[I. KAFLI
Almenn ákvæði.]1)
1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1064/2009.
Rekstrareining: Bókhaldslega aðskilinn starfsemisþáttur í sveitarfélagi, hvort sem um er að ræða fjárhagslega sjálfstæða einingu eða ekki.
Þjónustueining: Rekstrareining sem að hluta eða að öllu leyti er fjármögnuð með þjónustugjöldum.
Stofnanir sveitarfélaga: Rekstrareiningar sem að öllu jöfnu falla undir A-lið 13. gr. reglugerðar þessarar.
Fyrirtæki sveitarfélaga: Fjárhagslega sjálfstæðar rekstrareiningar sem falla undir B-lið 13. gr. reglugerðar þessarar.
2. gr.*1)
Reikningsskila- og upplýsinganefnd.
(1) [Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar reikningsskila- og upplýsinganefnd til fjögurra ára í senn. Nefndin skal skipuð fimm fulltrúum. Tveir fulltrúar skipaðir samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, einn fulltrúi skipaður samkvæmt tilnefningu Hagstofu Íslands og tveir án tilnefningar og skal annar þeirra vera löggiltur endurskoðandi. Fimm varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann nefndarinnar.
(2) Nefndin skal fjalla um og skilgreina upplýsingar sem sveitarfélög skulu veita og byggja meðal annars á reikningsskilum sveitarfélaga sem gerð eru á grundvelli laga um ársreikninga og sveitarstjórnarlaga. Í því sambandi skal nefndin semja reglur um skýrslugjöf sveitarfélaga og fjárhagsleg málefni og aðrar upplýsingar, svo sem um rafræn skil ársreikninga og fjárhagsáætlana auk annarra fjárhagslegra upplýsinga sveitarfélaga sbr. 17. gr.
(3) Nefndin hefur jafnframt frumkvæði að því að skilgreina í samstarfi við sveitarfélög hvaða fjárhagslegra upplýsinga þörf er á að afla í þágu opinberra aðila, einkum er varðar upplýsingar sem ekki koma fram í ársreikningum. Nefndin skal í því sambandi vinna að söfnun og samræmingu ársfjórðungslegra upplýsinga frá sveitarfélögum. *2)
(4) Nefndin skal í störfum sínum stuðla að samræmingu í reikningsskilum sveitarfélaga og öðrum fjárhagslegum upplýsingum þeirra eftir því sem ráðuneytið ákveður.
(5) Nefndin skal semja reglur um þau atriði reikningsskila sveitarfélaga, sem eru sérstök fyrir þau. Nefndin skal m.a. gefa út leiðbeiningar um flokkun og greiningu gjalda og tekna, eigna og skulda sveitarfélaga, sbr. 4. og 14. gr., form fjárhagsáætlana, sbr. 11. gr.,*3) og ársreikninga, sbr. 15. og 16. gr., ef þörf krefur.*2)
(6) Reglur nefndarinnar skulu birtar með auglýsingu í Stjórnartíðindum eftir staðfestingu ráðuneytisins.
(7) Ráðuneytið skal sjá til þess að auglýsingar þess um bókhald, reikningsskil og skýrslugjöf sveitarfélaga séu aðgengilegar sveitarfélögum með útgáfu rafrænnar handbókar eða með öðrum sambærilegum hætti í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.]1)
1)Sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 1064/2009. *1)Var áður 18. gr. *2)Sjá auglýsingu nr. 414/2001, um flokkun og greiningu í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga. 3)Á að vera 10. gr.