Skattalagasafn ríkisskattstjóra 23.11.2024 12:46:07

nr. 790/2001, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?ann=790.2001.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
B-hluta fyrirtæki.
7. gr.
Almennt.

     Um staðsetningu rekstrareininga í B-hluta sveitarfélaga skal fara eftir þeirri meginreglu að þar flokkist fjárhagslega sjálfstæðar einingar er hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld til þess að standa að fullu undir útgjöldum sínum. Sem dæmi um slíkar rekstrareiningar eru vatnsveitur, hafnarsjóðir, rafveitur, hitaveitur og sorphirðing og sorpeyðing.
     Í undantekningartilvikum getur verið rétt að færa rekstrareiningar milli b- og a-hluta þegar um óverulega starfsemi og litla fjárbindingu í rekstrareiningunni er að ræða.
 

8 gr.
Fráveita.

     Stofna skal sérstakt fyrirtæki sveitarsjóðs um rekstur og efnahag fráveitu sveitarfélagsins. Þar verða fráveituframkvæmdir eignfærðar og afskrifaðar um 4% á ári. Með fráveitu er átt við holræsakerfi sveitarfélagsins frá húsvegg/lóðarmörkum notenda annars vegar og endastöð hins vegar, þar með taldar dælustöðvar og þess háttar. Fráveita er fjármögnuð annars vegar með hluta gatnagerðagjalda og hins vegar með fráveitugjaldi (holræsagjaldi).
     Eldri fráveituframkvæmdir skulu færðar úr aðalsjóði á framreiknuðu, afskrifuðu kostnaðarverði liggi það fyrir en annars samkvæmt afskrifuðu viðmiðunarverði. Viðmiðunarverð verði ákvarðað út frá kostnaðarverði sambærilegra mannvirkja, t.d. ákveðið verð á hvern lengdarmetra holræsa.
     [Í fráveitufyrirtæki skal færa ríkisframlög vegna fráveituframkvæmda til lækkunar á kostnaðarverði viðkomandi framkvæmdar]1).
     Fráveita greiðir aðalsjóði fyrir mannvirkin með skuldaviðurkenningu, sem beri sambærilega vexti og lán Lánasjóðs sveitarfélaga, hún verði með einum gjalddaga og afborganir reiknaðar eins og um jafngreiðslulán væri að ræða.
     Nauðsynlegt er að færa eldri fráveituframkvæmdir yfir til fráveitufyrirtækisins þar sem kostnaður við þær er m.a. grundvöllur að gjaldskrá (holræsagjaldi).

1)Sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 948/2004.
 

Fara efst á síðuna ⇑