals.
_____________________________
Nánari skýringar á stjörnumerkingu
er að finna í 6. gr. í 4. kafla.
SKULDIR OG EIGIÐ FÉ
- Skuldir við lánastofnanir o.fl.
1.1. Gjaldkræfar skuldir.*
1.2. Aðrar skuldir við lánastofnanir.*
- Innlán.
2.1. Óbundin innlán.*
2.2. Bundin innlán (allt að 3 mán.).*
2.3. Bundin innlán (> 3 mán.).*
2.4. Sérstök innlán.*
- Lántaka.
3.1. Verðbréfaútgáfa.*
3.2. Lán frá lánastofnunum.*
3.3. Önnur lántaka.*
- Aðrar skuldir.
- Áfallin gjöld og fyrirframinnheimtar tekjur.
- Reiknaðar skuldbindingar.
6.1. Lífeyrisskuldbindingar.*
6.2. Skattskuldbindingar.*
6.3. Aðrar skuldbindingar.*
- Víkjandi skuldir.
- Eigið fé.
8.1. Hlutafé/stofnfé.
8.2. Varasjóðir.
8.3. Endurmatsreikningur.
8.4. Óráðstafað eigið fé.
Skuldir og eigið fé samtals.
LIÐIR UTAN EFNAHAGSREIKNINGS
- Ábyrgðir o.fl.
1.1. Veittar ábyrgðir.*
1.2. Framseld skuldaskjöl o.fl.*
- Aðrar skuldbindingar utan efnahagsreiknings.
2.1. Sala með endurkauparétti.*
2.2. Eignir keyptar samkvæmt framvirkum kaupsamningi.*
2.3. Óafturkallanleg lánsloforð.*
2.4. Aðrar skuldbindingar utan efnahagsreiknings.*
III. KAFLI
Yfirlit yfir liði rekstrarreiknings.
5. gr.
REKSTRARREIKNINGUR
- Vaxtatekjur o.fl.
1.1. Vaxtatekjur af kröfum á lánastofnanir o.fl.*
1.2. Vaxtatekjur af útlánum o.fl.*
1.3. Vaxtatekjur af markaðsskuldabréfum o.fl.*
1.4. Aðrar vaxtatekjur o.fl.*
Vaxtatekjur o.fl. samtals.
- Vaxtagjöld o.fl.
2.1. Vaxtagjöld til lánastofnana.*
2.2. Vaxtagjöld af innlánum o.fl.*
2.3. Vaxtagjöld af lántöku o.fl.*
2.4. Vaxtagjöld af víkjandi skuldum.*
2.5. Önnur vaxtagjöld o.fl.*
Vaxtagjöld o.fl. samtals.
A. HREINAR VAXTATEKJUR
- Tekjur af hlutabréfum o.fl. og öðrum eignarhlutum.
3.1. Tekjur af veltu- og fjárfestingarhlutabréfum o.fl.*
3.2. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfyrirtækja í fjármálastarfsemi.*
3.3. Tekjur af öðrum hlutdeildarfyrirtækjum.
3.4. Tekjur af hlutum í tengdum fyrirtækjum.*
Tekjur af hlutabréfum o.fl. og öðrum eignarhlutum samtals
- Þóknunartekjur o.fl.
4.1. Ábyrgðarþóknun.*
4.2. Aðrar þóknunartekjur.*
Þóknunartekjur o.fl. samtals.
- Þóknunargjöld.
- Gengishagnaður/tap.
6.1. Gengishagnaður/tap af veltuskuldabréfum o.fl.*
6.2. Gengishagnaður/tap af veltuhlutabréfum o.fl.*
6.3. Gengishagnaður/tap af gjaldeyrisviðskiptum.*
6.4. Gengishagnaður/tap af öðrum fjármálaskjölum.*
Gengishagnaður/tap samtals.
- Aðrar rekstrartekjur.
7.1. Rekstrarleigutekjur.*
7.2. Ýmsar rekstrartekjur.*
B. HREINAR REKSTRARTEKJUR
- Almennur rekstrarkostnaður.
8.1. Laun og launatengd gjöld.
8.1.1. Laun.*
8.1.2. Lífeyriskostnaður.*
8.1.3. Önnur launatengd gjöld.*
8.2. Annar rekstrarkostnaður.
Almennur rekstrarkostnaður samtals.
- Afskriftir rekstrarfjármuna, rekstrarleigueigna o.fl.
9.1. Afskriftir óefnislegra eigna.*
9.2. Afskriftir fasteigna.*
9.3. Afskriftir húsbúnaðar, tækja o.fl.*
9.4 Afskriftir rekstrarleigueigna.*
Afskriftir rekstrarfjármuna, rekstrarleigueigna o.fl. samtals.
- Önnur rekstrargjöld.
- Framlög í afskriftareikning útlána o.fl.
- Matsverðsbreyting á fjárfestingarverðbréfum o.fl.
12.1 Matsverðsbreyting á fjárfestingarverðbréfum.*
12.2. Matsverðsbreyting á hlutum í hlutdeildarfyrirtækjum.*
12.3. Matsverðsbreyting á hlutum í tengdum fyrirtækjum.*
12.4. Aðrar matsverðsbreytingar.*
Matsverðsbreytingar á fjárfestingarverðbréfum o.fl. samtals.
C. HAGNAÐUR/TAP FYRIR SKATTA
- Skattar.
13.1. Reiknaður tekjuskattur.
13.2. Eignarskattur.
Tekjuskattur og eignarskattur samtals.
D. HAGNAÐUR/TAP AF REGLULEGRI STARFSEMI EFTIR SKATTA
- Hagnaður/tap af óreglulegri starfsemi.
14.1. Óreglulegar tekjur.*
14.2. Óregluleg gjöld.*
14.3. Reiknaður skattur af óreglulegri starfsemi.*
Hagnaður/tap af óreglulegri starfsemi samtals.
E. HAGNAÐUR/TAP ÁRSINS
IV. KAFLI
Almenn ákvæði um efnahagsreikning,
rekstrarreikning, sjóðstreymi og liði utan efnahagsreiknings.
6. gr.
(1) Við framsetningu á efnahagsreikningi, rekstrarreikningi og sjóðstreymi fyrirtækis skal fylgja þeirri uppsetningu sem fram kemur í 2. og 3. kafla þessara reglna og viðauka IV með reglunum. Heimilt er að draga saman þá undirliði í efnahagsreikningi og rekstrarreikningi sem eru með stjörnumerkingu í kafla 2 og 3, enda verði liðir sem þannig eru sameinaðir sundurliðaðir sérstaklega í skýringum í ársreikningi. Skilyrði fyrir slíkri sameiningu eru þessi:
- að slík sameining hafi ekki áhrif á að reikningsskilin gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu og afkomu fyrirtækis, og
- að slík sameining liða varpi skýrara ljósi á reikningsskilin.
(2) Að uppfylltum framangreindum skilyrðum er ennfremur heimilt að draga saman liði í sjóðstreymi. Í viðauka IV er gerð nánari grein fyrir einstökum atriðum varðandi gerð sjóðstreymis.
7. gr.
Eftirtalda liði ber að sýna sérstaklega sem undirliði með viðeigandi liðum í efnahagsreikningi nema fjárhæð þeirra og/eða mikilvægi sé þannig að nægjanlegt sé talið að þeir séu sundurliðaðir sérstaklega í skýringum viðeigandi liða í reikningsskilunum, sbr. skilyrði í 6.gr.:
- kröfur á eða skuldir við tengd félög,
- kröfur á eða skuldir við félög sem fyrirtæki á hlutdeild í,
- kröfur á eða skuldir við dótturfélag sem fyrirtæki á hlutdeild í, enda sé ekki um samstæðuuppgjör þessara fyrirtækja að ræða,
- kröfur á eða skuldir við félag sem fyrirtæki hefur tímabundið eignast hlut í sem lið í fjárhagslegri endurskipulagningu þess félags eða til að ljúka viðskiptum við félagið, og
- víkjandi eignir, þ.e. eignir sem við slit eða gjaldþrot koma fyrst til endurgreiðslu á eftir kröfum annarra lánardrottna.
8. gr.
(1) Mat á einstökum liðum ársreiknings skal vera í samræmi við eftirfarandi almennar reglur:
-
Gera skal ráð fyrir að fyrirtækið haldi starfsemi sinni áfram.
-
Samræmi skal vera í notkun matsaðferða frá einu reikningsári til annars.
-
Í mati skal gætt tilhlýðilegrar varfærni og skal þannig meðal annars:
-
aðeins telja hagnað með sé hann þegar áunninn á uppgjörsdegi,
-
taka til greina allar fyrirsjáanlegar skuldir og allt tap sem myndast hefur á reikningsárinu eða í tengslum við fyrri reikningsár, jafnvel þótt skuldirnar eða tapið komi fyrst í ljós milli uppgjörsdags og þess dags þegar reikningsskil eru undirrituð,
-
taka til greina verðmætarýrnun, hvort sem tap eða hagnaður er á reikningsárinu, og
-
þegar óvissa ríkir, velja þann kost sem er líklegastur til að leiða ekki til ofmats eigna og hreinna tekna.
-
-
Taka skal til greina tekjur og gjöld sem varða reikningsárið án tillits til þess hvenær tekjur eru innheimtar eða greiðslur inntar af hendi.
-
Þá þætti sem mynda einstaka eigna- og skuldaliði, skal meta hvern fyrir sig.
-
Efnahagsreikningur við upphaf hvers reikningsárs skal samsvara efnahags-reikningi við lok fyrra reikningsárs.
(2) Óheimilt er að jafna út eignir á móti skuldum eða tekjur á móti gjöldum nema annað komi fram í reglum þessum.
(3) Frávik frá hinum almennu reglum samkvæmt þessari grein eru heimil í undantekningartilvikum. Sé um veruleg frávik að ræða skal geta þeirra í skýringum í reikningsskilum og tilgreina ástæður og áhrif á fjárhagsstöðu og afkomu.
9. gr.
(1) Þegar margar lánastofnanir hafa veitt svonefnt fjölbankalán skal sérhver lánastofnun, sem hlutdeild á í láninu, aðeins tilgreina þann hluta af heildarláninu sem hún hefur sjálf fjármagnað.
(2) Þegar um er að ræða fjölbankalán og fjármögnunin, sem lánastofnun ábyrgist, fer fram úr þeirri lánsfjárhæð, sem hún hefur veitt, skal sá hluti ábyrgðarinnar tilgreindur sem ábyrgð undir lið 1.1 í liðum utan efnahags.
10. gr.
(1) Við raunveruleg sölu- og endurkaupaviðskipti skal halda áfram að tilgreina framseldar eignir í efnahagsreikningi framseljanda. Kaupverðið, sem framseljandi tekur á móti, skal tilgreint sem skuld við afsalshafa. Að auki skal verðmæti framseldra eigna tilgreint í skýringum í ársreikningi framseljanda. Afsalshafi á ekki að tilgreina framseldar eignir í efnahagsreikningi sínum, heldur færist kaupverðið sem krafa á framseljandann.
(2) Þegar um sölu með endurkauparétti er að ræða skal framseljandi ekki tilgreina í efnahagsreikningi sínum framseldar eignir. Framseljandi skal færa undir lið 2.1, „Sala með endurkauparétti“, undir liðum utan efnahagsreiknings þá fjárhæð sem samsvarar hinu umsamda endurkaupaverði.
(3) Framvirk gjaldeyrisviðskipti, skiptiréttur, viðskipti sem fela í sér útgáfu skuldabréfa með skuldbindingu um að kaupa aftur hluta eða alla útgáfuna fyrir gjalddaga eða sambærileg viðskipti skulu ekki teljast sölu- eða endurkaupaviðskipti samkvæmt þessari grein.
V. KAFLI
Sérstök ákvæði um einstaka liði í efnahagsreikningi
og liði utan efnahagsreiknings.
11. gr.
Eignaliður 1. „Sjóður og óbundnar innstæður í seðlabanka o.fl.“.
(1) Til sjóðs skal telja alla löglega gjaldmiðla, þar með talda erlenda seðla og mynt.
(2) Ennfremur færast undir þennan eignalið innstæður hjá seðlabanka og póstgíró (póstbönkum) í þeim löndum þar sem fyrirtækið er með starfsemi. Slíkar innstæður verða að vera lausar til ráðstöfunar hvenær sem er. Aðrar kröfur á slík fyrirtæki á að tilgreina sem kröfur á lánastofnanir (3. eignaliður) sem útlán (4. eignaliður) eða sem markaðsskuldabréf (5. eignaliður).
12. gr.
Eignaliður 2. „Ríkisvíxlar og aðrir víxlar endurseljanlegir í seðlabanka“.
Á þennan eignalið skal færa ríkisvíxla og sambærilega víxla útgefna af opinberum aðilum sem hægt er að nota til endursölu í seðlabanka í þeim löndum þar sem fyrirtækið er með starfsemi. Á þennan eignalið má aðeins færa víxla sem fyrirtækið hefur á uppgjörsdegi skilyrðislausan rétt á að endurselja. Ríkisskuldabréf og önnur sambærileg skuldaskjöl gefin út af opinberum aðilum skulu færast undir eignalið 5, „Markaðsskuldabréf o.fl“. Við færslu sölu- og endurkaupaviðskipta með verðbréf samkvæmt þessari grein ber að fylgja ákvæðum 10. gr. reglnanna.
13. gr.
Eignaliður 3. „Kröfur á lánastofnanir o.fl.“.
(1) Á eignalið 3.1, „Bundnar kröfur á seðlabanka“, skal færa allar kröfur á seðlabanka aðrar en þær sem tilgreindar eru í 11. gr. Í skýringum skal sérgreina bundnar kröfur á seðlabanka í annars vegar bundnar kröfur samkvæmt bindiskyldureglum og hins vegar aðrar bundnar kröfur.
(2) Á eignalið 3.2, „Kröfur á lánastofnanir“, skal færa allar kröfur á lánastofnanir, innlendar og erlendar, aðrar en skuldabréf og önnur verðbréf sem færast eiga á eignalið 5, „Markaðsskuldabréf og önnur verðbréf með föstum tekjum“, sbr. 15. gr. hér á eftir. Tékkakröfur á lánastofnanir og seðlabanka færast á eignalið 3.2.
(3) Kröfur á lánastofnanir, sem tengjast framvirkum viðskiptum eða viðskiptum með skiptirétt (options), skulu færast á eignalið 3.2.
(4) Víkjandi kröfur á lánastofnanir, sem ekki eru útgefnar sem markaðsbréf, skulu færast á eignalið 3.2. sbr. 2. mgr. 23. gr.
(5) Með lánastofnun samkvæmt þessari grein er átt við fyrirtæki sem tilgreind eru í 1. tl. 1. mgr. þessara reglna , auk seðlabanka og alþjóðlegra og fjölþjóðlegra bankafyrirtækja. Undir lánastofnanir í þessum skilningi falla því eftirtaldar stofnanir:
- Viðskiptabankar og sparisjóðir, og sambærileg fyrirtæki erlendis. Ennfremur Póstgíróstofan sem heimild hefur til þess að taka á móti innlánum, sbr. lög nr. 19/2002, og sambærileg fyrirtæki erlendis,
- lánafyrirtæki og sambærileg fyrirtæki erlendis,
- Seðlabanki Íslands og sambærilegar stofnanir erlendis, og
- alþjóðlegar fjármálastofnanir og fjölþjóðlegar lánastofnanir svo sem Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) og Fjárfestingarbanki Evrópu (EIB).
14. gr.
Eignaliður 4. „ Útlán o.fl.“.
(1) Á eignalið 4.1, „Útlán til viðskiptavina“, skal færa allar kröfur, þ.m.t. áfallna vexti, á innlenda eða erlenda viðskiptavini aðra en lánastofnanir, án tillits til kröfuheitis. Kröfur, sem flokkast sem markaðsskuldabréf, skal þó færa undir eignalið 5, „Markaðsskuldabréf og önnur verðbréf með föstum tekjum“, sbr. 15. gr. hér á eftir.
(2) Á eignalið 4.2, „Eignarleigusamningar“, skal færa alla eignarleigusamninga vegna fjármögnunar- og kaupleigusamninga. Eign, sem fyrirtæki hefur yfirtekið til fullnustu fjármögnunar- eða kaupleigusamnings eða við lok samningstíma slíks samnings, skal færa undir eignalið 4.3, „Fullnustueignir“.
(3) Í skýringum með ársreikningi skulu útlán að lágmarki sundurliðuð eftir eftirstöðvatíma útlána í samræmi við viðauka III með þessum reglum, sbr. einnig 61. gr. Við sundurliðun útlána með afborgunarskilmálum skal eftirstöðvatíminn reiknast frá uppgjörsdegi til gjalddaga hverrar afborgunar.
(4) Afskriftareikningur útlána skal færast til lækkunar á viðeigandi útlánalið.
(5) Ótekjufærð afföll af kröfum skulu dragast frá viðeigandi útlánalið.
(6) Hafi fyrirtæki yfirtekið fasteign eða lausafjármuni til að tryggja fullnustu kröfu skal færa áætlað raunvirði (markaðsverð) þess undir eignalið 4.3, „Fullnustueignir“. Fjárhæð viðkomandi útlána færist til lækkunar á eignalið 4.1, „Útlán til viðskiptavina“, en yfirtekin áhvílandi lán á fullnustueign færast á skuldalið 4, „Aðrar skuldir“. Heimilt er að halda eign, sem fyrirtæki hefur eignast til fullnustu kröfu, á eignalið 4.1, „Útlán til viðskiptavina“, í allt að 6 mánuði frá því að eignin var formlega yfirtekin, enda eigi fyrirtækið enn kröfu á upprunalegan skuldara og talið sé fært að selja fullnustueignina innan eins árs frá því að eignin var yfirtekin. Fullnustueignir skal færa á áætluðu raunvirði.
(7) Á eignalið 4.3 skal einnig færa áætlað raunvirði hlutabréfa eða eignarhluta í fullnustufélögum og rekstrarfélögum, sbr. skilgreiningar í 2. gr. Útlán til sömu félaga skulu einnig færast hér enda sé fullnustufélag eða rekstrarfélag komið í meirihlutaeign fyrirtækisins og/eða annarra lánastofnana og útlánin ekki talin að fullu tryggð.
(8) Í skýringum með eignalið 4.3 skal sundurliða fullnustueignir í fasteignir og lausafjármuni svo og eignarhluti og útlán sbr. næstu mgr. á undan. Einnig skulu í skýringum koma fram upplýsingar um heildarverðmæti allra fullnustueigna fyrirtækisins, þ.e. allra fullnustueigna sem fyrirtækið er formlegur eigandi að. Einnig skulu í skýringum með þessum eignaliðum koma fram upplýsingar um eignarhluta fyrirtækis og rekstrarafkomu og eiginfjárstöðu einstakra fullnustu- og rekstrarfélaga.
(9) Sé um að ræða eignarhluta í fullnustufélagi sem er lánastofnun skal ársreikningur eða árshlutareikningur viðkomandi fyrirtækis fylgja reikningsskilunum enda sé félagið ekki með í samstæðuuppgjöri.
(10) Fjármálaeftirlitið getur veitt fyrirtæki undanþágu frá birtingu upplýsinga samkvæmt síðasta málslið 8. mgr. og 9. mgr. þessarar greinar.
15. gr.
Eignaliður 5. „Markaðsskuldabréf og önnur verðbréf með föstum tekjum“.
(1) Á eignaliði 5.1, og 5.2, „Veltuskuldabréf o.fl.“, skal færa markaðsskuldabréf og önnur skuldaskjöl, þ.m.t. markaðsverðbréf í formi víkjandi krafna, sem eru veltuverðbréf, og gefin eru út af lánastofnunum, öðrum fyrirtækjum eða opinberum aðilum. Slík skuldaskjöl, sem gefin eru út af hinum síðastnefndu, skulu þó aðeins talin með ef þau eru ekki færð undir eignalið 2, „Ríkisvíxlar og aðrir víxlar endurseljanlegir í seðlabanka“.
(2) Á eignaliði 5.3, og 5.4, „Fjárfestingarskuldabréf o.fl.“, skal færa markaðsskuldabréf og önnur skuldaskjöl, þ.m.t. víkjandi kröfur, sem teljast vera fjárfestingarverðbréf og gefin eru út af lánastofnunum, öðrum fyrirtækjum eða opinberum aðilum. Slík skuldaskjöl, sem gefin eru út af hinum síðastnefndu, skulu þó aðeins talin með ef þau eru ekki færð undir eignalið 2, „Ríkisvíxlar og aðrir víxlar endurseljanlegir í seðlabanka“.
(3) Hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða skal ekki færa undir eignalið 5, heldur undir eignalið 6, „Hlutabréf og önnur verðbréf með breytilegum tekjum“.
(4) Eigin skuldabréf skulu færð til frádráttar viðeigandi skuldalið.
(5) Í skýringum með eignalið 5 skal sérgreina ríkisskuldabréf og önnur sambærileg skuldaskjöl, sem hægt er að endurselja í seðlabanka í þeim löndum þar sem fyrirtækið er með starfsemi.
16. gr.
Eignaliður 6. „Hlutabréf og önnur verðbréf með breytilegum tekjum“.
(1) Á eignalið 6.1, „Veltuhlutabréf o.fl.“, skal færa hlutabréf, hlutdeildarskírteini og aðra hluti með breytilegum tekjum sem teljast vera veltuverðbréf, aðra en þá sem teljast til eignaliða 7 og 8.
(2) Á eignalið 6.2, „Fjárfestingarhlutabréf o.fl.“, skal færa hlutabréf, hlutdeildarskírteini og aðra hluti með breytilegum tekjum sem teljast vera fjárfestingarverðbréf, aðra en þá sem teljast til eignaliða 7 og 8.
(3) Bókfært verð eigin hluta skal sérgreina í skýringum með lið 6 séu þeir ekki færðir til lækkunar á bókfærðu hlutafé/stofnfé fyrirtækisins.
17. gr.
Eignaliður 7. „Hlutir í hlutdeildarfyrirtækjum“.
Á þennan eignalið skal færa hluti í hlutdeildarfyrirtækjum, sbr. 2. gr. þessara reglna, en þó ekki hluti í fullnustu- eða rekstrarfélögum.
18. gr.
Eignaliður 8. „Hlutir í tengdum fyrirtækjum“.
Á þennan eignalið skal færa hluti í tengdum fyrirtækjum, sbr. 2. gr. þessara reglna, en þó ekki hluti í fullnustu- eða rekstrarfélögum.
19. gr.
Eignaliður 9. „Óefnislegar eignir“.
(1) Á þennan eignalið skal færa viðskiptavild, eignfærðan langtímakostnað, eignfærðan þróunarkostnað og aðrar óefnislegar eignir.
(2) Kostnað við stofnun félags má ekki eignfæra.
20. gr.
Eignaliður 10. „Rekstrarfjármunir“.
(1) Á eignalið 10.1, „Húseignir og lóðir“, skal færa allar fasteignir aðrar en fullnustueignir sem fyrirtæki hefur eignast í eigin nafni. Eignarleigusamninga samkvæmt fjármögnunar- eða kaupleigusamningum skal þó færa undir eignalið 4.2, „Eignarleigusamningar“, og eignir, sem aflað hefur verið til rekstrarútleigu, undir eignalið 11, „Rekstrarleigueignir“. Fullnustueignir skal færa undir eignalið 4.3, „Fullnustueignir“.
(2) Á eignalið 10.2, „Húsbúnaður, tæki o.fl.“, skal færa t.d. húsbúnað, skrifstofuvélar, tölvur, bifreiðar og geymsluhólf sem ekki eru hluti af fasteign.
21. gr.
Eignaliður 11. „Rekstrarleigueignir“.
Á eignalið 11, „Rekstrarleigueignir“, skal færa allar eignir sem aflað er til rekstrarleigustarfsemi.
22. gr.
Eignaliður 12. „Aðrar eignir“.
Á eignalið 12, „Aðrar eignir“,skal færa ýmsar eignir og aðrar kröfur sem falla ekki undir aðra eignaliði.
23. gr.
Eignaliður 13. „Fyrirframgreidd gjöld og áfallnar óinnheimtar tekjur“.
(1) Á þennan eignalið skal færa útgjöld sem stofnað er til á reikningsárinu, en varða síðari reikningsár, ásamt tekjum sem koma ekki til greiðslu fyrr en eftir lok reikningsárs þótt þær teljist til þess. Áfallna óinnheimta vexti skal þó færa með viðeigandi eignaliðum.
(2) Jákvæða stöðu á markaðsvirði framvirkra viðskiptasamninga um gjaldmiðilsskipti og eftir atvikum aðra álíka samninga skal færa á þennan eignalið. Hér skal eingöngu færa samtölu hreins hagnaðar af viðkomandi samningum. Neikvæð staða á markaðsvirði færist hins vegar á skuldalið 5. Gengishagnaður/tap færist á rekstrarlið 6.4 „Gengishagnaður/tap af öðrum fjármálaskjölum“. Kröfur á lánastofnanir sem tengjast sambærilegum samningum skal þó færa á eignalið 3.2. sbr. 3. mgr. 13. gr.
24. gr.
Skuldaliður 1. „Skuldir við lánastofnanir o.fl.“.
(1) Á skuldalið 1, „Skuldir við lánastofnanir o.fl.“, skal færa innlán, millibankalán og aðrar skuldir við lánastofnanir sem ekki eru í formi skuldabréfalána eða annarra framseljanlegra verðbréfa og færa skal á skuldalið 3, „Lántaka“ eða skuldalið 7, „Víkjandi skuldir“.
(2) Á skuldalið 1.1, „Gjaldkræfar skuldir“, skal færa allar gjaldkræfar skuldir við lánastofnanir að undanskildum lántökum og víkjandi skuldum sbr. 1. mgr.
(3) Á skuldalið 1.2, „Aðrar skuldir við lánastofnanir“, skal færa allar skuldir við lánastofnanir með umsömdum binditíma eða uppsagnarfresti að undanskildum lántökum og víkjandi skuldum sbr. 1. mgr.
(4) Skuldir við lánastofnanir vegna framvirkra viðskipta eða viðskipta með skiptirétt skal færa á skuldalið 1.2 sbr. 2. mgr. 28. gr. og 2. mgr. 23. gr.
(5) Hlut skulda við seðlabanka í skuldalið 1.1 og 1.2 skal sérgreina í skýringum með ársreikningi.
(6) Um nánari skilgreiningu á hugtakinu lánastofnun samkvæmt þessari grein vísast í 5. mgr. 13. gr. reglnanna.
25. gr.
Skuldaliður 2. „Innlán“.
(1) Hér skal færa öll innlán að undanskildum skuldum sem stofnað hefur verið til með útgáfu skuldabréfa eða annarra framseljanlegra verðbréfa og færa skal á skuldalið 3, „Lántaka“ eða skuldalið 7, „Víkjandi skuldir“. Innlán frá lánastofnunum skal ekki færa hér, heldur á skuldalið 1, sbr. 24. gr. reglnanna.
(2) Á skuldalið 2.1, „Óbundin innlán“, skal færa innlán sem falla undir skilgreiningu 2. gr. þessara reglna á hugtakinu „gjaldkræf skuld“.
(3) Á skuldalið 2.1, „Óbundin innlán“, skal ennfremur færa kröfur viðskiptavina vegna framvirkra viðskipta og viðskipta með skiptirétt, enda sé viðskiptavinurinn ekki lánastofnun.
(4) Á skuldalið 2.2, „Bundin innlán (allt að 3 mán)“, skal færa innlán með allt að 3 mánaða umsaminn binditíma eða uppsagnarfresti.
(5) Á skuldalið 2.3, „Bundin innlán (> 3 mán.)“, skal færa innlán með 3 mánaða eða þaðan af lengri binditíma eða uppsagnarfresti.
(6) Á skuldalið 2.4, „Sérstök innlán“, skal færa innlánsreikninga sem stofnaðir eru með tilvísun til sérstakra laga, t.d. af skattalegum ástæðum, sbr. húsnæðissparnaðarreikninga.
26. gr.
Skuldaliður 3. „Lántaka“.
(1) Á skuldalið 3, „Lántaka“, skal færa skuldir fyrirtækis, aðrar en innlán, sem stofnað er til með útgáfu skuldabréfa og annarra framseljanlegra verðbréfa. Útgefin verðbréf, sem falla undir skilgreiningu á víkjandi skuldum, skulu færð undir skuldalið 7, „Víkjandi skuldir“.
(2) Á skuldalið 3.1, „Verðbréfaútgáfa“, skal færa skuldabréfaútgáfu og útgáfu verðbréfa sem flokka má undir markaðsverðbréf, ennfremur víxla sem fyrirtæki hefur gefið út til eigin fjármögnunar og hún er aðalskuldari að.
(3) Á skuldalið 3.2, „Lán frá lánastofnunum“, skal færa skuldir við lánastofnanir sem falla undir skilgreiningu 1. mgr., aðrar en þær sem færast eiga undir skuldalið 3.1. Skammtímafyrirgreiðslu annarrar lánastofnunar skal þó ekki færa hér heldur á skuldlið 1, „Skuldir við lánastofnanir“.
(4) Á skuldalið 3.3, „Önnur lántaka“, skal færa aðrar lántökur sem falla undir skilgreiningu 1. mgr., aðrar en skuldir sem færast eiga undir skuldaliði 3.1 og 3.2.
27. gr.
Skuldaliður 4. „Aðrar skuldir“.
Á skuldalið 4, „Aðrar skuldir“, skal færa þær skuldir fyrirtækis sem ekki eru tengdar fjármögnun, svo sem almennar rekstrarskuldir, þá fjárhæð sem samsvarar tapshættu liða utan efnahagsreiknings og reiknuð opinber gjöld til greiðslu á næsta ári.
28. gr.
Skuldaliður 5. „Áfallin gjöld og fyrirframinnheimtar tekjur“.
(1) Tekjur sem greiddar eru fyrir uppgjörsdag, en varða síðari reikningsár, svo og gjöld sem koma til greiðslu síðar þótt þau tilheyri yfirstandandi reikningsári, skal færa á þennan skuldalið. Áfallna vexti skal þó færa með viðeigandi skuldaliðum.
(2) Á þennan skuldalið skal ennfremur færa neikvæða stöðu á markaðsvirði fjármunaviðskipta, sbr. 2. mgr. 23. gr.
29. gr.
Skuldaliður 6. „Reiknaðar skuldbindingar“.
(1) Á þennan skuldalið skal færa fjárhæðir sem ætlað er að standa undir reiknuðum skuldbindingum sem áfallnar eru á uppgjörsdegi þótt óvissa sé um fjárhæð þeirra eða gjalddaga.
(2) Framlög í afskriftareikning útlána og framlög vegna ábyrgða utan efnahags skal ekki færa á þennan skuldalið, heldur til frádráttar á eignalið 4 eða á skuldalið 4, sbr. 14. gr. og 27. gr.
(3) Á skuldalið 6.1, „Lífeyrisskuldbindingar“, skal færa áfallnar skuldbindingar sem fyrirtæki hefur tekist á hendur vegna lífeyrisréttinda starfsmanna, sbr. ennfremur Viðauka II með reglum þessum.
(4) Á skuldalið 6.2, „Skattskuldbindingar“, skal færa frestaða skattskuldbindingu, sbr. 47. gr.
(5) Á skuldalið 6.3, „Aðrar skuldbindingar“, skal færa t.d. neikvæðan mismun sem myndast við samstæðuuppgjör, sbr. nánar 9. kafla þessara reglna.
30. gr.
Skuldaliður 7. „Víkjandi skuldir“.
Á þennan lið skal færa skuldir sem víkja fyrir öllum öðrum kröfum en hlutafé eða stofnfé.
31. gr.
Eiginfjárliður 8. „Eigið fé“.
(1) Á eiginfjárlið 8.1, „Hlutafé/stofnfé“, skal færa innborgað hlutafé/stofnfé fyrirtækis.
(2) Á eiginfjárlið 8.2, „Varasjóðir“, skal færa þá varasjóði sem myndaðir eru, hvort sem um er að ræða lögbundna varasjóði eða ekki. Yfirverð hlutafjár skal færa á lögbundinn varasjóð sbr. 2. mgr. 100. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995.
(3) Á eiginfjárlið 8.3, „Endurmatsreikningur“ skal færa endurmat á varanlegum rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum.
(4) Á eiginfjárlið 8.4, „Óráðstafað eigið fé“, skal færa þann hluta af hagnaði ársins eða hagnaði fyrri ára sem hefur ekki verið ráðstafað á aðra eiginfjárliði.
(5) Á eiginfjárlið 8.5, „Óráðstafað eigið fé“, skal færa þann hluta af hagnaði ársins eða hagnaði fyrri ára sem hefur ekki verið ráðstafað á aðra eiginfjárliði.
(6) Heimilt er að endurmeta einstaka liði innan eiginfjár í samræmi við góða reikningsskilavenju.
(7) Efnahagsliði, sem skoða á sem leiðréttingu á bókfærðu verði eignaliða, má ekki færa meðal eiginfjárliða né meðal skuldaliða, heldur skulu þeir færðir til frádráttar viðeigandi eignalið þannig að eignir í efnahagsreikningi séu tilgreindar á réttu verði.
32. gr.
Liðir utan efnahagsreiknings, 1. „Ábyrgðir o.fl.“.
(1) Liður 1, „Ábyrgðir o.fl.“, skal taka til allra viðskipta fyrirtækis þar sem það hefur gengist í ábyrgð fyrir skuldbindingar viðskiptamanns við þriðja aðila.
(2) Á lið 1.1, „Veittar ábyrgðir“, skal færa ábyrgðir á lánum, tilboðsábyrgðir, fullnustuábyrgðir og tolla- og skattaábyrgðir.
(3) Á lið 1.1, skal ennfremur færa skjalfestar ábyrgðir vegna innflutnings og staðfestar skjalfestar ábyrgðir vegna útflutnings.
(4) Á lið 1.1, skal ekki færa sölutryggingar vegna verðbréfaútgáfu og hlaupandi sölutryggingar vegna verðbréfa, heldur séu slíkar skuldbindingar færðar á lið 2.4, „Aðrar skuldbindingar utan efnahagsreiknings“, sbr. 33. gr. hér á eftir.
(5) Á lið 1.2, „Framseld skuldaskjöl o.fl.“, skal færa ábyrgðir sem verða til vegna samþykkis á víxlum og framsals á endurseldum víxlum. Ennfremur komi undir þennan lið aðrar skuldbindingar þar sem þriðji aðili á endurkröfurétt á fyrirtækið.
(6) Afskriftareikningur vegna tapshættu á liðum utan efnahagsreiknings samkvæmt þessari grein skal færður á skuldalið 4, „Aðrar skuldir“. Viðeigandi liðir utan efnahagsreiknings skulu lækkaðir um sömu fjárhæð.
33. gr.
Liðir utan efnahagsreiknings, 2. „Aðrar skuldbindingar“.
(1) Á lið 2.1, „Sala með endurkauparétti“, skal færa viðskipti sem tengjast sölu með endurkauparétti eins og lýst er í 2. mgr. 10. gr. þessara reglna.
(2) Á lið 2.2, „Eignir keyptar samkvæmt framvirkum kaupsamningi“, skal færa allar eignir, þ.m.t. skuldabréf, hlutabréf, gjaldeyri og framvirka samninga, sem keyptar eru samkvæmt framvirkum kaupsamningi til afhendingar þremur bankadögum eftir samningsdag eða síðar.
(3) Á lið 2.3, „Óafturkallanleg loforð o.fl.“, skal færa öll óafturkallanleg loforð um að veita lán eða ábyrgð, þ.m.t. ónotaðar yfirdráttarheimildir. Í skýringum skal gera grein fyrir lánsloforðum til allt að 1 árs annars vegar og yfir 1 ár hinsvegar.
(4) Á lið 2.4, „Aðrar skuldbindingar utan efnahagsreiknings“, skal færa sölutryggingar vegna verðbréfaútgáfu og hlaupandi sölutryggingar, þar með talið NIF (Note issuance facilities) og RUF (Revolving underwriting facilities), og aðrar álíka skuldbindingar. Ennfremur skal færa hér allar aðrar skuldbindingar sem ekki eru færðar í efnahagsreikning, en gætu haft áhættu í för með sér.
(5) Afskriftareikningur vegna tapshættu á liðum utan efnahagsreiknings samkvæmt þessari grein skal færður á skuldalið 4, „Aðrar skuldir“. Viðeigandi liðir utan efnahagsreiknings skulu lækkaðir um sömu fjárhæð.
(6) Í skýringum í ársreikningi skal greina frá eðli og fjárhæð skuldbindinga sem skipta máli í starfsemi fyrirtækis.
VI. KAFLI
Sérstök ákvæði um einstaka liði í rekstrarreikningnum.
34. gr
Rekstrarliður 1. „Vaxtatekjur o.fl.“.
(1) Á þennan rekstrarlið skal færa:
- vaxtatekjur,
- þóknunartekjur sem svipar til vaxta og eru tíma- eða fjárhæðartengdar kröfunni,
- afföll af verðbréfum og skuldbindingum sem eru ekki færð á markaðsvirði og skal þeim dreift miðað við upphaflega ávöxtunarkröfu, og
- verðbætur á eignaliði.
(2) Á rekstrarlið 1.1, „Vaxtatekjur af kröfum á lánastofnanir o.fl.“, skal færa vaxtatekjur, verðbætur og tíma- eða fjárhæðartengda þóknun af óbundnum innstæðum í seðlabanka og póstgíró (póstbönkum) í þeim löndum þar sem stofnunin hefur starfsemi, svo og sambærilegar tekjur af eignalið 2, „Ríkisvíxlar og aðrir víxlar endurseljanlegir í seðlabanka“, og eignalið 3, „Kröfur á lánastofnanir o.fl.“. Vextir og sambærilegar tekjur af kröfum á verðbréfafyrirtæki og önnur fyrirtæki tengd fjármálasviði en lánastofnanir, skal ekki færa hér.
(3) Á rekstrarlið 1.2, „Vaxtatekjur af útlánum o.fl.“, skal færa vaxtatekjur, verðbætur og tíma- eða fjárhæðartengda þóknun af eignalið 4, „Útlán o.fl.“, þar með talin tekjufærð afföll af útlánum.
(4) Á rekstrarlið 1.2 skal ennfremur færa tekjur af fjármögnunar- og kaupleigu-samningum. Tekjur af rekstrarleigusamningum skal hins vegar færa á rekstrarlið 7.1.
(5) Á rekstrarlið 1.3, „Vaxtatekjur af markaðsskuldabréfum o.fl.“, skal færa vaxtatekjur, verðbætur og tíma- eða fjárhæðartengda þóknun af eignalið 5, „Markaðsskuldabréf og önnur verðbréf með föstum tekjum“.
(6) Vaxtatekjur, verðbætur og tíma- eða fjárhæðartengda þóknun af víkjandi kröfum skal færa á rekstrarlið 1.1, „Vaxtatekjur af kröfum á lánastofnanir o.fl.“, 1.2, „Vaxtatekjur af útlánum o.fl.“, eða 1.3, „Vaxtatekjur af markaðsskuldabréfum o.fl.“, eftir því á hvaða eignalið krafan er færð.
(7) Á rekstrarlið 1.4, „Aðrar vaxtatekjur o.fl.“, skal færa t.d. hreinar vaxtatekjur af skiptasamningum (e. swaps).
(8) Bakfærsla á tekjufærðum vöxtum fyrri ára er óheimil. Hætta skal tekjufærslu vaxta af vafasömum kröfum, sbr. ennfremur Viðauka I með reglum þessum.
35. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 34. gr. og 40. gr. um skiptingu tekna vegna skuldabréfa í vaxtatekjur og gengishagnað er heimilt að færa gengishagnað sem vaxtatekjur, enda sé um óverulegar fjárhæðir að ræða.
36. gr.
Rekstrarliður 2. „Vaxtagjöld o.fl.“.
(1) Á þennan rekstrarlið skal færa:
- vaxtagjöld,
- þóknunargjöld sem svipar til vaxta og eru tíma- eða fjárhæðartengd skuldbindingunni,
- gjöld vegna affalla af verðbréfum og skuldbindingum sem ekki eru færð á markaðsvirði og skal afföllunum dreift miðað við upphaflega ávöxtunarkröfu, og
- verðbætur á skuldaliði.
(2) Á lið 2.1, „Vaxtagjöld til lánastofnana“, skal færa vaxtagjöld o.fl. vegna skuldaliðar 1, „Skuldir við lánastofnanir o.fl.“.
(3) Á lið 2.2, „Vaxtagjöld af innlánum o.fl.“, skal færa vaxtagjöld og verðbætur vegna skuldaliðar 2, „Innlán“.
(4) Á lið 2.3, „Vaxtagjöld af verðbréfaútgáfu o.fl.“, skal færa vaxtagjöld o.fl. vegna skuldaliðar 3, „Verðbréfaútgáfa“.
(5) Á lið 2.4, „Vaxtagjöld af víkjandi skuldum“, skal færa vaxtagjöld o.fl. vegna skuldaliðar 7, „Víkjandi skuldir“.
(6) Á lið 2.5, „Önnur vaxtagjöld o.fl.“, skal færa vaxtagjöld af öðrum skuldum og reiknuðum skuldbindingum.
37. gr.
Rekstrarliður 3. „Tekjur af hlutabréfum o.fl. og öðrum eignarhlutum“.
(1) Á rekstrarlið 3.1, „Tekjur af veltu- og fjárfestingarhlutabréfum o.fl.“, skal færa arð og álíka tekjur af veltu- og fjárfestingarhlutabréfum og öðrum svipuðum verðbréfum með breytilegum tekjum. Heimilt er þó að færa arð af veltuhlutabréfum á rekstrarlið 6.2.
(2) Á rekstrarlið 3.2, „Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfyrirtækja í fjármálastarfsemi“, og rekstrarlið 3.4, „Tekjur af hlutum í tengdum fyrirtækjum“, skal færa hlutdeild í afkomu hlutdeildarfyrirtækja sem teljast vera lánastofnanir eða fyrirtæki tengd fjármálasviði og tengdra fyrirtækja .
(3) Á rekstrarlið 3.3, „Tekjur af öðrum hlutdeildarfyrirtækjum“, skal færa móttekinn arð og álíka tekjur af hlutdeildarfyrirtækjum öðrum en þeim sem eru í fjármálastarfsemi, sbr. næstu mgr. hér á undan.
38. gr.
Rekstrarliður 4. „Þóknunartekjur o.fl.“.
(1) Til þóknunartekna á rekstrarlið 4, sbr. þó 34. gr., skal telja tekjur vegna liða utan efnahagsreiknings, greiðslumiðlunar, gjaldeyrisviðskipta og fjárvörslu- og fjárfestingarþjónustu. Á þennan lið færist meðal annars:
- þóknun vegna ábyrgða, lánaumsjónar vegna annarra lánveitenda og verðbréfaviðskipta vegna þriðja aðila,
- þóknun og tekjur vegna greiðslumiðlunar, fjármálaþjónustu, fjárfestingarþjónustu, innheimtu á verðbréfum og verðmætavörslu, þ.m.t. geymsluhólfaleigu,
- þóknun vegna viðskipta með erlendan gjaldeyri, sölu og kaup á mynt, eðalmálmum o.fl., og
- þóknun sem farið er fram á fyrir þjónustu verðbréfamiðlara í sambandi við innlána- og tryggingarsamninga og lánsviðskipti.
(2) Á rekstrarlið 4.1, „Ábyrgðarþóknun“, skal færa þóknunartekjur vegna ábyrgða.
(3) Á rekstrarlið 4.2, „Aðrar þóknunartekjur“, skal færa aðrar þóknunartekjur sem falla undir skilgreiningu í 1. mgr. hér á undan.
39. gr.
Rekstrarliður 5. „Þóknunargjöld“.
Til þóknunargjalda, sbr. þó 36. gr., skal telja gjöld vegna þjónustu sem veitt er af þriðja aðila, sbr. ennfremur upptalningu á viðskiptum og þjónustu í 38. gr. hér á undan.
40. gr.
Rekstrarliður 6. „Gengishagnaður/tap”.
(1) Á þennan rekstrarlið færist gengishagnaður/tap.
(2) Á rekstrarlið 6.1, „Gengishagnaður/tap af veltuskuldabréfum o.fl.“, skal færa innleystan og óinnleystan gengishagnað/tap af verðbréfaeign fyrirtækis samkvæmt eignaliðum 5.1 og 5.2, „Veltuskuldabréf o.fl.“, sbr. þó ákvæði 35. gr. Gjaldeyrishagnaður/tap færist á rekstrarlið 6.3, „Gengishagnaður/tap af gjaldeyrisviðskiptum“. Vaxtatekjur, verðbætur og tíma- og fjárhæðartengdar þóknanir færast á rekstrarlið 1.3, „ Vaxtatekjur af markaðsskuldabréfum o.fl.”.
(3) Á rekstrarlið 6.2, „Gengishagnaður/tap af veltuhlutabréfum o.fl.“,skal færa samtölu gengishagnaðar/taps af verðbréfaeign fyrirtækis samkvæmt eignalið 6.1, „Veltuhlutabréf o.fl.“. Gjaldeyrishagnaður/tap færist þó á rekstrarlið 6.3, „Gengishagnaður/tap af gjaldeyrisviðskiptum“. Heimilt er að færa hér arð af veltuhlutabréfum, sbr. 1. mgr. 37. gr.
(4) Á rekstrarlið 6.3, „Gengishagnaður/tap af gjaldeyrisviðskiptum“, skal færa allan gengishagnað/tap af viðskiptum með erlendan gjaldeyri ásamt gengishagnaði/tapi af eignum og skuldum í erlendum gjaldmiðli. Þegar um er að ræða verðbréf í erlendum gjaldmiðli færist gengishagnaður/tap vegna breytinga á markaðsgengi verðbréfanna, en ekki gjaldmiðilsgengi, á rekstrarliði 6.1, „Gengishagnaður/tap af veltuskuldabréfum o.fl.“, 6.2, „Gengishagnaður/tap af veltuhlutabréfum o.fl.“, eða 12, „Matsverðsbreyting á fjárfestingarverðbréfum o.fl.“
(5) Á rekstrarlið 6.4, „Gengishagnaður/tap af öðrum fjármálaskjölum“ skal færa gengishagnað/tap, þ.m.t. gjaldeyrishagnað/tap, af framvirkum viðskiptum (e. futures), viðskiptum með skiptirétt (e. options), mynta- eða vaxtaskipti og önnur álíka fjármálaskjöl (e. financial instruments), sem eru ekki bókfærð í efnahagsreikningnum.
(6) Þegar um er að ræða verðbréf bundin gengi erlendra gjaldmiðla skal fyrst umreikna verðbréfin yfir í íslenskar krónur og bókfæra gengishagnað/tap af gjaldeyrisviðskiptum á rekstrarlið 6.3, „Gengishagnaður/tap af gjaldeyrisviðskiptum“, áður en til útreiknings á gengishagnaði/tapi vegna breytinga á markaðsvirði kemur.
41. gr.
Rekstrarliður 7. „Aðrar rekstrartekjur“.
Þessi rekstrarliður nær til allra þeirra þóknunartekna, sem falla ekki undir skilgreiningu 38. gr. hér á undan, og allra annarra reglulegra tekna af starfsemi fyrirtækis. Húsaleigutekjur og söluhagnað af rekstrarfjármunum skal færa á þennan lið og ennfremur tekjur af rekstrarleigu.
42. gr.
Rekstrarliður 8. „Almennur rekstrarkostnaður“.
(1) Á rekstrarlið 8.1, „Laun og launatengd gjöld“, skal færa öll laun og launatengd gjöld fyrirtækis.
(2) Á rekstrarlið 8.1.1, „Laun“, skal færa framtalsskyld laun.
(3) Á rekstrarlið 8.1.2, „Lífeyriskostnaður“, skal færa kostnað fyrirtækis vegna lífeyrisskuldbindinga sbr. viðauka II.
(4) Á rekstrarlið 8.1.3, „Önnur launatengd gjöld“, færast önnur launatengd gjöld fyrirtækis.
(5) Í skýringum með rekstrarlið 8.1, „Laun og launatengd gjöld“, skal tilgreina heildarfjárhæð launa og þóknana til stjórnar og stjórnenda fyrirtækis vegna starfa í þágu þess, enda séu þessar upplýsingar ekki í skýrslu stjórnar. Upplýsingarnar skulu sérgreindar á einstaka stjórnarmenn og stjórnendur. Með stjórnendum er átt við þann aðila, einn eða fleiri, sem ráðinn er af stjórn fyrirtækis til að bera ábyrgð á daglegum rekstri þess. Með launum og þóknunum er auk beinna launa átt við hvers konar starfstengd hlunnindi svo sem bifreiða- og húsaleiguhlunnindi. Með störfum í þágu fyrirtækis er m.a. átt við störf sem viðkomandi gegnir í krafti eignaraðildar fyrirækis að dóttur- eða hlutdeildarfélögum, sem og setu í nefndum og stjórnum sem hann er tilnefndur í af hálfu fyrirtækisins, þótt þóknanir fyrir þau störf séu ekki greidd af fyrirtækinu sjálfu.
(6) Á rekstrarlið 8.2, „Annar rekstrarkostnaður“, skal færa annan rekstrar- og stjórnunarkostnað fyrirtækis, þ.m.t.:
- húsaleigu af húsnæði sem fyrirtæki hefur á leigu,
- kostnað vegna rafmagns, hita, ræstingar o.fl.; laun og launatengd gjöld vegna ræstingarfólks, sem telst starfsmenn fyrirtækis, skal þó ekki færa hér, heldur á rekstrarliði 8.1.1 - 8.1.3,
- viðgerðar- og viðhaldskostnað vegna lausafjármuna (bifreiða, húsbúnaðar o.fl.) og viðhalds á húsnæði sem heimilt er að gjaldfæra,
- þróunarkostnað, endurskoðunarkostnað, sjóðsmismun, vátryggingar, kostnað af öryggisgæslu og viðvörunarkerfum, félagsgjöld til samtaka sem fyrirtæki er aðili að, gjöld til tryggingasjóðs og opinber gjöld ýmiss konar önnur en tekju- og eignarskatt, og
- ýmsan stjórnunarkostnað, t.d. kostnað vegna skrifstofuvara, prentkostnað, póst-burðargjöld, símakostnað, leigu á tölvubúnaði, aðkeypta tölvuþjónustu, auglýsingar, bæklinga, risnu, ferðakostnað, endurgjald fyrir bifreiðaafnot, dagpeninga og fræðslukostnað.
(7) Í skýringum skal veita upplýsingar um þóknun til endurskoðanda/ endurskoðunarfélags,sem annast ytri endurskoðun fyrirtækisins, sundurliðað í þóknun fyrir endurskoðun annars vegar og fyrir aðrar þjónustu hins vegar.
(8) Ákvæði um upplýsingar um laun og þóknanir til stjórnar og stjórnenda eru lágmarksákvæði. Fyrirtæki sem skráð eru á skipulegum markaði falla undir ítarlegri upplýsingakröfur í samrææmi við reglur viðkomandi skipulegs markaðar.
43. gr.
Rekstrarliður 9. „Afskriftir rekstrarfjármuna, rekstrarleigueigna o.fl.“.
(1) Á rekstrarlið 9.1, „Afskriftir óefnislegra eigna“, skal færa afskriftir og gjaldfærslur á óefnislegum eignum, þ.m.t. viðskiptavild og langtímakostnaði.
(2) Á rekstrarlið 9.2, „Afskriftir fasteigna“, skal færa afskriftir af fasteignum.
(3) Á rekstrarlið 9.3, „Afskriftir húsbúnaðar, tækja o.fl.“, skal færa afskriftir af eignaliðum sem um er að ræða.
(4) Á rekstrarlið 9.4, „Afskriftir rekstrarleigueigna“, skal færa afskriftir af eignaliðum sem um er að ræða.
44. gr.
Rekstrarliður 10. „Önnur rekstrargjöld“.
Á þennan gjaldalið skal færa öll rekstrargjöld af reglulegri starfsemi sem falla ekki undir skilgreiningu annarra rekstrarliða. Tap af sölu rekstrarfjármuna skal færa á þennan lið.
45. gr.
Rekstrarliður 11. „Framlög í afskriftareikning útlána o.fl.“.
Á þennan rekstrarlið skal færa framlög í afskriftareikninga vegna eigna sem bókfærðar eru á eignalið 3, „Kröfur á lánastofnanir o.fl.“, og eignalið 4, „Útlán o.fl.“. Ennfremur skal færa hér allar niðurfærslur vegna tapa sem tengjast fullnustufélögum eða fullnustueignum. Afskriftir vegna ábyrgða og annarra viðskipta, sem ekki eru bókfærð í efnahagsreikningi, skal ennfremur færa á þennan rekstrarlið, svo og innheimt áður gjaldfærð framlög vegna sömu liða.
46. gr.
Rekstrarliður 12. „Matsverðsbreyting á fjárfestingarverðbréfum o.fl.“.
(1) Á rekstrarlið 12.1, „Matsverðsbreyting á fjárfestingarverðbréfum“, skal færa matsverðsbreytingar á verðbréfum samkvæmt eignaliðum 5.3 og 5.4, „Fjárfestingarskuldabréf o.fl.“, og 6.2, „Fjárfestingarhlutabréf“.
(2) Á rekstrarlið 12.2, „Matsverðsbreyting á hlutum í hlutdeildarfyrirtækjum“, skal færa matsverðsbreytingar á verðbréfum samkvæmt eignalið 7, „Hlutir í hlutdeildarfyrirtækjum“.
(3) Á rekstrarlið 12.3, „Matsverðsbreyting á hlutum í tengdum fyrirtækjum“, skal færa matsverðsbreytingar á verðbréfum samkvæmt eignalið 8, „Hlutir í tengdum fyrirtækjum“.
(4) Á rekstrarlið 12.4, „Aðrar matsverðsbreytingar“, skal færa matsverðsbreytingar á öðrum eignaliðum en þeim sem getið er um í næstu málsgreinum hér á undan.
(5) Gjaldeyrishagnað/tap af fjárfestingarverðbréfum o.fl., sbr. næstu málsgreinar hér á undan, skal þó færa undir rekstrarlið 6.3, „Gengishagnaður/tap af gjaldeyrisviðskiptum“.
47. gr.
Rekstrarliður 13. „Skattar“.
(1) Á rekstrarlið 13.1. skal færa reiknaðan tekjuskatt af reglulegri starfsemi. Tekjuskatt skal færa þegar til hans er stofnað án tillits til þess hvenær hann kemur til greiðslu. Þann hluta skattsins sem fellur til greiðslu eftir meira en eitt ár, skal færa sem frestaða skattskuldbindingu, sbr. skuldalið 6.2. Hin frestaða skattskuldbinding skal reiknuð á grundvelli gildandi skatthlutfalls á reikningsskiladegi. Frestuð skattskuldbinding reiknast vegna þess tímamismunar sem er á innfærslu tekna og gjalda í reikningshaldslegu tilliti annars vegar og skattalegu tilliti hins vegar. Við útreikning á frestaðri skattskuldbindingu skal taka tillit til yfirfæranlegra skattalegra tapa.
(2) Á rekstrarlið 13.2 skal færa reiknaðan eignarskatt ársins.
48. gr.
Rekstrarliður 14. „Hagnaður/tap af óreglulegri starfsemi“.
(1) Á rekstrarlið 14.1, „Óreglulegar tekjur“, skal færa tekjur sem varða ekki reglulega starfsemi fyrirtækis og ekki er gert ráð fyrir að í bráð eða lengd endurtaki sig. Á þennan rekstrarlið er einnig heimilt að færa tekjur, sem koma til vegna breytinga á reikningsskilaaðferðum fyrirtækis, og tekjur sem tengjast verulegri skekkju eða vöntun í reikningsskilum fyrri ára. Óreglulegar tekjur skulu því aðeins sérgreindar undir þessum rekstrarlið að þær teljist verulegar.
(2) Á rekstrarlið 14.2, „Óregluleg gjöld“, skal færa gjöld sem varða ekki reglulega starfsemi fyrirtækis og ekki er gert ráð fyrir að endurtaki sig í bráð eða lengd. Á þennan rekstrarlið er einnig heimilt að færa gjöld, sem koma til vegna breytinga á reikningsskilaaðferðum fyrirtækis, og gjöld sem tengjast verulegri skekkju eða vöntun í reikningsskilum fyrri ára. Óregluleg gjöld skulu því aðeins sérgreind undir þessum rekstrarlið að þau teljist veruleg.
(3) Á rekstrarlið 14.3, „Reiknaður skattur af óreglulegri starfsemi“, skal færa reiknaðan tekjuskatt af óreglulegri starfsemi, sbr. ennfremur 47. gr.
VII. KAFLI
Matsreglur.
Ákvæði um mat á fastafjármunum.
49. gr.
Eignir samkvæmt. liðum 9, 10 og 11 skulu metnar á kostnaðarverði, enda sé það í samræmi við góða reikningsskilavenju. Ef raunvirði eigna samkvæmt 1. málslið er verulega hærra en kostnaðarverð af ástæðum sem taldar eru varanlegar er heimilt að hækka bókfært verð þeirra í ársreikningi og skal matsbreytingin færð undir eiginfjárlið 8.3, „Endurmatsreikningur“. Afskriftir skulu reiknast af kostnaðarverði. Séu þessir fjármunir endurmetnir samkvæmt 2. ml. reiknast afskriftir af endurmetnu verði þeirra. Við útreikning á kostnaðarverði samkvæmt 1. og 2. ml. skal taka tillit til framreiknings vegna áhrifa verðlagsbreytinga fram til ársins 2001.
50. gr.
(1) Kostnaðarverð rekstrarfjármuna og rekstrarleigueigna með takmarkaðan nýtingartíma skal afskrifa á kerfisbundinn hátt, þannig að afskriftin svari verðrýrnun eignarinnar.
(2) Heimilt er að gjaldfæra á kaupári rekstrarfjármuni sem eru endurnýjaðir reglulega, enda sé heildarverðmæti þeirra óverulegt fyrir fyrirtækið.
51. gr.
(1) Óefnislegar eignir, svo sem viðskiptavild, eignfærðan langtímakostnað og þróunarkostnað, skal afskrifa á allt að 5 árum.
(2) Afskriftatímann má þó lengja fram yfir fimm ár enda sé hann ekki lengri en nýtingartími viðkomandi eignar. Gera skal grein fyrir ástæðum þessa í skýringum.
52. gr.
(1) Ef raunvirði rekstrarfjármuna, rekstrarleigueigna og óefnislegra eigna er lægra en bókfært verð þeirra samkvæmt 49.-51. gr. og ástæður þess verða ekki taldar skammvinnar ber að lækka bókfært verð til samræmis við hið lægra verðgildi.
(2) Ef forsendur verðlækkunar, skv. 1 mgr. þessarar greinar, eiga ekki lengur við ber að hækka bókfært verð til fyrra verðgildis.
(3) Niðurfærslu samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar skal færa á rekstrarlið 14.2, „Óregluleg gjöld“. Uppfærslu samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar skal færa á rekstrarlið 14.1, „Óreglulegar tekjur“.
53. gr.
(1) Einungis er heimilt að telja verðbréf sem fjárfestingarverðbréf ef fyrirtækið hefur með formlegum hætti tekið ákvörðun um að eiga verðbréfið til lengri tíma. Með lengri tíma er almennt átt við eitt ár eða fleiri.
(2) Skuldabréf verður að vera markaðsbréf til að það geti talist fjárfestingarverðbréf.
(3) Fjárfestingarverðbréf skulu sýnd í efnahagsreikningi með eftirfarandi hætti:
- Hlutabréf skal færa á markaðsverði eða upprunalegu kaupverði endurmetnu fyrir áhrifum gengisþróunar sé um að ræða verðbréf í erlendri mynt, - eftir því hvort verðið er lægra á uppgjörsdegi. Við útreikning á kaupverði samkvæmt 1. ml. skal taka tillit til framreiknings vegna áhrifa verðlagsbreytinga fram til ársins 2001.
- hlutdeildarskírteini skal færa á markaðsverði á uppgjörsdegi, og
- skuldabréf skal færa með áföllnum verðbótum og gengismun á reikningsskiladegi. Verðbætur skal miða við viðeigandi vísitölu næsta mánaðar á eftir uppgjörsmánuði, en gengistryggð skuldabréf skal færa við kaupgengi viðeigandi gjaldmiðils í lok reikningsskilatímabils. Afföllum og gengisauka af keyptum skuldabréfum skal dreift miðað við ávöxtunarkröfu á kaupdegi.
(4) Við útreikning á afföllum og gengisauka skuldabréfs skal miða við ávöxtunarkröfu á kaupdegi. Þó skal við mat á verðbréfi, sem ákveðið er að flokka sem fjárfestingarverðbréf og þá þegar er í eigu fyrirtækis, miða við þá ávöxtunarkröfu sem er í gildi á ákvörðunartíma, enda sé markaðsverð samsvarandi bréfs þá lægra en upphaflegt kaupverð bréfsins. Sé markaðsverðið hærra skal miða matið við upphaflegt kaupverð bréfsins og ávöxtunarkröfu sem þá var í gildi.
(5) Ef raunvirði fjárfestingarverðbréfs er lægra en bókfært verð þess samkvæmt ákvæðum þessarar greinar og ástæður þess verða ekki taldar skammvinnar, t.d. vegna skerts greiðsluþols greiðanda fjárfestingarskuldabréfs, ber að lækka bókfært verð þess til samræmis við hið lægra verðgildi. Ákvæði þetta á einnig við þegar um er að ræða verðlækkun vegna almennra vaxtahækkana og eign fyrirtækis í fjárfestingarverðbréfum er ekki fjármögnuð með sambærilegri vaxtabindingu.
54. gr.
Hlutir móðurfélags í dótturfyrirtækjum og hlutdeildarfyrirtækjum skulu metnir til samræmis við innra virði samkvæmt reikningsskilum hlutaðeigandi dóttur- eða hlutdeildarfyrirtækis. Ákvæði þetta nær þó ekki til dótturfyrirtækja og hlutdeildar-fyrirtækja sem eru fullnustu- eða rekstrarfélög.
Ákvæði um mat á verðbréfum sem teljast vera veltuverðbréf.
55. gr.
Skráð veltuverðbréf sbr. 2. gr. skulu bókfærð á opinberu gengi á uppgjörsdegi. Sé raunvirði verðbréfaeignar fyrirtækis talið vera lægra en skráð markaðsverð eða meðalverð sömu bréfa t.d. vegna þess að lítil eða engin viðskipti hafa verið með slík verðbréf um tíma, ber að færa verðbréfin niður til raunvirðis. Tilgreina skal í skýringum mun markaðsverðs og bókfærðs verðs.
56. gr.
(1) Veltuverðbréf, sem ekki er skráð verðbréf sbr. 2. gr., skal bókfæra á kaupverði. Afföllum og gengisauka skal dreift miðað við ávöxtunarkröfu á kaupdegi.
(2) Ef raunverð óskráðra verðbréfa er lægra á uppgjörsdegi en bókfært verð samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar skulu verðbréfin færð niður í hið lægra verðgildi.
(3) Hækki raunverð óskráðra verðbréfa, sem færð hafa verið niður í samræmi við ákvæði 2. mgr. þessarar greinar, má tekjufæra hækkunina. Þessi verðbréf má þó hæst bókfæra á kaupverði, sbr. ákvæði 1. mgr.
(4) Heimilt er að reikna kaupverð samkynja óskráðra verðbréfa á grundvelli meðaltals útreikninga eða á grundvelli „fyrst inn fyrst út aðferðar“ (FIFO).
(5) Ákvæði þessarar greinar gilda einnig um óskráð verðbréf sem bókfærð eru á eignalið 2, „Ríkisvíxlar og aðrir víxlar endurseljanlegir í seðlabanka“.
Ákvæði um mat á útlánum o.fl.
57. gr.
(1) Meta skal útlán og aðrar skuldbindingar lánþega með hliðsjón af tapshættu og færa í afskriftareikning nauðsynlegar fjárhæðir með hliðsjón af niðurstöðu slíks mats. Afskriftareikningur útlána skal myndaður með sérstökum og almennum framlögum, og skal afskriftareikningurinn færast til frádráttar viðeigandi efnahagslið.
(2) Með sérstökum framlögum í afskriftareikning útlána er átt við framlög til að mæta töpum á skuldbindingum þeirra lánþega sem metnir eru í sérstakri tapshættu vegna verulegra eða langvarandi vanskila, greiðslustöðvunar, gjaldþrots eða annarra aðstæðna, svo sem vegna þess að gjaldþol, eða greiðslugeta hefur rýrnað umtalsvert. Við mat á sérstakri afskriftaþörf vegna skuldbindinga í tapshættu skal miða við núvirt áætlað greiðsluflæði, eða markaðsvirði ef við á, að teknu tilliti til áætlaðs verðmætis tryggingaandlaga.
(3) Með almennum framlögum í afskriftareikning útlána er átt við framlög til að mæta töpum sem talin eru líkleg miðað við aðstæður á uppgjörsdegi vegna skuldbindinga annarra lánþega en þeirra sem sérstök framlög eru færð hjá. Almenn framlög skulu metin eftir flokkun skuldbindinga á einstaklinga og einstakar atvinnugreinar.
(4) Nánari ákvæði um afskriftaframlög útlána, fullnustueignir o.fl. eru í viðauka I með reglum þessum.
58. gr.
(1) Afskriftareikningur, sem myndaður er vegna liða utan efnahagsreiknings, færist með þeim hætti sem lýst er í síðustu málsgreinum 32. og 33. gr.
(2) Framlög í afskriftareikninga vegna útlána og annarra skuldbindinga skal gjaldfæra á rekstrarlið 11, „Framlög í afskriftareikning útlána o.fl.“.
59. gr.
(1) Eignir og skuldir og aðrar skuldbindingar, sem miðast við gengi erlends gjaldeyris, skal færa á opinberu viðmiðunargengi á uppgjörsdegi.
(2) Óuppgerð núviðskipti með gjaldeyri skulu metin og bókfærð miðað við opinbert viðmiðunargengi á uppgjörsdegi.
(3) Óuppgerð framvirk viðskipti með gjaldeyri skulu umreiknast miðað við opinbert viðmiðunargengi á uppgjörsdegi.
(4) Í skýringum í ársreikningi skal tilgreina heildarfjárhæðir eigna og skulda sem tengdar eru erlendum gjaldmiðli umreiknaðar í íslenskar krónur.
Ákvæði um mat á lífeyrisskuldbindingum.
60. gr.
Mat og framsetning lífeyrisskuldbindinga skal vera með þeim hætti sem nánar er kveðið á um í viðauka II með reglum þessum.
VIII. KAFLI
Skýringar í reikningsskilum.
Almenn ákvæði.
61. gr.
Auk þeirra upplýsinga, sem gert er ráð fyrir í viðauka III með reglum þessum, skulu upplýsingar þær, sem kveðið er á um í 6.-8. gr., 10. gr., 14.-16. gr., 24. gr., 33. gr., 42. gr. og 65.-80. gr. koma fram í skýringum í reikningsskilum.
62. gr.
Þar sem þess er krafist í skýringum, að notað sé kostnaðarverð, er heimilt að byggja útreikning þess á vegnu meðaltali eða „fyrst inn fyrst út“ aðferðinni (FIFO).
63. gr.
Þar sem þess er krafist í skýringum, að gefnar séu upplýsingar um eftirstöðvatíma, sbr. 2. gr., þegar um útlán eða skuldir með afborgunarskilmálum er að ræða, skal eftirstöðvatími reiknaður frá uppgjörsdegi til gjalddaga hverrar afborgunar.
64. gr.
Við hvern lið í efnahagsreikningi og rekstrarreikningi skal tilgreina samsvarandi fjárhæðir frá fyrra reikningsári. Ávallt skal geta þess í skýringum í reikningsskilum og með tilheyrandi athugasemdum ef fjárhæðir eru ekki sambærilegar eða þeim hefur verið breytt.
65. gr.
(1) Gera skal grein fyrir þeim aðferðum sem beitt er við mat á hinum ýmsu liðum ársreiknings. Þessar upplýsingar má greina í þeim hluta skýringanna sem fjalla um reikningsskilaaðferðir.
(2) Upplýsa skal, eftir því sem við á, um aðferðir sem beitt er við:
- mat á afskriftaþörf útlána og fullnustueigna,
- vaxtafrystingu útlána,
- mat á liðum í erlendum gjaldmiðli,
- mat á verðbréfum í eigu fyrirtækisins og skiptingu markaðsverðbréfaeignar í veltuverðbréf og fjárfestingarverðbréf,
- mat á afleiðusamningum og skiptingu afleiðusamninga í veltuverðbréfaliði og fjárfestingarverðbréfaliði. Einnig skal upplýsa um hvort og þá hvernig afleiðusamningar eru notaðir við stjórnun vaxta- og gjaldmiðlaáhættu fyrirtækisins,
- endurmat og afskriftir fastafjármuna, og
- mat á liðum tengdum eignarleigustarfsemi.
Skýringar með eignaliðum.
66. gr.
Tilgreina skal verðmæti hlutabréfa eða annarra hluta sem aflað hefur verið í tengslum við endurskipulagningu fyrirtækis, sbr. einnig ákvæði 14. gr.
67. gr.
Í skýringum með eignalið 7 og 8 skal gerð grein fyrir eftirfarandi varðandi einstök dóttur- og hlutdeildarfélög:
- bókfært verð eignarhluta,
- eignarhlutdeild, og
- hlutdeild í afkomu.
68. gr.
Í skýringum með eignalið 9.2, „Aðrar óefnislegar eignir“, skal gera grein fyrir þeim fjárhæðum sem skipta máli fyrir notendur reikningsskilanna. Sundurliða skal afskriftir óefnislegra eigna sem tengjast dóttur- og hlutdeildarfyrirtækjum sbr. 67.gr.
69. gr.
Í skýringum með eignalið 12, „Aðrar eignir“, skal sundurliða helstu undirliði enda sé um að ræða liði sem skipta máli fyrir notendur reikningsskilanna.
70. gr.
Í skýringum með eignalið 13, „Fyrirframgreidd gjöld og áfallnar óinnheimtar tekjur“, skal sundurliða í helstu undirliði sem skipta máli, en þó að lágmarki tilgreina „áfallnar óinnheimtar vaxtatekjur“ og „fyrirframgreidd vaxtagjöld“.
Skýringar með skulda- og eiginfjárliðum.
71. gr.
Í skýringum með skuldalið 4, „Aðrar skuldir“, skal sundurliða í helstu undirliði sem skipta máli.
72. gr.
Í skýringum með skuldalið 5, „Áfallin gjöld og fyrirframinnheimtar tekjur“, skal sundurliða í helstu undirliði sem skipta máli, en þó að lágmarki tilgreina „áfallin ógreidd vaxtagjöld“ og „fyrirframinnheimtar vaxtatekjur“.
73. gr.
Í skýringum með skuldalið 6, „Reiknaðar skuldbindingar“, skal sundurliða í helstu undirliði, enda skipti þeir máli fyrir notendur reikningsskilanna. Lífeyrisskuldbindingar vegna stjórnenda skulu tilgreindar sérstaklega.
74. gr.
(1) Í skýringum með skuldalið 7, „Víkjandi skuldir“, skal tilgreina:
- vexti og kostnað við öflun eða niðurgreiðslu víkjandi lána á reikningsárinu, og
- hve stór hluti af víkjandi skuldum getur talist með eigin fé við útreikning á eiginfjárhlutfalli.
(2) Varðandi einstakar lántökur, sem fara fram úr 10% af heildarfjárhæð víkjandi skulda, skal tilgreina:
- fjárhæð láns, gjaldeyristegund, vaxtakjör og gjalddaga eða hvort það er útgefið án gjalddaga,
- hvort einhverjar aðstæður krefjist þess að endurgreiðslum sé flýtt, og
- skilmála fyrir víkjandi skuldum, tilvist ákvæða um möguleika á að umbreyta víkjandi skuld í eigið fé eða annars konar skuldbindingu og skilmála slíkra ákvæða.
(3) Varðandi aðrar víkjandi skuldir skal gefa almenna lýsingu á skilmálum þeirra.
75. gr.
(1) Í skýringum með lið 8, „Eigið fé“, skal upplýsa um fjölda og nafnverð hluta. Einnig skal tilgreina heildarfjárhæð útgefinna hluta svo og fjárhæð eigin hluta í eigu fyrirtækisins.
(2) Ennfremur skal greina lið 8.2, „Varasjóðir“, eftir einstökum varasjóðum og hvernig lögbundinn varasjóður greinist í yfirverð innborgaðs hlutafjár og önnur tillög.
76. gr.
Í skýringum með lið 8, „Eigið fé“, skal gera grein fyrir eiginfjárhreyfingum á reikningsárinu.
77. gr.
(1) Fyrirtæki skal fyrir sérhvern skuldalið og sérhvern lið, sem er utan efnahagsreiknings, tilgreina tegund og fjárhæð eigna sem settar hafa verið að veði sem trygging fyrir skuldbindingum fyrirtækisins.
(2) Heildarfjárhæð veðsetninga vegna dótturfyrirtækja og annarra tengdra fyrirtækja skal tilgreina sérstaklega.
78. gr.
(1) Gera skal grein fyrir eignarleiguskuldbindingum sem fyrirtæki hefur gengist undir og skipta máli fyrir rekstur þess.
(2) Gera skal grein fyrir útistandandi framvirkum viðskiptum á uppgjörsdegi, þar sem sérstaklega komi fram fyrir hverja tegund viðskipta, hvort þau eru gerð að verulegu leyti til að draga úr áhrifum vaxtabreytinga, gengisbreytinga eða breytinga á markaðsverði eða gerð að verulegu leyti í viðskiptaskyni. Til þessara tegunda viðskipta teljast öll þau viðskipti sem hafa í för með sér tekjur eða gjöld sem skal færa í rekstrarlið 6, „Gengishagnaður/tap af annarri fjármálastarfsemi“ svo sem vegna erlends gjaldeyris, eðalmálma, framseljanlegra verðbréfa, innlánsskírteina og annarra eigna.
Skýringar með rekstrarreikningi.
79. gr.
(1) Í skýringum með rekstrarlið 7, „Aðrar rekstrartekjur“, rekstrarlið 10, „Önnur rekstrargjöld“, rekstrarlið 14.1, „Óreglulegar tekjur“, og rekstrarlið 14.2, „Óregluleg gjöld“, skal í skýringum sundurliða helstu undirliði þessara rekstrarliða, enda skipti þeir máli fyrir notendur ársreikningsins.
(2) Gera skal grein fyrir í skýringum ef fyrirtæki rekur þjónustustarfsemi vegna þriðja aðila þegar umfang slíkrar starfsemi er verulegt í hlutfalli við starfsemi fyrirtækisins í heild.
80. gr.
Þegar fyrirtæki rekur útibú í öðru landi, á hluti í erlendu dótturfyrirtæki eða erlendu hlutdeildarfyrirtæki skal í skýringum í ársreikningi sýna sundurliðun á eftirtöldum tekjuliðum eftir löndum:
1. „Vaxtatekjur o.fl.“,
3. „Tekjur af hlutabréfum o.fl. og öðrum eignarhlutum“,
4. „Þóknunartekjur o.fl.“,
6. „Gengishagnaður/tap af annarri fjármálastarfsemi“, og
7. „Aðrar rekstrartekjur“.
IX. KAFLI
Ákvæði um samstæðureikningsskil.
81. gr.
(1) Móðurfyrirtæki skulu semja ársreikning og skýrslu stjórnar fyrir samstæðu. Ársreikningur fyrir samstæðu, samstæðureikningsskil, skal vera í samræmi við ákvæði þessa kafla.
(2) Í ársskýrslu móðurfyrirtækis skulu koma fram upplýsingar um samstæðuna í heild í samræmi við ákvæði 89. gr. laga nr. 161/2002.
82. gr.
(1) Dótturfyrirtæki, sem falla undir ákvæði 1. mgr. 22. gr. laga nr. 161/2002, skulu ekki tekin með í samstæðureikningsskilum nema Fjármálaeftirlitið ákveði annað, sbr. 4. mgr. 104. gr. laga nr. 161/2002.
(2) Önnur dótturfyrirtæki en þau, sem falla undir 1. mgr. þessarar greinar, skulu tekin með í samstæðureikningsskilum nema Fjármálaeftirlitið veiti undanþágu frá þeirri reglu, sbr. 5. mgr. 104. gr. laga nr. 161/2002.
83. gr.
(1) Samstæðureikningsskil skulu hafa að geyma efnahagsreikning, rekstrarreikning, sjóðstreymi og skýringar.
(2) Ákvæði 2.-8. kafla þessara reglna skulu gilda um gerð samstæðureikningsskila eftir því sem við getur átt.
(3) Samstæðureikningsskilin og skýrslu stjórnar skal birta opinberlega í samræmi við 3. mgr. 95. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 8. mgr. 97. gr. sömu laga.
(4) Reikningsár samstæðureikningsskila skal vera almanaksár.
84. gr.
(1) Eignir og skuldir þeirra fyrirtækja, sem mynda samstæðu, skal reikna með að fullu við gerð efnahagsreiknings fyrir samstæðuna.
(2) Gjöld og tekjur þeirra fyrirtækja, sem mynda samstæðu, skal reikna með að fullu við gerð rekstrarreiknings fyrir samstæðuna. Gjöld og tekjur fyrirtækja, sem yfirtekin hafa verið á árinu, skulu þó einungis reiknuð með frá yfirtökudegi.
(3) Hlutir í samstæðugerðum fyrirtækjum í eigu annarra en samstæðufyrirtækjanna skulu tilgreindir sem hlutdeild minnihluta.
85. gr.
Bókfærðu virði eignarhluta í dótturfyrirtækjum skal jafnað út á móti hlutdeild í bókfærðu eigin fé dótturfyrirtækjanna.
86. gr.
(1) Innbyrðis gjöld og tekjur milli félaga í samstæðu skal jafna út, svo og innbyrðis eignir og skuldir.
(2) Til innbyrðis tekna telst hluti móðurfélags í tekjum af eignatilfærslum innan samstæðunnar svo framarlega sem eignin hefur ekki þegar verið afskrifuð um samsvarandi fjárhæð í því félagi sem aflaði hennar.
87. gr.
Ákvæði VI. Kafla laga nr. 144/19941), um ársreikninga, með áorðnum breytingum, gilda að öðru leyti en fram kemur í þessum reglum um samstæðureikningsskil þeirra fyrirtækja sem reglurnar taka til.
1)Nú VII. kafla laga nr. 3/2006.
X. KAFLI
Ákvæði um árshlutareikning.
88. gr.
(1) Árshlutareikningur skal hafa að geyma rekstrar- og efnahagsreikning, fjárstreymisyfirlit og skýringar. Ákvæði kafla 2 – 9 í þessum reglum gilda um árshlutareikning eftir því sem við getur átt varðandi innihald, framsetningu og skýringar og mat á efnahagsliðum. Í skýringum skal sérstaklega veita upplýsingar um einstaka gjalda- og tekjuliði sem kynnu að gefa villandi mynd af afkomu viðkomandi tímabils. Afskriftaþörf útlána skal byggð á sjálfstæðu mati með sambærilegum hætti og gert er við ársuppgjör.
(2) Í árshlutauppgjöri skal sýna samanburðartölur miðað við sama tímabil fyrra árs.
XI. KAFLI
Ákvæði um birtingu ársreiknings og árshlutareiknings og gildistökuákvæði.
89. gr.
(1) Endurskoðaður og undirritaður ársreikningur þeirra fyrirtækja sem þessar reglur taka til, sbr. 1. mgr. 1. gr., ásamt skýrslu stjórnar skal sendur Fjármálaeftirlitinu innan 10 daga frá undirritun, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir lok reikningsárs.
(2) Árshlutareikningur skal liggja fyrir eigi síðar en tveimur mánuðum eftir uppgjörsdag, áritaður af stjórn og framkvæmdastjóra. Hafi árhlutareikningurinn verið endurskoðaður eða kannaður skal hann jafnframt áritaður af endurskoðanda fyrirtækisins. Áritaður árshlutareikningur skal sendur Fjármálaeftirlitinu jafnskjótt og hann liggur fyrir.
90. gr.
Innan sömu tímamarka og um getur í næstu gr. á undan skulu sömu fyrirtæki senda Fjármálaeftirlitinu sundurliðaðan ársreikning á sérstökum eyðublöðum sem Fjármálaeftirlitið lætur í té.
91. gr.
Ársreikningur ásamt skýrslu stjórnar skal liggja frammi á afgreiðslustað hlutaðeigandi fyrirtækis og afhentur hverjum viðskiptaaðila sem þess óskar innan tveggja vikna frá samþykkt aðalfundar. Árshlutareikningur skal liggja frammi á starfsstöð fyrirtækisins og afhentur viðskiptaaðilum sem þess óska.
92. gr.
Reglur þessar eru settar með tilvísun til 2. mgr. 88. gr., 96. gr. og 9. mgr. 97. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Reglurnar öðlast gildi þegar í stað. Jafnframt falla þá úr gildi reglur nr. 692/2001, um ársreikninga lánastofnana, með síðari breytingum, sbr. reglur nr. 51/2002 og nr. 755/2002, og reglur nr. 691/2001, um árshlutauppgjör lánastofnana.
VIÐAUKI I
Nánari ákvæði um mat á afskriftaþörf útlána og annarra skuldbindinga og framsetningu afskriftareiknings útlána, sbr. 57. gr. reglnanna.
Með hliðsjón af gildandi reglum og góðri reikningsskilavenju skal fyrirtæki í tengslum við ársuppgjör og árshlutauppgjör meta afskriftaþörf vegna útlána og skuldbindinga og bókfæra nauðsynleg framlög í afskriftareikning útlána o.fl. til að mæta líklegu tapi fyrirtækisins miðað við aðstæður á uppgjörsdegi. Framlög í afskriftareikning útlána skulu samanstanda af sérstökum og almennum framlögum í afskriftareikning útlána og skulu færast til frádráttar viðeigandi lið í efnahagsreikningi. Sérhvert fyrirtæki skal setja sér innri starfsreglur til að fara eftir við mat á sérstökum og almennum framlögum og mat á fullnustueignum svo og innri starfsreglur um hvernig staðið skuli að færslu á endanlegum afskriftum útlána.
1) Sérstök afskriftaframlög.
(1) Sérstök framlög eru afskriftaframlög færð til að mæta áætluðu tapi vegna skuldbindinga lánþega sem á uppgjörsdegi eru metnar í sérstakri tapshættu. Lánþegar sem koma skulu til skoðunar í því sambandi eru þeir sem eftirfarandi atriði eiga við um: Vanskil í 3 mánuði eða lengur, greiðslustöðvun, gjaldþrot eða aðrar aðstæður sem skerða gjaldþol eða greiðslugetu og gera það líklegt að ekki verði staðið að fullu við lánssamninga.
Þegar skuldbindingar lánþega teljast vera í sérstakri tapshættu skal meta þörfina á að:
- hætta að tekjufæra vexti og þóknanir,
- bakfæra tekjufærða vexti og þóknanir innan reikningstímabilsins, og
- færa sérstök framlög í afskriftareikning útlána.
(2) Með skuldbindingum lánþega er átt við:
- útlán og endurlán, þar með talda áfallna vexti og þóknanir,
- ábyrgðir utan efnahags,
- ábyrgðarskuldbindingar vegna annarra lánþega lánastofnunar, og
- aðrar hugsanlegar skuldbindingar gagnvart lánastofnuninni.
(3) Við mat á sérstakri afskriftaþörf vegna skuldbindinga í tapshættu skal miða við núvirt vænt greiðsluflæði, eða markaðsvirði ef við á, að teknu tilliti til áætlaðs verðmætis tryggingaandlaga. Við núvirðingu samkvæmt 1. málslið skal nota upphaflega ávöxtunarkröfu ef um fastvaxtalán er að ræða en gildandi ávöxtunarkröfu ef lán er með breytilegum vöxtum. Tryggingaandlög skulu metin með hliðsjón af því verðmæti sem ætla má að fáist fyrir viðkomandi eign við sölu, að teknu tilliti til sölukostnaðar. Sé erfiðleikum bundið að meta eign til söluvirðis, t.d. vegna þess að kaupendur eru ekki fyrir hendi, skal leitast við að meta verðmæti tryggingaandlags á annan hátt, t.d. miðað við tekjuvirði eignar eða áætlað framtíðar markaðsvirði. Í þessu samhengi skal taka tillit til reiknaðs vaxtataps (fórnarvaxtataps).
2) Almenn afskriftaframlög.
(1) Almenn framlög eru afskriftaframlög til að mæta tapi sem talið er líklegt miðað við aðstæður á uppgjörsdegi vegna annarra skuldbindinga en þeirra sem sérstök framlög eru færð hjá sbr. 1. tölulið hér á undan.
(2) Almenn framlög skal meta eftir flokkun skuldbindinga á einstaklinga og einstakar atvinnugreinar. Við matið skal höfð hliðsjón af vanskilum og tapreynslu útlána til einstaklinga og einstakra atvinnugreina, efnahagsástandi o.fl.
3) Breytingar á lánskjörum útlána.
Við breytingar á lánskjörum, sem hafa í för með sér að virði viðkomandi láns er verulega lægra en virði láns með venjulegum vaxtakjörum, skal færa mismuninn sem töpuð útlán og/eða eftir atvikum til lækkunar á áður bókfærðum tekjum innan reikningsársins. Lánþegar sem samið hafa um breytingar á lánskjörum vegna vanskila, t.d. framlengingar á lánum með skuldbreytingum, skulu metnir sérstaklega með tilliti til tapshættu, sbr. jafnframt tölulið 1 í þessum viðauka.
4) Fullnustueignir.
(1) Eignir sem færast á eignalið 4.3 „Fullnustueignir“ skulu færast þar á áætluðu raunvirði og mismunur útláns og áætlaðs virðis yfirtekinnar eignar endanlega afskrifað. Raunvirði skal miðað við þá fjárhæð sem búast má við að fáist fyrir viðkomandi eign við sölu miðað við staðgreiðslu og að teknu tilliti til áætlaðs sölukostnaðar og viðhalds- og endurbótakostnaðar.
(2) Sé talið að umtalsverður tími muni líða þar til eign kemst í söluhæft ástand, eða að kaupendur að eign finnist, ber einnig að taka tillit til kostnaðar og tekna af eign fram til áætlaðs söludags að teknu tilliti til áætlaðs vaxtataps stofnunar.
5) Endanlegar afskriftir útlána.
Skuldbindingar lánþega skulu í ársreikningi stofnunar færast sem endanlega töpuð útlán og afskriftareikningur útlána lækkaður tilsvarandi þegar eitthvert af eftirtöldum skilyrðum er uppfyllt:
- við lok gjaldþrotaskipta,
- við skuldaeftirgjöf eða niðurfærslu skulda,
- þegar lánastofnun hefur tekið ákvörðun um lok innheimtuaðgerða, og
- þegar ljóst má vera að útlán er endanlega tapað.
6) Innri starfsreglur.
(1) Sérhvert fyrirtæki skal setja sér innri starfsreglur til að fara eftir við könnun á útlánastofni, mati á afskriftaþörf útlána, vaxtafrystingu útlána og endanlega afskrift útlána.
(2) Í innri starfsreglum skal koma fram hvernig staðið skuli að:
- skoðun á einstökum útlánum og útlánaflokkum með tilliti til hvaða útlán eru í sérstakri tapshættu,
- mati á almennu framlagi í afskriftareikning útlána,
- vaxtafrystingu útlána og bakfærslu vaxta,
- skuldbreytingum útlána,
- mati á tryggingaandlögum og fullnustueignum, og
- endanlegum afskriftum útlána.
VIÐAUKI II
Nánari ákvæði um lífeyrisskuldbindingar, sbr. 60. gr. reglnanna.
(1) Framsetning lífeyrisskuldbindinga skal vera með þeim hætti sem greinir í eftirfarandi töluliðum 1 til 4:
-
Fyrirtæki sem tekið hafa á sig lífeyrisskuldbindingar skulu láta fara fram tryggingafræðilegan útreikning á stöðu áfallinna en ógreiddra lífeyrisskuldbindinga sinna og færa í ársreikning, eins og nánar er ákveðið í þessum viðauka. Miða skal við áunnin lífeyrisréttindi vegna liðins starfstíma. Við útreikning samkvæmt framansögðu skal miða við að hámarki 3% ávöxtunarkröfu, þ.e. ávöxtun umfram breytingu kaupgjalds. Í skýringum í ársreikningi skal koma fram við hvaða ávöxtunarkröfu er miðað.
-
Tryggingafræðilegur útreikningur, sbr. 1. tölulið þessarar málsgreinar, skal að jafnaði fara fram árlega en þó eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti. Fari ekki fram árlegur útreikningur skal ákvarða stöðu áfallinna skuldbindinga með tryggingafræðilegri áætlun.
-
Lífeyrisgreiðslur, sem fyrirtæki innir af hendi vegna starfsmanna sem látið hafa af starfi, skulu færast til lækkunar á áföllnum lífeyrisskuldbindingum í efnahagsreikningi.
-
Sá mismunur sem fram kemur á reiknaðri stöðu áfallinna lífeyrisskuldbindinga í lok reikningsárs og byrjun reikningsárs skal, að teknu tilliti til 3. töluliðar þessarar málsgreinar, færður í efnahagsreikning og rekstrarreikning eins og hér segir:
-
Reikna skal verðbætur og vexti á áfallnar lífeyrisskuldbindingar eins og þær voru í byrjun reikningsárs og breytingu þeirra á árinu og færist hin reiknaða fjárhæð til gjalda í rekstrarreikningi á lið 2.5, „Önnur vaxtagjöld o.fl.“. Miða skal við breytingu á lánskjaravísitölu á tímabilinu og meðalvexti af verðtryggðum útlánum innlánsstofnana á hverjum tíma.
-
Áhrif breyttra reiknireglna og forsendna sem skipta máli skal sérgreina og færa meðal óreglulegra liða í rekstrarreikningi.
-
Önnur breyting á áföllnum lífeyrisskuldbindingum, hækkun eða lækkun, skal færast í rekstrarreikning á rekstrarlið 8.1.2, „Lífeyriskostnaður“.
-
(2) Gera skal grein fyrir heildarskuldbindingum í skýringum í ársreikningi hvers árs og skulu þær reiknaðar eins og nánar er tilgreint í 1. mgr. þessa viðauka.
VIÐAUKI III
Upplýsingar og sundurliðanir í skýringum í ársreikningi, sbr. 61. gr. reglnanna.
Eignaliður 1. „Sjóður og óbundnar innstæður í seðlabanka o.fl.“
Sundurliðun á sjóði og óbundnum innstæðum í seðlabanka o.fl. |
Kr. |
1. Sjóður |
|
2. Óbundnar innstæður í seðlabanka |
|
3. Óbundnar innstæður í póstgíró |
|
Samtals |
|
Eignaliður 3. „Kröfur á lánastofnanir“.
Sundurliðun eftir skuldurum, enda komi hún ekki fram í efnahags- |
Kr. |
1. Bundnar kröfur á seðlabanka: |
|
1.1. Bundnar kröfur skv. Bindiskyldureglum |
|
1.2. Aðrar bundnar kröfur á seðlabanka |
|
2. Kröfur á lánastofnanir: |
|
2.1. Hlutdeildarfyrirtæki |
|
2.2. Tengd fyrirtæki |
|
2.3. Aðrar lánastofnanir |
|
Samtals |
|
Sundurliðun skv. eftirstöðvatíma: * |
Kr. |
1. Gjaldkræfar kröfur |
|
2. Allt að 3 mán. |
|
3. Yfir 3 mán. og allt að ári |
|
4. Yfir 1 ár og allt að 5 árum |
|
5. Yfir 5 ár |
|
Samtals |
|
*) Bundnar kröfur á seðlabanka samkvæmt bindiskyldureglum eru undanskildar en í skýringartexta komi fram hvers eðlis þær eru.
Eignaliður 4. „Útlán o.fl.“.
Eignaliður 4.1. „Útlán til viðskiptavina“.
Sundurliðun eftir útlánsformum: * |
Kr. |
1. Yfirdráttarlán |
|
2. Afurða- og rekstrarlán |
|
3. Víxlar |
|
4. Skuldabréf |
|
5. Innleystar ábyrgðir |
|
6. Annað |
|
Samtals |
|
*) Að frádregnum afskriftareikningi útlána. Almennur afskriftareikningur dragist frá hlutfallslega miðað við vægi viðkomandi eignaliða.
Eignaliður 4. „Útlán o.fl.“, framh.
Eignaliðir 4.1. „Útlán til viðskiptavina“ og 4.2. „Eignarleigusamningar“.
Sundurliðun eftir lántakendum: * |
% |
1. Ríkissjóður og ríkisstofnanir |
|
2. Bæjar- og sveitarfélög. |
|
3. Fyrirtæki: |
|
(sundurliðist á helstu atvinnugreinar) |
|
4. Einstaklingar |
|
Samtals |
|
*) Að frádregnum afskriftareikningi útlána. Almennur afskriftareikningur dragist frá hlutfallslega miðað við vægi viðkomandi eignaliða.
Eignaliðir 4.1. „Útlán til viðskiptavina“ og 4.2. „Eignarleigusamningar“.
Sundurliðun skv. eftirstöðvatíma: * |
Kr. |
1. Gjaldkræfar |
|
2. Allt að 3 mán. |
|
3. Yfir 3 mán. og allt að 1 ári |
|
4. Yfir 1 ár og allt að 5 árum |
|
5. Yfir 5 ár |
|
Samtals |
|
*) Að frádregnum afskriftareikningi útlána. Almennur afskriftareikningur dragist frá hlutfallslega miðað við vægi viðkomandi eignaliða.
Eignaliður 4.2. „Eignarleigusamningar“.
Sundurliðun eftir tegundum eigna: * |
Kr. |
1. Samningar um fasteignir |
|
2. Samningar um vélar og tæki |
|
3. Annað |
|
Samtals |
|
*) Að frádregnum afskriftareikningi útlána. Almennur afskriftareikningur dragist frá hlutfallslega miðað við vægi viðkomandi eignaliða.
Eignaliður 4.3. „Fullnustueignir“.
Sundurliðun fullnustueigna: |
Kr. |
1. Fasteignir |
|
2. Lausafjármunir |
|
3. Eignarhlutir í fullnustu- og rekstrarfélögum |
|
4. Útlán til fullnustu- og rekstrarfélaga * |
|
5. Aðrir eignarhlutir. |
|
Samtals |
|
*) Útlán til fullnustu- og rekstrarfélaga enda sé slíkt félag komið í meirihlutaeign stofnunarinnar og/eða annarra lánastofnana og útlánin ekki talin að fullu tryggð.
Óvaxtaberandi útlán.*
|
Kr. |
1. Útlán sem sérstakar afskriftir hafa verið færðar fyrir |
|
2. - Sérstakur afskriftareikningur |
|
3. Önnur vaxtafryst útlán |
|
Óvaxtaberandi útlán samtals (1-2+3) |
|
*) Við flokkun óvaxtaberandi útlána er heimilt að undanskilja þau lán viðkomandi lánþega sem talin eru að fullu tryggð.
Eignaliður 4. „Útlán o.fl.“, framh.
Afskriftareikningur útlána.
Hreyfingar á árinu: |
Sérstakur |
Almennur |
Samtals Kr. |
Staðan 1.1. |
|
|
|
Framlög á árinu |
|
|
|
- Endanlega töpuð útlán |
|
|
|
Innkomið áður afskrifað |
|
|
|
Staðan 31.12. |
|
|
|
Eignaliður 5. „Markaðsskuldabréf og önnur verðbréf með föstum tekjum“.
|
Kr. |
Fjárhæð sem koma á til greiðslu innan árs frá uppgjörsdegi |
|
|
Markaðsverð Kr. |
Bókfært verð Kr. |
Eignaliðir 5.1. og 5.2. „Veltuskuldabréf“: |
|
|
1. Skráð á Verðbréfaþingi Íslands |
|
|
2. Önnur skráð skuldabréf |
|
|
3. Óskráð skuldabréf |
|
|
Samtals |
|
|
Eignaliðir 5.3. og 5.4. „Fjárfestingarskuldabréf“: |
|
|
1. Skráð á Verðbréfaþingi Íslands |
|
|
2. Önnur skráð skuldabréf |
|
|
3. Óskráð skuldabréf |
|
|
Samtals |
|
|
|
Kr. |
Ríkisskuldabréf og önnur sambærileg skuldaskjöl, sem hægt er að endurselja í seðlabanka |
|
Eignaliður 6. „Hlutabréf og önnur verðbréf með breytilegum tekjum“.
Eignaliður 6. „Hlutabréf og önnur verðbréf með breytilegum tekjum“.
|
Markaðsverð Kr. |
Bókfært verð Kr. |
Eignaliður 6.1. „Veltuhlutabréf“: |
|
|
1. Skráð á Verðbréfaþingi Íslands |
|
|
2. Önnur skráð hlutabréf o.fl. |
|
|
3. Óskráð hlutabréf o.fl. |
|
|
Samtals |
|
|
Eignaliður 6.2. „Fjárfestingarhlutabréf“: |
|
|
1. Skráð á Verðbréfaþingi Íslands |
|
|
2. Önnur skráð hlutabréf o.fl. |
|
|
3. Óskráð hlutabréf o.fl. |
|
|
Samtals |
|
|
Eignaliður 6.1. „Veltuhlutabréf“, óskráð hlutabréf
Sundurliðun eftir fyrirtækjum * |
Eignar- hlutur % |
Nafn-verð Kr. |
Fjöldi fyrir- tækja |
Bókfært verð Kr. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Samtals ofangreind fyrirtæki |
|
|
|
|
Önnur óskráð veltuhlutabréf |
|
|
|
|
Samtals |
|
|
|
|
*) Undanskilja má eignarhluti sem tengjast eignarhaldsbreytingum eða undirbúningi að hlutafjárútboði. Ennfremur má undanskilja eignarhluti sem uppfylla bæði eftirfarandi skilyrði: Eignarhlutur í viðkomandi félagi nemur minna en 20% af hlutafé félagsins og bókfært verð nemur minna en 2% af bókfærðu eigin fé lánastofnunarinnar.
Eignaliður 6.2. „Fjárfestingarhlutabréf“. *
Hreyfingar á árinu: |
Kr. |
Bókfært verð 1.1. |
|
Keypt á árinu |
|
Selt á árinu |
|
Gjaldmiðilsbreytingar |
|
Bókfært verð 31.12. |
|
*) Enda komi þessar upplýsingar ekki fram í sjóðstreymisyfirliti.
Eignaliður 6.2. „Fjárfestingarhlutabréf“.
Sundurliðun eftir fyrirtækjum * |
Eignar hlutur % |
Hagnaðar- hlutdeild Kr. |
Nafnverð Kr. |
Markaðs- verð Kr. |
Bókfært verð Kr. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Samtals |
|
|
|
|
|
*) Hlutir í fyrirtækjum skráðum á verðbréfamarkaði skulu auðkenndir.
Eignaliður 7. „Hlutir í hlutdeildarfyrirtækjum“.
Sundurliðun eftir fyrirtækjum * |
Eignar hlutur % |
Hagnaðar- hlutdeild Kr. |
Nafnverð Kr. |
Markaðs- verð Kr. |
Bókfært verð Kr. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Samtals |
|
|
|
|
|
*) Hlutir í fyrirtækjum skráðum á verðbréfamarkaði skulu auðkenndir.
Eignaliður 8. „Hlutir í tengdum fyrirtækjum“.
Sundurliðun eftir fyrirtækjum * |
Eignar hlutur % |
Hagnaðar- hlutdeild Kr. |
Nafnverð Kr. |
Markaðs- verð Kr. |
Bókfært verð Kr. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Samtals |
|
|
|
|
|
*) Hlutir í fyrirtækjum skráðum á verðbréfamarkaði skulu auðkenndir.
Eignaliður 9. „Óefnislegar eignir“.
Hreyfingar á árinu: |
Viðskipta- vild Kr. |
Aðrar óefnislegar eignir Kr. |
Bókfært verð 1.1. |
|
|
Keypt á árinu |
|
|
Selt á árinu |
|
|
Endurmat og gjaldmiðilsbreytingar |
|
|
Afskrifað á árinu |
|
|
Bókfært verð 31.12. |
|
|
Eignaliður 10. „Rekstrarfjármunir“.
Hreyfingar á árinu: |
Húseignir og lóðir * Kr. |
Húsbúnaður, tæki o.fl Kr. |
Samtals Kr. |
Heildarverð 1.1. |
|
|
|
Viðbót á árinu |
|
|
|
Endurmat á árinu |
|
|
|
Selt á árinu |
|
|
|
Heildarverð 31.12. |
|
|
|
Afskrifað áður |
|
|
|
Afskrifað á árinu |
|
|
|
Endurmat ársins |
|
|
|
Selt á árinu |
|
|
|
Afskrifað samtals |
|
|
|
Bókfært verð 31.12. |
|
|
|
*) Tilgreina skal fasteignamat húseigna og lóða og brunabótamat húseigna.
Eignaliður 11. „Rekstrarleigueignir“.
Sambærileg sundurliðun og fyrir rekstrarfjármuni sbr. hér á undan.
Yfirlit yfir kröfur á og skuldir við hlutdeildarfyrirtæki og tengd fyrirtæki.
|
Hlutdeildar- fyrirtæki Kr. |
Tengd fyrirtæki. Kr. |
Eignaliðir: |
|
|
E.2. Ríkisvíxlar og aðrir víxlar endurseljanl. í seðlab. |
|
|
E.3.2. Kröfur á lánastofnanir |
|
|
E.4.1. Útlán til viðskiptavina |
|
|
E.5. Markaðsskuldabréf o.fl. |
|
|
Eignaliðir samtals |
|
|
Skuldaliðir: |
|
|
S.1. Skuldir við lánastofnanir o.fl. |
|
|
S.2. Innlán |
|
|
S.3 Lántaka |
|
|
S.7. Víkjandi skuldir |
|
|
Skuldaliðir samtals |
|
|
Yfirlit yfir víkjandi kröfur.
Eignaliðir: |
Hlutdeildar- fyrirtæki Kr. |
Tengd fyrirtæki Kr. |
Önnur fyrirtæki. Kr. |
E.3.2. Kröfur á lánastofnanir |
|
|
|
E.4.1. Útlán til viðskiptavina |
|
|
|
E.5. Markaðsskuldabréf o.fl. |
|
|
|
Víkjandi kröfur samtals |
|
|
|
Eignir og skuldir tengdar erlendum gjaldmiðlum.
|
Kr. |
Gengisbundnar eignir |
|
Gengisbundnar skuldir |
|
Mismunur |
|
Eignir og skuldir tengdar verðtryggingu.
|
Kr. |
Verðtryggðar eignir |
|
Verðtryggðar skuldir |
|
Mismunur |
|
Skuldaliður 1. „Skuldir við lánastofnanir o.fl.“.
Skuldaliðir 1.1. og 1.2.
Sundurliðun eftir lánardrottnum: |
Kr. |
1.1. Gjaldkræfar skuldir: |
|
Skuldir við seðlabanka |
|
Skuldir við aðrar lánastofnanir |
|
Samtals |
|
1.2. Aðrar skuldir við lánastofnanir: |
|
Skuldir við seðlabanka |
|
Skuldir við aðrar lánastofnanir |
|
Samtals |
|
Skuldaliður 1. „Skuldir við lánastofnanir o.fl.“, framh.
Skuldaliður 1.2. „Aðrar skuldir við lánastofnanir“.
Sundurliðun skv. eftirstöðvatíma: |
Kr. |
1. Allt að 3 mán. |
|
2. Yfir 3 mán. og allt að 1 ári |
|
3. Yfir 1 ár og allt að 5 árum |
|
4. Yfir 5 ár. |
|
Samtals |
|
Skuldaliður 2. „Innlán“.
Skuldaliðir 2.2., 2.3., og 2.4.
Sundurliðun skv. eftirstöðvatíma: |
Kr. |
1. Allt að 3 mán. |
|
2. Yfir 3 mán. og allt að 1 ári |
|
3. Yfir 1 ár og allt að 5 árum |
|
4. Yfir 5 ár. |
|
Samtals |
|
Skuldaliður 3. „Lántaka“.
|
Kr. |
Fjárhæð sem koma á til greiðslu innan árs frá uppgjörsdegi |
|
Skuldaliður 6. „Reiknaðar skuldbindingar“.
Skuldaliður 6.1. „Lífeyrisskuldbindingar“.
|
Kr. |
Lífeyrisskuldbindingar samtals * |
|
Þ.a. vegna fyrrverandi stjórnarmanna |
|
Þ.a. vegna fyrrverandi stjórnenda ** |
|
*) Greint skal frá ávöxtunarkröfu sem miðað er við.
**) Sbr. skilgreiningu í 5. mgr. 42. gr. reglnanna.
Skuldbindingar vegna stjórnar og stjórnenda aðrar en lífeyrisskuldbindingar.
Heildarfjárhæð lána til og ábyrgða vegna: |
Kr. |
1. Stjórnar |
|
2. Stjórnenda * |
|
Samtals |
|
*) Sbr. skilgreiningu í 5. mgr. 42. gr. reglnanna.
Þóknanir til stjórnar og stjórnenda.
Þóknanir til stjórnarmanna og stjórnenda: |
Kr. |
1. Stjórnarmenn |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
2. Stjórnendur** |
|
|
|
|
|
|
|
Samtals |
|
*) Enda komi þessar upplýsingar ekki fram í skýrslu stjórnar.
**) Sbr. skilgreiningu í 5. mgr. 42. gr. reglnanna.
Þóknanir til endurskoðanda/endurskoðunarfélags *)
|
Kr. |
1. Þóknun fyrir endurskoðun |
|
2. Þóknun fyrir aðra þjónustu |
|
Samtals |
|
*) Sbr. Ákvæði 7. mgr. 42. gr. reglnanna.
Starfsmannafjöldi.
|
Fjöldi |
Meðalfjöldi starfsmanna á árinu umreiknaður í heilsársstörf |
|
Stöðugildi í árslok |
|
þ.a. bankastörf |
|
Eigið fé og eiginfjárhlutfall.
Eigið fé og eiginfjárhlutfall samkvæmt eiginfjárákvæðum laga: |
Kr. |
Eigið fé: |
|
Eiginfjárþáttur A |
|
Eiginfjárþáttur B |
|
Eiginfjárþáttur C |
|
- frádr.liðir sbr. 85 gr. 1.mgr nr.161/2002 |
|
Eigið fé samtals |
|
Áhættugrunnur samtals |
|
Eiginfjárhlutfall |
% |
Upplýsingar um hlutafé/stofnfé: |
Fjöldi hluta |
Nafn-verð hlutar Kr. |
Heildar- fjárhæð hluta Kr. |
|
1. Útgefnir hlutar/stofnfjárhlutar |
|
|
|
|
2. þ.a. eigin hlutar |
|
|
|
Eiginfjárhreyfingar.
|
Kr. |
8.1. Hlutafé/stofnfé 1.1.200x |
|
a. Hlutafjáraukning |
|
b. Útgefin jöfnunarhlutabréf |
|
c. Lækkun hlutafjár |
|
d. Annað |
|
Hlutafé/stofnfé 31.12.200x |
|
8.2. Varasjóðir 1.1.200x |
|
a. Millifært frá óráðstöfuðu eigin fé |
|
b. Framlag í lögbundinn varasjóð vegna yfirverðs hlutafjár |
|
c. Önnur framlög í lögbundinn varasjóð |
|
d. Annað |
|
Varasjóðir 31.12.200x |
|
8.3. Endurmatsreikningur 1.1.200x |
|
a. Endurmat á árinu |
|
b. Annað |
|
Endurmatsreikningur 31.12.200x |
|
8.4. Óráðstafað eigið fé 1.1.200x |
|
a. Hagnaður/tap ársins |
|
b. Millifært af yfirverðsreikningi |
|
c. Framlag í lögbundinn varasjóð |
|
d. Önnur framlög í varasjóði |
|
e. Greiddur arður |
|
f. Annað |
|
Óráðstafað eigið fé 31.12.200x |
|
Liðir utan efnahagsreiknings.
Sundurliðun á lið 2.3., Óafturkallanleg lánsloforð, sbr. 3. mgr. 33 gr.
Sundurliðun skv. eftirstöðvatíma: |
Kr. |
Allt að 1 ári |
|
Yfir 1 ár |
|
Samtals |
|
Framvirkir samningar og gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningar.
|
Kr. |
Framvirkir samningar: |
|
Eignir í íslenskum krónum |
|
Eignir í erlendum gjaldmiðlum |
|
Skuldir í íslenskum krónum |
|
Skuldir í erlendum gjaldmiðlum |
|
Gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningar: |
|
Eignir í íslenskum krónum |
|
Eignir í erlendum gjaldmiðlum |
|
Skuldir í íslenskum krónum |
|
Skuldir í erlendum gjaldmiðlum |
|
|
Kr. |
Útlánaígildi afleiðusamninga samkvæmt reglum um mat á áhættugrunni * |
|
*) Með útlánaígildi er átt við niðurstöðu útreiknings áður en margfaldað er með áhættuvog vegna mótaðilaáhættu.
Eignir viðskiptamanna í fjárvörslu.*
|
Kr. |
Eignir viðskiptamanna í fjárvörslu |
|
*) Með fjárvörslu er átt við þjónustu, sem veitt er samkvæmt sérstökum samningi gegn endurgjaldi sem felur í sér að taka við fjármunum til fjárfestingar í verðbréfum eða öðrum verðmætum fyrir eigin reikning viðskiptamanns, sbr. skilgreiningu í 2. gr. laga nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti, með síðari breytingum.
VIÐAUKI IV
Nánari ákvæði um sjóðstreymi, sbr. 6. gr. reglnanna.
Í sjóðstreymi skal m.a. gerð grein fyrir rekstrarhreyfingum, fjárfestingarhreyfingum, fjármögnunarhreyfingum og annarri breytingu á handbæru fé á árinu, sbr. ennfremur eftirfarandi framsetningu. Heimilt er að draga saman liði eða auka við liðum ef það er til þess fallið að gefa skýrari mynd af sjóðstreyminu. Við útreikning á áhrifum rekstrarliða á handbært fé skal leiðrétta fyrir áhrifum gengismunar og verðbreytinga en ekki fyrir vöxtum þar eð sú forsenda er gefin að vextir ársins séu greiddir. Með tekjuskatti samkvæmt “Rekstrarhreyfingum” er átt við breytingu á skattskuldbindingu en breyting á ógreiddum tekjuskatti skal sýnd undir liðnum “Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum”. Með “öðrum liðum” undir “Rekstrarhreyfingum” er átt við rekstrarliði eins og afskriftir, söluhagnað og breytingu á lífeyrisskuldbindingum. Með handbæru fé er átt við sjóð og óbundnar innstæður í seðlabanka, ríkisvíxla og aðra víxla endurseljanlega í seðlabanka og gjaldkræfar kröfur á lánastofnanir.
SJÓÐSTREYMI
Rekstrarhreyfingar:
Hagnaður ársins
Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif
á handbært fé:
Verðbætur og gengismunur
Framlag í afskriftareikning útlána
Tekjuskattur, breyting á skattskuldbindingu
Aðrir liðir
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum
Handbært fé frá rekstri
Fjárfestingarhreyfingar:
Bundið fé í Seðlabanka Íslands, breyting
Aðrar bundnar kröfur á lánastofnanir
Útlán, breyting
Veltuskuldabréf, breyting
Veltuhlutabréf, breyting
Fjárfestingarskuldabréf, breyting
Fjárfestingarhlutabréf, breyting
Hlutir í hlutdeildar- og tengdum félögum, breyting.
Keyptir varanlegir rekstrarfjármunir
Seldir varanlegir rekstrarfjármunir
Ýmsar eignir, breyting
Fjárfestingarhreyfingar
Fjármögnunarhreyfingar:
Skuldir við lánastofnanir
Innlán, breyting
Lántökur, breyting
Ýmsar skuldir
Víkjandi lán
Greiddur arður
Keypt og seld eigin hlutabréf
Fjármögnunarhreyfingar
Hækkun(-lækkun) á handbæru fé
Handbært fé í ársbyrjun
Handbært fé í árslok
Aðrar upplýsingar:
Greiddur tekjuskattur
Arður frá hlutdeildar- og tengdum félögum.