Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.4.2024 15:28:53

Lög nr. 90/2003, kafli 1 - álagningarár 2020 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=90.2003.1&alagningarar=2020)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

I. KAFLI
Skattskyldir aðilar.

Skattskylda manna.
1. gr.

(1)  Skylda til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, [---]1) hvílir á þessum mönnum:

  1. Þeim sem heimilisfastir eru hér á landi.

  2. Þeim sem heimilisfastir hafa verið hér á landi en flutt úr landi og fellt hafa niður heimilis­festi sitt hér, nema þeir sanni að þeir séu skattskyldir í öðru ríki á sama hátt og menn heimilisfastir þar og hafi fullnægt þeim skattskyldum sínum. Skattskylda þessi gildir þó aðeins í þrjú ár frá næstu áramótum eftir brottflutningsdag.

  3. Þeim sem dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landi vegna orlofs og þess háttar.

  4. Þeim sem eigi falla undir ákvæði 1.–3. tölul. þessarar greinar en starfa samtals lengur en 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera frá starfi vegna orlofs og þess háttar, um borð í loftfari eða skipi sem skráð er hér á landi.

(2)  Ríkisskattstjóri hefur úrskurðarvald um hverjir skuli teljast heimilisfastir hér á landi sam­kvæmt þessari grein. Við ákvörðun á heimilisfesti skal miðað við reglur laga um lögheimili,*1) eftir því sem við á. Úrskurði ríkisskattstjóra má skjóta til [yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd.]2)3).

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 96/2017. 1. janúar 2018 tók yfirskattanefnd við öllum óloknum ágreiningsmálum um skattalega heimilisfesti sem til meðferðar voru hjá ráðherra eða hefðu að óbreyttu komið til meðferðar hjá honum. *1)Sjá lög nr. 21/1990.

 Skattskylda lögaðila.
2. gr.

(1)  [Skylda til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, [---]1) hvílir á eftirtöldum lögaðilum sem heimilisfastir eru hér á landi:]2)

  1. [Skráðum hlutafélögum og einkahlutafélögum, svo og samlagshlutafélögum, enda sé þess óskað við skráningu að samlagshlutafélagið sé sjálfstæður skattaðili. Hjón ein sér eða með ófjárráða börnum sínum geta ekki myndað samlagshlutafélag er sé sjálfstæður skattaðili.]2) 3)

  2. Gagnkvæmum vátryggingar- og ábyrgðarfélögum, kaupfélögum, öðrum samvinnu­félög­um og samvinnufélagasamböndum [---]2).

  3. Samlagsfélögum og sameignarfélögum með ótakmarkaðri ábyrgð félagsaðila, enda sé félagið skráð í firma­skrá hér á landi, þess óskað við skráningu að félagið sé sjálfstæður skattaðili og við skráningu afhentur félagssamningur þar sem getið sé eignarhlutfalla eigenda, inn­borg­aðs stofnfjár svo og hvernig félagsslitum skuli háttað. [---]6) Hjón ein sér eða með ófjárráða börnum sínum geta ekki myndað samlagsfélag eða sameignarfélag er sé sjálfstæður skattaðili.

  4. Samlögum og samtökum sem hafa það að meginmarkmiði að annast vinnslu eða sölu á framleiðsluvörum félagsaðila sinna, innkaup á rekstrarvörum eða þjónustu í beinum tengslum við atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi þeirra, enda séu þau skráð í firma­skrá hér á landi og þess getið við skráningu að þau séu sjálfstæðir skattaðilar. Við skráningu skal afhentur félagssamningur þar sem getið sé eignaraðildar, innborgaðs stofnfjár svo og hvernig félagsslitum skuli háttað. [---]6)

  5. Öðrum félögum, sjóðum og stofnunum, þar með töldum sjálfseignarstofnunum, sem hér eiga heimili, sbr. þó 5. [og 6.]3) tölul. 4. gr., svo og dánarbúum og þrotabúum.
    [---]2)

(2)   [Lögaðili skv. 1. mgr. telst eiga hér heimili ef hann er skráður hér á landi, telur heimili sitt hér á landi samkvæmt samþykktum sínum eða ef raunveruleg framkvæmdastjórn hans er hér á landi.]2) [Ríkisskattstjóri hefur úrskurðarvald um hvaða lögaðilar skuli teljast heimilisfastir hér á landi samkvæmt þessari grein. Úrskurði ríkisskattstjóra má skjóta til [yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirkattanefnd]5)7).]4)

(3)   Sé þess ekki óskað við skráningu samlagsfélags, [samlagshlutafélags]3) eða sameignar­félags að félagið sé sjálfstæður skattaðili eða fullnægi lögaðili skv. 1.-4. tölul. þessarar greinar ekki skilyrðum til að teljast sjálfstæður skatt­aðili skal tekjum hans og eignum skipt milli félagsaðila í samræmi við félagssamning þeirra og þær skattlagðar með öðrum eignum og tekjum félagsaðilanna. Kveði félagssamningur eigi á um skiptingu tekna og eigna skal þeim skipt milli félagsaðila eftir eignarhlutföllum. Ef eignarhlutföll eru ekki fyrir hendi eða þau óljós skal tekjum og eignum skipt jafnt milli félagsaðila.
1)Sbr. 2. gr. laga nr. 129/20042)Sbr. 1. gr. laga nr. 77/2005. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 77/2006. 4)Sbr. 1. gr. laga nr. 166/2007. 5)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011. 6)Sbr. 1. gr. laga nr. 33/2015. 7)Sbr. 1. gr. laga nr. 96/2017. 1. janúar 2018 tók yfirskattanefnd við öllum óloknum ágreiningsmálum um skattalega heimilisfesti sem til meðferðar voru hjá ráðherra eða hefðu að óbreyttu komið til meðferðar hjá honum.

 Takmörkuð skattskylda.
3. gr.

(1)  Takmarkaða skattskyldu bera þessir aðilar, enda falli þeir ekki undir ákvæði 1. eða 2. gr. eða séu undanþegnir skattskyldu skv. 4. gr.:

  1. Allir menn sem dvelja hér á landi og njóta launa fyrir störf sín hér skulu greiða tekju­skatt af þeim launum. Hér með teljast þeir menn sem atvinnu stunda hér á landi, eða um borð í loftfari eða skipi sem skráð er hér á landi, þar með talið á grundvelli samninga um útleigu á vinnuafli, þótt dvöl þeirra eða starf vari 183 daga samtals eða skemur á sérhverju 12 mánaða tímabili.

  2. Allir menn sem njóta frá íslenskum aðilum launa fyrir störf, þar með talin stjórnar-, endur­skoðenda- eða nefndarstörf, eftirlauna, biðlauna, lífeyris, styrkja eða hliðstæðra greiðslna skulu greiða tekjuskatt af þeim greiðslum.

  3. Allir aðilar sem fá greiðslu fyrir þjónustu eða starfsemi innta af hendi hér á landi skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum.

  4. Allir aðilar sem reka hér á landi fasta starfsstöð, taka þátt í rekstri fastrar starfsstöðvar eða njóta hluta af ágóða slíkrar starfsstöðvar skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum. [Rekstrartekjur aðila sem eru skattskyldar skv. 2. gr. laga um skattlagningu á kolvetnisvinnslu, og falla ekki undir 2. gr. laga þessara, skal gera upp samkvæmt reglum sem gilda um fastar starfsstöðvar, enda vari starfsemin samtals lengur en 30 daga á 12 mánaða tímabili.]5)

  5. Allir aðilar sem eiga fasteign hér á landi eða hafa rétt yfir fasteign hér á landi er þeir hafa af tekjur eða teljast hafa af tekjur, þar með talinn söluhagnað, samkvæmt ákvæðum laga þessara skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum.

  6. Allir aðilar sem hafa hér á landi tekjur af leigu, afnotum eða rétti til hagnýtingar á lausafé, einkaleyfum, hvers konar réttindum eða sérþekkingu, svo og af söluhagnaði vegna slíkra eigna, skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum. [Ákvæði þetta tekur þó ekki til tekna af leigu loftfara og skipa sem notuð eru til flutninga á alþjóðaleiðum.]2)

  7. Allir aðilar sem hafa tekjur, þar með talinn söluhagnað, af íslenskum hlutabréfum, stofn­bréfum eða öðrum réttindum til hlutdeildar í hagnaði eða af rekstri íslenskra fyrirtækja skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum.

  8. [Allir aðilar sem hafa vaxtatekjur hér á landi af bankainnstæðum, verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum, skuldabréfum eða öðrum kröfum og fjármálagerningum, sbr. 3. tölul. C-liðar 7. gr., skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum. Ákvæði þetta gildir þó hvorki um vexti sem greiddir eru af Seðlabanka Íslands [í eigin nafni]4) [eða fyrir hönd ríkissjóðs]9) né þá vexti sem greiðast erlendum ríkjum, alþjóðastofnunum eða öðrum opinberum aðilum sem undanþegnir eru skattskyldu í heimilisfestarríki sínu. [Ákvæðið gildir ekki heldur um vexti vegna skuldabréfa sem eru gefin út í eigin nafni af fjármálafyrirtækjum skv. 1. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sem og af orkufyrirtækjum sem falla undir lög nr. 50/2005, um skattskyldu orkufyrirtækja. Skilyrði er að skuldabréfin séu skráð hjá verðbréfamiðstöð í aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD), aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og ekki sé um að ræða viðskipti sem falla undir ákvæði 13. gr. b - 13. gr. n laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál.]7) *3) [Ákvæðið gildir auk þess ekki um vexti sem greiddir eru af skuldabréfum sem gefin eru út í tengslum við efndir nauðasamnings og í eigin nafni af lögaðilum sem áður störfuðu sem viðskiptabankar eða sparisjóðir en sæta slitameðferð skv. 101. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, eða hafa lokið slitameðferð með nauðasamningi sem staðfestur hefur verið af dómstólum.]10) *4) Ákvæðið á ekki við kveði tvísköttunarsamningur sem Ísland hefur gert við erlent ríki á um að ekki skuli haldið eftir afdráttarskatti af vöxtum. [Ráðherra]6) er heimilt að setja reglugerða) er kveður nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis.]3)

  9. Erlendir sendiherrar, sendiræðismenn og erlendir starfsmenn sendisveita annarra ríkja hér á landi og aðrir, sem úrlendisréttar njóta, skulu greiða tekjuskatt af tekjum sem þeir njóta frá innlendum aðilum og af tekjum sem um er rætt í [4.-8. tölul.]3) *1)

  10. [Allir aðilar sem hafa tekjur af afleiðusamningum hér á landi skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum.]1)8) *2)

(2)  [Með orðunum hér á landi í 1. mgr. er átt við landið sjálft, landhelgina, efnahagslögsöguna og landgrunnið, sem og svæði þar sem Ísland hefur rétt til skattlagningar lögum samkvæmt eða samkvæmt sérstökum samningum við erlent ríki.]5)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 174/2006. 3)Sbr. 6. gr. laga nr. 70/2009. 4)Sbr. 1. gr. laga nr. 128/2009. 5)Sbr. 2. gr. laga nr. 110/2011. 6)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011. 7)Sbr. 1. gr. laga nr. 39/20138)Sbr. 1. gr. laga nr. 142/2013. 9)Sbr. 1. gr. laga nr. 53/2014. 10) Sbr. 1. gr. laga nr. 107/2015. a)Sbr. reglugerð nr. 630/2013.*1)Var áður 8. tölul. Breytt með lögum nr. 70/2009*2)Var áður 9. tölul. Breytt með lögum nr. 70/2009. *3)Ákvæðið tók þegar gildi og tekur til vaxta sem greiðast eða eru greiðslukræfir frá og með 15. mars 2013. *4)Ákvæðið kom til framkvæmda í staðgreiðslu eftir birtingu laganna og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2016.


[Föst starfsstöð.
3. gr. a.

(1)  Föst starfsstöð, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 3. gr., merkir fasta atvinnustöð þar sem starfsemi fyrir­tækis fer að nokkru eða öllu leyti fram.

(2)  Byggingarsvæði eða byggingar- eða uppsetningarframkvæmd telst því aðeins föst starfs­stöð að hún standi lengur en sex mánuði.

(3)  Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. telst fyrirtæki ekki hafa fasta starfsstöð hérlendis vegna starfsemi sem er aðeins ætlað að undirbúa, styðja við eða reka aðra starfsemi fyrirtækisins, þ.m.t. að nýta aðstöðu til geymslu gagna, sýningar eða birgðahalds á vörum eða öflunar upplýsinga fyrir fyrir­tækið. Umráð erlends fyrirtækis á netþjónum og tengdum tölvubúnaði til að annast fyrrgreinda starfsemi mynda ekki ein og sér fasta starfsstöð þess hérlendis.

(4)  Ef fyrirtæki eða aðili sem það hefur náin tengsl við rekur fleiri en eina atvinnustöð hér­lendis þar sem fram fer samþætt starfsemi skal meta hana sem eina heild við mat á því hvort um undir­búnings- eða stoðstarfsemi sé að ræða. Aðili telst hafa náin tengsl við fyrirtæki í skilningi þessarar málsgreinar ef annar hefur yfirráð yfir hinum eða báðir lúta yfirráðum sömu aðila.

(5)  Fyrirtæki telst ekki hafa fasta starfsstöð hér á landi þótt það reki hér viðskipti fyrir milli­göngu miðlara, umboðsmanns eða annars óháðs umboðsaðila, ef þessir milligönguaðilar koma fram innan marka venjulegs atvinnureksturs þeirra. Ef milligönguaðili sem ekki er óháður hefur á hendi starfsemi fyrir fyrirtæki og hefur heimild til að gera samninga fyrir þess hönd hér á landi eða gegnir að jafnaði lykilhlutverki sem leiðir til samningagerðar án efnis­legrar breytingar af hálfu viðkomandi fyrirtækis, telst fyrirtækið hafa hér fasta starfsstöð. Þetta á þó ekki við ef starfsemi þessa aðila er takmörkuð við þá starfsemi sem um ræðir í 3. mgr. og sem mundi ekki gera þessa föstu atvinnu­stöð að fastri starfsstöð samkvæmt ákvæðum þeirrar málsgreinar þótt innt væri af hendi frá fastri atvinnustöð.

(6)  Þótt félag sem er heimilisfast utan Íslands stjórni eða sé stjórnað af félagi sem er heimilis­fast á Íslandi eða hefur með höndum starfsemi hér á landi, annaðhvort frá fastri atvinnustöð eða á annan hátt, leiðir það í sjálfu sér ekki til þess að annaðhvort þessara félaga sé föst atvinnustöð hins.

(7)  Ráðherra skal með reglugerða) setja nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 112/2016. a)Sbr. reglugerð nr. 1165/2016.

 

 Aðilar undanþegnir skattskyldu.
4. gr.

[Þessir aðilar greiða ekki tekjuskatt]:1)

  1. Ríkissjóður, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki sem hann rekur og ber ótakmarkaða ábyrgð á svo og Fiskifélag Íslands.

  2. Sýslu- og sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir sem þau reka og bera ótakmarkaða ábyrgð á.

  3. Erlend ríki og alþjóðastofnanir, af fasteignum sem þær nota vegna viðurkenndrar starfsemi sinnar hér á landi.

  4. Þeir lögaðilar sem um ræðir í 2. gr. og hér eiga heimili, ef þeir verja hagnaði sínum einungis til almenningsheilla og hafa það að einasta markmiði samkvæmt samþykktum sínum.

  5. Félög, sjóðir og stofnanir, sbr. 5. tölul. 2. gr., sem ekki reka atvinnu.

  6. [Lífeyrissjóðir sem starfa skv. III. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða]2) [og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem heimild hafa til að taka á móti iðgjöldum til myndunar eftirlaunaréttar]3) [samkvæmt lögum nr. 78/2007, um starfstengda eftirlaunasjóði.]4)

  7. Aðilar sem undanþegnir eru skattskyldu með sérstökum lögum.*1)

    [8.    Stofnanir eða félög í meirihlutaeigu ríkis og/eða sveitarfélaga, að því leyti sem þeim hafa verið falin lögbundin verkefni vegna reksturs vatnsveitu og/eða fráveitu enda sé bæði rekstur og efnahagur hinna lögbundnu verkefna að fullu aðgreindur bókhaldslega frá annarri starfsemi.]5)

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 77/2006. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 76/2007. 4)Sbr. 2. gr. laga nr. 166/2007. 5)Sbr. 2. gr. laga nr. 142/2013. Ákvæðið öðlaðist gildi við birtingu og kom til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2014 vegna tekjuársins 2013 og skulda í lok þess árs. *1)Tölumerking breyttist í samræmi við breytingar með lögum nr. 77/2006.

  Skattskylda hjóna og barna.
5. gr.

Hjón eru sjálfstæðir skattaðilar hvort um sig og skal þeim ákveðinn tekjuskattur [---]1) hvoru í sínu lagi.

1)Sbr. 5. gr. laga nr. 129/2004.

6. gr.

Barn, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, er ekki sjálfstæður skattaðili sé það á fram­færi foreldra sinna (þar með taldir kjörforeldrar, stjúpforeldrar, fósturforeldrar). Þó skulu þær tekjur barns sem um ræðir í 1. tölul. A-liðar 7. gr. skattlagðar sérstaklega.

 

Fara efst á síðuna ⇑